Morgunblaðið - 12.07.1962, Síða 1
24 sítfur
49 árgangur
156. tbl. — Fimmtudagur 12. júlí 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsíijs
Hinn nýi forstjóri Coldwater, Þorsteinn Gislason:
Hélt þetta yrði
99
mitt síðasta“
í brennandi þotu
í Bandaríkfunum
FYRIR rúmrí viku var skýrt frá því í fréttum, að banda-
rísk farþegaþota hefði nauðlent á flugvellinum í Columbus,
Ohio, vegna þess að kviknað hafði í vélinni. Þegar þotan
var lent voru farþegarnir þegar settir út úr henni, en um
Earna leyti kom slökkvilið á vettvang og tókst að slökkva
eklinn í vélinni. Litlu munaði að þarna yrði stórslys á
mönnum, en í þotunni voru 78 farþegar, auk áhafnar.
Samtal við Þorstein
Þorsteini Gíslasyni sagðist að
öðru leyti svo frá atburðum
þessum:
„Ég fór af stað með þessari
þotu frá St. Louis til New
York, þar sem ákveðið var að
ég skyldi hitta fulltrúa stjórn-
ar SH, Einar Sigurðsson, Gísla
Konráðsson og Sigurð Ágústs-
son, til að undirrita samning,
sem ég hafði gert við Sölumið-
stöðina þess efnis, að ég tæki
að mér framkvæmdastjórn við
Coldwater. Ég átti mér auðvit-
að einskis ills von og hlakkaði
til að hitta þá félaga í New
York. Flugvélin, sem ég fór
með frá St. Louis, var ný þota
af gerðinni Convair 990, og
voru 78 farþegar í henni, auk
áhafnar. Flugvélin var frá
bandaríska flugfélaginu Ameri-
can Airlines.
Þegár við vorum um það bil
Þorstcinn Gíslason.
Meðal farþeganna í þess-
ari sögulegu ferð var íslend
ingur, Þorsteinn Gíslason,
verkfræðingur, og var hann
á leið til New York að und-
irrita samning við fulltrúa
stjórnar SH um að hann
tæki að sér framkvæmda-
stjárn Coldwaters í Banda-
ríkjunum, eins og frá hefur
verið skýrt í fréttum, Þor-
stcinn býr enn ásamt konu
sinni í St. Louis og átti
Morgunblaðið símtal við
hann í gærkvöldi um þessa
sögulegu ferð. Hann sagði:
„Þegar reykurinn var sem
mestur í flugvélinni, var ég
þess fullviss að þetta yrði
mitt síðasta í þessu lífi“.
Ben Bella
kominn til
Alsír, þar
sem hon-
um er ákaft
fagnað
hálfnaðir til New York, tóku far
þegarnir eftir því að farþegaklef
inn fylltist skyndilega af reyk, en
þó ekki svo að til vandræða
horfði.
Hinsvegar var reykurinn þá
orðinn svo magnaður í klefa flug
mannanna að þeir urðu að setja
upp súrefnisgrímur til að haldast
þar við og stjórna vélinni. Þar
hafði kviknað í, en skömmu eftir
að reykinn tók að leggja um flug
vélina var lokað milli flugmanna
klefans og farþegarýmisins. Var
síðan sambandslaust við flug-
menpina, þangað til þeir höfðu
lent vélinni. Meðal annars af
þeim sökum höfðum við litlá hug
mynd um hvað fram fór en viss
um þó að reynt yrði að nauðlenda
vélinni. Auðvitað héldum við öll
að þotan myndi farast eins og á
stóð, enda ekki álitlegt að nauð
lenda farþegaþotu úti á víða-
vangi, en sem betur fór vorum
við skarnmt frá flugvellinum í
Columbus, án þess þó við far-
þegarnir vissum um það. Flug-
völlur þessi er nógu langur til að
þotur af þessari gerð geti lent
á horiUm og mætti ætla að það
hafi bjargað lífi okkar. Auðvitað
greip hræðsla um sig meðal far-
þeganna.
Hræðslan minnkaði ekki við
það, að fluigmennirnir urðu að
setja niður lendingarhjólin í 20
Iþúsund feta hæð og á 600 mílna
hraða, en við það brakaði og
Framhald á bls. 23.
Þessi mynd var tekin við komu utanríkisráðherrahjónanna
í gærkvöldi. Frá vinstri: Frú Aase Lange, Halvard Lange,
utanríkisráðherra, Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkis-
ráðherra, og Bjarne Börde, sendiherra. Ljósm. Mbl. vig.
Kvaddi U Thant og
flaug til Islands
Lange kom í gærkvöldi
Halvafd Lange, utanríkis-
Sjá frétt á bls. 23
1' undarmcnn fyrir utan fundarslaóiun.
ráðherra Noregs og frú komtt
til Reykjavíkur klukkan hálf
ellefu í gærkvöldi með Vis-
countflugvél Flugfélags ís-
lands frá Osló, en j»au hjón-
in munu dveljast hér í viku
í opinberri heimsókn. Á flug-
vellinum tóku Guðmundur í.
Guðmundsson, utanríkisráð-
herra og frú, Bjarne Börde,
sendiherra Noregs og frú,
Agnar Kl. Jónsson, ráðuneyt-
isstjóri og frú og starfsmenn
norska sendiráðsins á móti
Lange og konu hans, frú Aase
Lange. Óku utanríkisráðherra
hjónin þegar til ráðherrabú-
staðarins í Tjarnargötu þar
sem þau gistu í nótt.
Framh. á bls. 23
Stofnað kjördæmisráð Sjalfstæðis-
flokksins í NorðurLkjördæmi vestra
SUNNUDAGINN 8. júlí var hald
inn stofnfundur kjördæmaráðs
Sjálfstæðisfloklksins í Norður-
landskjördæimi vestra. Fundur-
inn var haldinn að Hótel Blöndu
ósi og hófst kl. 2 e.'h. Fundinn
sóttu 33 fulltrúar kjörnir af
flokiksfélögum og fulltrúaráðum
í kjördæminu. Ennfremur mættu
á fundinum formaður Sjálfstæðis
flaklksins, Bjarni Benediktsson,
dómsmiálanáðherra og fram-
kvæmdastjóri flokksins, Þorvald
ur Ctarðar Kristjánsson.
Séra Gunnar Gíslason, alþing-
ismaður, setti fundinn og skýrði
frá undirbúningi fundarins og
ræddi um verkefni hans. Fundar
stjóri var kjörinn Baldur Eiríks-
son, forseti bæjarstjórnar á Siglu
firði og fundarritari Björn Dan-
íelsson, skólastjóri á Sauðár-
króki.
Þá fltitti Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, framikvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokiksiins erindi um
störf og Skipulag Sjálfstæðis-
flokksins og skýrði uppkast að
lögutn fyrir kjördæmisráðið, sem
lagt var, fyrir fundinn. Til móls
tóku Jón Pálmason á Akri og
Halldór Jónsson á Leysingjastöð
um í Austur-Húnavatnssýslu.
Tvær nefndir voru kosnar á
fundinum, laganefnd og uppstill-
ingarnefnd. Hlé var gert á fund-
inum meðan nefndir störfuðu og
þágu fundarmenn rausnarlegar
veitingar í boði fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Austur-
Húnavatnssýslu.
Eftir fundarhlé voru tekin
fyrir álit nefnda. Framsögumað-
ur laganefndar var Knútur Jóns-
son, fulltrúi á Siglufirði. Fund-
urinn samþykkti síðan lög fyxir
kjördæmisráðið.
Framh. á bls. 6.