Morgunblaðið - 24.02.1962, Qupperneq 8
8
MORGVNBLAÐlb
Laugardagur 24. febrúar 1962
Canaveralhöfða, 23. febr.
— AP
GEIMFARINN bandaríski,
John Glenn ofursti kom til
Canaveralhöfða á Florida-
skaga í dag í fylgd með Lyn-
don B. Johnson, varaforseía.
Þar sæmdi Kennedy Banda-
ríkjaforseti hann heiðurs-
merki og þakkaði honum
ferðina í nafni bandarísku
þjóðarinnar
Glenn sýndi forsetanum til-
raunastöðina, en Kennedy hef
ur ekki fyrr komið til Cana-
veralhöfða. — Að því búnu
átti Glenn fund með frétta-
mönnum og skýrði beim frá
reynslu sinni úti í himin-
geimnum.
Lyndon B. Johnson kom í
morgun flugleiðis til Grand
Turk-eyju í Bahamaeyjaklas-
anum, þar sem Glenn hefur
verið í læknisrannsókn síðan
geimferðinni lauk. Þeir fóru
saman flugleiðis til Canaver-
alhöfða og komu þangað tíu
mínútum á undan John F.
Kennedy, Bandaríkjaforseta.
Glenn tók á móti Kenne-
dy. þegar hann sté út úr flug
vélinni — þeir tókust hjart-
anlega í hendur en síðan lék
„Þegar birti upp á. þriðjudagsmorguninn var ég sannfærður
um að allt gengi vel,“ sagði John Glenn ofursti í viðtali
við fréttamenn í gær.
snúið geimfarinu til þess að
sjá, hvaðan þessar agnir
kæmu, en þá hurfu þær með
öllu.
Dr. John O’Keefe, stjörnu-
fræðingur við geimvísindastöð
ina í Maryland kom með þá
tilgátu í dag, að hylkið sjálft
hefði myndað þessar „eldflug-
ur“ eins og Glenn jafnan
kallaði þær — þær gætu
meira að segja verið málning-
arflyksur, sem flagnað hefðu
af geimhylkinu. Aðra tilgátu
bar O’Keefe fram, þess efnis,
að hér hefði verið um að ræða
vatnsmólekúl frá geimfarinu.
• Viss um að allt mundi
ganga vel.
Glenn var að því spurð
ur, hver áhrif hin langa bið
eftir skotinu befði haft á
hann og vildi hann ekkert úr
því gera. Kvaðst hafa hugsað
skýrt allan tímann og haldið
fullri hugarró. — Þegar birti
upp á þriðjudagsmorguninn
var ég sannfærður um að allt
myndi ganga vel, sagði hann.
Glenn kvaðst hafa átt í erf
iðleikum með stjómtækin þeg
ar í lok fyrstu umferðar —
einíkum elektrónísku sjálfstýr
inguna. Hann tók þá sjálfur
við stjórninni og gekk allt
ljómandi vel upp frá þvi. —
Hann taldi þessa stýrisbilun
hafa verið lán í óláni því nú
hefði fengizt tækifæri til að
sanna, svo ekki væri um villzt
að slíku tæki gæti geimfari
sjálfur stjórnað.
Þyngdarleysiö afar þægilegt
sagð/ John Glenn i viðfalt v/ð fréttamenn á Canaveralhof&a
BSIun sjálfstýringariffnar lán í
óláni. Söguleg leið inn í
gufuhvolfið — radiosamband
rofnaði vegna heltra loftteg-
unda, þrýstingurinn áttfckldur
á við aðdráttarafl jarðar, —
utsýnið stórfenglegt
hljómsveit bandaríska þjóð-
sönginn. Með forsetanum
komu kona Glenns, Anna,
börn þeirra tvö, foreldrar og
tengdaforeldrar. Viðstaddir
vóru einnig fjölmargix hátt-
settir menn úr landgönguliði
flotans, yfirmenn bandarísku
geimvísindastofnunarinnar
og nokkrir fulltrúar beggja
deilda bandaríska þingsins.
Um hundrað þúsund áhorf-
endur höfðu safnast samari
umhverfis tilraunastöðina, en
þeim var haldið utan afmark-
aðs svæðis. Hátölurum var
víða komið fyrir, svo að menn
gætu heyrt orðræður þeirra
Kennedys og Glenns. Þetta er
fyrsta heimsókn forsetans til
Canaveralhöfða.
• Ávörp og orðuveitingar
Þegar Þjóðsöngurinn hafði
verið leikinn settust forset-
inn, geimfarinn og móðir hans
inn í bifreið forsetans og óku
umhverfis tilraunastöðina —
og síðan þar að, sem Atlas-
eldflauginni var skotið á loft.
Þar fór fram einföld en há-
tíðleg athöfn. Kennedy for-
seti flutti ávarp og þakkaði
Glenn afrek hans í nafni
bandarísku þjóðarinnar, sem
og þeim fjölmörgu mönnum,
sem unnið hefðu sleitulaust
að því að ná þessu takmarki.
Forsetinn lét í ljós þá ósk, að
einhver annar Bandaríkjamað
ur ætti eftir að koma banda-
ríska fánanum á land á tungl
inu fyrir lok þessa áratugs.
H&nn sagði, að ferð Glenns
hefði aukið skilning og þekk-
ingu manna á himingeimnum.
Síðan sæmdi forsetinn
Glenn orðunni „The dist-
inguished service medal“.
Glenn þakkaði með stuttu
ávarpi þann heiður, er sér
væri sýndur og þakkaði enn-
fremur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að fara þessa
fyrstu ferð. Hann lagði
áherzlu á, að bandaríska þjóð
in ætti öll heiðurinn af þess-
um viðburði og afhenti 1 anda
ríkjaforseta geimferðahjálm.
• Blaðamannafundur
Að lokinni þessari athöfn
átti Kennedy fund með frétta
mönnum. Hundruð blaða-
manna sóttu fundinn, sem var
haldinn á stórum palli og
tjaldað yfir. Glenn sat á upp
hækkuðum palli og við hlið
hans James E. Webb, fram-
kvæmdast. bandarísku geim-
visindastofnunarinnar og Ro-
bert Gilruth, sem stjórnað
hefur Mercury áætluninni.
Glenn skýrði fréttamönn-
um svo frá, að hann hefði
ekki fundið til neinna óþæg-
inda af þyngdarleysinu. —
Það var raunar mjög þægi-
legt, sagði hann, ég átti ekki
í neinum erfiðleikum með
hreyfingar. Og hann bætti
við, að þyngdarleysið hefði
sagt fyrr til sín en hann
bjóst við.
Um 30—40 mínútum eftir
brottförina byrjaði hann að
taka myndir. Hann smellti
nokkrum sinnum af en þurfti
þá að sinna einhverjum tækj
um. — Eg skildi myndavél-
ina eftir í lausu lofti og þar
lá hún kyrr, meðan ég hug-
aði að tækjunum. Svo fór
ég aftur að taka myndir. —
Glenn kvaðst viss um, að all
ir gætu fljótlega vanizt þessu
ástandi. Hann sagðist ekki
hafa misst neitt úr höndum
sér en þó týnt litlum filmu-
kassa, sem hann sló óvart ut-
an í. Flaug þá kassinn frá
honum og hvarf undir mæla-
borðið.
Ekki hafði Glenn átt í nein-
um erfiðleikum með að mat-
ast, fæðan var föst og etin
beint úr túbum. Um hraðann
sagði Glenn, að tilfinningin
væri ósköp lík og í þotu er
flygi ofar skýjum.
Glenn var afar hrifinn af
sólsetrinu og sólaruppkom-
unni. Hann sá sólina ganga
undir þrisvar sinnum meðan á
geimferðinni stóð og í fjórða
sinn, þegar hann var kominn
um borð í tundurspillinn Noa,
sem tók hylkið upp. Lengi var
albjart eftir, að sólin var horf
in og litaskiptingar fallegar.
Þá hafði hann orðið mestri
furðu sleginn yfir hinum glitr-
andi smáögnum, sem svifu
umhverfis — alltaf rétt eftir
sólarlag. Fyrst hafði honum
dottið í hug, að þarna væru
komnar koparnálarnar, sem
sendar voru á loft í geimhylki
fyrir nokkrum mánuðum, en
svo sá hann, að þær líktust
ekki nálum, heldur öllu frem
ur snjóflyksum. Hann hafði
Glenn kom því næst að
ferðalokiunum og sagðist hafa
verið nokkuð uggandi þegar
leið að lokum þriðju umferð
arinnar. Ástæðan var sú, að
í hinu gífurlega viðnámi og
hita — 3—4000 stig á Faren-
heit — á leiðinni rnn í gufu-
hvolfið. Þetta reynri'-' allt í
lagi, sagði Glen, íiisar... ■ voru
af hemlaflaugunum eins og
síðar kom í ljós. Ferðin inn í
gufhvolfið var þó engu að síð
ur söguleg. Festingarnar sem
héldu hemlaflaugunum létu
undan og ég fann högg á hlið
hylkisins. Radiosambánd við
jörðu rofnaði vegna heitra loft
tegunda sem umluktu hylkið
á leiðinni. Þrýstingur á nið
urleið varð áttfaldur á við að
dráttarafl jarðar.
• Enn á byrjunarstigi
Glenn sagðist aldrei hafa
séð fegurri sjón en þegar fall-
hlífarnar opnuðust og hylkið
sveif til jarðar.
Hann sagði ennfremur, að
ýmislegt. sem hann hefði átt
að framkvæma um borð í
geimfarinu hefði orðið að sitja
á hakanum, vegna þess hve
fljótt hann tók sjálfur við
stjórn farsins. Þar á meðal
varð hann að sleppa því að
taka infra-rauðar myndir af
yfirborði jarðar, sem veður-
fræðingar hefðu mikinn áhuga
á; að taka últrafjólubláar
myndir; gera fleiri tilraunir
með að matast og athuga bet-
ur skin og glit andrúmslofts-
ins.
En Glenn var spurður, hvað
hefði verið áhrifamest að sjá
utan úr geimnum, kvaðst
hann ekki reiðubúinn að telja
neitt framar öðru — þar væri
svo óendanlega margt að sjá, i
víðáttan svo geypileg, og
furðulegt að sjá stjörnurnar,
tunglið, ljósbauginn umhverf-
is jörðina og litaskiptin. Hann
kvaðst hafa getað greint ljós-
lega fjöll, fljót og vötn, en
ekki hefði hann greint brýr
með vissu. Stundum hefðu þó
sézt blettir á fljótunum og
hefði hann talið, að þar væru
brýr.
Glenn var löks inntur nán
ar eftir athugasemd, sem
læknir hans, Dr. WiUiam K.
Douglas lét falla eftir að hann
hafði rannsakað Glenn eftir
Blaðamenn í heimsókn hjá frú Önnu Glenn.
hann vissi ekki hvort eldiflísar,
sem þuitu fram hjá gluggan
uan á geimfarinu stöfuðiu af
því, að hemlaflaugamar væru
að eyðast eða hvort hitaMíf
geimhylkisins væri farin að
gefa sig. Hann vissi ekki fyrr
en síðar, að vísindamenn á
jörðu niðri óttuðust mjög hið
síðarnefnda er þeir gáfu hon
um merki um, að.hann kynni
að vera í lífshættu. Ef hitahlíf
in hefði látið undan hefði
geimskipið getað brunnið upp
geimferðina. Sagðist læknir-
inn helzt halda, að ekki þyrfti
að þjálfa menn svo gífurlega
fyrir slikar ferðir. Þessu
kvaðst Glenn ekki sammála,
hann teldi að ekki mætti
slaka á þeirri þjálfun — við
vitum aldrei hvað kann að
henda þarna uppi, sagði hann.
Þótt þessum áfanga sé náð er
óhemju víðtækt rannsóknar-
efni framundan. Maðurinn er
enn aðeins á bryjunarstigi
rannsókn á himingeimnum.
60*0 0 1
I 0 0 0 0 00 0 0 0 0*0 000 00**0-00000 * 0 0 0Í0 0000:0 0000 000 0-0 0 0 '1