Morgunblaðið - 03.07.1962, Side 13
Þirðjudagur 3. júlí 1962
1 ' MORCZJNBIAÐIÐ
13
Sjálfsævisaga Hannesar Þor-
steinssonar, þjóöskjalavarðar
. 1 nóvembermánuði 1926 rit-
aði dr. Hannes Þorsteinssón
þjóðskjalavörður allrækilegt
ágrip af ævisögu sinni í til-
efni af því, að Háskóli íslands
hafði kjörið hann heiðursdokt-
or í heimspeki. Ágrip þetta
var ætlað til prentunar í Ár-
bók háskólans samkvæmt
venju við slík tækifæri, en
reyndist of langt til þeirra nota
Var það birt eftir lát höfund-
ar í Blöndu, timariti Sögufé-
lagsins, árið 1940 og er 35
prentaðar síður að lengd. Aftan
við handrit sitt af æviágripi
þessu hafði dr. Hannes bætt
við svofelldri athugasemd: „Á
árunum 1926-1928 reit ég all-
ýtarlegar endurminningar mín-
ar, sem hvorki eiga né mega
birtast fyrr en á aldarafmæli
mínu (1960), ef þær þá þykja
þess verðar. En eitthvað gæti
verið á þeim að græða um
menn og málefni þeirra tíma,
sem ég hef haft nánust kýnni
af.“ Af þessum ummælum, sem
prentuð voru með æviágripinu,
varð mönnum kunnugt um
hina rækilegu ævisögu dr.
Hannesar ásamt ákvæðum
þeim, er henni fylgdu. Vakti
þetta rit þá þegar forvitni
margra, og þótti ýmsum súrt
í broti að þurfa að bíða í fulla
tvo áratugi eftir því að fá for-
vitni sinni svalað. En því varð
eigi um þokað, og urðu menn
að láta sér lynda að vera góð-
ir í biðum. A aldarafmæli höf-
undarins 30. ágúst 1960 var
handritið loks dregið fram úr
fylgsni sínu í þjóðskjalasafni
að viðstöddum fáum mönnum
og innsigli þess rofið. Nú er
ævisagan komin út sem apríl-
bók Almenna bókafélagsins
1962, vel og smekklega úr
garði gerð, 425 bls. að stærð
auk 18 myndasíðna. Hulunni er
svipt af þessu verki.
Full ástæða var til þess, að
ýmsir biðu með nokkurri eft-
irvæntingu eftir þessari bók.
Hannes Þorsteinsson var lengi
þjóðkunnur maður á sinni tíð,
og æviferill hans var á marg-
an hátt sérstæður og söguleg-
ur. Hann var af fátæku, en
duglegu og vel gefnu bænda-
fólki kominn austur í Biskups-
tungum og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum við kröpp og
erfið lífskjör, eins og þá var
hlutskipti alls þorra alþýðu-
fólks hér á landi, takmarkað-
an aðbúnað til fæðis og klæð-
is og mikið erfiði, smala-
mennskur, heyannir, gegning-
ar, ferðalög, útróðra og hvers
konar störf önnur, er til bjarg-
ræðis máttu horfa. Mitt í dag-
legum önnum er þessi gáfaði
sveitapiltur haldinn óstjórn-
legri löngun til að menntast og
læra, og vonleysið um, að sá
draumur megi nokkurn tíma
rætast, gerir honum lífið enn
þungbærara en ella, umkomu-
leysið í tilverunni enn átakan-
legra. Fáeinar bækur sem
hann komst höndum yfir, eink-
um sögulegs og ættfræðilegs
efnis, gleypir hann í sig, fest-
ir efni þeirra í stáltraustu
minni og gerist snemma fróð-
ur. Þegar hann er orðinn 19
ára gamall, gerist ævintýrið í
lífi. hans. Fyrir röð tilviljana
eða kannske æðri forsjón ræt-
ist menntadraumur hans. Hann
kemst til náms i Latínuskól-
ann, tekst að brjóta hömlur
fátæktarinnar, flyzt bekk úr
bekk og skipar jafnan efsta
eæti, verður stúdent með háu
prófi 1886. En enn á ný verð-
ur féleysið þrándur i götu hans
Hugurinn stefnir til háskólans
í Kaupmannahöfn til náms í
málfræði, en honum tekst
hvergi að fá styrk eða stuðn-
ing til utanfarar. Hann ræð-
ur af að lesa guðfræði í presta-
skólanum sem hálfgildings
neyðarúrræði og lýkur guð-
fræðiprófi sumarið 1888 með
hárri einkunn.
Nú hefði mátt ætla, að bbaut
Hannesar Þorsteinssonar hefSi
legið beint út í prestskap, og
sjálfur hafði hann líka hug á
því, úr því sem komið var, að
leggja út á þá braut. En hér
er sem forlögin grípi í taum-
ana.Hann sækir um hvert
brauðið eftir annað, en jafn-
an fer svo, að þessum efnilega
kandidat er hafnað. Þegar svo
hafði gengið til þrisvar, hélt
hann því með sjálfum sér, að
hann skyldi aldrei sækja um
prestakall framar, og það efndi
hann. Á þessum árum kvænt-
ist Hannes ágætri konu, Jar-
þrúði, dóttur Jóns Péturssonar
háyfirdómara, er verið hafði
einn helzti styrktarmaður
Hannesar á skólaárum hans.
Samtímis vann hann fyrir sér
með kennslu og ritstörfum.
1 árslok 1891 kaupir Hann-
es blaðið Þjóðólf og gerist út-
gefandi hans og ritstjóri frá
næstu áramótum. „Og var
þetta þó ekki sérlega álitlegt,
sérstaklega af tvennum ástæð-
um: að ég hafði ekkert þá
handa á milli til að kaupa
blaðið fyrir og varð því að
taka allt kaupverðið að láni,
og að ég var öldungis óviðbú-
inn og þóttist sjálfur lítt fær
um að takast á héndur rit-
stjórn á pólitísku blaði,“ segir
Hannes sjálfur um þetta fyrir-
tæki sitt. Þetta heppnaðist þó
vel. Eftir skamman tíma var
hann búinn að borga kaup-
verð blaðsins og hafði hann
af því vel lífvænlegar tekjur
í þau 18 ár, sem hann var eig-
andi þess og ritstjóri, enda óx
Þjóðólfur mjög að útbreiðslu
og áhrifum í tíð Hannesar.
Hannes skipaði sér snemma í
fylkingu þeirra manna, sem
gengu lengst í kröfum Islend-
inga gagnvart Dönum, studdi
drengilega stefnu Benedikts
Sveinssonar sýslumanns um
endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar, snerist harðlega gegn val-
týskunni, sem honum þótti
ekki ganga nógu langt í sjálf-
stæðisátt, einkum það að hafa
hinn íslenzka róðherra búsett-
an í Kaupmannahöfn. Gerðist
Þjóðólfur þá undir ritstjórn
Hannesar aðalmálgagn heima-
stjórnarmanna sem börðust fyr
ir því og fengu því til leiðar
komið, að stjórnin var flutt
inn í landið. Á þeim baráttu-
árum var Hannes Þorsteinsson
kjörinn á þing fyrir Árnessýslu
og var hann síðan þingmaður
kjördæmisins í samfleytt 11 ár.
Fyrstu árin, sem Hannes Haf
stein sat að völdum, naut hann
eindregins stuðnings af Hann-
esi Þorsteinssyni og blaði hans.
En er Hannes ráðherra mælt-
ist til þess við nafna sinn að
hann gerði þjóðólf að
flokksblaði heimastjórnar-
manna, færðist Hannes rit-
stjóri undan því, var of sjálf-
stæður í skoðunum til þess að
bindast flokki þannig. Stofn-
uðu nokkrir heimastjórnar
menn þá nýtt blað, Lögréttu,
sem varð hið eiginlega mál-
gagn flokksins. Þótti Hannesi
Þorsteinssyni þar heldur farið
á bak við sig og gerðist hann
nú enn óháðari í blaðamennsku
sinni. Fór svo, að hann snerist
algerlega gegn flokksbræðrum
sínum í afstöðunni til uppkasts
ins fræga 1908, og urðu þeir
gömlu höfuðandstæðingar
Hannes og Björn Jónsson rit-
stjóri ísafoldar samherjar í því
að fella uppkastið. Var það
fellt með miklum liðsmun í
kosningunum sama ár. Leiddi
þetta til stjórnarskipta, er þing
kom saman í febrúar 1909.
Hannes Hafstein sagði af sér,
en allir þrír forsetar þingsins,
þeir Björn Jónsson, Hannes
Þorsteinsson og Kristján Jóns-
son voru boðaðir á konungs-
fund. Var Björn þá skipaður
ráðherra samkvæmt tilnefn-
ingu flokksbræðra hans:
Eftir hinn mikla kosninga-
sigur uppkastsandsstæðinga,
sem Hannes Þorsteinsson átti
hvað drýgstan þátt í og þá
skipun mála, sem sigurinn
hafði í för með sér, er sem
Hannes missi áhugann á frek-
ari þátttöku í stjórnmálaþras-
inu. Hann var kominn í and-
stöðu við sína gömlu flokks-
bræður og sýnt, að þar mundi
seint gróa um heilt, en á hinn
bóginn gat hann hvorki né
vildi gerast stuðningsmaður
hins nýja ráðherra. Það varð
því ráð Hannesar að selja sitt
gamla góða blað Þjóðólf, og
lét hann af ritstjórn hans í
árslok 1909. Þó bauð Hannes
sig enn fram til þings í Árnes-
sýslu 1911, raunar með hang-
andi hendi, og sótti enga kjör-
fundi, enda náði hann eigi kosn
ingu. Hét hann því þá að bjóða
sig aldrei framar fram til
þings, og aldrei steig hann fæti
sínum inn í þinghúsið eftir
það, meðan þing stóð yfir.
Eftir að Hannes seldi Þjóð-
ólf hafði hann enga launaða
atvinnu um tveggja ára skeið.
Tók hann þá af alefli að
leggja stund á söguleg fræði,
persónusögu og ættfræði, sem
varð að meira eða minna leyti
ævistarf hans síðan. Árið 1909
voru samþykkt lög um stofn-
un háskóla hér á landi. Hafði
Hannes Þorsteinsson lagt því
máli öflugt lið í blaði sínu og
á alþingi og bjó sig undir að
takast á hendur kennslu við
þá virðulegu stofnun. Er há-
skólinn var stofnaður tveim ár
um síðar, var Hannes líka sett-
ur dósent í sögu íslands. En
er skipað var í kennslustólana
síðar um sumarið, var gengið
fram hjá Hannesi og annar
maður, Jón Jónsson (Aðils),
skipaður í embættið. Þetta
urðu Hannesi að sjálfsögðu
mikil vonbrigði. Um það bil
mánuði síðar kom ráðherrann,
sem þá var Kristján Jónsson,
á fund Hannesar og kvaðst
allt vilja gera til þess að bæta
úr þessu. Bauð ráðherra hon-
um m.a. aðstoðarmannsstöðu
við landsskjalasafnið, og afréð
Hannes að taka því boði, þótt
staðan væri lítt launuð (960
kr. á ári). Upp frá því var
starf Hannesar helgað safhinu
og þeim fræðum, sem hugur
hans hafði löngum stefnt til.
Eftir lát dr. Jóns Þorkelsson-
ar 1924 tók Hannes við af hon-
um sem þjóðskjalavörður og
gegndi þv£ embætti til dauða-
dags 10. apríl 1935. Var hann
þá fyrir löngu orðinn einn af
mest virtu fræðimönnum þjóð-
arinnar og Nestor íslenzkra ætt
fræðinga.
Ég hefi rakið hér í mjög
stuttu máli helztu æviatriði
Hannesar Þorsteinssonar til
þess að gera það skiljanlegra,
að hann var maður, sem kom
víða við sögu samtíðar sinnar
og hafði frá mörgu forvitnilegu
að segja. Saga hans er líka á
margan veg girnileg til fróð-
leiks. Hún túlkar afdráttarlaust
sjónarmið höfundar og mat
hans á mönnum og málefnum,
og enginn getur borið honum
á brýn, að' hann sé myrkur í
máli. Ekki þarf því að koma
á óvart, þótt ýmsir af andstæð-
Dr. Hannes Þorsteinsson.
ingum hans í stjórnmálabar-
áttu aldamótaáranna fái all-
harða dóma, svo og aðrir fleiri
sem honum gazt ekki að eða
höfðu lagt .stein í götu hans.
Hannes var harðskeyttur bar-
áttumaður og gat verið næsta
þykkjuþungur, ef því var að
skipta. Hygg ég, að bersögli
hans muni flestum þykja kost-
ur á ævisögunnd fremur en
galli. Að minnsta kosti er ó-
líku hressilegra að lesa ævi-
sögur eins og þessa heldur en
loðmullur þær, sem mest eru
tíðkaðar, þar sem allir eru gerð
ir að hálfgildings englum,
auðvitað oftast án verðskuld-
unar.
Aftur á móti finnst mér það
nokkur ljóður á ævisögu Hann
esar, hve drýgindalegur hann
er í frásögn sinni og sjálfum-
glaður. Þetta kemur svo víða
fram, að þarflaust er að benda
á dæmi. (Sjá þó t.d. bls. 185-
-186). Stundum slær hann
þann varnagla, að hann segir
ekki þetta eða hitt til þess að
hrósa sjálfum sér, heldur
sem blákalda staðreynd, sem
vel má satt vera. Eftir ævisög-
unni að dæma, mætti helzt
ætla, að Hannes hefði verið
svo að kalla óskeikull. Víst er
um það, að í fræðilegum atr-
iðum átti hann mjög bágt
með að viðurkenna, að sér
hefði skjátlast, jafnvel þótt um
smávægileg atriði væri að
ræða. Þessa eigind hefir hann
smám saman tamið sér, * unz
hún varð hluti af honum sjálf
um.
1 heild sinni er mikill feng-
ur að þessari bók. Hún er
skemmtilega rituð, efnismikil
og fræðandi. Útgáfan er prýði-
lega úr garði gerð, og hefir
bróðir höfundarins, ^r. Þor-
steinn Þorsteinsson fyrrv. hag-
stofustjóri, annast það verk af
alúð og ræktarsemi.
Guðni Jónsson
Kynning n íslenzkii list d
Kielnrvikunni í Þýzknlnndi
DAGANA 17.—24. júní er haldin
í Kiel í Þýzkalandi svonefnd
Kielarvika. Borgarstjórnin í Kiel
bauð frú Auði Auðuns, forseta
borgarsitjórnar, að vera viðstödd
hátíðahöldin og dvaldist hún þar
í nokkra daga. M. a. var hún
viðstödd opnun íslenzkrar list-
sýningar, sem haldin var í sam-
bandi við hátíðarvikuna, en þar
voru sýndar 77 vatnslitamyndir
og teikningar eftir 15 íslenzka
myndlistarmenn.
Fréttamaður blaðsins átti nýl.
tal við frú Auði, og spurði hana
um förina. Þetta var í 80. sinn
sem Kielarvika er haldin og var
þessvegna sérlega vandað til
hennar nú. Upphaflega var aðal-
uppistaðan í hátíðahöldunum
siglingar á Kielarfirði, sem er
langur og mjór fjörður og þykir
sérlega vel fallinn til þess. Enn
er mikið tun siglingar og aðrar
íþróttir á hátíðinni, en á síðari
árum hefur verið lögð mikil á-
herzla á að gera þetta að menn-
ingarviku. Voru leiksýningar,
óperusýningar og tónileikar á
hverju bvöldi, flutt af frægu
listafólki hvaðan æva að. t. d.
sá frú Auður óperuna Töfra-
flautuna futta af söngvurum frá
Vín og La Boheme flutt af söngv
urum frá Scala óperunni í Míl-
anó.
fslenzku verkin fá góða dóma
í sambandi við' þessa hátíðar-
viku er venjulega kynning á er-
lendri list. Áður hefur t. d. verið
kynnt list frá Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi og í þetta sinn frá ís-
landi. Stóð Deutehes Auslands-
gesellshaft, sem beitir sér fyrir
menningarsambandi við önnur
lönd, að sýningunni í samvinnu
við Germaníu í Reykjavík.
Sýningin var í Pavillon der
Muthersiusschule og Pétur Egg-
erz, sendiráðsritari í Bonn, opn-
aði hana, að viðstöddum mörgum
^estum. Á sýningunni eiga verk
þau Ásgeir Bjarnþórsson, Ás-
grímur Jónsson, Barbara Árna-
son, Bragi Ásgeirsson, Eggert
Guðmundssion, Finnur Jónsson,
Guðmundur Einarss. Gunnlaugur
Blöndal, Hafstein Austmann, Jón
Engilberts, Pétur Friðrik Sigurðs
son, Ragnar Páll Einarsson, Sig-
urður Sigurðsson, Sveinn Þórar-
insson og Veturliði Gunnarsson.
Var gefin út sýningarskrá, þar
sem Birgir Kjaran skrifaði um
menn og málaralist á íslandi og
þar var einnig kynning á mál-
Urunum frá íslcmdi.
Frú Auður þurfti að fara frá
Kie! mjög fljótlega, en áður en
hún fór, hafði hún séð í einu
dagblaðanna mjög vinsamlega
umsögn um sýninguna, þar sem
m. a. er talað um hinar sterku
andstæður, heitar og kaldar, í
verkunum og minni það á is-
lenzka náttúru og einnig um
ferska liti vatnslitamyndanna. —
Minnzt er á abstrakta komposi-
sjón Braga Ásgeirssonar, sem
minni á vinnubrögð Mondrians
um 1916, sagt að fersbur blær
stafi frá hinum bláu vatnslita-
myndum Gunnlaugs Blöndals.
Að yngsti listamaðurinn, Ragnar'
Einarsson, veki athygli með á-
kveðnum sveiflubogum og Sig-
urður Sigurðsson með heitum,
jarðarlitum. Minnzt er sér-
staklega á tvær eftirtektarverð-
ar touchmyndir eftir Finn Jóns-
son, sex myndir eftir Braga Ás-
gei /sson, sem séu undir sterkum
áhrifum frá Picasso, en eigi þó
sjálfstæðan sköpunarkraft í
myndbyggingu. Og talað er um
vel út færðar hugmyndir Banb-
öru Árnason. Að lokum segir
blaðið að án efa hafi Ásgrímur
Jónsson, hinn látni öldungur,
mesta hæfileika sinna lands-
manna, landslag og sögupersónur
hans þunglyndar eða heitar í
skapi — allt hafi þaðan fullan
hljóm, innri glóð og eigin sköp-
unarljóma.
Óveður siglingadaginn
Auður sagði að veður hefði
verið gott meðan Kielarvikan
stóð yfir. nema daginn, sem mik-
il kappsigling fór frarn og henni
var boðið ásamt nokkur hundruð
gestum á skipi til að horfa á.
Allt í einu skalll á ógurlegt óveð-
ur með þrumum og steypiregni
og fólk hafði miklar áhyggjur
af keppendum í þessum litlu
bátskeljum út á firðinum. En
engin stórvægileg slys urðu samt
af þeim sökum. Sagði Auður að
Kielarborg hefði tekið ákaflega
vel á móti gestum sínum og hún
hefði notið vel þessarar farar.