Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FÖstudagur 25. mai 1962 Frú Soffía Haraldsdóttir — mlnningarorð — BÓRNUM og ættingjum frú Soffíu Haraldsdóttur, og okkur, vinum hennar, er bezt þekktu hana og hagi hennar, kom andlét hennar engan veginn á óvart. Mánuðum sáman hafði hún dvalizt í námunda við skörina milli þessa heims og annars, en — að því er virtist, — lengstum án þess að vita að hverju fór. Fyrir nokkrum mánuðum gekk hún undir mikla skurðaðgerð. Þeir, er vitneskju höfðu um það, hvað sá holskurður opinberaði, genga þess eigi duldir, að hún átti skammt eftir ólifað. En jafnan er kvalimar dvín- uðu, og efalaust stundum þjáð, þótt engir aðrir vissu, raeddi hún gíöð og reif við vini sína um daginn og veginn, eða hin kæru hugðarefni sín, er voru mörg og mikil. Oftlega héldu henni þá engin bönd. Klæddist hún. Nokkrum sinnum fór hún út og heimsótti ættingja og vini. Og nú fyrir fáum vikum sótti hún árshátíð „Hringsins", er hún að nokkru hafði undirbúið, en um alllangt árabil hafði hún verið formaður þessa ágæta fé- lagsskapar. Stýrði hún hátíðinni með röggsemi og flutti hátíða- ræðuna, eins og ekkert hefði í skorizt. En nú er hún nár. Frú Soffía fæddist hér í bæ 8. maí 1902 og hafði því aðeins fá- eina daga yfir sextugt er hún andaðist, 19. þ. m. Foreldrar Soffíu voru prófessor Haraldur Nielsson og kona hans, frú Berg- ljót Sigurðardóttir, Gunnarsson- ar prófasts. Böm þeirra hjón- anna voru fimm. Sigurður, Soffía, Kornelíus, er andaðist vestan hafs árið 1960, Elín, gift Erling Ellingsen forstjóra og Guðrún, ógift. Árið 1914 andað- ist móðir þeirra systkina eftir langvarandi vanheilsu. Árið 1918, þegar Soffía var 16 ára að aldri, kvæntist prófessor Haraldur öðru sinni. Síðari kona hans var hin merka gáfu- og mannkostakona Aðalbjörg Sig- urðardóttir, er nú kom þeim börnunum í móður stað. Börn þeirra Haralds og Aðalbjargar eru Jónas ráðuneytisstjóri og Bergljót, gift Bjarna Rafnar lækni á Akureyri. í þrjá vetur stundaði Soffía nám í Menntaskólanum í Reykja vík. Að loknu gagnfræðaprófi ákvað bún að hætta námi. Veit ég, að föður hennar féll þetta mjög miður, enda voru hæfileik ar Soffíu til náms miklir og ótvíræðir. En hún var óþolin- móð og vildi fara „að gera gagn“, vinna fyrir sér, m. a. til að létta undir með heimilinu. Og þessari ákvörðun hennar varð eigi um þokað. Um tvítugsaldur hafði Soffía ráðgert að leggja fyrir sig hjúkr unarstörf og hugðist hún stunda það nám vestan hafs. En enginn ntó sköpum renna. Áður en hún kæmist á leiðarenda giftist hún Sveini M. Sveinssyni, forstjóra Timburverzlunarinnar Völundur hf. (1923). Bjuggu þau Soffía og Sveinn saman í farsælu hjóna bandi á meðan bæðu lifðu. en Sveinn andaðist 1951. Eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi, Svein Kjartan verkfræðing, Harald forstj. Völundar, Leif lögfræðing og Bergljótu, sem gift er Braga Benediktssyni guð fræðinema. glaðzt yfir því, sem fagurt var og gott, þótt smátt þætti það stundum ef mælt var á kvarða efnisheims, að tárin hrundu af leiftrandi augum þeirra. Margt er mér og okkur hjón- unum minnisstætt frá löngum kynnum okkar af frú Soffíu. Skal hér fæst af því rakið, en lauslega drepið á nokkur atriði. Við, sem þekktum þau feðgin, prófessor Harald og Soffíu, kom umst oft ekki hjá því, að hugsa til hins er við minnumst annars þeirra. Svo undramargt var það, er þau áttu sameiginlegt. Það, év skildi með þeim, átti frekar ræt- ur í uppeldi, umhverfi og ytri aðstæðum en eðli. Séra Sveinn Víkingur segir á einum stað um prófessor Har- ald, að hann hafi verið afburða- gáfumaður, er ,^tti hinn spá- mannlega eld og kraft mælsk- unnar. Ást hans á því, sem hann taldi satt og rétt, var ástríðu- þrungin, ólgandi glóð. Og sann- færingu sína bar hann fram af þeirri mælsku og dirfð, þrótti og hita, að þeir, sem á hann 'hlýddu, • hlutu ekki aðeins að taka eftir orðum hans, heldur fóru þau beinlínis eldi um hug- ina“. Allt þetta átti frú Soffía í rík- um mæli. En er hún hafði farið um það nærfærum huga hinnar mildu konu og móður birtist það okkur með nokkuð öðrum hætti en frá eldhuganum, bardaga- manninum, föður hennar. f enn öðru, og raunar ótrúlega mörgu, áttu þau sammerkt, Soffía og faðir hennar. Bæði voru þau haldin, — eða gædd, hvort sem hver vill hafa, — ein- dæma miklu grunleysi, tor- tryggnileysi, í garð annarra manna. Og bæði áttu þau hina guðdómlegu gáfu ríkrar barns- lundar, er svo hjartanlega gat Bílar á kjördegi Vesturbæjarstöð verður að þessu sinni að VEST- URGÖTU 71, — Pétur Snæland h.£., en E K K I að Seljavegi 2. — Boðaðir bílar þangað mæti því að VESTURGÖTU 71 kl. 9 f. h. á kjördegi. Upplýsingasími bílanefndar er 20124. Látið skrá bifreið yðar strax. Þegar í bemsku og á æskuár- unum varð sú hneigð, eða ástríða, eitt hinna ríkustu auð- kenna á Soffíu, að vilja gleðja aðra, líkna þeim og gefa, en því miður var þá oft af svo litlu að miðla. Þessi eðlisþáttur, er gekk sem rauður þráður um alla ævi frú Soffíu, lá efalaust að baki þeirri ákvörðun, er hún tók um tvítugsaldur, að gerast hjúkrun- arkona. Og enn síðar fékk hann ríkari fullnægju í hinu mi'kla, fórnfúsa starfi innan „Hrings- ins“, til líknar og blessunar sjúk um börnum. Enda þótt eiginleg skólaganga frú Soffíu væri eigi löng var hún víðlesin og gagnmenntuð kona. f tómstundum fékkst hún nokkuð við ritstörf, einkum þýð ingar. Fátt eitt er þó til á prenti frá hennar hendi. Fjölda erinda flutti hún um hugðarmál sín, einkum sálarrannsóknir, og þá aðallega innan deilda Sálarrann sóknarfélags íslands, hér og á Akureyri. Fyrir allmörgum ár- um stofnaði frú Soffía kvenna- deild Sálarrannsóknarfélagsins og var formaður deildarinnar til dauðadags. Frú Soffía var mjög vel ritfær og prýðilega máli farin. Engum, er á málflutning hennar hlýddi, gat dulizt það, að þar fór heill, sterkur persónuleiki, er mál flutti af heitri sannleiksást og óhagganlegri sannfæringu. Margri konu og karli hinnar yngri kynslóðar, mun ef til vill finnast, að frú Soffía hafi ekki kunnað að vera rík. Þetta kann að nok'kru leyti að vera satt. Óhóf, bruðl og hégómlega eyðslu semi þekkti hún ekki. Hvort- tveggja var, að slíkt samræmd- ist hvorki eðli hennar né upp- eldi. En sanna rausn átti frú Soffía í ríkum mæli og nutu þess skyldir og vandalausir og fleiri en ég fæ hér talið. Þar fór tigin kona er Soffia var. Fríð sýnum, gjörfuleg, svip urinn göfugmannlegur, alvarleg ur en mildur og hlýr. Það var eðalborinn stíll yfir frú Soffíu, svip hennar, lífi hennar öllu og athöfnum í gleði og þraut. Þjáningar síðustu dægranna bar frú Soffía með eindæma þreki og stillingu hinnar reyndu, þroskuðu bonu, er vissi hvað hún kvaddi og gekk fagn- andi fram til þess, er hún einnig vissi, að hennar biði handan við tjaldið. Blessuð sé minning hennar. Lúðv. Guðrtik FYRIR hönd Sálarrannsóknafé- lags Islands er mér bæði ljúft og skylt að færa frú Soffíu E. Haraldsdóttur látinni hlýjar og einlægar þakkir okkar allrafyr- ir hennar frábæru störf í þágu þess félags á undanförnum ár- um. Trú hennar á sigur lífsins yfir dauðanum, mátt kærleikans og eilífðareðli mannssálarinnar var björt og sterk eins og vor- sólin sem breytir nótt í dag. Áhugi hennar á því málefni, sem henni var heilagt og taldi mestu varða, var í ætt við geisla hækkandi röðuls, sem vermir og skín og vekur vaxandi líf og nýjan gróanda. Þessarar hlýju, þessa kraftar fengum við í Sál- arrannsóknafélaginu að njóta í ríkum mæli. Fyrir það erum við þakklát. Fyrir það munum við aldrei gleyma henni. 1 stjórn félagsins átti hún sæti í meira en tuttugu ár og var varaforseti þess, er hún var köll uð héðan. Hún átti meginþátt í því, að stofnuð var sérstök deild áhugakvenna innan félagsins og veitti henni forstöðu frá upp- hafi eða í full fimmtán ár. Sú deild hefur orðið félaginu ómet- anlegur styrkur og hjálparhella alla stund. Frú Soffía tók að erfðum í ríkum mæli eldmóð, brennandi áhuga og gáfur föður síns, próf. Haraldar Níelssonar, hins mikla brautryðjanda spiritismans hér á landi og frábæra kennimanns. En hún átti einnig og ekki síð- ur hans hlýja hjarta, hans björtu trú, ljúfu mildi og elsku- lega viðmót, sem gerði hana ógleymanlega öllum þeim, sem kynntust henni. Ekkert er ríkara að vonum og birtu en vorið. Ekkert undur dásamlegra og stærra en þetta, þegar vornóttin og nýr dagur fallast í faðma og geislar rís- andi morguns þerra daggartár- in af vaxandi og vaknandi blómi. Það var á slíkri stund, að frú Soffía Haraldsdóttir kvaddi þetta jarðneska líf —■ og heilsaði nýjum degi. Og um leið og við kveðjum hana með virðingu og heitri þökk og send- um ástvinum hennar samúðar- kveðjur felum við sál hennar kærleika og vernd hans sem sól- ina og vorið hefur skapað. Sveinn Víklngur. m > FRÚ SOFFÍA Haraldsdófctir var fjórði formaður vors tæpega sextuga félags. Hún tók við formannsstörfum vorið 1957. En skömmu síðar veiktist hún og tók naumast á heilli sér eftir það, enda þótt hún leyndi lengst-. um vanlíðan sinni undir hressi- legu yfirbragði og viðmóti. Hún vann félagi voru mikið sfcarf og heilladrjúgt, þófct starfsorka hennar nýttist eigi til fulls sak- ir vanheilsu. Það var henni ó- blandin gleði að mega fagna fyrsta verulega áfangaruum I barnaspítalamálinu hinn 19. júní 1957, þegar barnadeild Land- spíifcalans tók til starfa. Við það tækifæri fórust henni m.a. orð á þessa leið: „Við treystum því, að sá mikli skilningur og vinsemd, er al- menningur hefur jafnan sýnt þessu málefni, muni sízt minnka nú, er starf okkar fer að bera sýnilegan árangur .... Við erum sannfærðar um, að hér muni verða unnið mikið og blessun- arrikt starf. Líklegt er, að hægt verði að bjarga mörgum barns- lífum, sem annars hefði ekki ver* ið unnt. Við samfögnum lækn-r unum sem hér eiga að leggja fram krafta sína, að fá nú þau stafsskilyrði, sem nauðsynleg eru“. • Félag vort á nú á bak að sjá foringja, sem að glæsimennsku, gáfum, menningu og hjartagöfgi bar af öllum öðrum og etarfaði að sameiginlegum áhugamálum vorum af ósérplægni og holl- \istu. Um leið og vér blessum minn- ingu hennar, vottum vér börnum hennar og venzlafólki kmilega samúð, því að sjálfisöigðu er þeirra söknuður mestur, sem þekktu hana bezt. Kvenfélagið Hringurlnn. Eflum og styrkjum D-listann FRAMLÖGUM í kosningasjóð D-listans er veitt móttaka i SjálfstæSishúsinu og Valhöll (símar 1700 og 15411) — ennfremur í hverfaskrifstofunum wm allan hæ. — Merkia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.