Morgunblaðið - 16.01.1962, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. jan. 1962
Kona óskar eftir
einhvers konar atvinnu,
helzt heimavinnu, margt
kemur til greina. Uppl. í
síma 22959 og 37195.
Til leigu skrifst.húsnæði
180m2 á góðum stað í bæn
um. Uppl. í síma 12987.
íbúð óskast
til leigu. Fyrirframgreiðsla.
Uppl. í síma 22972.
Barnlaus hjón
óska eftir tveim herb. og
eldhúsi, helzt í Austur-
bænum. Uppl. í síma 11391
frá kl. 1—5.
Keflavík — Njarðvík
Bandarísk hjón vantar
3—4 herb. íbúð, helzt með
húsgögnum. Uppl. í síma
6145 Keflavíkurflugvelli.
Abyggileg stúlka
óskar eftir vinnu, helzt
við afgreiðslustörf, er vön.
Þvottavél til sölu. — Sími
36646 eftir kl. 4.
Herbergi til leigu
fyrir stúlku. Uppl. í síma
12953 eftir kl. 15.
íbúð óskast
Hjón, bamlaus og reglu-
söm, óska eftir litilli íbúð
fyrir 1. febr. Vinna bæði
úti. — Uppl. í sima 3-21-27
eftir kl. 7.
Til sölu
danskur barnavagn, vel
með farin, og Köhler
saumavél. Uppl. í síma
50058.
Hafnarfjörður
Saumanámskeið hefst
mánud. 2i2. jan. Einnig
yfirdekkt belti. Uppl. Sel-
vogsgötu 2.
Vil kaupa peningakassa
Uppl. í síma 32262.
fbúð óskast
Ung og reglusöm hjón óska
eftir lítilli íbúð. — Tilboð
sendist afgr. Mbl. merkt:
„7767“.
íbúð óskast
Lítil íbúð óskast til
leigu, 1—2 herb. og eld-
hús. Algjör reglusemi, góð
umgengni. — Sími 33749.
Keflavík
Vantar herbergi nú þegar.
Uppl. í síma 2341 eða 2126.
Saumum tjöld
og svuntur á barnavagna.
Höfum Silver Cross efni
og dúk í öllum litum.
Öldug. 11, Hafnarfirði. —
Sími 50481. —
í dag er þriöjudagur 16. janúar.
16. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 2:00.
Síðdegisflæði kl. 14:28.
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hrmginn. — JLæknavörður L.R. (fyríi
vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8.
Sími 15030.
Næturvörður vikuna 13.—20. jan er
í Ingólfsapóvtki.
Holtsapótek og Garðsapótek eru
opm alla virka daga kl. 9—7, laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kL 1—4.
Kópavogsapótek er opið alla vlrka
daga kl. 9,15—8, laugardaga tra kl.
9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Síml 23100.
Næturlæknir í Hafnarfirði 13.—20.
jan. er Ólafur Einarsson, sími: 50952.
Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga
8; Ljósböð fyrir börn og fullorðna.
Uppl. i síma 16699.
I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1431167 = E.I.
Edda 59621167 — I
IOOF = Ob. 1P. = 1431167 = E. I.
RMR 19-1-20-KS-HT.
IOOF Rb. 4 = IUII6814 E. I.
[X] Helgafell 59621177. VI. 2#
Frá Kvenréttindafélagi íslands:
Fundur verður haldinn í félags-
heimili prentara á Hverfisgötu 21.
þriðjudaginn 16. janúar kl. 8,30 e.h.
stundvíslega. Fundarefni: Formaður
K.R.F.Í., Sigríður J. Magnússon, segir
frá alþjóðafundinum í Dublin. I>átt-
taka kvenna í dagskrá útvarpsins.
Lögin um orlof húsmæðra og fram-
kvæmd þeirra. Félagskonur mega
taka með sér gesti að venju.
Bræðrafélag Laugarnessóknar: Fund
ur í kvöld kl. 20:30 í fundarsal kirkj-
unnar. Rædd verða félagsmál og flutt
erindi.
Minningarkort kirkjubyggingar Lang
holtskirkju fást á eftirtöldum stöðum:
að Goðheimum 3, Sólheimum 17, Alf-
tteimum 35 og Langholtsvegi 20.
Minningarspjöld Margrétar Auðuns
dóttur fást í Bókabúð Olivers Stelns,
Minningarspjöld og Heillaóskakort
Minningarspjöld Styrktarfélags lam
aðra og fatlaðra fást á eftirtöldum
stöðum: Verzl. Roði, Laugav. 47 Bóka-
verzl. Braga Brynjólfssonar, Hafnar-
stræti. Hafliðabúð, Njálsgötu 1. Verzl.
Minningarspjöld Hallgrímskirkju fást
á eftirtöldum stöðum: Verzl. Amunda
Árnasonar, Hverfisgötu 39 og Verzl.
Halldóru Ólafsdóttur, Grettisgötu 26.
Útivist barna; Samkvæmt lögreglu
samþykkt Reykjavíkur er útivist
barna, sem hér segir: — Börn yngri
en 12 ára til kl. 20 og börn frá 12—14
ára til kl. 22.
Barnaspítalasjóðs Hringsins eru seld á
eftirtöldum stöðum.
I Hannyrðaverzl. Refill, Aðalstr. 12.
1 Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61.
I Verzl. Spegillinn, Laugaveg 48.
I Holtsapóteki, Langholtsvegi 84.
1 Verzl. Alfabrekku, Suðurlandsbr.
I Vesturbæjarapóteki, Helhaga 20-22.
Minningarspjöld Fríkirkjunnar 1
Reykjavík eru afgreidd á eftirtöldum
stöðum: Verzl. Mælifell, Austurstræti
4 og Verzl. Faco, Laugavegi 37.
Minningarspjöld blómsveigasjóðs Þor
bjargar Sveinsdóttur, eru seld hjá eft
irtöldum: Emilíu Sighvatsdóttur, Teiga
gerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrar
holti við Bakkastíg, Guðrúnu Ben«
ediktsdóttur, Laugarásvegi 49, Guð-
rúnu Jóhannsdóttur, Ásvallagötu 24.
Ólöfu Björnsdóttur, Túngötu 38 og
Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar,
Bankastræti 5.
Styrktarfélag ekkna og munaðar-
lausra barna ísl. lækna. Minnlngar-
spjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöð-
um: Reykjavíkurapóteki, Skrifstofu
borgarlæknis, Heilsuverndarstöðinni.
Skrifstofu læknafélaganna, Brautar-
holti 20 og Apóteki Hafnarfjarðar.
1
MENN 06
= MALEFNI=
HIN UNGA franska skáldkona
Franooise Sagan, gifti sig í
síðusstu viku, í annað skipti.
Sá útvaldi var að þessu sinini
ungur og aðlaðandi Banda-
ríkjaimaður, myndhöggvari og
keramiksmiður og hefur verið
„bóhem“ í París síðustu fjögur
árin. Hann heitir Robert West
hoff og er aðeins 31 árs að
aldri (brúðurin 26), græneygð
ur, burstaklipptur og hár hans
ekkert farið að grána, þó Sag
an hafi marglýst yfir að íenni
geðjist bezt að gráhærðmn
karlmönnum.
Brúðkaupið fór fram í Nor
mandí, síðan héldu brúðhjón
in í ferðalag til Ítalíu. Brúð-
guminn hefur sagt upp vinnu-
stofu sinni í listamannahverfi
Parisar og flytur í 8 herbergja
íbúð brúðurinnar í tízkuhverfi
borgarinnar, að aflokinni brúð
kaupsferðinni. Sameiginlegt á
hugamál þeirra er: hraðskreið
ir bílar.
Fyrri eiginmaður Franeoise
Sagan var bókaútgefandinn
Buy Schoeller, gráhæróur, rík
ur, föðurlegur heiðursmaður.
sem var 22 árum eldri en eig
inkonan, — í stuttu máli sagt
nákvæmlega sú manngerð,
sem hún hefur lýst 1 bókum
sínum, að ungum stúlkum féili
bezt í geð. Hjónaband þeirra
stóð aðeins í 24 mánuði. Og
svo undarlega vill til, að
hann hyggst ganga í hjóna-
band í annað sinn eftir nokkra
daga. Sú útvaida er aðeins
tvítug.
Nýlega fór fram skákkeppni
í Moskvu og sigTaði sveit sú,
er myndin er af. Á henni eru
frá vinstri: E. Bikova, heims-
meistari kvenna í skák, V.
Smyslov, fyrrv. heimsmeistari
í Skák og stórmeisfarinn T.
Polygaevsky, heldur hann á
verðlaununum, sem sveitin
hlaut.
Sál letingjans girnist og fær ekkl,
en sál hins iðna mettast ríkulega.
Einn þykist rlkur, en á þó ekkert,
annar iæzt vera fátækur, en á þó auð.
Kænn maður gjörir allt með skyn-
semd, en beimskinginn breiðir úí
vitleysu,
Skjótfenginn auður minkar, en sá,
sem safuar smátt o gsmátt, verður
ríkur,
Letinginn nær ekki villibráðinnl, en
iðnin er dýrmætur auður.
ORÐAKVIÐNIR.
Maður getur — durtekið lygina sv®
oft, aö hann trúi henni sjálfur.
— St. St. Blicher,
Enginn löstur er svo lítilfjörlegur, afl
hann bregði ekki yfir sig einhverri
skikkju dyggðarinnar. — Sfhakespeare,
Vér ættum að höggva rangindi vor I
stein, en rita góðverk vor í sandinn.
— Dr. King,
Það er aðeins hið missta, sem er
eilíf eign. Ibsen.
<$>------------------------------------—*
JÚMBÓ og SPORI í frumskóginum ~K Teiknari J. MORA
I
3M
Copyright P. I. B. Box 6 Copenhogen
1) Andersen skógarvörður virtist
jafnskelkaður og svertingjarnir, þeg-
ar hann heyrði hrópað: „Flýið,
maurarnir eru að koma“. „Þetta er
ekkert hlátursefni, Júmbó“, sagði
hann alvarlegur í bragði. „Við verð-
um að flýja, ef maurahersing er á
leiðinni. Þeir geta eyðilagt þorpið á
skömmum tíma“.
2) Það varð fljótt ljóst að alvara
var á ferðum. Nú sást til milljóna
maura, sem voru á leið til þorps-
ins. Allir urðu að taka til höndum
til þess að bjarga sjálfum sér og
verðmætustu eignum sínum áður en
eldur yrði lagður að þorpinu til þess
að stöðva framsókn þessara hættu-
legu skorkvikinda.
3) Andersen tók þegar til fótanna
til húss síns og einkadýragarðs, en
dýrin þar höfðu þegar fundið á sér
hættuna. Fyrstu maurarnir ruddust
fram, og þar sem þeir fóru um stóð
ekki steinn yfir steini.