Morgunblaðið - 12.07.1962, Side 6
6
FimmtUdágur 12- júlí 1962.
OfORGUNBLAÐIÐ
— Kjördæmisráð
Framh. af bls 1
Framsögumaður uppstillingar-
nefndar var Halldór Jónsson,
bóndi Leysingjastöðum.
í stjórn voru kosnir Henmann
Þórarinsson, oddviti, Blönduósi,
formaður, Stefán Friðbjarnarson
baejarfulltrúi, Siglufirði, Guðjón
Jónsson, bóndi Tunguhálsi, Síkaga
fjarðarsýslu, Guðjón Sigurðsson,
bæjarfulltrúi Sauðárkróki, og
Guðjón Jósefsson, bóndi, Ásbjarn
arstöðum, Vestur-Húnavatns-
sýslu. í varastjórn voru kosnir:
Knútur Jónsson, fulltrúi, Siglu-
firði, Pétur Jóhannsson, hrepps-
stjóri, Glæsibæ, Skagafirði, Árni
Guðmundsson, vélvirki, Sauðár-
króki, Stefán Jónsson, kennari,
Kagaðarhóli, Austur-Húnavatns-
sýslu og Jóhannes Guðmundsson
bóndi, Auðunnarstöðum, Vestur-
Húnavatnssýslu.
Ennfremur fór fram kosning
fulltrúa Norðurlandiskjórdæimis
vestra í flokiksráð Sjálfstæðis-
flokksins. Kosnir voru: Jón Stef-
ánsson, forstjóri, Siglufirði, Jón
Sigurðsson, fyrrv. alþingismaður,
Snarræði öku-
manns forðaði
siysi
Hemlar biluðu á leið niður
Skólavörbustig
Stjórn Kjördæmisráðsins. Talið frá vinstri: Guðjón Jónsson,
Tunguhálsi, Guðjón Sigurðsson, Sauðárkróki, Hermann Þór-
arinsson, Blönduósi, Stefán Friðbjarnarson, Siglufirði, og
Guðjón Jóseísson, Ásbjarnarstöðum.
Bjarni Benediktsson ræðir við Lárus í Grímstungu.
og úrslit þeirra, vék að kaup-
gjaldsmálunum, talaði uín efna-'
hagsmálastefnu ríkisstjórnarinn-
ar og árangur hennar og kom
inn á hin þýðingarmestu mál, svo
sem stóriðju á íslandi, fram-
kvæmdaáætlun rikisstórnarinnar
og efnahagsbandalag Evrópu.
Fundarmenn gerðu góðan róm að
ræðu formanns og fögnuðu komu
hans á stofnfund kjördæmisráðs-
ins.
f>á tók til máils hinn nýkjörni
formaður kjördæmisráðsins, Her
mann Þórarinsson, oddviti. Þakk
aði hann traust það, sem sér og
meðstjómarmönnum sinum væri
sýnt með því að fela þeim stjórn
kjördæmisráðsins. Ræddi hann
um flokksstarfsemina í kjördsem
inu, brýndi fyrir miönnum mikil-
vægi þeirra verkefna, sem kjör-
dæmisráðsins biðu, og hvatti
fundarmenn til öflugrar baráttu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Til máls tóku ennfremur við
almennar umræður, Jón Pálma-
son, fyrrv. ráðherra, Halldór
Jónsson, bóndi, Leysingjastöðuim,
séra Gunnar Gíslason, alþingis-
UM hálf fjögurleytið í gær tókst
ökumanni að forða slysi á Skóla-
vörðustig er hemlar bifreiðarinn-
ar biluðu skyndilega, og bíllinn
ranin niður brekkuna. Lenti bíll-
inn á glugga Hatta og skerma-
búðarinnar Skóavörðustígsmeg-
in, braut hann og hluta af veggn-
um.
Nánari atvik voru þau að bill-
inn R 81 sem er stór fólksbíU af
Mercurygerð, var á leið niður
Skólavörðustíginn. Móte við
verzlunina Pfaff á Skólavörðu-
stíg hugðist ökumáðurinn hæigja
á bílnium sökum þess að rautt
ljós var á gatnamótunum fram-
undan.
Er ökumaðurinn steig á heml-
ana sprakk vökvarör í hemia-
kerfimu með þeim afleiðingum að
bíllinn varð hemlalaus með öllu.
Rann hann áifram niður götuna
og jók ferðina enda um tvö tonn
að- þyngd.
maður, Einar Ingimundarson, al-
þingismaður, og Jón Sigurðsson,
fyrrv. alþingismaður.
Að lökum tók fundarstjóri,
Baldur Eiríksson, til máls. Kvað
hann skýrt hafa komið fram, að
fundarmenn væru ákveðnir í því
að treysta hið nýja skipulag
floklksins og efla starfssemi hans
sem mest í kjördæminu. Þakk-
aði hann formanni flokksins og
framkvæmdastjóra fyrir komuna
svo og öllum kjördæmisráðs-
mönnum og sleit síðan fundi.
Beint fyrir framan bílinn beið
bíll eftir því að grænt ljós kvikn
aði á gatnamótunum, og fyrir
framan þann bíl, og þvert yfir
Skólavörðustíginn var gangandi
fólk að fara yfir götuna auk
mikillar umferðar um Laugaveg.
Til þess að valda ekki stórslysi,
greip ökumaður til þess ráðs að
stýra bílnum á þann eina stað,
þar sem fólik var ekki fyrir, og
hafnaði bíllinn á húsinu Banka*
stræti 14, Skólavörðustígsmegin,
lenti á glugga Hatta og skerma-
búðarinnar, sem þar er, braut
hann.og hluta af veggnum. Bíll-
inn var á nokkurri ferð er hann
rakst á húsið og má telja að öku-
maður hafi fórðað þarna stór-
slysi með snarræði sínu. Bíllinn
skemmdist talsvert og flutU
kranabíll hann af staðnum.
Sígarettu-
hækkunin
f blaðinu í gær var sagt frá
hækkun á verði á sígarettum og
var þar átt við hækkunina i
heildsölu.
í smásölu hækkar pakkinn
um kr. 2,40. Camelsígarettur
kosta t.d. kr. 21.35, Raleigh kr.
20.16, Öhesterfield kr. 21.20, en
filtersígarettumar kr. 24.50.
Reynistað, Guðjón Sigurðsson,
bæjarfulltrúi Sauðárkróki, Guð-
mundur Klementsson kennari,
Bólstaðáhlíð og Sigprður
Tryggvason, verzlunarstjóri,
Hvammstanga. Varam. í flokiks-
ráð voru kjömir: Baldur Eiríks-
son, Siglufirði, séra Bjartmar
Kristjánsson, Mælifelli, Björn
Daníelsson, skólastjóri, Sa-uðár-
króki, Jón ísberg, sýslumaður,
Blönduósi og Óskar Leví, bóndi
Ósum. Þingmenn og frambjóð-
endur í aðalsætum á framboðs-
i'ista við alþingiskosningar hverju
sinni í kjördæminu em sjálf-
kjörnir í flokksráð.
Að loknum stofnfundarstörf-
um hélt formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra, ræðu. í upp-
hafi ræðu sinnar vék hann að
flokksstarfseminni og lagði á-
herzlu á mikilvægi hins nýja
flokiksgkipulags, sem nú er unn-
ið að að koma á um land allt.
Flutti formaður síðan ýtarlega
ræðu um stjórnmálaviðhorfið.
Kom hann víða við, ræddi sveit-
arstjórnarkosníngarnar síðustu
• Ánægður með
Ríkisútvarpið
Venjulega eru þau bféf
sem ég fæ heldur neikvæð.
Hér fer þó á eftir eitt frá
Sveini Svéinssyni frá Fossi,
þar sem bréfritari er harla
ánægður með það sem hann
er að skrifa um — Ríkisút-
varpið:
„Engin stofnun er jafn
mikils virði fyrir alla þjóðfé-
lagsþegnana eins og Ríkisút-
varpið. Þó munu fáir njóta
þess eins vel og gamalt fólk,
sem hætt er að vinna og
verður að hafa kyrrsetu, en
getur þó fylgzt með öllu sem
útvarpið flytur. Fyrir þetta
fólk er það á marga lund svo
mikilvægt. Fólk, sem þráir
að vinna, því finnst það hafi
þó nokkurt viðfangsefni með
starfsfólkinu í útvarpinu og
það verður vinir þess. Það
gætir þess að sleppa engu
fram hjá sér, sem það hefur
áhuga á.
Fyrst ég er að tala um út-
varpið langar mig til að ræða
ofurlítið hvernig mér finnst
það í dag. Þulirnir og frétta-
mennirnir, sem oftast eru
hinir sömu, eru prýðilega
vaxnir sínu starfi. Þátturinn
Efst á baugi er mjög fróð-
legur og eftirsóttur og vel
lesinn. Eyrbyggja, sem Helgi
Hjörvar las nýlega, var með
ágætum, sem vænta mátti.
Mikill fróðleikur var í kvöld-
sögunni, sem Hersteinn rit-
stjóri las, og var hún prýði-
lega lesin. Samtöl blaða-
manna og einstaklinga fara
batnandi, menn þora nú orðið
frekar að láta í ljós skoðun
sína er þeir tala um daginn
og veginn<og eru ekki eins
hræddir við hlutleysið. Veð-
urstofan fer batnandi, út-
varpssögurnar versnandi. —
Barnatíminn stendur vel í
stað. — Útvarpsmessur og
messuform og venjur eru að
smábreytast í skemmtilegra
form og betra, eins og flest
annað á landi hér. Og von-
andi að í framtíðinni haldi
stefnan áfram til bóta og
framfara”.
• Hurðin lokaðist
á barnið
Þá skrifar H. F.:
„Mig langar að koma á
framfæri eftirfarandi: Konan
mín fór með Sólvallastrætis-
vagninum, ásamt dætrum
okkar, 5 ára og 3 ára. Þetta
var kl. 17.30 hinn 2. þ. m., sem
bíllinn fór frá Lækjartorgi á-
leiðis vestur í bæ. Er hún fór
úr vagninum, fór eldri dóttir
mín fyrst út, en síðan kona
mína og hélt hún á þeirri
yngri í fanginu. En er hún
steig niður á götuna, lokaðist
hurð vagnsins á fætur barns-
ins, þannig að konan hélt á
barninu en fætur þess voru
klemmdir á milli.
Nú voru góð ráð dýr. —
Konan æpti af öllum lífs og
sálarkröftum, svo hurðin opn-
aðist aftur og ökrumaðurinn-
kom út og spurði hvað um
væri að vera. Hún skýrði frá
því sem komið hafði fyrir, en
hann kvaðst hafa talið öruggt
að loka mætti hurðinni, og
ennfremur gaf hann þá skýr-
ingu að bílstjórarnir sæju
ekki syo neðarlega á hurð-
irnar.
Sem betur fer varð barn-
inu ékkert meint af þessu. En
nú er spurningin: Er ekki
hægt að hafa þennan dyraút-
búnað öruggari, þannig að far-
þegar geti ekki festst á milli?
Einnig mætti gefa ökumönn-
um svolítið rýmri tíma í
ferðir sínar, svo þeir þurfi
ekki að flýta sér svona til að
halda áætlun. En þarna skall
hurð nærrl hælum, og því
skrifa ég þetta að vera kann
að hægt sé að bæta eitthvað
úr því sem er ábótavant“.