Alþýðublaðið - 09.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1920, Blaðsíða 1
CS-efiÖ tít af ^lþýÖnflolsloiiMiŒL. 1920 Föstudaginn 9. júlí 154. tölubl. €rksið sfmskeytL Khöfn 7. júlí. Nýtt forsetaefni. Sírnað er frá San-Francisco, að demokratar hafi útnefnt Cox landstjóra sem forsetaefni við .aaæstu kosningar ( Bandríkjunum. Ifýtt ráðuneyti í Persín. Símað er frá London, að mynd- að sé nýtt ráðuneyti í Persíu vin- veitt Bretum. Svíar fá iland! Símað er frá London, að Banda- mean séu fáaniegir til þess að viðurkenna rétt Svía til Álandseyja. ésamkomnlag á Spstftindinnm. Frá Berlín er símað, að allmikill skoðanamunur sé á Spafundinum *um afvopnun Þýzkalands. Khöfn 8. júlí. Alheimsfundnr Gyðinga. Símað er frá London, að al- ..'¦•heimsfundur Gyðinga sé hafinn. Sjálfstæði Albanín. Frá Berlín er símað, að sagt sé %að ítalía hafi viðurkent sjálfstæði Albaníu. Banoamenn ósreigjanlegir. Frá ' Spa er símað, að Banda- menn heimti að afvopnun Þýzka- íands verði framkvæmt innan 3 niánaða. Engin breyting verður á friðar- samningnum við Tyrki. 10 daga irestur veittur til undirskrifta. . I Frá Pólverjuih. Símað frá Reval, að PóIIand ."¦ihafi viðurkent Lithá, Jafnframt sak- ar það Lithábúa um óvinveittar fyrirætlanir. Pólverjar umkringdir við Pripet- mýrarnar. Brussilov sækir fram til Varsjá. Dr. Jón Aðils prófessor. Sú harmafregn barst hingað síðla dags 5. þ. m. að látist hefði í Kaupmannahöfn þann sama dag hinn nýkjörni háskólarektor, pró- fessor dr. Jón Aðils sagnfræðing- ur. Kom mörgum fregn þessi á óvart, því mönnum hefir sennilega fundist hann eigá ennþá margt ógert áður en hérvist hans væri lokið. „Alþýðublaðið" hefir farið þess á leit að eg skrifaði fáein minn- ingarorð um hinn látna vin minn, og er mér það Ijúft, erada þótt eg finni að eg reisi mér hurðarás um öxl að ráðast í slíkt, en bótin er, að rúmið er takmarkað, svo eg verð að Iáta mér fátt eitt nægja af því sem eg vildi sagt hafa. Tií æskuára Jóns Aðils þekki eg Iítið og aðeins af afspurn. Hann fæddist 25. apríl 1869 í Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, og ólst þar upp. Gáfur komu brátt í ljós hjá honum og var hann því sett- ur til menta. Hann gekk í Iatínu- skólann og útskrifaðist þaðan árið 1889, fór síðan til Kaupmanna- hafnar og stundaði þar nám við háskólann. Lagði hann aðallega stund á sögu og bókmentir, sér- staklega miðaldasögu íslands, og var honum sá hluti sögunáar einna hugðnæmastur, en lauk þó aldrei embættisprófi. Saga einokunar- verzlunarinnar hafði þá þegar vak- ið athygli hans, því hann reit á þeim árum nokkrar greinar um hana í „Historisk Tidsskrift". Svo kom hann heim til íslaads og stundaði ritstörf og blaðamensku um nokkurra ára skeið, einnig fékst hann við leiklist um tíma; var hann skýr og skildi frábæriega vel hlutverk þau, er hann tók að sér; og þar við bættist fögur og hrein rödd og snjalt tungutak, sem er frumskilyrði þess að vera góður leikari. Hann var söngelsk- ur mjög og ha0i einhver hin feg- urstu hljóð sem hér hafa heyrst, enda var hann þjóðkunnur um eitt skeið íyrir sönghæfiléika sína. Mælskumaður var hann mikill og snjall og mjög eftirsóttur ræðu- maður á mannfundum og við há- tíðleg tækifæri, því allir vildu á hann hlusta. Aðal lífsstarf hans var sagnfræðí, einkum íslendingasaga. Reit hann margar bækur /og ágætar, sem nú eru orðnar þjóðkunnar og hafa hlotið almannalof; eru þessar helztar: Saga Odds Iögmanns, íslenzkt þjóðerni, Dagrenningr Gullöld íslendinga, Sága . ísíands (ágrip), Saga Skúla landfógeta og Saga einokunarverzlunar Dana á íslandi, er út kom í fyrra óg er stærst rita hans. Auk þess hafðí hann í smíðum sögu íslands, stórt verk, og hafði Einar Gunnarsson fengið utgáfurétt hennar. Hafði hann um mörg ár safnað til henn- ar, en entist eigi aldur til að Ijúka við hana. Þegar Háskóli íslands var stofn- aður, var hann skipaður kennari í íslandssögu og gegndi því em- bætti til. dauðadags. Var hanrt gerður. að prófessor síðastliðið haust og veitt doktorsnafnbót fyrir bók sína um einokunarverzlun Dana á ístandi. Hann fiutti um langt skeið sögufyririestra fyrir almenning á háskólanum og var bæði fróðlegt og skemtilegt að hlusta á hann, því hann var allra mantta lægnastur á að koma jafn- vel þurru, vísindalegu efni í léttan og aðlaðandi búning. Kennari og fræðari var hann því ágætur og er vandfundinn sá maður, er geti skipað sæti hans við háskólann. Hann lét opinber mál tií sín taka; einkum fylgdi hann sjálfstæðisbar- áttu íslendinga með miklum áhuga og lifði þá stund, að bundinn var endi á deilurnar við Dáni með samningnum 1918. Sat hann á alþingi 1912—'13, en geðjaðist ekkí að þingstörfunum. Hann bar mikla umhyggju fyrir þjóð sinni og var ættjarðarást hans sterk og fölskva-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.