Alþýðublaðið - 09.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla Maðsias er í Alþýðuhúsinu við Iagólfsstræti og Hverfisgötu, Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að jkoma í blaðið. aus; má með sanni segja, að fáir hafi staðið honum jafnfætis í því efni. Gleðimaður var Jón á yngri árum sínum, en altaf mun þó aivaran hafa legið á bak við hjá honum, enda bar mjög á henni, einkum hin síðari árin. Hann var trúmað- ur mikill og heitur, þótt hann fylgdi ekki skoðunum kirkjunnar i öllum atriðum. Hann kyntist andatrúarhreyfiagunni hér, en um röskan tug ára fylgdi hann guð- spekinni með miklum áhuga og var formaður Reykjavíkurstúkunn- ar frá því hún var stofnuð (1912) til dauðadags. Taidi hann guð- spekina þá einu lífsskoðun, sem hann gæti felt sig við. Jón heitinn var prúður maður í aliri framgöngu og hægiátur hvers- dagslega, góðviljaður og hafði næmar tilfinningar fyrir iíðan ann- ara manna og vildi öllum hjálpa og leiðbeina; var trúr og tryggur vinur og talsmaður þeirra, er á var hallað. Hann var kvæntur Ingileifu Snæbjarnardóttur Þorvaldssonar, kaupmanns á Akranesi, er lifir hann ásamt fjórum börnum þeirra, þrem sonum og einni dóttur. Með honum er horfinn sjónum vorum ástríkur eiginmaður, góður faðir, lista- og vísindafrömuður og Jjúfur sonur fósturjarðarinnar; en minning hans lifir meðan ísienzk tunga er töluð og íslenzk menning er kunn. Guð blessi minningu hans. , Jón Árnason. 105 nýir félagar gengu inn í Sjómannafélag Reykjavíkur á síð- asta fundi þess. Það mun nú stærsta og öflugasta verkamanna- félag hér á landi og fáir munu þeir sjómenn hér nú orðið, er sjá sér fært að standa utan þess. SameiBini Snöur-Júilands vii Daomörkn. Eftirfarandi er útdráttur úr til- kynningum frá sendiherra Dana hér 6. og 8,'þ. m. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, voru Slésvíkur- samnir.garnir undirskrifaðir 5. júlí í París. Með þeim öðlaðist Dan- mörk fullan rétt yfir Suður-Jótlandi. 9. júlt (í dag) undirskrifar kon- ungurinn lög þau, um innlimun suður-józku landshlutana í Dan- mörku, er ríkisþingið hefir sara- þykt, og verður sá dagur þetta ár haldinn hátíðlegur sem endur- sameiningardagur, aftur á móti mun 15. júní (Valdemarsdagurinn) eftirleiðis verða haldinn hátíðlegur í tilefni af sameiningunni; þá voru sem kunnugt er, landamærin milli Danmerkur og Þýzkalands opin- berlega ákveðin, og þann dag öðlaðist Danmörk umráðaréttinn yfir Suður-Jótlandi sarnkvæmt 1. grein afsalsbréfsins. Samningurinn, sem undirskrif- aður var 5. þ. m. er i 3 greinum. 1. grein. Bandamenn gera kunn- ugt, að þeir hér með afhendi Dan- mörku, sem tekur við þessu afsali, frjálst og laust við allar byrðir og skyldur með tilliti til ákvarð- ananna í hjálögðum samningi, öll umráðaréttindi, sem þeir, samkv. 3 málsgrein 11. gr. friðarsamn- inganna við Þýzkaland, undirskrif- uðu í Versölum 28. júní 1919, hafa yfir landshlutum þeim, eyum og hólmum af Siésvík, er liggja norðan við landamæralinu þá, er lýst er hér að neðan. Afsal þetta skal talið frá 15. júní 1920, en þann dag hefir fuilnaðarákvörðun um landamærin opinberlega verið tilkynt Þýzkalandi og Danmörku. (Hér er siept úr lýsingunni á landamærunum). Þessi ofanskráða landamæralína verður afmöikuð af nefnd þeirri er getið er í m. grein friðar- samninganna við Þýzkaland, undir- skrifuðum í Versölum 28. júní 1919. 2. grein. Héröð þau, sem um ræðir í 1. málsgrein 1. greinar, verða framvegis eigi af hendi Iátin, nema með samþykki þjóða- sambandsráðsins. 3. grein. Bandamenn áskilja sér að skipa síðar með sérstökum samningum, sem Þýzkaland og Danmörk einnig taki þátt í þeim málum, einkum þjóðernis-, fjár- hags- eða fjármálum, sem leiði af því að Danmörk fær umráðarétt yfir þeim landsvæðum, er getur í 1. grein, eins og ákveðið er í 2, málsgrein 114 gr. Versalasamn- inganna. Um daginn 09 vegin. Jónas Magnússon kennari frá' Patreksfirði, fór á íslandi til Kaupm.hatnar. Hann ætlar að kynna sér kenzlu og kenzluað- ferðir í Danmörku og víðar, og hyggst einnig að sitja kennarafund5 sem haldinn verður í Kristianíu fa byrjun ágústmánaðar. Hjónaefni. [Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sylvía Siggeirsdóttir og Jónas Sveinsson stud. med. Nýr togari, er Njörður heitir, kom í morgun frá Englandi. Eig- andi er h. f. Njörður. Skipstjóri er Guðmundur Guðnason. Skipið er nýsmíðað og hið prýðilegasta að sjá. Fiskiskipin. Skallagrímur kom í morgun af veiðum; fer til Eng- lands í kvöld. Valpoie kom í gær frá Engiandi, fermdur kolum. Skipstj. er nú ÖJafur Pétursson,, bróðir Sigurjóns Péturssonar. Harry m. k. kom frá Englandi í gær með „Brickets" til Nathan & Olsen. Yeðrið Vestm.eyjar Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðistjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvog há og dag. A, hiti io,o. SA, hiti 10,7. logn, hiti 11,2. S, hiti i2,o. logn, hiti 14,0. NA, hiti 7,2. A, hiti 10,5. merkja áttina. stöðug, hæst fyrir norðaustan land. Hæg aust- læg átt. Höfuðhátíðahöldin í Danm,, í tifefni af endursameining Suður-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.