Morgunblaðið - 16.01.1962, Blaðsíða 1
20 slður
49 árgangur
12. tbl. — Þriðjudagur 16. janúar 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fyrstu hernaðarátökin við Nýju-Guineu
Holiendingar sökktu
a.m.k. einum tundur-
skeytabát Indónesa
Haag og Hollandia, V-Nýju-
Guineu, 15. jan. (AP)
UPPLÝSINGADEILD hol-
lenzka flotans hefur skýrt
svo frá, að hollenzk strand-
gæzluskip hefðu rekizt á
nokkra indónesíska tundur-
skeytabáta undan suðvestur-
strönd Nýju-Guineu í morg-
un. Var skipzt á skotum, og
sökktu Hollendingar a.m.k.
einum tundurskeytabáti Indó
nesa. —
Formælandi flotans sagði, að
hollenzku gæzluskipin hefðu
komið að tundurskeytabátun-
um, þrem eða fleiri, innan land-
helgi á Etnuflóa. Sagði hann, að
einum þeirra hefði örugglega
verið sökkt — sennilega tveim
— en hinn þriðji hefði flúið
undan hollenzku skipunum. —
Fyrir utan smáskærur við indó-
nesíska smáflokka, sem tekizt
hefur að laumast inn í Guineu,
er hér um að ræða fyrstu hem-
aðarátökin milli Indónesa og
Hollendinga síðan Sukamo
Indónesíuforseti lýsti því yfir í
desember, að Indónesar mundu
taka Hollenzku Nýju-Guineu
með hervaldi, ef Hollendingar
afhentu ekki Indónesum völdin
yfir eyjarhlutanum.
Hollenzka fréttastofan ANP
hafði það eftir flotastjóranum í
Hollandia, að talið væri hugsan-
legt, að hér hefði verið um að
ræða undanfara innrásar Indó-
nesa á V-Nýju-Guineu. En tals-
maður varnarmálaráðuneytisins
í Haag vildi ekkert um þetta
segja. Sömuleiðis neitaði for-
mælandinn að svara, er hann
var spurður, hvort átökin í dag
þýddu, að styrjaldarástand ríkti
nú milli Hollands og Indónesiu.
—• Hollenzku yfirvöldin í Hol-
landia á Nýju-Guineu upplýstu
í dag, að smáflokkar Indónesa
Framhald á bls. 2.
Gizenga ístofufangelsi
víttur af þinginu í Leopoldville
Leopoldville, 15. jan.
FULLTRÚADEILD Kongó-
þings samþykkti í dag, með
gífurlegum meirihluta, vítur
á Antoine Gizenga, varafor-
sætisráðherra Leopoldville-
stjórnarinnar, sem situr í
Stanleyville í Orientalhéraði
og hefur engan þátt tekið í
stjórnarstörfum um margra
mánaða skeið. Var tiilagan
um vítur á Gizenga sam-
þykkt með 67 atkvæðum
gegri 1, en 4 þingmenn sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna.
—★—
f umræðum um tillöguna lét
einn af ræð'iunönnum, Tshiala
Muana, svo um mælt, að Gizenga,
sem fyrrum hefði verið heiðar-
legur þjóðernissimni, væri nú
hermdarverkamaður, stjórnleys-
ingi og afbrotamaður.
—★—
Gizenga er nú nánast fangi í
húsi sínu í Stanleyville. Hann
hélt þar kyrru fyrir í dag, en
umhverfis húsið stóðu vörð her-
menn úr liði Sameinuðu þjóðanna
og hermenn Leopoldvillestjórnar-
innar, sem í gær afvopnuðu og
□-
-□
London, 13. jan. — AP.
NIKOLAI Koryukin hefur verið
útnefndur nýr sendiherra Rúss-
lands í Grikklandi. Koryukin
tekur við at Mikhail Seregeyev.
Hann var sendiherra í Sviss árin
1959 og 1960.
□------------------------□
handtóku um 300 Gizenga-her-
menn í borginni. Eftir það sendi
Gizenga símskeyti til Cyrill
Adoula, forsætisráðherra Leo-
poldvillestjórnarinnar, þar sem
hann hét því að koma til Leopold
ville n.k. laugardag til þess að
taka aftur við störfum sínum
sem varaforsætisráðherra.
Rúmlega þúsund manns biðu eftir bólusetningu í Heilsuverndarstöðinni í gær skömmu eftir
hádegið. Þegar leið á daginn hægðist þó um. Alls voru um 1700 manns bólusettir þar í gær.
Ljósnv Mbl. Ól. K. M. tók þessa mynd i gær af bíðandi börnum. Þau báru sig óvenju mannalega
þessi. Sjá nánar á þriðju síðu.
Annar áfangi Efnahagsbanda-
framkvæmdur
Samkeppnisaðstaða ís-
lands orðin mjog slæm
manna
fjölskylda
brann inni
þeim aðfaranótt s.l. sunnu-
dags. Hefði samkomulag ekki
náðst nú er talið að fram-
kvæmdir hefðu tafizt í
minnsta kosti eitt ár og hefði
það rýrt mjög álit bandalags-
ins út á við. í samtali við
blaðið sagði Jónas Haralz
ráðuneytisstjóri að samkomu-
LEIÐTOGAR Vestur-Evrópu
landa fagna mjög samkomu-
lagi því, er nú hefir náðst í
Briissel innan efnahagsbanda-
lagsríkjanna sex, um sölu
landbúnaðarvara á markaðs-
bandalagssvæðinu. Strangir
fundir hafa verið um þetta
mál síðan 4. janúar og lauk
lagið hefði það í för með sér,
að aðstaðrf íslands á megin-
landsmörkuðunum mundi nú
versna fyrr en orðið hefði, ef
samkomulag hefði ekki náðst.
Hér á eftir verður nánar skýrt __ __ T
frá athugasemdum hans við >3ja til 12 ára að aldri.
fréttirnar af samkomulaginu "a
MORRILTON, Arkansas, 15.
jan. (AP). — Tíu manna íjöl-'
skylda (hjón nt.eð 8 börn)
fórst í eldsvoða á bóndabæ
einum hér í grennd snemma í
morgun. — Börnin voru frá,
Fundir ráðherra Efnahags-
bandalagsrikjanna sex (Frakk-
lands, Ítalíu, Luxemiburg, Belgíu,
Hollands og Vestur-Þýzkalands)
haía niú staðið í 200 klsit. frá því
þeir hófust hinn 4. janúar. Lauk
þeim með 20 klst. fundi er stóð
fram á aðfaranótt sunnudags-
Framh. á bls. 19.
Yfirvöldin segja, að eldur-
inn hafi sézt frs nágrannabæ,!
en húsið hafi verið brunnið tií j
kaldra kola, þegar bóndinni
þar kom á vettvang — og j
fjölskyldan liðin lík í rústun-,
um.
Ekki hefir tekizt að upp-
lýsa, hvernig eldurinn kom
upp.
-J