Morgunblaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. jan. 1962
Be'na-
grindur
viö
kennslu
Eftir Lynn Poole.
Xhe Johns Hopkins University
ÞAÐ eru þrjú ár síðan maður
að nafni Leon Schlossberg sett
ist niður við mælingar á beina
grind af manni í rannsóknar-
stofu sinni 1 Baltimore. Þetta
var mikið og nákvæmt starf,
því að engu mátti skeika í
stærðarhlutföllum hinna ýmsu
Deina.
Árangurinn af þessu þriggja
ára starfi icom svo fram í dags-
ins ljós nú 1 haust, þegar farið
var að selja plastmódel af
beinagrindinni, um það bil
45.7 sm. á hæð, hjá útgáfu-
fyrirtæki Johns Hopkins Há-
skóla. Þetta verður sennilega
eitt af fullkomnari kennslu-
tækjum, sem fram hafa kom-
ið.
Plastmódel þetta er að því
leyti ólíkt fyrri eftirmyndum
af beinagrindum, að litur
beinanna er eðlilegur og þau
eru eðlileg viðkomu. Þá getur
það sýnt allar hreyfingar
mannslíkamans, án þess að
hin rétta líffræðilega afstaða
beinanna innbyrðis raskist.
Eitt er þó ólíkt með plast-
módelinu og beinagrindinni.
Það er óbrjótanlegt.
Leon þessi Schlossberg er
með þekktari listamönnum í
Bandaríkjunum, sem lagt hafa
fyrir sig teikningar á manns-
líkamanum, en það er í sjálfu
sér óvenjuleg og heillandi
grein lista. Hann starfar við
teikningar fyrir sjúkrahús
Johns Hopkins Háskóla og
kennir sérgrein sína við lækna
deild háskólans.
í upp undir hálft þriðja ár
vann Schlossberg að því að
fullkomna módel sitt af beina-
grindinni. Að lokinni ná-
kvæmri mælingu á beinagrind
inni, mótaði hann hvert bein
fyrst í leir, síðan í gips, þá
í málm og loks í plast. Mót var
gert af plastmódelinu, og eftir-
myndirnar, sem nú eru til sölu,
eru gerðar eftir því.
Plastmódelið samanstendur
af 26 hlutum. Liðamótin eru
gerð hreyfanleg með örlitlum
vírum, sem halda hinum ýmsu
beinum saman. Fótleggir og
handleggir, fætur og hendur
. . . jafnvei kjálkar . . . hreyf-
ast nákvæmlega eins og limir
mannslíkamans. Það stendur á
stalli og á honum eru skráð
nöfn allra beina mannslíkam-
ans. Þessi beinagrind er hrein
opinberun fyrir þá, sem aldrei
hafa haft tækifæri til eða
áhuga á að stúdera beinagrind
manns.
„Nú veit ég, hvers vegna við
bein brotna svo oft“, varð ein-
um að orði, þegar hann hafði
athugað plastmódelið og séð,
að hreyfing viðbeinsins milli
axlarinnar og brjóstbeinsins er
nokkuð óstöðug.
Plastmódelið verður selt á
túttugu dollara, sem er langt-
um lægra verða en læknastú-
dentar verða að borga fyrir
venjulega beinagrind. Það er
ekki aðeins ætlað til notkunar
við læknadeildir háskóla, held
ur og í barnaskólum, gagn-
fræðaskólum og menntaskól-
um, og einnig kemur það að
sérlega miklum notum fyr
ir þá, sem leggja stund á
geislafræði, lögfræði, listir og
hjúkrun. Þykir mikill fengur
að þvL
„Húsvörðurinn“
frumsýndur 11. jan.
FIMMTUDAGINN 11. janúar
vorður nýtt Ieikrit frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu: , Húsvörðurinn“
eftir ungan, enskan rithöfund,
Harold Pinter. Skúli Bjarkan
annaðLst þýðingu á leikritinu, en
hlutverkin, sem eru aðeins þrjú
talsins eru í höndum Vals Gísla-
sonar, Bessa Bjamasonar og
Gunnars Eyjólfssonar. Leiktjöld
gerði Lárus Ingólfsson.
Leikritið „Húsvörðurinn" var
sýnt í fyrra í fyrsta sinn í Lond-
on og vakti mjög mikla athygli.
Höfundurinn hóf feril sinn sem
leikari en sneri sér síðan að leik-
rita- skáldsagna- og ljóðagerð.
Áður en hann skrifaði „Hús-
vörðinn" höfðu verið sýndir tveir
einþáttungar eftir hann. Að
Starfsemi lögregiunnar
á Selfossi árið 1961
- LÖGREGLAN á Selfossi hefur
gert yfirlit um starfsemi sína á
árinu 1961, en umdæmi hennar
er Árnessýsla, eins og kunnugt
er.
Á árinu urðu 58 kærur vegna
ölvunar á almannafæri, 19 vegna
ölvunar ökumanna, 20 vegna
þjófnaðar og innbrota, og 101
kæra ýmislegs eðlis. 62 umferða-
Madrid, 3. jan. (AP).
• Miklar rigningar hafa orsak-
að flóð víða á Spáni og hafa
þúsundir manna misst heim-
ili sín en vitað er að tveir
hafi farizt.
brot komu til kasta lögreglunn-
ar, auk þeirra, sem áður eru tal-
in. 132 bifreiðar urðu fyrir tjóni
í árekstrum, 12 slösuðust og 1
beið bana í umferðaslysum. 5
meiddust ölvaðir. 42 voru settir
í fangelsi fyrir ýmsar sakir.
237 sjúklingar vOru fluttir á
árinu, og er það helmingi meira
en á árinu 1960.
1140 bifreiðar eru nú skrásett-
ar í Árnessýslu.
Tveir lögreglumenn hafa starf-
að við emibættið allan ársins
hring auk hins þriðja, sem unnið
hefur um helgar. Þá hefur bif-
reiðaeftirlitsmaðurinn veitt þá
aðstoð, sem hann hefur getað lát-
ið í té*
margra dómi þykir „Húsvörður-
inn“ bezta verk hans til þessa.
Harold Pinter skrifar um lág-
stéttirnar, eins og margir yngri
rithöfundar Bretlands. Hann
dregur fram á sviðið utangarðs-
fólk, sem býr við bág kjör. Þykja
verk hans mjög listræn.
.,Húsvörðurinn“ hefur verið
tekinn til sýningar víða um heim
á þessu ár, m. a. á Broadway.
Caledoniu-flokkurinn
sýn'jr í Þjðöleikhúsinu
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu kemur hópur
Iistamanna frá Skotlandi um
næstu helgi og sýnir skozka
dansa og syngur þjóðlög í Þjóð-
leikhúsinu. Ákveðnar hafa verið
tvær sýningar á sunnudags- og
mánudagskvöldi. en síðan heldur
flokkurinn í sýningarför til
Bandaríkjanna.
Söng- og dansflokkurinn nefn-
Fór fram fyrir
strætisvagn - og
lenti undir bíl
A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD varð
stálpaður drengur fyrir bíl á
Nesvegi. Drengurinn var ný-
kominn út úr strætisvagni og
gekk fram fyrir hann. Hélt
hann síðan skáhalt yfir götuna,
en í sama bili bar að fólksbif-
reið, sem ók meðfram strætis-
vagninum. Gat bílstjórinn ekki
komið í veg fyrir, að bíllinn
lenti aftan á drengnum. Barst
hann með honum smáspöl. —
Drengurinn meiddist nokkuð,
m. a. brotnaði sköflungurinn í
öðrum fætinum.
Seldi hluti i
sjálfum sér
London, 3. jan. (AP).
BREZKUR atvinnu-golfleikari
Knight að nafni hefur tekið upp
þá nýbreytni að selja hluti í
sjálfum sér. Gerir Knigfht þetta
til að fá ferðafé, en hann hefur í
hyggju að halda til Fillipseyja,
Hongkong og Japan í keppnisför.
Knight telur að ferðin muni
kiosta um 600 sterlingspund, en
sjálfur leggur hann fram £ 200
Hitt ætlar hann að fá sem hluta-
fé í væntanleguim vinningum.
Knight hefur sigrað í ýmsum hér-
aðskeppnum í Englandi, en aldrei
komizt í úrslit í stærri keppnum.
r
Arekstur
AKRANESI, 3. jan. — Um sjö-
leytið í kvöld varð bílaárekstur
á Bárugötu á móts við Hótel
Akranes, milli fóliks'bílanna E-35
og E-434. í fyrrnefnda bílnum
var eigandinn einn, en þrír voru
í hinum síðarefnda. E-434
skemmdist talsvert. en ekki
varð slys á mönnum. — Oddur.
NA /5 hnútar */ «5* V 50 hnútar X Snjókoma f Oði -T- V Skvrir K Þrvmur WHS, Kutívshil Hitaski'i H Hmt L Lmtt
Veðráttan er nú all-umhleyp-
ingasöm; skiptisit á útsynning-
ur með éljum og landssynn-
ingsrigning. Von var á rign-
ingu og hvassri SA-átt nú í
morgun vegna lægðarinnar
suður af Hvarfi. Á eftir henni
kemur svo éljagangur. Á NA-
landi er bjart og gott veður.
Víðast var frostlaust á land-
inu á hádegi í gær.
J Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land til Vestfjarða og
miðin. ört vaxandi sunnan átt,
stormur eða rok og rigning í
nótt, gengur í hvassa SV átt
með éljagangi á morgun.
Norðurland til Austfjarða og
miðin: Vaxandi sunnan átt í
nótt, víða stormur á morgum
og lítils háttar rigning.
SA-land og miðin: Vaxandi
sunnan átt, hvasst og rigning
eða þokusúld þegar líður á
nóttina.
ist „Caledonia" og er stjórnandi
hans Andrew Macpherson. í
flokknum eru 18 listamenn, dans
arar. söngvarar, sekkjapípuleik-
arar og einn píanóleikari. Lista-
fólkið er allt búið skozkum þjóð-
búningum. Dansarnir, sem sýnd-
ir verða, eru gamlir skozkir
þjóðdansar, eða réttara sagt
gamlir dansar, sem á seinni ár-
um hafa verið færðir í listrænt
form. en þekktastir af þeim eru:
„The Sword Dance“ og „The
Scottish Highland Fling“. Sungin
verða skozk þjóðlög sem mörg
eru kunn hér á landi, svo sem
„Loch Lomond; „Annie Laurie“;
„The Piper O’Dundee*1 o. fl.
Einnig syngja söngvaramir lög
við ljóð eftir skozka þjóðskáldið
Robert Burns og er sérstakur
hluti á dagskránni helgaður
honum.
Caledonia flokkurinn hefur
getið sér góðan orðstír bæði I
heimalandi sínu og víðar. Fyrir
einu ári fór hann vestur um haf
og sýndi víða í Bandaríkjunum
við mjög góðar undirtektir og
kom fram í sjónvarpi. Einnig er
rétt að geta þess að þetta lista-
fólk hefur sýnt á hinni velþekktu
Edinborgarhátíð undanfarin ár.
— Salazar
Frh. af bls. 1.
hvort við verðum fyrsta ríkið,
sem segir sig úr samtökunum,
en hitt er víst, að við verðum
meðal þeirra fyrstu.
Ásökun um samningsrof
í ræðu sinni ásakaði Salazar
Breta um að hafa rofið samning
þjóðanna um gagnkvæmar varn
ir í nýlendum þeirra. Þessi
samningur hefur verið í gildi
frá 1661, en ekki reynt á hann
fyrr. Salazar sagði, að Bretar
reyndu að láta líta svo út, að
ákvæðin um gagnkvæmar varn-
ir nýlendnanna hefðu fallið úr
samningnum með yfirlýsingu,
sem gerð var í brezka þinginu
1958.
Virtist utanríkisstefna Breta
ganga út á það að heimta raun-
hæfar aðgerðir af hálfu banda-
mantia sinna, en veita í staðinn
þokukennd loforð.
Kvað Salazar nauðsynlegt fyr-
ir Portúgala að endurskoða af-
stöðu sina til Breta Og ganga úr
skugga um, hver hagur þeim
væri að bandalagi við þá.
Bretar mótmæla
Salazar lýsti óánægju sinni yfir
því, að Bretar hefðu dregið i
viku að svara tilmælum Portú-
gala um afnot af flugvöllum fyr-
ir flutningaflugvélar, sem senda
átti til Góa og neitaði þeim svo.
Sagði haftn, að þessi dráttur hefði
orðið til þess að Portúgalar leit-
uðu ekki fyrir sér annars staðar.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins mótmælir þessari
ásökun Salazars og segir hana
villandi. Portúgalar hefðu einn-
ig farið fram á að fá afnot af
mannvirkjum á flugvöllunum, en
til þess hefðu þeir orðið að fá
samþykki viðkomandi landa, áð-
ur en Bretar gátu veitt leyfi sitt.
Þetta yar skýrt fyrir Portúgöl-
um, og þeim sagt að Bretar
myndu halda áfram athugunum
á málinu, ef Portúgalar gætu
fundið flugvöll, sem nota mætti
til vara. 14. des. kom ný beiðni
frá Portúgölum og var hún til
meðferðar, þegar Indverjar gerðu
innrásina í Góa.
Þakkar stuðning
í þingræðu sinni þakkaði Salaz-
ar Spánverjum og Brazilíumönn-
um stuðning við stjóm Portúgals.
Einnig þakkaði hann Bretum og
Bandaríkj amönnum fyrir að hafa
gert allt, sem í þeirra valdi stóð
til að koma í Veg fyrir innrásina
í Góa og harmaði, að það hefði
ekki tekizt