Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 12
PBstudagur 25. maí 1962
MORCVNBLAÐ1Ð 1
Flóttinn fra því sem er
Ferðaminniitgar og hugfeiling
ar frá Sovéfrðkjuuum
Eftir Olof Lagercraniz
Olof Lagercrantz er einn af
kunnustu bókmenntagagnrýn
endum Svía og hefur látið
mikið að sér kveða á vett-
vangi sænskra bókmennta.
Fyrir rúmu ári var hann í
opinberu boði í Sovétríkjun-
um og kynntist þá ýmsum
sovézkum rithöfundum. Eftir
farandi grein hans f jallar m.a.
um kjör skáldskaparins í
i föðurlandi kommúnismans.
GEORGÍ LEONIDZE, ljóðskáld
í Georgíu, meðlimur í akademíu
lýðveldisins, hafði boðið mér til
miðdegisverðar. Hann líkist
gríðarstóru bjarndýri frá Kák-
asus. Hann gengur haegt og
þunglamalega. Hann er með
barðastóran hatt eins og sænsk
öreigaskáld í byrjun aldarinnar.
Frakkinn hans gæti falið heil-
an uxa. Við byrjuðum á hinu
dumbrauða Grúsíu-víni. Þetta
vín hefur dásamlega fyllingu
og ilmar eins og sólber. Þegar
borin var fram styrja í hlaupi,
breyttum við um og drukkum
kampavín.
— Ég rækta sjálfur miklu
betra vín! hrópar Leonidze
skyndilega þegar hlé verður á
hinum mörgum skálum fyrir
friðinum. Hann segir nokkur
orð við þjóninn, og hálftíma
seinna heilsar einkabílstjóri
skáldsins að hermannasið við
borðið hjá okkur og afhendir
flösku í hvolfbogastíl frá land-
setri húsbónda síns.
Daginn eftir tek ég mér
göngu í bænum Tbilisi. Yfir-
lætið og íburðurinn, friðarskál-
arnar, augnaráð Leonidzes sem
var flöktandi og stefnulaust —
allt hafði þetta komið illa við
mig. Allt var úthverft, innan-
tómt. Þvert um bæinn rennur
gruggugt Kora-fljótið stríðum
straumi. Á Lenin-torginu bend-
ir heljarmikil eirstytta af Len-
in áminnandi hendi í áttina til
gamla prestaskólans (hann er
nú safnhús) þar sem Stalín var
eitt sinn við nám. í strætisvagn
inum spyr ég mann nokkurn
mn rétta leið til háskólans.
Þrátt fyrir andmæli mín borgar
hann strax farmiðann fyrir mig
og fylgir mér að hliði háskól-
ans með gaumgæfni sem er í
alla staði kurteis. Hin eðlilega
og sjálfvakta vinsemd hans rek-
ur burt allan óhug hjá mér. —
Ég spyr konu á götunni um
leiðina í næstu bókaverzlun. Við
förum þangað saman. Ég verð
að beita mildu en ákveðnu valdi
til að hindra að hún greiði fyr-
ir bókina sem ég kom til að
kaupa. Ég fer í þjóðminjasafn-
ið. Það er lokað. Vörður sem
stendur fyrir utan gerir sér
ljóst að ég er útlendingur ....
safnið lýkur upp dyrum sínum,
starfsmennirnir hópast um mig,
leiðbeina mér um safnið, vígja
mig inn í fræga og merkilega
sögu Georgíu. Ég nem staðar fyr
ir framan tvö þúsund ára gam-
alt djásn ,sem sýnir önd er
beygir höfuðið aftur og strýkur
hálsinn með nefinu. Þessi þokka
fulla hreyfing er gerð með
meistaralegu handbragði. Mér
finnst næstum eins og mótstæð-
ar hvatir berjist í sálum safn-
varðanna. Krefst ekki hin hefð-
bundna gestrisni Georgíubúa
þess, að djásnið sé tekið úr
kassanum og fært gestinum að
gjöf? Til að þessi óheilnæma
freisting nái ekki fullum tökum
á leiðsögumönnum mínum kveð
ég þá í snatri.
★
Allir, sem búið hafa í Sovét-
ríkjunum um nokkurra ára bil,
eru sammála um hina miklu
breytingu sem átt hefur sér stað
á viðhorfinu til útlendinga.
Hvergi fann ég viljann til að
ná sambandi áþreifanlegar en í
Georgíu. Jafnframt hafði ég
samt einhverja óþægilega til-
finningu um ósýnileg mörk, sem
ekki mætti fara yfir. Ég hafði
stundum á tilfinningunni, að al-
úðin í sambandi við smámuni
væri ýkt í því skyni að afsaka
varúðina á mikilvægari sviðum.
Mér fannst ég sjálfur þróast í
sömu átt. Til að særa engan
hélt ég mig helzt við hlutlaus
umræðuefni.
í einræðisríki á sér á öllum
stundum dagsins stað ósýnileg-
ur flótti — frá stjórnmálunum
og hugmyndunum til einhvers
sem er tímalaust, einhvers sem
ekki hefur neinar afleiðingar.
Svipaðan innri landflótta finn-
ur maður líka með öðrum þjóð-
um. Hann er tímanna tákn, af-
leiðing af hinum miklu, yfir-
þyrmandi og ómannlegu eining-
um og valdasamdrættinum. En
í Sovétríkjunum hefur þessi til-
hneiging margfaldazt. Þar þrá
ungu gáfnaljósin hina björtu
og hreinu heima stærðfræðinn-
ar, eðlisfræðinnar og efnafræð-
innar, þrá formúlurnar sem
ekkert flokksráð eða einræðis-
herra hefur vald yfir. Hvað er
skák-ástríðan, hinn óslökkvandi
áhugi á alls kyns vélum, hin
stjórnlausa gleði yfir hringferð-
um spútnikanna um hnöttinn
annað en þrá hinna langþjáðu
eftir reglum, sem liggja utan
við valdsvið og tilskipanir zars-
ins og einræðisherranna? Frá
ljóðunum frá húmanískum vís-
indum, frá dagblöðunum bjarga
menn sér yfir í heim sem hef-
ur fullkomlega réttlát og ófrá-
víkjanleg lögmál.
Flestir borgarar Sovétríkj-
anna lifa — það er mín sann-
færing — í ríkara mæli utan
við söguna en menn í öðrum
löndum. Þetta er skýringin á,
að þeir virðast vera svo óspillt-
ir, svo lausir við hatur •— og
að taugaveiklun er ekki eins
áberandi í Sovétríkjunum eins
og til dæmis í Þýzkalandi og
Englandi. Að sjálfsögðu er mér
vel ljóst að slíkar niðurstöður
hljóta að vera huglægar og ein-
staklingsbundnar, en þær eru
fullkomlega raunverulegar í
mínum augum. í Rússlandi hafa
menn öldum saman kunnað að
laga sig að pólitísku kerfi án
frelsis. Menn lifa sínu raun-
verulega lífi í hinni hlutlausu
veröld skálcreglanna eða í einka
afkima, þar sem hlýja og samúð
ná svo miklum blóma, af því
það er svo kalt og víðáttumikið
fyrir utan.
En hvað á þá að halda um
þá sem fást við stjórnmál í
Sovétríkjunum — þá sem skrifa
Ijóð og skáldsögur? Hvernig
geta þeir þolað hinn hárða aga
án þess að deyja af innri blæð-
ingum? Því má að sjálfsögðu
ekki gleyma, að margir þess-
ara manna hafa lifað nauðsyn
byltingarinnar og hina sósíal-
ísku uppbyggingu á svo gertæk-
an hátt, að fyrir þeim er flokks
hollustan engum erfiðleikum
bundin. Þeir hafa litið á sjálfa
sig sem hermenn, þeir hafa hald-
ið stöðu sinni í fylkingunni, en
hafa jafnframt haft á tilfinn-
ingunni, að það væri þeirra eig-
in frjálsi vilji, þeirra eigin hrifn
ing, sem knúði þá áfram. Að
skipta um axlaról hér eða riffil-
gikk þar, þegar hershöfðinginn
skipaði svo fyrir, virtist þeim
smávægileg fórn á altari félags
andans.
Það var sérstaklega við upp-
haf sögu Sovétríkjanna sem slík
ir menn voru algengir. Hið
kommúníska þjóðfélag framtíð-
arinnar, þar sem hver og einn
átti að þjóna ríkinu með gleði
eftir beztu getu og fá í staðinn
það sem hann þarfnaðist, stóð
þeim svo ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum, að ef svo vildi til
að þeir voru skáld, fannst þeim
það ekki nein þvingun að lýsa
Sovét-veruleikanum í anda
hetjudáða og hugsýna. Slíkt
skáld var t.d. Nikolaj Ostrovskí,
sem dó árið 1936 aðeins 31 árs
gamall, blindur og máttlaus af
sárunum sem hann hafði hlotið
í borgarastyrjöldinni. í skáld-
sögu hans, „Stálið var hert“,
sem byggir á hans eigin lífs-
reynslu, hefur allt það, sem hjá
svo mörgum sovézkum höfund-
um er einungis eftiröpun, orða-
gjálfur, dauður byltingarákafi
og flokksagi, fengið líf og fersk
leik. Söguhetjan, Pavel Karagin,
hefur kosið sér Garibaldi að
fyrirmynd. Hann fyrirlítur eign
ir og elskar hina erfiðu rúm-
helgi vinnunnar. Hann dreymir
um félagsandann í verksmiðj-
unni, um hamingjuna sem er
fólgin í að lifa fyrir velfarnað
annarra. Hann er hin eiginlega
hetja Sovtéríkjanna, spegilmynd
hinna mörgu ungu manna sem
í ósérhlífni hafa gefið og gefa
enn það bezta sem þeir eiga í
þágu kommúnískrar uppbygg-
ingar.
Gallinn var bara sá, að Pavel
Karagin varð eina leyfilega
manngerðin. Því var haldið
fram, að sósíalrealisminn byggi
yfir leynilegum hæfileika til
að lýsa sovétmanninum í senn
eins og hann væri og eins og
honum bæri að vera. Pavel
Karagin hafði allt í einu við
hlið sér þúsundir af byltingar-
hetjum úr pappa, málaðar föls-
uðum litum — og þessar pappa-
um er aðeins fáum gefið — að
hetjur svívirtu með sínu upp-
logna ágæti unga fólkið sem
uðu burt frá ritstörfum. Eða
urðu þeir eftir í virkjum sínum
og lærðu að tala mál, sem var
bæði djarft og frjálst án þess
valdhafarnir skildu það? Þeirri
hlið málsins er ég ekki nægi-
lega kunnugur; en ég held að
ekki sé rétt að vanmeta lífs-
kraftinn í andspyrnuhreyfingu
neðanjarðar. Hins vegar skyldu
menn ekki trúa, að slík hreyf-
ing sé rækilega skipulögð eða
setji sér pólitísk markmið. Hér
er fremur um að ræða loftop
til að geta dregið andann, hefð-
ir frá fyrsta kraftmikla skeiði
byltingarinnar sem eru varð-
veittar og verndaðar af smáhóp
um manna, frjálslyndi sem er
ofið inn í ljóð og stuttar nátt-
úrulýsingar, hér er um að ræða
ástina og allt hitt sem aldrei
breytist.
Bókin, sem ég fékk með
herkjubrögðum að borga sjálf-
ur, var úrval af ljóðlist Georgíu,
þýtt á ensku af konu sem hét
Venera Urushadze og hafði bú-
ið 20 ár í Bandaríkjunum, en
snúið heim aftur á þriðja tug
aldarinnar. f þessari bók var
m. a. gamalt söguljóð um hetj-
una Amirani, sem var einn
hinna útvöldu og hafði því til
sönnunar fæðzt með gulltönn
í munninum. „Betra en að lifa
við skömm er að liggja með
sæmd í gröf sinni,“ hrópaði
hann einu sinni þegar vandi
steðjaði að. Hann frelsaði þjóð
sína undan drekum og djöflum.
Hann kenndi mönnunum leynd-
ardóm eldsins og listina að
smíða vopn úr djásnum. En
með því skapraunaði hann
guðunum. Þeir gripu hann og
negldu hlekki hans fasta við
klöpp í Kákasus. Þessa sögu
hafa Grikkir tekið og gert úr
henni goðsögnina um Prómeþeif,
sem öld fram af öld hefur ver-
ið vinur allra þrákálfa og bylt-
ingarmanna. Gladkov, hið merki
lega sovézka ljóðskáld sem í
æsku bjó nálægt fjöllunum í
Kákasus, segir í sjálfsævisögu
sinni að Prómeþeifur sé tákn
skynseminnar og vinnunnar. Það
hafi ekki verið guðirnir sem
hlekkjuðu Prómeþeif við klöpp
ina — það hafi verið auðmenn-
irnir þegar þeir fangelsuðu
verkamanninn. Eftir því ætti
jötunninn þá að vera frjáls í
Sovétríkjunum nú. En í ljóðaúr
valinu frá Georgíu er hann al-
tjent ennþá fangi, enda þótt
hann feli sig á bak við annað
nafn.
★
Síðasta daginn sem ég var í
Tbilisi gekk ég á Fjallið helga,
sem einnig er nefnt Davíðsfjall.
í miðri fjallshlíðinni stendur
kirkja, og kirkjugarðurinn er
hin opinberi grafreitur afreks-
manna í Georgíu. Fallegri kirkju
garð hef ég aldrei séð, arnar-
hreiður handa hinum látnu, haf
ið hátt yfir bæinn. Langt í
fjarska sjást snæviþökt fjöll.
Hér hvíla skáld og vísindamenn
Georgíu undir brotnum súlum,
undir höggmyndum eða undir
| klöppum sem eiga að tákna hið
ástkæra föðurland. Hér sefur
yzt í jaðri grafreitsins gömul
skósmiðsekkja frá Gori — móð-
ir Stalíns. Fuglarnir sungu. Bær
inn lá í vormóðu fyrir neðan.
Þegar ég gekk niður hlíðina aft
ur fór ég hjá helli undir kirkj-
unni. Þar stóð steinkista. Upp
frá loki hennar steig kross senx
krjúpandi kona vafði örmum.
Hér liggur rússneska ljóðskáldið
Alexander Sergejevits Griboje-
dov grafinn. Hann var meðal
ævitýramannanna í skáldskap
Rússlands, frelsishetja frá tím»
um Napóleons, andlegur bróðir
Byrons. Lermontov lærði af hoi»
um og heimsóttl gröf hans.
Púsjkín hefur komið hingað t
pílagrímsferð og Tolstol — og i
seinni árum Gorki og Maja«
kovski. Á steinkistunni við ræt.
ur krossins liggja tvær bækur,
og á annarri þeirra standa orð-
in „Skilningur veldur kvöl'*. Það
er heitið á frægustu bók Gribo-
jedovs. í sannleika hafa þekk-
ing og snilld í för með sér þjáp
ingar. Það er hin napra kenn-
ing, sem Fromeþeifur og þús«
undir frelsisvina eftir hanu
hafa orðið að sanna. Georgt
Leonidze, gestgjafi minn við
hinn konunglega miðdegisverð,
þá á Stalín-skeiðinu Stalín-verð
launin fyrir söguljóð um ....
Stalín. Hann er ekki einn af
þrákálfunum. En hvera vegna
skyldum við hreykja okkur
hátt? Að halda gegn straumn-
um er aðeins fáum gefið — að
segja já þegar aðrir segja nei,
og nei þegar aðrir segja já út.
heimtir hjarta hetjunnar. í
Sovétríkjunum, þar sem gífur-
legt vald er á fáum höndum,
skilur maður skyndilega hvera
konar hugrekki's var krafizt af
Galilei. Svo hlægilega fjarstætt
að segja að jörðin hreyfist, þeg.
ar allir vita þó að slíkt er þvætt
ingur! Svo fullkomlega fábjána
leg að halda því fram að Stal.
ín hafi ekki verið skynsamur
og hjartahlýr, þegar allir sögöu
að skynsemi og hjartahlýja
væri einmitt einkenni hans!
Aðalfundur
Félags löggiltra
rafvirkjaineistara
Aðalfundur Félags rafvirkja-
meistara í Reykjavík var haldinn
í Þjóðleikhúgkjallaranum 10. þ.m.
Úr stjórn og varastjórn áttu að
ganga:
Vilberg Guðmiundsson og Sigur
oddur Magnússon, en voru báðir
endurkjörnir.
Stjóm- og varastjórn skipa nú:
Árni Brynjólfsson, form.
Vilberg Guðmundsson, ritari.
Johan Rönning, gjaldkeri.
Finnur B. Kristjánsson.
Ólafur Jensson og
Siguroddur Magnússon.
KJistinn í
Mosfellssveit
Blaðinu hefur borizt til bárt*
ingar K-listinn, barinn fram í
MosfelLssveit til sveitarstjómair.
kosninga. Er hann svohljóðandi;
Aðalmenn:
1. Ásbjörn Sigurjónsson, forstj.,
Álafosisd.
2. Hreinn Ólafsson, bóndi, Laug.
arbóli.
3. Magirét Siguirðardóttir, húsfrú,
Sandgerði.
4. Sæberg Þórðason, bifr.stj., Ás-
hamri.
5. Gestur Bjömsson, forstöð'um.,
Úlfairsá.
Varamenn:
6. Sigurður Jakobsson, verkam.,
Reykjadal.
7 Ólafur Grétar Óskarsson,
verkam., Álafossi.
8. Sigríður M. Jónsdóttir, for-
stöðuk., Reykjahlíð.
9. Kristianna Jessen, húslirú,
Borg.
10. Guðjón Haraldsson, jarðýtu-
stjóri, Markholti.