Morgunblaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 4. jan. 1962 MORGUISBLAÐIÐ 19 Athugasemd við „ritdöm" Snæfellingur SH 202. (Ljósm. Herdis Guðmundsdóttir) Bátalón hefir smíðað 324 báta I TtMANUM 21. des. sl. birtist „ritdómur“ undir fyrirsögninni: „Að fagna helgum á dósamat“, (sem allt of oft hendir menn). „Ritdómurinn“ er skrifaður undir nafninu „Birgir“ og virð- ist eiga að vera eins konar gagn rýni á bók Sigurðar A. Magnús- sonar, „Hafið og kletturinn“. Það, sem veldur því, að ég geri þennan „ritdóm“ að um- talsefni, er, að mér þykir hann á margan hátt dæmi um, hvernig ekki eigi að fjalla um bækur. Hann er í senn illa unn- inn og ósanngjam, villandi og jafnvel illgirnislegur. Oft hvarfl aði að inér við lestur hans, að „Birgir“ þættist þurfa að ná sér niðri á Sigurði, fyrir hvað veit ég ekki. 1 inngangi segir svo: „Hins vegar er það morðtilraun við hana (ísl. tungu) og skáldskap- inn í senn, ef skáldið yrkir á röngu máli“. Nokkuð djúpt tek- ið í árinni, þótt allir geti fall- izt á, að rangt mál sé venju- lega ófyrirgefanlegt. „Og gum- ar girnast mær“ og „náttúrunn- ar numdir mál“ eru vísuorð, sem ég hygg, að séu hvorki til- ræði (betra orð en morðtilraun, sem ekki er í Orðabók Sigfúsar Blöndals, þótt ekki sé það mál- villa) við tunguna né skáldskap- inn. Enda yrðu þær Ijóðlínur vart betur orðaðar. Ég bendi á þetta til gamans og til að minna á, að stundum er bein- línis fallegt að taka á þann veg til orða, sem langskólagengnir menn, sumir hverjir, telja þjóðhættulegt. Enn segir: „Málvillur, ambög- ur, afvegaleiddar merkingar orða og annað málfarslegt klúð- ur eru nokkurs konar ein- kenni á Ijóðum hans, að fáein- Um undanskildum“. Vitaskuld er „Birgir“ sá maður, að hann hefur þrótt til að finna þessum orðum sínum stað, og ætla ég að rekja nokkur dæma hans, til þess að fólk geti áttað sig á dómgreind hans. En þessi orð hans um Ijóðið: „Eitt ógætilegt orð eða vanhugsað, og Ijóðið er fallið", ætla ég að gera að mín- u<m og heimfæra þau á ritdóma, enda hlýtur „Birgi“ að falla vel í geð, að sömu kröfur séu til hans gerðar og hann gerir til annarra. „Tunga steinsins kviknaði og kvað sigurljóð um mátt hans yfir morðfýsn hafsins", )F „Tunga steinsins kviknaði er alger málleysa", segir í „rit- dómnum“. Ekki er það rök- stutt nánar, enda óhægt um vik. Eina skýringin, sem í fljótu bragði virðist tiltæk á þessum orðum, er sú, að gagnrýnanda — Hollendingar Framh. af bls. 1. VOPNASALA GAGNRÝND. Allmiklar umræður urðu um málið eftir framlsöguræðu utan- ríkisráðherra. Cornelis van Dis leiðtogi þingflokks mótmælenda gagnrýndi Bretland Og Banda- ríikin fyrir að hafa selt Indónesíu vopn, sem ef til átaka kæmi, yrðu notuð gegn Hollendingum. Hann sagði einnig að Vestur Þjóðverjar hefðu selt vopn til Indónesíu og að Danir hafi leyft verksmiðjum 1 Indónesíu að framleiða danskar gerðir vopna. Jakob Burger, talsmaður Verka mannaflokksins, sem er í stjórn- arandstöðu, gagnrýndi aðgerðir Btjórnarinnax og yfirlýsingar ut- anríkisráðherrans. Krafðist hann þess að mynduð yrði ný sam- Bteypustjórn í Hollandi með þátt- töku Verkamannaflokksinis. t Að umræðunum loknum var jgengið til atkvæða um stetfnu ptjórnarinnar í þessu máli og hún samlþykkt. t sé ókunnugt um, að sögnin að kvikna geti þýtt að lifna, enda segir svo í Snorra-Eddu: „ok af þeim kvikudropum kviknaði með krafti þess, er til sendi hit- ann, ok varð manns líkandi" o. s. frv. Einnig er talað um að lýs kvikni' í höfði manna. Þessi merking orðsins lifir enn t.d. í lo. kvikur, þ. e. sá sem kviknað hefur. — Hitt er engin nýlunda, að steinarnir tali, og hafa fleiri skáld en Sigurður hlýtt á hjal þeirra. Síðan segir: „Henni fylg- ir svo málvillan að hafa mátt yfir. Það er talað um að hafa vald yfir einhverju“. Ekki finnst mér þetta orðalag gefa tilefni til að kveða upp svo þungan dóm, a.m.k. ekki fremur en orð- ið morðtilraun. Og þótt ég mundi hvorugt nota, fæ ég ekki annað séð, en hér hafi réttur skilningur á orðinu málvilla orðið að lúta í lægra haldi fyr- ir fljótvirkum hugsanagangi gagnrýnanda í jólaönnum. „Við tíndum hvitnuð bein í sandinum og dáðumst að listhneigð hafsins". í ritdómnum: „Sögnin að hvítna er byrjunarsögn, sem táknar hreyfingu eða breyt- ingu, en ekki kyrrstöðu. „Hvítn uð bein“ er álíka mikil ambaga og blotnaðir vettlingar eða vaknaðir menn. Þessi ambaga „hvítnuð bein“ á siðan að vera eins konar listaverk, sem list- hneigð(!) hafsins skapar". Ég skil ekki, hvers vegna (!) er við listhneigð. Skáldið hugsar sér hafið sem persónu, sem út af fyrir sig er ekki ástæða til að vekja athygli á með þessum hætti, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að persónan sé listhneigð. — Hitt þykist ég skilja, hvað „Birgir“ er að fara, þegar hann skírskotar til byrjunar- sagna. En þó fellst ég ekki á, að gulnað blað, sölnað gras, visnað tré, svo önnur dæmi séu nefnd, sé ambaga. Enda dylst engum, að hvitnað bein merkir annað en hvítt bein. Skáldið leggur þarna áherzlu á, að beinin hafi hvítnað, þ.e. hafi ekki alltaf verið hvít. Sé ég ekkert hneykslisvert við það. „og árin leggja á flótta einsog fældir fiskar“. í ritdómnum: „Þótt finna megi því stað í íslenzku, að hestar séu fældir, er það fram úr hófi ljótt orðasamband og óþarft bæði frá málfarslegu og póetísku sjónarmiði“. Og enn segir: „Auk þess er myndin sjálf „fældir fiskar“ hin sama og Garcia Lorca notar 1 kvæðinu „Eiginkon-m ótrúa“.“ Erfitt er að koma þessum tveim tilvitn- unum heim og saman. Þó' eru þær felldar sgnian í „ritdómn- um“ án nánari skýringa. Með orðunum „þótt finna megi því stað“ o. s. frv. virðist gagnrýn- andi gefa í skyn, að „fældir fiskar“ eigi vart heima í ís- lenzku máli. Þó er honum kunn ugt um, að Helgi Hálfdánarson hafi komizt svo að orði í þýð- ingu á kvæði Lorca, en Helgi er kunnur fyrir góða og örugga málsmieðferð. Sýnu skárra sé að tala um „fælda hesta“, þótt ó- þarft sé bæði frá málfarslegu (nýyrði, sem erfitt er að átta sig á, hvað merkir) og póetísku (óþörf en alsiða sletta, sem mál- vöndunarmenn ættu að varast) sjónarmiði. Sú athugasemd get- ur þó ekki átt við „fælda fiska“, þar sem vitnað er til tveggja skálda, sem auðga skáldskap sinn með því orðasambandi. Ég skil því ekki við hvað er átt. „Klettar seim bera sigurorð af heift hafsihs.“ f ritdómnum: „Aldrei hef ég heyrt þess getið, að hægt sé að bera sigurorð af heift eða öðrum tilfinningum. Sigurður skilur ekki merkingu (leturbr. mín), þessa orðasambands." Mér hefur ávallt skilizt, og ég hygig Sigurði einnig, að merking orðasam- bandsins sé að sigrast á. Og tal- að er um að sigrast á tilfinning- um. Hitt er rétt, að óvenjulega er að orði komizt, enda hættir skáldum til þess. Ég hygg, að Sigurður hafi komizt svo að orði vegna þess, að hann persónugerv- ir klettana og hafið, sem ekkert er við að athuga. í því sam- bandi liggur beint við að minna á ljóðlínur Jónasar Hallgrims- sonar: „Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógna-bylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma." „Ég hef horft í augu gamalmenna, lesið þar grafskrift letraða feiknstöfum.“ ★ í ritdómnum: „Það er meira en lítið óviðkunnanlegt að nota orðið feiknstafir í sinni fornu merkingu, en segja um leið, að þejr séu letraðir“. • f Lexicon Poeticum stendur, að feiknstafir merki „Rædsels- virkende runer“. Sigfús Blöndal telur, að feiknstafir merki ,tru- ende, fordærvelige Runer“, Og Sveinbjörn Sigurjónsson ógnar- rúnir. Þá er sögnin að letra einatt notuð um að höggva í stein. Ekki getur því verið neitt því til fyr- irstöðu, að Sigurður í líkinga- máli segi, að í augum gamal- menna sé grafskrift letruð [með] feiknstöfum. Minnir sú líking meira að segja á líkingu Gríms Thomsens í kvæðinu „Goðmund- ur á Glæsivöllum", sem ekki þarf að minna á né dregin verður í efa. f „ritdómnum" gætir hins vegar sýnilegs misskilnings. Þar er talað um, að feiknstafir í sinni fornu merkingu (persönulega þekki ég aðeins eina merkingu í orðinu feiknstafir) séu letraðir. Á það minnist Sigurður ekki, eins Og bent hefur verið á. Enn segir: „Ljóðið Orð er lip- urlega ort, en það hefur þann kross að vera ort undir áhrifum Sigfúsar Daðasonar." Ekki stendur á skjótum úr- skurði. En hefði „Birgir“ gætt betur að, hefði hann komizt að raun um, að bækurnar „Hendur og orð“ Sigfúsar og „6 ljóðskáld", en þar birtist nefnt ljóð Sigurð- ar, komu út um svipað leyti. Auk þess hafði ljóð Sigurðar birzt í tímaritinu „Stefni“ hálfu ári fyrr. Ekki getur því verið um stuld að ræða. Ennfremur: „Dauði Baldurs er eins konar tilraun til að yrkja upp Völuspá" Að mínum dómi er þessi fullyrðing út í loftið. Sama er, á hvern veg umræddir kvæðabálkar eru bornir saman. Þetta er út í hött. Eg veit, að hér stendur fullyrðing móti fullyrð- ingu. Eg veit einnig, að Sigurður tekur eina mynd úr Völuspá sem hliðstæðu við paradísarhugmynd kristindómsins. Þó myndi ég ekki segja, að hann gerði tilraun til að kveða upp Biblíuna. En til að bera þessa ljóðabálka* saman lið fyrir lið þarf meira rúm og tíma en ég get varið þessu efni. Læt ég það því undir höfuð leggjast, enda vita allir, sem lesið hafa bók Sigurðar, hvor hefur rétt fyrir sér. Loks segir í niðurlagi „ritdóms- ins“: „Sigurður A. Magnússon er skáld“. (Þetta stangast furðu- lega á við það, sem áður er sagt). „En hvað sem því líður verður hann að læra betri vinnubrögð en hann sýnir í þessari bók.“ Orð „Birgis“ ætla ég enn að gera að mínum og heimfæra á rit- dóminn og „Birgi“ sjálfan. „Hann villist í sínum eigin völundar- húsum og tákn hans svíkja lit“. Halldór Blöndal HAFNARFIRÐI — Nokkru fyrir jól var hleypt af stokkunum nýjum báti í skipasmíðastöðinni Bátalóni við Hvaleyrarbraut. Var það 324. báturinn, sem stöð- in hefir smíðað. Stærstu bát- arnir hafa verið um 12 lestir og er saimanlögð rúmlestatala allra bátanna, sem smíðaðir hafa verið í Bátalóni, komin upp í 1780 rúmlestir. Fékk blaðið nokkrar upplýs- ingar um fyrirtækið hjá forstjóra þess, Þorbergi Ólafssyni, og fór- ust honum meðal annars orð á þessa leið: — Starfsemin hófst árið 1947 á Flatahrauni. en tveimur árum síðar flutti fyrir- tækið á núverandi stað. Var árin 1969 og ’60 hafizt handa um að Hrafnistiimönnum berst jólagjöf Hlýleg jólagjöf barst til vist- manna í Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Gísli J. Johnsen, stór- kaupmaður, afhenti rétt fyrir jólin forráðamönnum heimilisins 5 þúsund króna gjöf, sem hann hafði verið beðinn að afhenda frá Gustaf Östergren, forstjóra í Jönköping-Motorfabrik, er fram- leiða June-Munktellvélarnar. Þessi sænski velvildarmaður heimilisins afihenti því einnig myndarlega gjöf á sjómannadag- inn í fyrra, er hann var hér á ferð. Einnig gaf hann Slysavarn- arfiélagi faanidls gjöf við það tækifærL Sænskir standa sig vel Stokkhólmi 3. jan. (NTB). Bardagarnir í Katanga að und- anförnu eru fyrstu hernaðarað- gerðir, sem sænskar hersveitir taka þátt í frá því að Svíar börðust gegn herjurn Napoleons I, Frakkalandskeisara 1814. Yfirmaður sænsku hersvéit- anna í Kongó, Jonas Waern segir, að þrátt fyrir það standi sænsku hermennirnir sig yfirleitt betur við erfiðar aðstæður en aðrir hermenn í liði S.Þ. Telur hann þetta athyglisvert, því að margir hinna hermannanna hafa 15—20 ára hernaðarlega reynslu að baki. Ói!/ru prjonavörurnar seldar i dag eftir kL 1. Ullarvörubúðin Þingholtsstræti 3. koma upp húsi, þar sem hægt er að smíða innanhúss allt að 150 lesta báta. Væri húsið hið ákjós- anlegasta og vonandi liði ekki langur tími þar til fyrirtækið byrjaði á smíði stærri báta en hingað til. Einnig væru skilyrði ti'l að smíða stálbáta. í Bátalóni störfuðu nú 23 menn og væru í smíðum þrír bátar, sagði Þor- bergur að lokum. Geta má þess, að bátar þeir. sem smíðaðir hafa verið 1 Báta- lóni, hafa farið tál ýmissa staða á landirxu og líkað vel. Nýjasti báturinn Snæfellingur, er vand- aður og smekklegur að öllum frágangi. Hann er með 86 ha Ford-díselvél og ganghraði 9—10 mílur. í íbúð skipverja eru 4 hvílur. þar er miðstöðvarhitun, ikoáangstæki og annar viðlegu- útbúnaður. í bátnum eru öll nauðsynlegustu öryggistæki, tal- stöð, gúmmíbátur, dýptarmælir o. fil. Stjórntæki frá stýrishúsi eru leidd út á þilfar og sparar það einn mann um borð, þegar stundaðar eru línuveiðar. — Eigandi þessa myndarlega báts er ungur maður, Sæberg Guð- laugsson á Sólbakka, Hellissandi. — G. E. Úr ýmsum áttum Framhald af bls. 10. isráðherrann, Joseph Luns, þar sem hann hrekur þær full- yrðingar Indónesíustjórnar, að vesturhluti Nýju Guineu séu að réttu lagi hluti af Indó- nesíuriki. Segir ráðherrann m. a. í því sambandi, að Papúar séu jafnfiarskyldir Malajum sem Kínverjar Argentínu- mönnum. — Þá bendir Josep Luns á það, að ekki sé það af efnahagslegum ástæðum, að Hollendingar vilji ekki gefa Nýju Guineu eftir orðalaust. Þeir hafi veitt þessu landsvæði eins og öðrum nýlendum sín- um, sem þeir hafi veitt frelsi á liðnum árum, miklu meira en þeú hafi getað talið sér til tekna aí þeim. Stjórn hol- lenzku Nýju Guineu kosti rík- issjóð Holiands ekki minna en sem svari 30 milljónum Banda ríkjadoliara á ári. Gerir ráð- herrann þvi skóna að undir- búningur undir það að veita Papúum fullt frelsi og sjálf- stjórn muni taka 5—10 ár, miðað við það, að Hollending- ar fái óáreittir að standa við áætlanir sínar um afnám ný- lendustjórnarinnar í áföngum. Þegar Luns er spurður, hvort Hollendingar séu reiðubúnir að berjast, ef her Indónesíu geri innrás, svarar hann: —- Indónesar eru allsterkir hern- aðalega. Við höfum get nokkr ar lágmarksráðstafanir til þess að efla varnirnar, svo að ekki skapist hernaðarlegt tóm. En við treystum í lengstu lög, að Tndónesar muni ekki hverfa að því raði að gera beina árás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.