Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 13
Sunnu'dagur 16. des. 1962 MORGZJNBLAÐIÐ 13 Var hannmeð réttu ráði? f ' Út af fyrir sig er skiljanlegt, að forstöðumenn SAS sjái ofsjónum yfir velgengni Loftleiða. Munur inn á afkomu þessara tveggja fé- iaga er svo mikill, að mannlegt er að þeir, sem standa sig verr, leiti jafnt líklegra sem óllklegra skýringa. En ofsjónir eru það, þegar þeir kenna Loftleiðum um sinn eigin ófarnað. Ef þeir tryðu sjálfir á sök Loftleiða, væri það eitt í samræmi við venjulegar við skiptareglur, að þeir umyrðalaust tækju upp samkeppni við þær með samskonar vélum. Vafstur og orðaskvaldur þætir ekki úr óhagkvæmum rekstri. Út yfir tekur illyrðaflaumurinn, sem vall úr munni Sir Williams Hild- reds, framkvæmdastjóra IATA. Munnsöfnuður hans er svo ósam boðinn manni í slíkri stöðu, að glöggir menn hafa getið sér þess til, að framkvæmdastjórinn hafi ekki verið með réttu ráði. Víst liggur sú sikýring nærri, en þarf Jólin nálgast í Reykjavik. I REYKJAVIKURBREF .Laugardagur 15. des.^ Lífskjörin ekki bætt með pappírs- ákvörðumim þó ekki að vera rétt. Hitt kann að vera nær sanni, að orðbragðið Bkýri, af hverju stóru flugfélög- unum gengur svo illa sem raun ber vitni. Ef samtök þeirra eiga ekki völ á betri manni til að skipa æðstu trúnaðarstöðu sína, þá gefur það til kynna, að víðar sé einíhverju ábótavant. Ef ekki er öðrum en bjánum og orðhák- um á að skipa til forystu, er ekki von að vel fari. Þá er ekki furða, þó að dugmiklir og hugkvæmnir framkvæmdamenn, þó að frá lít- ÍUi þjóð séu, skari fram úr. Flugið eitt ein- kenni framfara Islendinga Framgangur flugsins meðal fs- lendinga er eitt, en aðeins eitt, merki þeirrar gjörbreytingar, sem orðið hefur með þjóð okkar síð- ustu áratugina.Hér 'hafa leystst úr læðingi öfl, sem áður bjuggu með þjóðinni en voru bundin eða fengu ekki notið sín. Þessa gætir hvert sem litið er. Ytri skilyrði verða að vera fyrir hendi til þess t»ð hæfileikar komi að gagni. Ein angrunin, sem öldum saman lá eins og mara yfir íslenzku þjóð- inni og nærri hafði gengið af henni dauðri, verkar nú að sumu leyti svo, að menn ganga með ferskari kröftum að lausn hinna nýfengnu verkefna. Áður hefur verið frá því sagt í Reykjavíkur- bréfi, að erlendir verkfræðingar telja fslendinga fljótari til og lagn ari við stjórn ýmiss konar véla en menn frá þjóðum, sem vanizt höfðu fyrri tíma tækni, er okkur var ókunn, og nú er orðin úrelt. Hér á landi hafa menn léngst af orðið að nýta alla möguleika, sem gáfust, til þess að halda í sér líf- inu. Gallinn var, að möguleikarn ir voru svo fáir. Þegar þeir opn- ast eru menn fljótir til að nýta þá og neyta aðstöðunnar, sem lega landsins gefur. Nýjar aðstæður nýjar atvinnu- greinar Hinar nýju aðstæður eru okkur sjálfum ekki nema að Jitlu leyti eð þakka. Við ýmiss konar flug- þjónustu starfa nú mörg hundr' uð manns. Hún er orðin mikils verð atvinnugrein í landinu. Hollt er að velta því fyrir sér, að ef erlendir menn hefðu ekki, okkur að kostnaðarlausu og sum part í óþökk okkar, byggt hina tvo stóru flugvelli í Reykjavík og við Keflavik, þá hefði framþróun flugsins orðið miklu hægari og með allt öðrum hætti en reynzt hefur. Nútíma framþróun á fslandi hefst ekki fyrr en um síðustu alda mót. Hún gekk lengi vel hægt og skrykkjótt. Síðustu 60 ár hafa íslendingar þó naumast þekkt neyðartíma, nema á árunum milli 1930—1940. Heimskreppan, sem hófst 1929, réð þar mestu um. Lélegt stjórnarfar varð til þess, að hennar gætti lengur hér en Verulegt fjármagn í höndum fjölmargra og von um hlé á stétta baráttunni sköpuðu skilyrðin fyr ir þeim umbótum, sem hófust með nýsköpunarstjórninni. Ein af or- sökunum til þess, að nýsköpunar stjórnin átti ekki lengri lífdaga var sú, að kommúnistar gátu ekki stillt sig um að halda áfram að magna stéttaófrið og illindi. Verkalýðsfélög geta vissulega víðast eða hvarvetna annars stað gert mikið gagn, en sjálf skapa ar í vestrænum löndum. Það var fhin óvelkomna kynning, sem við (hlutum af öðrum þjóðum eftir her námið 1940, sem varð valdandi mestum breytingum til umbóta á lífskjörum. Þetta eru sannindi, sem sízt mega falla úr hugum manna, þegar býsnast er yfir þeim hættum, er stafi af samskipt um við aðra. Sjálfsblekking Einars Olgeirs- sonar Það er í senn skoplegt og rauna legt að heyra á Alþingi íslendinga söguskýringu vitiborins manns eins og Einars Olgeirssonar. Hann hefur sig til þess að standa upp og halda því fram í fullri alvöru, að eyðilegging gerðardómslag- anna 1842 og ræða, sem hann sjálf ur hélt í september 1944, hafi valdið þáttaskilum um afkomu al mennings. Engar brigður skulu á það bornar, að Einar hafi viljað vel, þó að flest hans ráð hafi snúizt til óþurftar. En það sem úrslitum réð, var fjármagnið, sem þjóðinni barst á stríðsárun- um og síðar með Marshallsam- starfinu, ásamt aukinni tækni- þekkingu og skilningi á þeim möguleikum, sem hún gaf til fram fara, en hvorki stéttabaráttan né mælska Einars Olgeirssonar. Fyrir 1940 voru íslendingar sár fátæk þjóð. Atvinnuleysi þjáði þá ekki almenning vegna þess, að einhver yfirstétt tæki of mikið í sinn hlut. Þvert á móti vofði gjaldþrot yfir flestum atvinnurek endum. Skortur á fjármagni, höft og úrræðaleysi valdhafanna þjök uðu alla jafnt. þau ekki verðmæti og misbeiting kommúnista á þeim hefur orðið íslenzku þjóðinni, og ekki sízt sjálfum verkalýðnum, dýrkeypt. Eitt af uppáhaldsumræðuefnum Einars Olgeirssonar og sálufélaga hans er að þylja upp tölur, sem eiga að sýna að lífskjörum al- mennings hafi hnignað frá ein- hverjum tímamörkum, sem þeir miða við hvenær kommúnistum hafði rétt í bili tekizt að fá kaup verkamanna ákveðið hærra en raunhæft var. Reynslan hefur ýafnharðan, hvað eftir annað, skorið úr um, að slíkar pappírs- ákvarðanir eru einskis verðar. Almenningur aldrei búið við betri kjör en nú Það er gjaldgeta atvinnuveg- anna, sem sker úr um afkomu- möguleikana, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Töluþula Einars Olgeirssonar skiptir þar engu máli. Hún sannar það eitt, að kauphæðin ræður ekki úrslit- um og hin kommúníska kaup- gjaldsbarátta hefur því verið verkalýðnum til ills. Vegna þess að rökfærsla Einars Olgeirssonar hefur leitt til þveröfugra álykt- ana við það, sem hann ætlaðist til, hafa menn síður en ella hirt um að hnekkja henni. Enda vita það allir, að fjarstæða er að halda því fram, að verkalýður eða aðr ir hér á landi búi nú við lakari kjör en hvort heldur 1945, 1955 eða 1958. Tölur þær, sem Gylfi Þ. Gísla- son skýrði nú í vikunni frá á Al- þingi eftir Efnahagsstofnuninni, og sanna, að lífskjörin eru nú meira en 40%-betri en 1950, eru einungis staðfesting á því, sem hver og einn hefur getað séð sjálf ur, með því að virða fyrir sér af komuna nú og áður. í einn stað kemur, hvert litið er, hvarvetna blasir við gerbreyting til bóta. Vitnisburður Rós- bergs G. Snædals •Fróðlegt er að athuga, hvað kommúnistar segja, þegar þeir gleyma eigin áróðri, heldur segja satt frá því, sefn á daga þeirra sjálfra hefur drifið. í bókinni „Því gleymi ég aldrei“ skrifar Rósberg G. Snædal, sem sagður er fylgja kommúnistum að máli, skemmtilega frásögn, sem nefnist „Erfiður aðfangadagur". Upphaf frásagnar hans hljóðar svo: „Svo ung er uppbyggingar- og nýsköpunarsaga íslands, að við þurfum ekki að muna nema 30 til 40 ár aftur í tímann til að sjá fyrir okkur gjörólíkt þjóðfélag og aðstæður allar, frumstæða lífs baráttu og lifnaðarháttu fólksins til sjávar og sveita. Mest og ör- ust hefur breytingin orðið í sveit unum. Þar er nánast um byltingu að ræða. Á síðast liðnu sumri varð mér þessi staðreynd ljós af litlu dæmi. Ég ferðaðist þá um norðlenzkan dal, sem ég þekkti vel í æsku, en hafði ekki augum litið í ein 20 ár. Og viti menn. Ég komst í vanda með að þekkja bæina, tún in og hlíðarnar. Svo hafði ýmsu verið bylt og breytt. Gömlu bæ- irnir voru horfnir, en steinhús komin í þeirra stað. Nei, ekki í þeirra stað nema að nokkru leyti, — bæjarstæði höfðu víða verið færð til, hólar sléttaðir, lækjar- farvegir fylltir upp, en lækjum veitt í skurði, flóar og mýrarsund orðin að véltækum velli, og fram vegis endalaust. í stuttri setningu sagt: byggðin var gjörbreytt." Lýsing hins norðlenzka rithöf- undar er rétt. 1 nær öll þau tutt- ugu ár, sem hann miðar við, hafa tekjur bænda farið eftir tekjum verkamanna og nokkurra ann- arra launþega. Kemur nokkrum í alvöru til hugar, að slík breyting hafi orðið á hnignunartíma verka lýðs og bændastéttar? Nei, þrátt fyrir mörg mistök, hefur í heild tekizt vel. var þannig haldið á málum, »ð ógerningur var að fá lán til lands ins með eðlilegum hætti. Þess vegna varð í árslok 1956 að leita erlends láns með þeirri niðurlæg ingu, að stjórnin hvarf frá yfir- lýstu áformi sínu um að reka varnarliðið úr landi, gegn því, að fá ríkislán úr þeim sjóði Banda- ríkjamanna, sem ætlaður er til tryggingar öryggis sjálfra þeirra. Varnir íslands og heiður þjóðar innar voru gerðar að verzlunar vöru. Ekki tók betra við, þegar ári seinna var leitað samskota- láns á vegurn Atlantshafsbanda- lagsins. Þeir, sem því höfðu sýnt mestan fjandskap, lögðust svo lágt að leita til bandalagsins um fjárstyrk til þess að geta lafað ögn lengur við völd. Berum þetta saman við það, sem nú gerist. Nú hefur það tvennt tekizt, að búa þjóðinni betri lífskjör en nokkru sinni fyrr og samtímis að styrkja stöðu hennar svo út á við, að á alþjóð legum markaði fæst stórlán til handa íslendingum, án þess að nokkur skilyrði séu sett um það hvernig fénu skuli varið! Sækjast um að sverja af sér Munurinn á ástandinu nú og vinstri stjórnar tímanum er svo auðsær, að Tíminn og Þjóðvilj- inn keppast við að gefa til kynna að engan veginn sé víst að þeir stefni að stjórnarsamvinnu. Þjóð- viljinn fullyrðir sl. miðvikudag, þvert ofan í margfengna reynslu og þjóðfylkingarplaggið, sem Morgunblaðið birti sunnudaginn áður, að Sósíalistaflokkurinn sé venjulegur, saklaus íslenzkur stjórnmálaflokkur, sem Sjálf- stæðismenn geti vel verið sæmd ir af að vinna með. Tíminn talar sama dag um þjóðfylkingartilboð kommúnista sem hreina „hugar- óra“ og segir: „Tíminn hefur ekki séð þetta plagg, enda ekki sótzt eftir þvi Kommúnistar hafa öðru hvoru um meira en 30 ára skeið verið að gefa út slík plögg um „leið íslands til sósíalisma“, fulla af allskonar hugarórum og ímynduð um samfylkingum. Vafalítið er þetta plagg ekki ósvipað hinum fyirri. Það hefur ekki ósjaldan skeð, að talað hefur verið í þessum plöggum kommúnista um sam- fylkingu eða þjóðfylkingu með Framsóknarmönnum.--------- Framsóknarmenn hafa alla- jafnan látið sér þessi samstarfs- boð litlu skipta. Aðeins einu sinni hefur verið reynt að kryfja til mergjar, hvort Sósíalistaflokkur- inn meinti það alvarlega að hann væri fáanlegur ti'l samstarfs um umbótamál. Þetta gerðist á ár- inu 1943“. Endurvakið traust Sanni nær er að segja, að í ákafanum höfum við stundum verið komnir nærri því að koll- sigla okkur. Það var ekki ástæðu laust kjarkleysi, sem knúði Her mann Jónasson til sinnar eftir- minnilegu yfirlýsingar 4. desem- ber 1958. Vinstri stjórnin hélt þannig á málum, að hún var rúin trausti jafnt innanlands sem utan. Menn hafa í lengstu lög viljað trúa því, að þáverandi stjórnend ur hafi viljað vel, ekki síður en þeir, sem á undan.þeim voru og á eftir hafa komið, þótt aðra álykt un verði að draga af forystugrein Tímans sl. miðvikudag. En þá Vildu ekki veita vernd gegn njósnum Af þessum ummælum Tfmans er ljóst, að meira en lítið fát hef ur gripið Framsóknarbroddana, þegar þeir sáu af þjóðfylkingar- boðinu, sem Morgunblaðið birti og staðfestingu Þjóðviljans í næsta blaði, hvert hlutverk þeim er ætlað í þessari nýju fylkingu. Raunar er ekki von að vel fari. þegar Tíminn lýsir yfir því ber- um orðum, að hann sækist ekki eftir að fá vitneskju um hvað fyrir bandamönnunum vakir! Ókunnugleikinn endist skammt til afsökunar svo nánu samstarfi sem Framsókn hefur haft við kommúnista. Og ekki hafði nema hluti þingmanna Framsóknar manndóm til þess að greiða at- kvæði með bótum til Sigurðar Ólafssonar fyrir tjónið, sem hann hlaut af því að vilja ekki gerast njósnari Tékka. Undir forystu Sig urvins Einarssonar gerðu t.d. bæði Þórarinn Þórarinsson og Hermann Jónasson kommúnist- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.