Morgunblaðið - 10.07.1962, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1962, Side 2
2 MORCUNBLAÐIB Þriðjudagur 10. júlí 1062 ítalski auökýfingurinn Mattei kom í einkaþotu til laxveiða UNDANFARNA daga hefur ítalski auðmaðurinn og fram- kvaemdastjóri olíufyrirtækis- ins ENI verið við laxveiðar við Haffjarðará, ásamf 5 öðr- um mönnum. Hann kom hing að 30. júní í einkaþotu sinni og fór aftur í gærmorgun, mjög ánægður með dvölina, eftir, að hafa veitt 45 laxa, og hafði á orði að hann kæmi aftur næsta sumar. Björn Pálsson flaug nokkr- um sinnum með Mattei með- an hann var hér, sótti hann á Keflavikurflugvöll og flaug með hann að Haffjarðará, flaug einu sinni með hann til Reykjavíkur, og flutti hann frá Haffjarðará á Keflavíkur flugvöll í gær. Björn sagði að flugvél Matt eis væri af Lookheed jet Star gerð, innréttuð fyrir 14 manns og væri á henni 4 manna á- höfn. Væri þetta mjög skemmtileg vél og hraðfleyg, flygi 500 hnúta á klst. Var á- ætlaður flugtími til London í gær 2 tímar og 40 mín. EITT AF STÆRSTU OLÍU- FÉLÖGUNUM. Enrico Mattei er fram- kvæmdastjóri ENI (Ente Nax- ional Idrocarburi), sem er rík- isrekið olíufélag, og keppir nú á heimsmörkuðum við stærstu olíufélög veraldar. Hefur fyrirtækið komið sér víða fyxir á síðustu árum, er t.d. orðið nýtt olíuveldi í Miðausturlöndum, víða í Af- ríkulöndunum og í Austur- Evrópu. Er talið að í dag stjómi Mattei 60—70 olíu- vinnslustöðvum, sístækkandi flota olíuskipa, 20 þús. manns vinna beint fyrir fyrirtæki hans og um 60 þús. í sambandi við það. Alls staðar á Ítalíu Enrico Matter. og víða annars staðar blasa við hinar glæsilegu benzínaf- greiðslustöðvar ENL Enrico Mattei er fæddur ár ið 1906 og er einn af fimm sonum liðsforingja í ítalska riddaraliðinu. 12 ára að aldri fór hann að vinna í verik- smiðju. Á styrjaldarérunum gekik hann í lið með skærulið um, var tekinn höndum af fasistum, en slapp og varð einn belzti leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar. Að styrjöldirmi lokinni var hon- um falið að leysa upp oliufélag Mussolinis, en hann treysti það í staðinn og jók olrufram- leiðsluna og bætti framleiðslu hætti. 1953 lagði ítalska þing- ið grundvöllinn að starfsemi ENI sem ríkisfyrirtækis og starfar það gegnum fjölda af hliðarfyrirtækjum, á annað hvort öll hlutabréfin eða meiri hlutann. Annars hafði ítalska ríkið átt nokkurn þátt í olíu vinnslu síðan 1926. Undir stjóm Matteis hefur ENI tek- ist að sameina öll ítölsk fyrir- tæki sem fást við olíu, hvort sem þau starfa að vinnslu, hreinsun, flutningum, dreif- ingu, aukaframileiðslu, rann- sóknum, byggingu nýrra vinnslustöðva o.fL Síðustu fréttir af þessu mikla ítalska olíuveldi eru, að nú sé það búið að koma sér fyrir í Gana, reki þar nýjar vinnslustöðv- ar og hreinsunarstöðvar. Og þar í landi kalla menn gjarn- an starfsmenn ENI „mr. Matt- ei" og hreinsunarstöðvarnar „Mattei verksmiðjurnar." Enrico Mattei forðast að vekja athytgli þar sem hann fer. Hann er meðalmaður á hæð og grannvaxinn og tal- ar aðeins ítölsku. — Mjög geðs legur maður, látlaus og prúð- ur, sagði Bjöm Fálsson, er við spurðum hann um hann. Hann hafði beðið Björn um að hafa ekiki orð á því að hann væri hér á ferð. S-ðustu sýningar ■ kvold Svíunum hjá f KVÖLD er síðasta sýning hinna ágætu fimleika- og þjóð- dansagesta frá Svíþjóð. Er efnt til hennar vegna mikillar aðsókn ar enda hafa flokkarnir með fimi Svart: Svein A B C Johannessen, Ösló D £ F G H Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 4' Da5-b6! Sennilega hefur Svein grund- vallað endurbót sína á þessum leik. Megin hótunin er nú Re4xf2! sem ég verð að taka til greina, þar sem 42. h3-h4 strandar á 42. . . . Re4xf2! 43. h4xg5f, Kh6-g6! og hvítur er varnarlaus. 42. Bfl-e2 Með þessum leik tekur hvitur ákvörðun um eftirfarandi fléttu. 42....... Re4-f6 43. He3-c3! Óvæntur leikur, sem viðheldur frumkvæðinu. Eftir 43. Hxe5, Hxe5. 44. Hf7, Kg6. 45. Hf8 og nú getur svartur unnið peðið til baka með ágætu tafli. — Ef Svein reyn ir nú 43. . . . Rxd7. 44. Hc6f, Kg7. 45. Hxb6, Rxb6. 46. d6! og vinnur IRJÓh. sinni og hæfni hrifið hvern þann er séð hefur. Sýningin í kvöld verður kL 7,15 í Háskólabíói. Flokkarnir héldu tvær vel heppnaðar kvöldsýningar á fimmtudag og föstudag og var næstum húsfyllir í bæði skiptin. Síðan fóru flokkarnir í ferðalög og héldu m.a. sýningu á Hvoli sem var ekki eins vel sótt. Alls staðar hafa móttökur verið með miklum ágætum og fimleikafólk ið snýr heim með góðar minning ar um ísland. Segja má að það sé gagn- kvæmt. Hér skilur flokkurinn eft ir góðar minningar um fimleika eins og þeii gerast beztir og heim sókn flokksins hefur verið fim- leikaíþróttinni lyftistöng. íslendingur veik- ist í Færeyjaferð A SUNNUDAGINN veiktist hast arlega íslenzkur ferðamaður, sem staddur var á Vogum í Færeyj- um, hafði komið með ferðahóp frá íslandi á hátíð í Sörvogi. Þetta var Þórður Benediktsson, skólastjóri á Egilsstöðum. Kom færeyskur læknir frá Miðvogi, öðrum bæ á eynni. Ráðfærði hann sig í sima við sjúkraihús- læknir í Tórshavn og varð að ráði að sá kæmi með sjúkrabáti þeim, sem sjúkrahúsið í Tórshavn hefur yfir að ráða, og annað hvort sækti sjúklinginn eða framkvæmdi á honium aðgerð svo að hann kæmist heim með flugvélinni. Kom læknirinn til Miðvogs eftir 2—3 klst. og þaðan til Sör- vogs í bíl. Um kvöldið var Þórð- ur orðinn hressari og var sendur heim til íslands með flugvélinnL Færeyingar haifa enga sjúikra- flugvél, enda nær engir lending- ar staðir fyrir flugvélar á eyjun- um. En lítill læknabátur er notaður til að flytja sjúkl- inga á milli, og sögðu fær- eysku læiknarnir Mbl. að oftast væri hægt að komast á milli eyja á bátunum, ef á lægi. Talað væri um að fá þyrlu til sjúkra- flutninga en ekkert verið gert 1 því enn sem komið er. Á Fær- eyjum eru starfandi 12 læknar, þar af 4 danskir. Þar eru 3 sjúkrahús, en engin sjúkraskýli á minni stöðunum. Friðarþing í Moskvu Mósikvu, 9. júlí (NTB). f DAG hófst í Moskvu þing Al- þjóða friðarráðsins og eru þar mættir um 2000 fulltrúar frá 100 löndum. >að vakti athygli við þingsetninguna að mætt var sendinefnd frá Albaníu og var einn albönsku fulltrúanna kos- inn í stjómarniefnd þingsins. For- maður sendinefndarinnar sagði þó að koma þeirra táknaði enga breytingu á ágreiningi Sovét- ríkjanna og Albamíu, en milli ríkjanna er sem stendur ekkert stjómmálasamband. Þingið bófst skömmu eftir að Flugslysið Framih. af bls 1 Leitarflokkarnir eru nú komnir til byggða og segja þeir að ekk ert lífsmark hafi fundizt í vélinni. Hafa þeir flutt um 50 lík til jám brautarbæjarins Poona, en urðu að hætta störfum vegna veðurs og aurbleytu. Leitarmenn segja að ræningjar hafi verið’ fyrstir að flakinu og leitar nú lögreglan að peningum og öðrum eigum far- þeganna hús úr húsi í nærliggj- andi þorpum. Reytingsafli „Demanftssíld46 REYTINGSAFLI var á síldar-' miðunum um helgina. Veður var sæmilega gott, en síldin er stygg og erfitt að ná henni. I gær og nóttina áður fengu ‘ 32 skip 25 þús mál á austursvæð inu. Þar veiðist síldin um 47 mil Varnarliðsþyrla flytur slasaðan pilt úr Þórsmörk A LAUGARDAGSKVÖLD varð það slys austur í Þórsmörk, að 13 ára gamall piltur úr Reykja- vik, Bragi Halldórsson, sem var þar að leikum, féll ofan í smá- gjótu. Gat hann ekki hreyft sig og fékk mikinn bakverk. Samferðafólik hans, sem var vinnufélagar frá Sláturfélagi Suðurlands, bar piltinn inn í tjald, hlúði að honum og vakti yfir honum. Talstöð var í bíl fólksins og náðist samband við loftskeytastöðina í Gufunesi. Þar sem óttazt var, að piílur- inn væri alvarlega slasaður, var varnarliðið á Keflavíkur- velli beðið um að senda þyrlu til að sækja hann. Samferðafólk hans, sem var brugðust vel og fljótt við að vanda, og kl. rámlega 3 um nóttina kom þyrlan á staðinn I ásamt bandarískum lækni, dr. I Trimber. Flugstjóri var Lieut. Donald E. Price. Með honum voru íveir aðstoðarmenn og leiðsögumaður úr Reykjavík, Sigurður M. Þorsteinsson lög- regluþjónn. Læknirinn gat ekki fundið merki þess, að pilturinn væri beinbrotinn, og var hann síðan fluttur .í þyrlunni til Reykjavíkur. Eftir athugun í Slysavarðstofunni var hann sendur í Landakotsspítala, þar sem hann lá enn í gærkvöldi. Meiðsli hans eru ekki talin mjög alvarleg. Mun hann ekki hafa brotnað, en hins vegar tognað illa. Þess má geta, að annar piltur hafði meiðzt austur á Þórs- mörk sama kvöld. Hafði hann einnig verið í leik og hlaupið á trjágrein, sem rakst í annað auga hans. Skoðaði dr. Trimber hann. Augað var óskemmt, svo að einungis voru lagðir við það kaldir bakstrar. um helgina undan Sléfttu ur austur af Bjamarey og suður fyrir Gerpisflak. Mörg skip leita nú norður í söltunarsildina. Fram af Sléttu, um 45 míl- ur NNA af Hraunhafnartanga veiðist nú söltunarhæf sild sem sjómenn kalla „demantssíld". Þar fengu 20 skip sild á mánu- dag og nóttina áður, sem farið var með til Siglufjarðar og Rauf arhafnar. Á Strandagrunni, fékk eitt skip 350 tunnur í fyrrinótt. tilkynnt var um háloftssprengju Bandarkjanna á Kyrrahafi oig tóku margir fulltrúar til orða til að gagnrýna sprengin/guna, þeirra á meðal bandarísiki pró- fessorinn Dale Pontius frá Chic- ago. Þinigið á að standa yfir ! sex daga og mun Krúsjeff for- sætisráðhrra ávarpa fulltruana á miorgun. Orðrómur gengur um það að Krúsjetff muni í ræðu sinni tilkynna gjörbreytingu á afvopmunarsteínu Sovétríkj amna. — Bjarminn Framh. af bls 1 fréttum varð sprengingin í rúm lega 300 km. hæð. Sprengingin var gerð í Van Allen beltimu svonefnda sem er belti geimagna umthverfis jörðu, og mun hún valda miklum trutfl unum á fjarskiptum á Kyrrahafs svæðinu Tilgangur Bandaríkja- manna með tilrauninni er a3 kanna áhrif háloftssprenginga á radarkerfi þau, sem varnir Bandaríkjanna byggjast að miklu leyti á. Glampinn frá sprengingunnl sást frá Fiji og Samoa eyjum, sem eru í rúmlega 3200 km. fjar lægð frá Johnston eyju og á Wake eyju, sem er um 2400 km tfrá sprengjustaðnum. Frá Nýja Sjálandi sást glamp inn frá sprengingunni, en þaff an eru um 6.200 km. til John- ston eyju. Segja talsmenn geim athugunarstöðvar á Nýja Sjá- landi að sprengjan hafi veriff sprengd í um 2.240 km hæff. Kemur þetta heim við upplýa ingar bandarískra yfirv. um tímann frá því eldflauginni var skotið á loft þar til sprengj an sprakk, en það voru um 15 mínútur. Þúsundir Nýsjálend- inga fylgdust með sprenging- unni og lýsa henni sem skæru rauðu ljósi með hvítum blett- um. Um hádegi í gær var há- og á Norðurlandsmiðum var þrýstisvæði yfir Norðurlönd- þoka. Ýmist er nú þurrkleysa um og Grænlandi, en kyrr- eða ótryggur þurrkur víðast stæð lægð vestur af Bretlands hvar á landinu. Bjartviðri virð eyjum. Hér á landi var létt- ist einna tryggast á Vestur- skýjað og 12—15 st. hiti suð- landi. vestan lands, en austanlands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.