Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 1
Tvö blöð, 32 siður 19 Svgangur 118. tbl. — Föstudagur 25. maí 1962 Prentsmiðja MorgunblaSsia* ÖGULE Úttast um lif Carpenters í tæp- an klukkutíma en lenti heill á Kúf i „MÉR LÍÐUR VEL“. Þegar Malcolm Scott Carpenter sagði jþessi orð, klukkan 20.30, eftir íslenzkum tíma í gærkvöldi, staddur í bandarískri þyrlu 200 mílur norðaustur af Puerto Rico, létti bandarísku þjóðinni og raunar öllum þeim milljónum, sem fylgzt höfðu með hinni sögulegu, þriggja hringa för hans umhverfis jörðina. Ástæðan var sú, að ekkert hafði heyrzt frá geimfaranum frá kl. 17.41, þegar 6érfræðingar á Canaveral-höfða misstu allt samband við geimfar hans. Þennan tæpa klukkutíma óttuðust margir að lendingin hefði mistekizt og Carpenter týnt lífinu. — Frá Canaveral-höfða var tilkynnt, að sjálfvirkur lofthemlaút- fcúnaður í geimfarinu hefði brugðizt, með þeim afleiðing- um, að 15 sekúndur liðu, þar til Carpenter gat sjálfur kveikt á hemlaeldflaugunum. Skömmu síðar rofnaði allt samband við geimfarið, en vegna þessara 15 sekúnda lenti það 200 mílum frá ákvörðunarstað, eins og fyrr getur. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkjamönnum tekst að skjóta á loft mönnuðu geimfari, og senda það þrjá hringi umhverfis jörðu, og ná því aftur til jarðar. Um tíma, er geimfarið var á annarri hringferð sinni um jörðu, virtist sem hinda yrði enda á geimferðina. Staf- aði þetta af eldsneytisskorti í geimfarinu. Síðar kom þó í ljós, að öryggis vegna var hægt að senda geimfarið í þriðju hringferðina, eins og áætlað hafði verið. Dagur geimfarans hófst snemma Dagur Malcolm Scott Carp- enters hófs snemma. Hann fór á fætur kl. 06.15, eftir ísl. tíma, og hálftíma síðar settist hann eð morgunverðarborði með John Glenn, geimfara. Einnig voru þá með honum tveir af lækn- um þeim, sem Geimferðastofn- un Bandaríkjanna hafði valið sérstaklega til þess að fylgjast með Carpenter síðustu klukku- stundirnar, áður en geimskotið fór fram. Um kl. 8 1 morgun, eftir ísl. tíma, klæddist Scott Carpenter silfurlitum geimferðabúningi, lem vegur um 8 kg. Kl. 8.42 lagði hann síðan af stað, í lok- uðum bíl, frá flugskýli því, þar sem hann hefur dvalizt undan- farna daga, áleiðis til eldflaug-i arstæðisins, sem er um 6 km í burtu. Kl. 9.48 steig hann inn £ lyftu þá, sem flutti hann upp að efsta hluta Atlaseldflaugarinnar, sem bar geimfarið „Aurora 7“, en því var komið fyrir efst í eld- flauginni. Kl. 9.41 sté hann inn í geim- farið, sem er aðeins um 2.8 m á hæð, keilulaga, og aðeins um 1.8 metrar í þvermál. Geysilegur fjöldi mælitækja er í geimfarinu, og því mjög þröngt um geimfarann. Alls leið 1 klukkustund og 17 mínútur, þar til gengið hafði verið frá geimfarinu, og skrúf- ur þær, sem héldu hurðinni höfðu verið festar. Kl. 11.25 var hafizt handa um að dæla fljótandi súrefni, ann- arri aðaltegund brennsluefnis eldflaugarinnar, inn í tanka. — Súrefnið er þá á annað hundr- að gráðu kalt, á Celcius. Allt reiffubúið kl. 11.35 Tíu mínútum síðar, eða kl. 11.35, var opinberlega tilkynnt, GEIMFERD Carpenter í getmfararbúmngnum. að allt væri nú reiðubúið undir geimskotið. í>á var klukkan 6.35, að morgni, eftir staðartíma, á Canaveralhöfða. Carpenter var hins vegar ekki skotið á loft fyrr en kl. 12.45, eftir ísl. tíma og stafaði sú töf af því, að þoka lá yfir tilraunastöðinni, og sá aðeins til sólar, sem eldrauðrar kúlu, í gegn um þokuna. Þetta olli nokkrum ótta, um að ekki gæti orðið af geimskotinu. Hins Framh. á bls. 3 Guðlast I Sovét*) Jesús Kristui vor geimfori Fréttaskeyti til Morgun- blaðsins frá Associated Press, 24. mai. KENNARI við hásikólann f Leningrad, V. K. Zaitsev, hef ur lýst því yfir, í fyrirlestr- um sínuon, að Jesús Kristur hafi verið geimfari, sem kom ið hafi frá öðrum heimi. Jafnfnamt hefur Zaitsev lýst því yfir, að heilög þrenning hafi í raun og veru verið á- höfn geimfans, sem lent hafi á jörðinni. Jesús Kristur hafi verið læknir geimfarsins. Haft er eftir háskólakenn- aranum, að Jesús Kristur og aðrir geimfarar, hafi verið hlynntir þjóðfélagsframför- um, á þeim tímum, er þau mál voru skammt á veg kom in. Jafnframt lýsir Zaitsev þvi yfir, að hann trúi á uppris- una og uppstigninguna, sem séu sögulegar staðreynd- ir, en uppstigningin hafi átt sér stað í geimfari. Blaðið Pravda í Leningrad gagnrýnir Zaitsev, á þeim gruradvelli, að hann van- meti gáfur og Skilning manna, og ásakar hann fyrir að hafa reynt að leggja „vís- indalegan gruradvöll" að ein hverri „fáráralegustu frásögn, sem um getur í biblíunni.“ Lægst launaðir verkamenn fá mestar KJARABÆTUR Samkomulag Dagsbrúnar og vinnuveitenda um 6.5 — 9% kauphækkun og tilfærslur milli flokka Á FUNDUM Vinnuveitenda- sambandsins og Verkamanna félagsins Dagsbrúnar í gær var samþykkt samkomulag, sem samninganefndir höfðu gert um nýja kjarasamninga, en samningaviðræður hafa staðið að undanförnu, þar sem hliðsjón var höfð af þeirri ósk ríkisstjórnarinnar, að reynt yrði að bæta mest kjör þeirra verkamanna, sem lægst laun hafa haft. Meginatriði samninganna eru þau, að lægsti taxti hækkar um 9,06%, annar um 8,53%, þriðji um 8,14% og síðan minna niður í 6,54%. Kauphækkunin, 4%, sem sjálfkrafa átti að koma til framkvæmda 1. júní, er inni- falin í hækkuninni. Þá er einnig nokkur tilfærsla til hækkunar milli flokka. Samningurinn gildir til 15. nóv. n.k., og er þá upp- segjanlegur með eins mán- aðar fyrirvara, en fram- lengist sjálfkrafa um sex mánuði í senn, ef honum verður ekki sagt upp. Kaupgjaldsákvæðum samn- ingsins má þó segja upp með eins mánaðar fyrirvara hve- nær sem er til 15. nóv., ef vísitala framfærslukostnað- ar hækkar um fimm stig eða meira, eða um sjö stig eða meira til 15. maí 1963. Réiknað er með, að mán- aðarkauptaxtar hækki hlut- fallslega við tilsvarandi tíma kaup. Þá er einnig reiknað með, að aðrir viðsemjendur Dagsbrúnar gangi inn í samn ing þennan eða geri hlið- stæða samninga. Taxtar fyrir dagvinnukaup í verkamannavinnu skv. hinu nýja samkomulagi verða sem hér segir: 1. taxti: Kr. 24.80 fyrir al- menna verkamannavinnu, ó- talda annars staðar. 2. taxti: Kr. 25.20 fyrir verka- menn í uppskipunarvinnu, steypuvinnu, hjálparvinnu í ýmiss konar iðnaði o. fl. 3. taxti: Kr. 25.50 fyrir stúfun á fylltum tunnum í lest, bif- reiðastjórn o. fl. 4. taxti: Kr. 26.20 fyrir vinnu við loftþrýstitæki o. fl. 5. taxti: Kr. 26.60 fyrir kola- og saltvinnu, slippvinnu og vinnu í frystiklefum, enda standi hún yfir í fjórar klukkustundir samfleytt. 6. taxti: Kr. 28.00 fyrir stjórn stórra vörubifreiða o. fl. 7. taxti: Kr. 29.00 fyrir sements vinnu, uppskipun á saltfiski, löndun síldar og ísun síldar í skip, vinnu við kalk, krít leir o. fl. 8. taxti: Kr. 30.00 -fyrir ryð- hreinsun með rafmagnstækj- um, botnhreinsun skipa inn- anborðs, stjórn á ýtum, vél- skóflum, kranabílum, stór- virkum flutningatækjum og fleira. 9. taxti: Kr. 33.50 fyrir katla- og boxavinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.