Morgunblaðið - 16.01.1962, Page 16
16
MORGVTSBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 16. jan. 1962
Barbara James:
Fögur
og feig
i.
ÞETTA var ósköp venjulegur
dagur. Þegar ég vaknaði, gat
mér ekki dottið í hug, að neitt
mikilvægt ætti eftir að gerast.
Það eina, sem ég fann til, var
einhver drungi og þyngsli, sem
ég var orðin svo vön. Mér þótti
fyrir því að þurfa að vakna úr
•þessári huggandi gleymsku, sem
svefninn veitti. Mig langaði ekk-
ert til að hugsa neitt og ég vildi
ekki viðurkenna fyrr sjálfri mér
þá vitneskju, sem ég yrði að
standa augliti til auglitis við,
fyrr eða síðar. Nú komu þessi
venjulegu hljóð inn í vitund
mína, fjöriegar raddir barnanna,
rólega raulið í Vandy, drunurnar
í fréttunum klukkan átta í út-
varpinu og pósturinn, sem barði
að dyrum. Dagurinn var að hefj-
ast — alvanalegur dagur — og
ég átti ekkert undanfæni frá
honum. Ég varð sjálf að verða
hluti af honum.
Ég teygði úr mér í stóra rúm-
inu; það var glæsilegt rúm; him
insæng, gyllt og rjómagul og með
fortjöldum Hvað við Rory höfð
um hlegið og hvað við vorum
hrifin, þegar við vorum að kaupa
þetta rúm — hann, sem hafði
sofið í svo margvíslegum hörðum
fletum í allskonar kompum, sem
leigðar voru leikhúsfólki. Og ég
líka.
Æ, elskan mín, þetta er alltof
fínt fyrir mig, hafði ég sagt í
mótmælaskyni. Mér finnst ég
vera orðin hjákona einhvers
kóngsins.
Það ættirðu líka að vera, en
þú verður nú samt að láta þér
nægja að vera eiginkona skop-
leikara í staðinn.
Það er líka ágætt. Miklir skop-
leikarar eru eins sjaldgæfir og
kóngar.
Eigum við ekki heldur að
segja: heppnir leikarar?
Nei, það skulum við ekki gera.
Ég er ekkert hrifin af neinni upp
gerðar hæversku.
Og svo hlógum við hvort fram-
an í annað í einingu andans og
af fullkomnum skilningi.
Ég gat næstum séð eirrauða
'höfuðið á honum á koddanum hjá
mér og svipmikla andlitið, ein-
kennilega alvarlegt, svo að lítt
bar á þessari dýrmætu gáfu hans
að geta komið fólki til að hlæja
og jafnvel gráta, stöku sinnum.
Og samt var eitthvað dularfullt
og sérstakt í svipnum, þessi
óreglulegi bogi á vörunum og
einkennilegu brúnu augun, þeg-
ar 'hann opnaði þau og festi þau
á mér, Ijómandi af ást og leti-
legri ánægju.
En nú var hann bara ekki
hérna. Hann átti að vera í upp-
töku í dag og hafði þessvegna
verið nóttina í borginni. Það var
líka það eina skynsamlega. Vit-
anlega. Og það hafði hann verið
oft undanfarið. Og það var sjálfri
mér að kenna — það var nú
það allra hlægilegasta. Það var
ég, sem hafði stungið upp á litlu
íbúðinni í borginni. Ég hafði svo
oft séð hann koma úrvinda af
þreytu, eftir að hafa kannske ver
ið í sjónvarpsupptöku og svo
tveim leiksýningum á eftir, á
skemmtileiknum „Sólbruni og
sæla“, sem virtist ætla að ganga
til eilífðar nóns, í Planet-leikhús-
inu.
Þetta er allt of mikil vinna hjá
þér, ságði ég, áhyggjufull. Og
aka svo alla þessa leið heim,
eftir svona vinnudag, ekki sízt
á veturna. Ég er farin að halda,
að við höfum verið vitlaus að
fara að kaupa þetta hús úti í
sveit.
O, bull og vitleysa; ég vildi
ekki láta það, hvað sem í boði
væri. Ég vil láta krakkana alast
upp í sveit. Og ég vil geta komið
frá vinnurini í annan heim. Og
þetta er nú enginn óskapa vegur
— tuttugu mílur.
Það er nú löng leið, þegar þú
ert yfir þig þreyttur — og kann-
ske í snjókomu.
Og ég lét ekki sitja við orðin
tóm. Hann' var auðsjáanlega
alveg uppgefínn og með skugga
undir augunum. Mér var vel
kunnugt, hvílík áreynsla þessi
leikur hans var, þó að áhorfend-
um sýndist allt koma af sjálfu
sér.
Þú þyrftir að fá þér einhvern
fastan aðsetursstað í borginni,
annaðhvort hótel eða klúbb, ein-
hvern stað, þar sem þú getur
hvílt þig þegar þú hefur átt sér-
staklega erfiðan dag, eða veðrið
er of slæmt til að aka heim í því.
Það er allt í lagi með mig. Ég
þarf ekki á neinu slíku að halda.
Hann var dálítið óþolinmóður,
en ég vildi ekki láta undan.
Smáíbúð, þar sem hægt er að
fá allt — eitthvað, sem þú þarft
ekki að hafa neitt fyrir. Ég skal
útvega þér hana.
Ertu að reyna að losna við mig?
spurði hann og brosti þreytulega.
Ég vafði hann örmum. Æ, elsku
bjáninn minn, ég hef bara áhyggj
ur af þér. Og ég strauk hrukkótt
ennið á honum með hendini.
Ég vil ekki láta elsku manninn
minn verða gamlan.
Nei, það má aldrei verða.
Kannske er þetta rétt hjá þér.
En mér finnst það nú ófyrirgef-
anleg eyðslusemi, að fara að
leigja heila íbúð aukalega. Eg
nota hana alls ekki nema rétt
einstöku sinnum.
Ég veit það, en þú hefur þá
einhversstaðar höfði þínu að að
halla í Dondon. Og þú gerir ekki
annað betra við þessi hlægilegu
ósköp af peningum, sem þú vinn
ur þér inn.
Það er líklega eitthvað til í
þessu.
Rory var enn ekki farinn að
venja sig við þær óskapa tekjur,
sem hann hafði af list sinni.
Ég náði svo í íbúðina; það var
aðeins stofa, svefnherbergi og
eldhús, í Axminsterhúsinu, sem
var stórt fjölbýlishús, skammt
frá Planet-leikhúsinu. Þarna var
ágæt matsala á sama stað og hægt
að fá þar alla þjónustu. Leigan
ofbauð mér að vísu, en við höfð-
um efni á henni og ég þóttist viss
um, að þarna væri um lífsnauð-
syn fyrir Rory að ræða. í fyrst-
unni notaði hann íbúðina ekki
nema sjaldan — aðeins þegar
hann varð að vinna bæði árdegis
og síðdegis. Og hann gerði oft að
gámni sínu í sambandi við þessa
íbúð.
Mér er næst að halda, að Rosa-
leen sé búin að eignast kærasta
þarna í nágrenninu við okkur, og
sendi mig svo í íbúðina okkar,
þegar hún þarf að hitta hann,
sagði hann við kunningjana. Já,
við gátum gert að gamni okkar
þá.
Þegar ég lít til baka, get ég
ekki verið alveg viss um, hvenær
þetta byrjaði. f fyrstunni var ég
nógu einföld til að láta mér
þykja vænt um, að hann skyldi
hvíla sig í borginni. En svo varð
mér hverft við, þegar ég sá í
fyrsta sinn nafn hans nefnt í
sambandi við Chrystal Hugo í
einhverjum slúðurdálki, en hann
hló bara að því og virtist alls
ekki fara neitt hjá sér.
Það vildi svo til, að við vorum
sessunautar í einhverju hundleið
inlegu samkvæmi, hérna um
kvöldið. Þú veizt hvernig slúð-
urdálkahöfundamir eru. Reyna
að gera hneyksli úr því, sem
ekkert er.
Ég vissi vel, að svo frægur
maður sem Rory var, mátti sig
ekki hreyfa án þesn að það væri
blaðamatur. Ef hann dansaði
tvisvar við Ohrystal, voru alltaf
nógu margir reiðubúnir að gera
úr því ævintýri, sem myndi enda
með hjónaskilnaði. Slíkt varð
maður að láta sér lynda, þar var
eitt af fylgifiskum velgengninn-
ar, sem Rory hafði fallið í skaut.
Svo endurtók þetta sig. Það
var ofurlítil hvassyrt klausa um
Rory og Chrvstal í einhverjum
næturklúbb. í þetta sinn nefndi
hann það ekki á- nafn og ég held-
ur ekki. Líklega hefur hvont
ofckar óskað, að hitt sæi það
ekki. En þá var þetta líka byrjað
að grafa um sig. Við létum bæði
eins og ekkert hefði í skorizt og
létumst vera eins hamingjusöm
saman og nokkru sinni áður. En
Rory hafði fjarlægzt mig. Ég
náði ekki til hans lengur, ef
svo mætti segja. Var ekki lengur
hluti af honum sjálfum og lífi
hans.
Ég lá þarna óg hugleiddi þetta,
sárhrygg, en nennti ekki að
leggja það á mig að fara á fætur.
Kirkjuklúkkan í þorpinu sló hálf
níu. En hér var ekkert undan-
færi. Ég Vissi, að mér myndi líða
skár, ef ég kæmist á fætur. Ég
mundi fara að fást við börnin og
verða svo önnum kafin við það,
að ég yrði þess ekki vör, að ekki
væri allt í lagi. Nú, og hvað
þurfti það að vera, þó að Rory
væri eitthvað lítilsháttar að
dingla víð Ohrystal? Það gat
eins vel verið alveg meinlaust.
Hann tilbað mig og börnin og
húsið. og myndi aldrei láta neitt
spilla því. f flestum hjónabönd-
um komu fyrir svona tímabil.
Það var að koma fyrir hjá okkur
núna, en það mundi líða hjá, og
við mundum bara hlæja að því
á eftir.
Með þessa aumkunarverðu
sjáifsblekkingu f huganum, dróst
ég á fætur og fór í blárósótta
innisloppinn minn. Ég raulaði
lag fyrir munni mér meðan ég
stóð fyrir framan spegilinn og
burstaði á mér hárið. Ég hef
dökkt hár, en Ijóst hörund og
djúp blá augu — allt arfur frá
ömmu minni, sem var írsk — og
eins er nafnið: Rosaleen — svarta
Rosaleen, eins og margir höfðu
kallað mig. ,,Mynd af vanræktri
konu“ varð mér að orði, þegar
ég horfði á sjálfa mig. Nú, en
ég leit nú alls ekki sem verst út,
svona að morgni dags og alveg
ómáluð. Mörgum mundi finnast
ég alveg geta boðið Ohrystal
Hugo út, hvað útlit snerti. En
— Það eina, sem þjófamir hafa skiiið eftir,
er hálsmenið, sem þú gafst mér.
Xr >f >f
GEISLI GEIMFARI
X- >f
.Vasa logsuðutæki Geisla kemur núað góðum notum!
það stoðaði nú lítið ef Rory v£ir
ekki sama sinnis.
ailltvarpiö
Þriðjudagur 16. janúar.
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —•
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —>
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk,
— Tónl — 16:00 Veðurfregnir. —
Tónloikar — 17:00 Fréttir —
Endurtekið tónlistarefni).
18:00 Tónlistartími barnanna: Jórunn
Viðar og Þuríður Pálsdóttir
kynna vísnalög.
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Lög úr óperum.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Svissnesk þjóðlög: Alder strengja
flokkurinn leikur lög frá hérað-
inu Appenzell.
20:15 Nýtt framhaldsleikrit: „Bjartar
vonir" (Great Expectations),
saga eftir Charles Dickens færð
í leikform af Oldfield Box; fyrsti
þáttur. Þýðandi: Áslaug Árna-
dóttir. — Leikstjóri: Ævar R.
Kvaran. Leikendur: Gísli Alfreðs
son, Valur Gíslason, Helgi Skúla
son, Herdís Þorvaldsdóttir, Har
aldur Bjömsson, Gestur Páls-
§on, Erlingur Gíslason og Stefán
Thors.
20:45 Kórsöngur: Robert Shaw kórinn
syngur lög úr óperum.
21:10 Erindi: Hegðunargallar og hátt
vísi (Grétar Fells rithöfundur).
21:35 Tónleikar: Þrjú stutt verk eftiP
Jaroslav Kocián (Josef Suk fiðlu
leikari og Kammerhljómsveitin i
Prag leika; Alois Kíma stj.).
a) Myndrænn milliþáttur. J
b) Hugleiðing um kvöld. Jv
c) Gletta.
21:50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnaP
(Dr. Róbert A. Ottósson söng-
málastjóri).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lög unga fólksins (Guðrún Ás-
mundsdóttir.
23:00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 17. Janúar
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl — 16:00 Veðurfregmr. —
— Tónl — 17:00 Fréttir — Tónl.).
17:40 Framburðarkennsla í dönsku og
ensku.
18:00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja
heimilið“ eftir Petru Flagestad
Larssen; I. (Benedikt Arnkels-
son þýðir og les).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Lög leikin á mismunandi hljóð-
færi.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Varnaðarorð: Árni Brynjólfsson
rafvirkjameistari talar um með
höndlun rafmagnstækja á heim-
ilum.
20:05 Lög eftir Jerome Kern (Andrés
Kostelanetz og hljómsveit hans
leika).
20:20 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Eyrbyggja
saga; VI. (Helgi Hjörvar rit-
höf undur).
b) Ásmundur Jónsson frá Skúfs
stöðum flytur kvæði sitt: Hól
ar í Hjaltadal.
c) íslenzk tónlist: Lög eftir Árna
Thorsteinsson.
d) Páll Kolka læknir flytur frá
söguþátt: Þegar ég var stað
gengill á Ströndum 1918 og
framkvæmdi fyrstu skurðað-
gerð mína.
e) Jóhannes úr Kötlum les úr
þjóðsögum Jóns Ámasonar.
21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon cand. mag ).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Refaskyttur**, saga
eftir Kristján Bender; fyrri hluti
(Valdimar Lárusson).
22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar íslanda
1 Háskólabíói 11. þ.m. Stjórnandi:
Jindrich Rohan.
Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68
(Pastoral-hljómkviðan) ef tir
Beethoven.
23:20 Dagskrárlok.
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLANS