Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 6
6 TUORCVNBZAfílD T>ri5juc!agur 17. apríl 1962 Framtíðin verður byggð á þeim öru sem þegar hefur veriö Ræða Jóhanns Hafstein v/ð utvarpsumræðurnar Herra forseti. 1>AÐ þing, sem nú er senn á enda, er í vitund manna eitt athafnar.iesta þing, sem ha-ldið hefir verið. Málaskrá þingsins ber þess ljósaii vott. Auðvitað er þetta ekki úr- skurður um ágæti þingsins eða stjómarstefnunnar — en það sker úr um, að mikið hefir ver- ið hafzt að. Stingur þetta mjög í stúf við hina örstuttu þingfundi í tíð vinstri stjórnarinnar, sem lét undir höfuð leggjast að veita þá forystu í þinghaldi og undir- búningi mála fyrir Alþingi, sem er þó ein höfuðskylda hverrar ríkisstjórnar. Núverandi ríkisstjóm tók við á mjög erfiðum tómum — eins og nógsamlega er kunnugt — en vinstri stjómin lauk valda- ferli sínum algjörlega úrræða- laus og holskefla dýrtóðar og verðbólgu framundan. Gjaldeyrisaðstaðan út á við var hin hörmulegasta og gífur- leg skuldasöfnun erlendis. Á þessu hefir orðið gjör- breyting — svo sem tíundað hef ir verið í þessum umræðum. ★ Snúið við í stað þe®s að síauka skuld- ir þjóðarinnar út á við hefir verið numið staðar og lækkuðu þannig erlendar skuldir þjóðar- innar til langs tíma nokkuð á sl. ári. — Almenningi hefir ver- ið sagt frá erfiðleikunum, sem við áttum við að stríða, og fólk- ið hefir sannarlega metið þá hreinskilni og ekki látið sitt eftir liggja. í>að liggur fyrir að vöruskipta jöfnuður okkar við útlönd hef- ir verið hagstæður á síðastliðnu ári um 100 millj. kr. Greiðslu- jöfnuður okkar við útlönd hefir hins vegar verið miklu hag- stæðari, eða sem nemur 200— 250 miilj. kr., og í því felst lekstrarafkoma þjóðarbúsins út á við — og þetta er í fyrsta skipti, sem greiðslujöfnuður þjóðarbúsins út á við er hag- steeður síðan styrjöldinni lauk. Á árunum 1956—1960 — og má þar marka áhrif hinnar svo- kölluðu vinstri stjórnar, jukust erlendar skuldir til langs tíma um samtals 1.640 millj. kr., rerknað á núgildandi gengi, eða að meðaltali um 328 millj. kr. á ári. Og til viðbótar var meg- inið af þessari skuldaaukningu blóðpeningar, það er að segja, að sú stjórn, sem þá réð ríkj- um, hafði gert það að höfuð- stefnumáli sínu, að reka amer- íska vamarliðið úr landi, en keypti setu þess hér, án þess þó að geta skipað efnahagsmál- um okkar á sæmilegan hátt. Þetta verður lengi haft í minni. Snögg nmskipti Nú er á að iíta hver breyt- ing hefir á orðið síðan við losn- uðum við þessa ófarsælu vinstri stjóm. Tekin hefir verið upp ný skip an innflutnings- og gjaldeyris- máila með síauknu frjálsræði og bankarnir tekið að sér stjórn þessara mála. Aðstaða banka og annarra pen ingastofnana við Seðlabankann batnaði um nærri 300 millj. kr. á sl. ári. Aðstaða banka og sparisjóða gagnvart Seðlabank- anum batnaði hins vegar um 620 milj. kr., en skuldir fjár- festingarlánastofnana jukust um 269 millj. kr. GjaMeyrisaðstaða bankanna batnaði á sL ári um 400 miUj. króna. Nú er oft sagt að með þessu sé ekki öll sagan sögð, og beri að líta á birgðaaukningu eða rýmun birgða í landinu. Rétt er að hafa það í huga, en þá kemur fram að birgðaaukningin á útflutningsvörur nemur á sl. ári nærri 190 millj. kr. Ankning spariinnlána meiri en nokkru sinni fyrr Spariinnlán jukust meira en nokkru sinni áður á sl. ári. Nam aukning spariinnlána sam- tals í bönkum og sparisjóðum 550 millj. kr. á móti 374 millj. kr. aukningu á árinu 1960. Hlutfallsaukningin nemur 25% og er það meiri aukning spariinnlána en nokkru sinni fyrr. Innflutningsverzlunin hefir ver ið leyst úr læðingi, smátt og smátt, og þó með svo miklum hraða að undrun gegnir. >að er eins og sumir hafi ekki tek- ið eftir þessu — en svona er það. Vinur minn, norður í landi, bað mig nýlega að útvega sér leyfi fyrir innflutningi á bíl. Ég hringdi hann upp og sagði honum að innflutningur á bíl- um væri frjáls. Svona hoppa sumir enn í haftinu. Menn tala um tilbúin „móðuharðindi“, en reka sig á allt annað, næga at- vinnu og grózku. Að sjálfsögðu er margt enn sem úrbóta er þörf. Ég tel t.d. um leið og viðskiptin almennt hafa orðið frjálsari, að brýn nauðsyn sé á endurbótum á sviði útflutningsverzlunarinnar. Ungir og áhugasamir athafna- menn mættu þar koma meira til skjalanna en verið hefir. Mætti hugsa sér að fara að eirihverju leyti að dæmi ná- granna okkar, sem verðlauna eða styrkja þá, sem vilja og hafa áræði til að taka sig upp með konu og börn og fara út í heim, og í aðrar heimsálfur, til þess þar að kanna nýja mögu leika og vera umboðsmenn ís- lenzkrar útflutningsverzlunar. •fc Hvernig er „frystingin“ í framkvæmd? Ég vil nú fáum orðum víkja að útlánum og útlánaaukningu í þjóðfélaginu. Stjómarand- stæðingar telja að núverandi stjómarstefna hafi orðið til miska með þvi að draga úr út- lánum banka og sparisjóða. Útlánaaukning banka og spari sjóða nam um 350 millj. kr. á sl. ári — á móti um 300 millj. kr. á árinu 1960. Ef við þetta bætist útlán Stofnlánadeildar sjávarútvegsins á sl. ári um 300 millj. kr. er heildarútlánaaukn- ingin um 650 millj. kr. — og er þetta hin raunverulega útlána- þróun á árinu. Hvar er þá innilokunin? Hvar er útlánaskerðingin? Þessu svari stjórnarandstæðingar í þessum umræðum. Á árinu 1960 var aukning spariinnlána 77 millj. kr. meiri en aukning útlána, en á sl. ári eru hlutföllin allt önn- ur. Útlán meiri í hlutföllum við spariinnlán, þ. e. a. s. 647 millj. kr. heildarútlánaaukning á ár- inu 1961 á móti 550 millj. kr. sparifjáraukningu — eða 97 millj. kr. meiri útlán. Ég nefni þetta aðeins til mótvægis við tal stjórnarandstæðinga um „frystingu“ og þar af leiðandi máttleysi sparifjárins. Menn verða að hafa í huga að vaxtaákvarðanir og réttur Seðlabankans til þess að binda nokkurn hluta sparifjárins í Seðlabankanum, eru ein veiga- mestu tækin til þess að geta stjórnað peningamáluim lands- manna. Innstæðubinding hefir tviþætt verkefni: Að Seðlabank anum gefist kostur þess að beina iiármagninu á hverjum tíma þangað ,sem þörfin er mest — og að leggja grundvöll að styrkari gjaldeyrisstöðu út á við. Á hvort tveggja þennan hátt hefir innstæðubinding sparifjár í Seðlabankanum verkað tvö sl. ár. — Hið bundna sparifé er ekki glataður fjársjóður. Og eins og núverandi ríkisstjórn treytist til að lækka vexti aftur frá því, sem ákveðið var, eftir setningu ef nahagsmálalöggj af arinnar 1960 um 2% — eins má þess vænta að hið bundna sparifé geti — þegar batinn í peninga- málum er nógu traustur, orðið Jóhann Hafstein afl þeirra hluta sem gera skal til uppbyggingar. Hefi ég þá sérstaklega í huga eflingu íbúða lána til landsmanna, en íbúða- lán á hverjum tíma grundvall- ast eðlilegast á sjálfri spari- fjármynduninni, og þannig var þessum málum skipað, þegar húsnæðismálalöggjöfin frá 1955 var undirbúin. Almannavamir undirbúnar Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkum hennar tókst farsællega að leysa landheigis- deiluna á sínum tíma og hefir hlotið almennt lof fyrir. Sama máli gegnir um hand- ritamálið, sem segja má að sé í raun og veru til lykta leitt og mjög skammt undan, að við íslendingar fáum þessa miklu fjárjóði aftur inn í land vort. Ríkisstjórnin hófst handa á sl. hausti að undirbúa nýjar ráð- stafanir og löggjöf til almanna- varna í landinu, en fjárframlög- um og aðgerðum á því sviði hafði verið hætt í tíð vinstri stjómarinnar. Þetta urrifangs- mikla mál hefir nýlega verið rætt hér í þinginu og er það einnig kunnugt almenningi. Með afgreiðslu fjárlaga fyrir yfir- standandi ár var í vetur ein- róma samþykkt að verja 1 millj. kr. til undrbúnngs framkvæmda á þessu sviði. Frumvarpið um almannavamir mun verða lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi strax og það kemur saman, en málinu var eins og kunnugt er ferstað núna með rökstuddri dagskrá eftir tillögu dómsmála- ráðherra, sem jafnframt lýsti því yfir, að hann myndi láta hefja undirbúning, svo að fram- kvæmdir af þessum sökum þyrftu ekki að tefjast, og einn- ig, að ríkisstjórnin myndi afla sér heimilda með bráðabirgðalög um á milli þinga, ef þeir at- burðir gerðust, að þess teldist þörf og nægar heimildir væru ekki fyrir hendi. Á Veigamiklar breytingar á skattalöggjöf Skattamálin og frumvarp að nýrri löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga hafa ver ið með stærri málum þessa þings. Núverandi ríkisstjórn hef ir gert veigamiklar breytingar á skattalöggjöfinni, þar sem margra ára misrétti hefir verið leiðrétt. Skattar á einstakling- um hafa verið lækkaðir stór- lega á fyrri þingum, en skattar á félögum eru nú í þvá frum- varpi, sem fyrir liggur, færðir til réttlátara horfs. Ræjar- og sveitarfólögin hefir á undanfömum árum skort tilfinnanJega tekjustofna og hef- ir það verið eitt mesta vanda- mál þeirra á sama tíma sem nýjar álögur hafa iðulega verið lagðar á bæjar- og sveitarfélög- in af hálfu Alþingis. Á þessu hefir nú fengizt eða fæst veru- leg bót. 1 fyrsta lagi, þegar bæjar- og sveitarfélögin fengu hluta af söluskattinum og eins með þeim nýju reglum, sem nú er gert ráð fyrir að lögfesta varðandi lanidsútsvör og aðstöðu gjöld til þessara aðila. Jafn- framt er innheimtukerfi skatta og útsvara stórum endurbætt með nýrri og samræmdri skip- an mála um gjörvallt land. Á Ný og heilbrigð skipan á launamálum opinberra starfsmanna Launamál opinberra starfs- manna hafa nú komizt í nýjan farveg, eftir að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp þar að lút- andi og með samkamulagi við Bandalagsstjórn starfsmanna ríkis og bæja. Launamálin hafa verið í hinum mesta ó- lestri og eitt mesta vandamál til úrlausnar á undanfömum ár um, og það eru mikilvæg tíð- indi að takast megi að koma nýrri og heilbrigðari skipan á þau mál. Öli eru þau mál, sem ég nú hefi nefnt, em umfangsmikil og hafa tekið langan tíma í und- irbúningi hjá ríkisstjórn og veitt Alþingi ærin verkefni. Á Yeigamikill stuðningur við sjávarútveginn Á sl. ári var sjávarútvegi landsmanna veittur veigamikill stuðningur með þvi að breyta lausaskuldum útvegsins í við- skiptabönkunum í löng lán hjá stofnlánadeild sjávarútvegsins. Útgerðin átti mjög í vök að verj ast vegna lánsfjárskorts undan- farinna ára til fjárfestingar og uppbyggingar og var það ein af meginorsökum þess, að lausa- skuldir söfnuðust fyrir. Á þessu hefir nú verið gerð grundvall- arbreyting. Það hafa verið metn ar upp til samræmdis mats allar eignir útgerðarinnar í landinu og menn hafa fengið hliðstæða og sambærilega aðstoð til langra lána. Með þessu móti er rekstr- argrundvöllur útgerðarinnar allt annar en áður var og þó að útgerðarmönnum finnist oft, að þeir búi við mikinn rekstrar- lánaskort, þá er hitt þó miklu veigameira, að þeir hafi góða aðstöðu til nægjanlegra stofn- lária, en rekstrarlánin takmörk- uð eftir því sem kostur er, því með því móti verður útgerðin öll frjálsari og sjálfstæðari held ur en áður var, þegar allar af- grunni, urðir voru svo að segja veð- settar í bönkunum að fullu. ■fc Samsvarandi stuðningur við landbúnaðinn Samhliða þessu hafa bænd- ur fengið eða eru að fá tilsvar- andi aðstoð, að breyta lausa- skuldum þeirra í lengri lán og mun Alþingi afgreiða það mál áður en lýkur, en Búnaðarbank- inn hefir haft forgöngu um und- irbúning hinna lengri lánveit- inga. Á sl. ári voru þessi lengri lán til útgerðarinnar um 300 millj. kr. og er þó ekki enn lokið, en óvíst er um, hversu háum upp- hæðum þessar lánabreytingar hjá bændum muni nema. Iðnaður landsmanna hefir þvi miður ekki nofið tilsvarandi að- stoðar, enda þótt ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að út- vega Iðnlánasjóði á sl. ári um 20 millj. kr., en hjá því verð- ur ekki komizt að hugsa í miklu ríkari mæli fyrir um stofnlána- þörf iðnaðarins en gert hefir verið. Það mál kemur að sjálf- sögðu til álita, þegar rikisstjóm inni gefst kostur á að ganga frá þeirri 5 ára framkvæmda- áætlun, sem kunnugt er að hún hefir haft í undirbúningi. ir Alumlnumverksmiðja og ný orkuver Hæstvirtur iðnaðarmálaráS- herra, Bjarni Benedáktsson, skipaði f fyrra nefnd, til þesa að taka upp viðræður við út- 'lendinga um hugsanlega mögu- leika til þess að koma hér upp aluminiumverksmiðju eða ann- arri stóriðju. Þeesi nefnd hefir þegar unnið allmikið starf og gerði ráðherra grein fyrir þv| ekki alls fyrir löngu hér í fyr- irspurnartíma f þinginu, að að- allega hefðu viðræður farið fram við annars vegar sviss- neskt fyrirtæki og hins vegar franskt fyrirtæki, gem bæði hafa l'átið í Ijósi áhuga á þessi* máli. En samhliða slikri stór- iðju yrði að reisa hér stórorku- ver, stærri en við höfum áður reist og nota til þess vatnsafliS eða aðrar orkulindir, sem við kunnum að ráða yfir. Mér þóttl undrum sæta að heyra for- mann Framsóknarflokksins I umræðunum í gærkveldi, Ey- stein Jónsson, vera með get- sakir um, að að þessuim má'lun* væri ekki staðið með fullri gá| og til stæði að gefa útlendunj hringum og auðfélögum aðstöðn hér á iandi til óhagræðis fyrir íslendinga. Auðvitað er engu slíku til að dreifa, en sjálfsagt að kannaðir séu til hlítar þeir möguleikar, sem við kunnum að geta haft til samvinnu við er« lent fjármagn ,til þess að hag- nýta orkulindir landsmanna. Ég sagði áðan, að orkuverin eðu raforkuverin, sem reisa þyrfti, væri miklu stærri en við ella gætum framkvæmt, án samfara stóriðju, en gert hefir verið ráð fyrir í lauslegum áætlunum, að þau kostuðu yfir 1000 miillj. kr., kannski 1200 til 1300 millj. kr.. hvort heldur sem um væri að ræða orkuver við Þjórsá eða við Dettifoss, en hvort tveggja hef- ir komið til álita. Og sjálf alum- iniumverksmiðjan myndi kosta annað eins, og má af þessu marka, að yrði ekki 1 lítóð ráð- izt, ef til framkvæm'da kæmi, Standa vonir til þess, að siðar á þessu ári liggi fyrir nánari vitneskja um, hvaða möguleiku og aðstöðu við kunnum að haf® til átaka á þessum sviðum. -fc Kísilgúrverksmiðja Jafnframt hefir sama nefnd unnið að athugun á möguleik- um þess að koma upp í sam- vinnu við erlenda aðila kísil- gúrverksmiðja við Mývatn, til þess að vinna kísilgúr eða kis- ilger úr botnleðju Mývatns. Ér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.