Alþýðublaðið

Date
  • previous monthDecember 1929next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Alþýðublaðið - 05.12.1929, Page 2

Alþýðublaðið - 05.12.1929, Page 2
B AisÞÝÐUfi&ASIS Frá sjómönnunum. FB., 4. dez. Liggjum á Önundarfirði. Vel- líðan. Kveðjur til vina og vanda- manna. Skipshöfnin á „Ver“. KlofningnF pízkra Djóöernis- sinna. FB., 5. dez. Frá Berlín er símað: Lagafrum- varp Hugenbergs, flokksformanns 'þjóðernissinna, um að banna að staðfesta Youngsamþyktina, hef- ir valdið klofningi meðal ’þjóð- emissinna. Allmargir þingmenn þeirra eru andvígir frumvarpinu. Tólf merkustu ’þingmenn þjóðern- issinna hafa sagt sig úr flokkn- um. Westarp, foringi þjóðemis- sinna í ríkisþinginu, hefir afsalað sér formenskunni. vinnú, sem að einhverju leyti er upp á ameríska ferðamenn kom- in, hafa beðið stórkostleg töp, þar eð amerískum ferðamönnum í Evrópu hefir fækkað til mikilla , muna. Demantasala í Suður-Af- ríku er hætt eins og stendur. Demantagrafarar þar krefjast styrks frá rikinu. Nýtt íeldgos i Vestur-Indíum' Frá Forte de France á Mar- tinique í Vestur-Indíum er símað: Nýtt gos kom úr Pelé-eldfjall- inu. er stóð yfir í hálfa klukku- stund. Mikill reykjarmökkur breiddist yfir 1,0 kílómetra breitt svæði. Boðskapur Hoovers til þjóðjjugs Bandarikjanna. Hermálaútgjöld prefalt hærri ’ en 1914. — Verðhrunið veldur atvinnuleysi. Kröfur um vaxtalækkun og þjóðgagnlegri lán. Þingmálafundir, sem haldnir vom í gær á Eyrarbakka og Stokkseyri, samþyktu í einu hljóði svofelda áskorun: „Fundurinn skorar fastlega á landsstjórnina að sjá mn, að út- lánsvextir banka verði nú þegar lækkaðir.“ Á í þingmálafundi í Borgarnesi var nýlega samþykt þessi álykt- un: „Fundurinn lýsir megnri óá- nægju sinni yfir því, að fé bank- anna hefir verið mjög lánað ein- stökum „spekúlöntum" trygging- arlítið, svo að tapast hefir og vaxtahækkun hlotist af. Skorar fundurinn á stjórn, alþingi og aðra forráðamenn bankanna að lána fé þeirra einkum til eflingar framleiðslu, er skapar sem flest- um einstaklingum- sjálfstætt starf.“ Lækknn á mjólknrverði. Mjólkurbú Flóamanna tekur til starfa í dag. Hefir það vélar af allra nýjustu gerð til þess að gerilsneyða mjólkina án þess að hún missi nokkuð verulega ný- mjólkurbragðið. Hafa Flóamenn fengið danskan mann, Jörgensen að nafni, æfðan mjólkurbús- stjóra, til þess aÖ standa fyrir búinu. Er gerilsneydd mjólk nú seld á 54 aura frá Mjólkurfélag- inu, en mjólkin frá Flóabúinu verður seld að eins á 44 aura. Er þetta talsverð lækkun á mjólk- inni, og hlýtur þetta fyrst og fremst að leiða til þéss, að geril- sneydda mjólkin lækkar hér í Reykjavík og í öðm lagi hlýtur þetta að leiða til þess, að önnur mjólk lækki að mun í verði. Al- þýðubrauðgerðin og ýmsar mjólkurbúðir i sambandi við hana hafa þessa mjólk til sölu í fyrra málið, og taka framvegisi á móti pöntunum á mjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna. Auk þess mun búið hafa í hyggju að setja á stofn sérstaka búð hér í Revkjavík fyrir afurðir þess. Ifaínarkjörðup. Verkakvennafélagið, Framtiðin* í Hafnarfirði heldur árshátíð sína annað kvöld í Góðtemplarahús- inu. Hátiðin hefst kl. 8 með kaffi- drykkju. Ýmislegt verður til skemt'unar. Talað verður fyrir minni félagsins, góður söngvari syngur, ágætur ræðumaður talar, sjónleíkur verður sýndur og síð- an verður danzað. fram eftir nóttu. Verklýðsskemtanir í Hafn- arfirði. eru beztu skemtanir, sem þar eru haldnar, og ekki eru skemtanir verkakvenna síztar. Er líka fullvíst, að fjölment verður á árshátíðinni annað kvöld. Nauðsynlegt er að allir komi stundvíslega. Úr Borgarfirði. Skemdir af völdum ofveðursins. FB., 4. dez. Frá Borgarnesi er símað: f of- viðrinu fauk hlaða á Amarstapa í Álftaneshreppi. Einnig fauk hláða á Snorrastöðum og hey í Syðstu- Görðum. Víðar í Hnappadalssýslu urðu hey- og hús-skaðar. Á Litlu- þúfu og Stóruþúfu í Míklaholts- hreppi fuku hey. í Miklaholtsseli, sem stendur undir Hafursfelli, fletti af öllum þökum, baðstofu og úthúsum. Einnig varð þar einhver heyskaði. Þar er byljótt mjög undir fellinu. Erfiðlega hefir gengið með uppmoksturinn hér vegna áhalda- bilana á uppmokstursskipinu og ótíðar. Varð margra daga töf um dagínn af þessum orsökum og nú aftur. Nú eru komnir hingað tveir viðgerðarmenn úr „Hampj“. til þess að gera við áhöldin á skipinu. Bráðapest er engin í héraðinu, að því er vitað er hér. — Heilsu- far manna er gott og vellíðan. Brlemd sÍMSskeyti. FB., 3. dez. Afleiðingar brasksins. Frá Lundúnum er símað: Af- leiðingar verðhrunsins í kauphöll- inni í Bandaríkjunum koma stöð- ugt betur í ljós beggja megin At- lantshafsins. Síðustu hagskýrslur sýna, aö framleiðsla ýmiss konar varnings og efnis hefir minkað töluvert vegna verðfallsins: Eru til nefndar bifreiðar, vefnaðar- vörur, ýmislegt til húsagerðar, skófatnaður, baðmullarvörur og stáliðnaðarvörur. Eigendur gistihúsa í Frakklandi og Sviss og fleiri Evrópulöndum, þeir sem verzla með munaðar- vörur, og ýmsir, er stunda at- FB., 4. dez. Frá Washington er símað: Hoover forseti hefir sent þjóð- þingi Bandaríkjanna hinn árlega forsetaaboðskap. Kveður Hoover ófriðarbannssáttmála Kelloggs hafa styrkt friðinn, en hins vegar valdi vaxandi hermálaútgjöld Bandarikjanna stjórninni miklum áhyggjum. Otgjöld þeirra til her- mála eru á þessu fjárhagsári 770 milljónir dollara eða þrefalt hærri en árið 1914. Þau eru auS þess langtum meiri en her- málaútgjöld nokkurs annars ríkis í heiminum. Telur Hoover það undir flotamálafundinum komið, sem haldinn verður í janúar, hvort hægt muni aÖ lækka her- málaútgjöldin. Hoover er bjart- sýnn á fjárhagsástandið í Bandaríkjummi, þrátt fyrir verðhrunið, sem hefir valdið tals- verðu atvinnuleysi. Hoover telur takmörkun inn- flutnings fólks til Bandaríkjanna hafa reynst heppilega, en kveðst samt vpra mótfallinn núverandi fyrirkomulagi (the quota system) og vonar, að hægt sé að finna annað fyrirkomulag, sem reynist enn betur. Ógnrlegir knldar í Chícaco og víðar. 60 manns frjósa til bana. FB„ 4. dez. Frá Chicago er símað: Miklir kuldar eru hér sem stendur og snjókoma. I Illinois og næstu ríkjum hafa 60 manns frosið til bana. Skipaferðir á Michigan- vatni hafa stöðvast. Hormulegt slys. Barw brennur til bana. „Lögberg“ skýrir frá því, að sjúkrahúsið í Shoal Lake í Mani- toba hafi brunnið til kaldra kola 30. okt. 1 eldinum fórst fárm daga gamalt bam, dóttir J. Ás- grímssonar bónda að Gerald í Saskatschewan. Allir aðrir, sem í byggingunni voru, björguðust ó- meiddir. Jafnskjótt og eftir þvl var tekið, að eitt af bömunum hafði orðið eftir í byggingunni, fóm dr. Sigurgeir Bardal sjúkra- hússlæknir og Miss M. Avison, yf- irhjúkrunarkonan, enn inníbygg- dnguna, þrátt fyrir alvarlegar að- yaranir viðstaddra. Lögðu þau sig í mikla lífshættu til þess að bjarga barninu, en eldurinn og reykurinn voru þá orðnir svo magnaðir, að ekki var viðlit að komast þangað, sem bamið var. (FB.þ Sendinefnd Bandaribjanna á algingishátiðiM* FB. hefir áður getið um, hverjir 'valdir hafi verið í nefnd þá, sem stjóm Bandaríkjanna sendir á alþingishátíðina að ári. Til viðbót* ar þvi, sem áður var sagt um fs- lendingana tvo, sem em í nefnd- inni, skal þess getið, að Svein- björn Johnson er nú prófessor í lögum við háskólann í Chicago, en Friðxik Fjozdal er forseti al- þjóðasambands jámbrautarþjóna, sem bedir aðsetur í Detroit í Michigan. (FB.) Ilm ásiggÍKiM oy voyiiaas. STIGSTOKUFUNDUR föstudag kl. 81/2 í G.-T.-húsinu við Voh- arstræti. Pétur Zophoníasson talar. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Bæjarstjórnarfundur er í dag í Góðtemplarahúsinu og byrjar kl. 5. Á dagskránni eru framhaldsumræður um hús- næðismálið, frh. 2. umr. um eft- irlaunasjóð starfsmanna Reykja- víkur, sem lagt er til að heiti Eftirlaunasjóður Reykjavíkur- borgar, 2. umræða um fjárhags- áætlanir bæjarsjóðs Reykjavíkur og háfnarsjóðs fyrir næsta ár, tilkynning dóms í máli vatns- veitufélags Skildinganesskaup- túns við Reykjavíkurborg, sem ekki komst að á síðasta bæjar- stjórnarfundi, o. fl. Húsasmiðui. Byggingarnefndin hefir viður- kent Ebeneser Bergsveinsson, Bragagötu 27, fullgildan til að veita forstöðu húsasmíði í Reykjavík. Bygglngaríeyfl. Síðusíu tvær vikur hefir aó

x

Alþýðublaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Language:
Volumes:
79
Issues:
21941
Published:
1919-1998
Available till:
02.10.1998
Locations:
Publisher:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Keyword:
Description:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue: 298. Tölublað (05.12.1929)
https://timarit.is/issue/3166

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

298. Tölublað (05.12.1929)

Actions: