Morgunblaðið - 16.01.1962, Qupperneq 13
Þriðjudagur 16. jan. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
EKKI ligguT enn ljóst fyrir
hve margir létu lífið í skrið-
unni, sem féll úr fjallinu IIu-
ascaran í Peru s.l. miðviku-
dag, en óttast er að þar hafi
um 3000—4000 manns farizt.
Talin er hætta á frekari skriðu
föllum á þessum slóðum, því
hátt í hlíðum Huascaran f jalls
ins hanga gríðarmiklar snjó-
hengjur, sem geta farið
af stað hvenær sem er.
6 milljón smálestir
Huascaran er gamalt eldifjall
o.g annað hæsta fjall Vestur-
álfu, um 6770 metrar eða rúm-
lega þrisvar sinnum hærra en
öræfajökull. Skriðan hófst
efst í fjallinu þegar stærðar
íshella losnaði og rann með
ógnarlegum dyn niður fjalls-
hlíðina. Þegar skriðan kom
niður í Huaylas-dalinn var
hún um 12 metrar á hæð og
um 800 metra breið. Telja
jarðfræðingar að skriðan hafi
vegið 6 milljón simélestir.
Skriðan sópaði öllu burt,
sem í vegi hennar varð og
lagðist yfir dalinn. Undir
henni eru grafin 16 þorp og
Nágrannar skoða nokkur óþekkt lík þeirra, sem fórust í skriðunni í Perú s.l, miðvikudag.
SKRIDUFALLIÐIPERU
I.okaöi veginum.
Skriðan lokaði veginum til
borgarinnar Yimgay, en íbú-
ar þar eru rúmlega 20.000
manns. Er unnið að því að
brjótast í gegm um sikrið-
una til að koma vistum til
borgarinnar, en ætlað að það
taki allt að þrjár vikur.
Miðstöð alls björgunarsitarfs
er borgin Huaraz, um 40 km.
fyrir suð-vestan skriðusvæðið.
Jarðskjálftar eru Mðir á þessu
svæði og mikið um hveri.
Fyrir tuttugu árum, eða hinn
13. desember 1941, fél‘1 skriða
á Huaraz og fórust þá nærri
5000 manns.
Of seinn.
sennilega 3000—4000 manns.
Heilbrigðismálaráðherra Peru,
Euardo Watson, fór flugleiðis
til skriðusvæðisins um helg-
ina og sagði hann við heim-
komuna til Lima að áaetlað
væri að 3800 mann hafi farizt
og að eignatjón næmi sem
svarar um 5.600 milljónuim ísl.
króna. Sagði hann að enginn
af íbúum 10 þorpa, sem fyrir
skriðunni urðu, hafi komizt
lífs af. Hin þorpin urðu ekki
eims hart úti.
var einn þeirra, er komuist lífs
af. Hann var á leið frá Huar-
az, þar sem hann starfar vð
sjúkrahús, til heimilis sins í
Ranrahirca. Er hann átti tvo
kílómetra ófarna sá hann
skriðuna steypast niður fjalls-
hlíðima. Hann herti á ferðinni
til að komast til fj ölskyldu
sinnar í tæka tíð, en varð of
seinn: Ég varð of seinn, sagði
Guzman, allir voru látnir.
Guzman læknir segir að
mest manntjón hafi orðið í
þorpunum Ranrahirca, Sacc-
ha, Huarasdhuoo og Uchucoto.
Ranrahirca er miðstöð vetr-
aríþrótta og er talið að þar
hafi verið staddir nokkuð
margir erlendir gestir. En í-
búarnir eru flesrtir afkomend-
ur Inca-indiána.
— Leitar
| Framh. af bls. 12.
ust börnin hafa heyrt spreng-
ingu skömmu síðar.
Allar slíkar tilkynningar hafa
{verið athugaðar, og leitarflugvél-
ar sendar yfir fyrrgreind svæði,
en án árangurs.
10 LEITUÐU.
j
10 flugvélar tóku þátt í leitinni
á sunnudaginn, sex frá Keflavík
og fjórar frá Prestwick í Skot-
landi. Er leitinni stjómað fré
bækistöðvum Moore’s aðmíráls á
Keflavíkurflugvelli.
í gær var leitinni haldið á-
fram um leið og birti, og var
enn leitað á Grænlandi, og með-
fram ströndum þess. Ennfremur
var leitað um alla ísbreiðuna á
hafinu milli fslands og Græn-
lands. Tvær skíðaflugvélar eru
reiðubúnar á Keflavílkurflugvelli,
ef með þyrfti.
í tilkynningu frá varnarliðinu
segir að eftirtaldir menn hafi
verið um borð í Neptuneflugvél-
inni: Nobert J. Kozak, 40 ára,
John A. Browa, 28, Antihony F.
Caswick 24, Badger C. Smith III
25, Michael P. Leahy 24, Joseplh
W. Renneberg 23, Nonman L.
Russell jr. 23, Grover E. Wells
jr. 25, Frank E. Parker 23, Robert
A. Anderson 24, Robetrt E. Hurst
22 og Alan P. Millette 21 árs.
Leitinni að hinni týndu flug-
vél verður haldið áfram í dag.
Fyrstu fréttir um sfcriðuna lodíáni leitar í leðjunni skammt frá borginni Yungay í Perú
á miðvikudag bárust frá dr. Þar sem hús hans stóð áður. í baksýn eru klettar, sem féllu
Lencio Guzman lækni, sem niður í dalinn með skriðunni.
SSilí!
w*' Hl IllllH *¥•
Litið yfir Huaylas dalinn í Perú eftir að skriðan hafði eyðilagt sextán þorp, sem þar voru
Kosning í Verka-
lýðsfél. Borgar-
ness
KOSNINGAR fóru fram í Verka-
lýðsfélagi Borgarness um heig-
ina. Fram komu 2 listar til stjórn
arkjörs: A-listi, sem stjórn og
trúnaðarmannaráð bar fram, og
B-listi, sem Kristján Gestsson o.
fl. báru fram. 158 af 197 á kjör-
skrá greiddu atkvæði, og hlaut
A-listi 81 atkv., en B-listi 73
atkv.
Somkomur
KFUK ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. —
Halla Bachmann kristniboði seg
ir frá störfi sínu á Fílabeins-
ströndinni. — 1 dagur á barna-
heimili. — Skuggamyndir. —
Hugleiðing. — Gjöfum til kristni
boðs veitt móttaka.
Allt kvenfólk velkomið.
FÍLADELFÍA
Árssamkoma safnaðarins kl.
8,30. —
Bifreiðastjóri
Vanur atvinnubifreiðastjóri,
reglusamur og áreiðanlegur,
óskar eftir atvinnu, er með
atvinnuleyfi fyrir leigubifreið
og til greina greina kemur, að
taka bifreið til rksturs. Tilboð
sendist Mbl. merkt: „Bifreiða-
stjóri — 7769“.
Smurt braud
Suittur coctailsnittur Canape
Seljum smurt brauð fyrir
stærri og minm veiziur. —
Sendum heim.
RAUÐA MTLLAN
Laugavegi 22. — Simi 13628.
Skipstjóri
óskast á góðan handfærabát.
Uppi. í síma 37336.
Volkstvagen ‘62
nýr bíll til sýnis og sölu í dag.
Skipti gætu komið trl greina.
Bílsmiðstöðin VAGN
Amtmannsstíg 2C.
Símar 16289 og 23757.
Bílamiðstöðin VAEH
Antmannsstíg 2C.
Símar 16289 og 23757.
Skoda *56
Standard ’55.
Opel Caravan ’58.
Mercedes-Benz 190 ’57.
Mercedes-Benz 180 ’59.
Volkswagen, rúgbrauð ’55.
Renault ’57.
Höfum fjöldan allan af 4ra,
5 og 6 manna bílum til
sýnis og sölu daglega. —
Margs konar skipti mögu-
leg.
Bílamiðstöðin VAGAI
Arr tmannsstíg 2C
Símar 16289 og 23757.
Prentari
Reglusamur og áreiðanlegux
prentari (pressumaður), ósk-
ar eftir atvinnu. Til greina
kerrui' vinna utan Rvíkur. —
Tilboð sendist Mbl. eigi síðar
en 31. þ. m., merkt: „Vinna —
7770“.
!BÍÍíy&§mz&®j
S/AV/: U 14 4
við Vitatorg.
Skoda Station ’55 í allsæmi-
legu standi. Verð aðeins kr.
25.000,- gegn staðgreiðslu.
Dodge Station ’53. Skipti hugs
anleg.
Dodge ’55 í góðu standi.
Opel Rekord ’60, mjög glæsi-
legur.
Opel Rekord ’59, lítur mjög
vei út.
•
Höfum flcstar tegundir og ár-
gerðir bifreiða. Komið og
gerið góð kaup.