Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 24
r [+■-] LAGOMAHSINO I TOTAUA i*eilcní vélar Oll* M Mlchelsan klapparsllg 20» •fml 20660 I 283. tbl. — Sunnudagur 16. desember 1962 Júhls Austurstræti 14 Simi 11687 Ofyrirgefanlegt, ef f iskimidin spillt- ust sakir ofveiði GUÐLAUGUR Gíslason hefur flutt fyrirspum á Alþingi varð- andi framkvæmd þingsályktunar um verndun hrygningarsvæða við strendur landsins. ÓFYRIRGEFANLEGT MEÐ ÖLLU Kvaðst aliþingismaðurinn telja, að mál iþetta væri svo mikilvægt fyrir aðalatvinnuveg þjóðarinn- ar, sjávarútveginn, að nauðsyn- legt væri að hraða öllum rann- Eldur í vélbáti Akranesi 16. des. ELDUR kviknaði í vélbátnum Sæfaxa AK 59 í síðasta línu- róðri um miðja vikuna. Verið var að byrja að leggja línuna vestarlega i Jökuldjúpi. Eld- urinn kom eins og reiðarslag yfir skipsmennina, svona úti á rúmsjó. Inni í stýrishúsnu var allt í einu orðið alelda.i Hafði kviknað í gólfinu út frá púströrinu, en það liggur úr vélarhúsi upp í gegnum stýrishúsið. Fyrst reyndu menn að nota handslökkvi- tæki, og síðan tóku þeir þil- farsdæluna í notkun, og dugði hún bezt. Þeir voru upp undir klukkutíma að slökkva í fyrstu, en eldurinn kviknaði aftur og aftur. Þurfti vél- stjórinn, Reykvíkingurinn Ól-I afur Finnbogason, -að vaka góðar þrjár klukkustundir yf- ir neistunum, sem leyndust í viðinum. Þarna var allt gegn- sósa af oliu. Sæfaxamenn héldu áfram að leggja, lágu og drógu siðan línuna. Fisk- uðu þeir fimm tonn, aðallega af löngu og keilu. — Sæfaxi liggur nú í bátakvínni, og tek- ur 3—4 daga að gera við brunaskemmdirnar. Skipstjóri á Sæfaxa er Guðjón Frið- björnsson. — Od ur. sóknum eftir föngum. „Ég mundi telja ófyrirgefanlegt með öllu“, sagði alþingismaðurinn,“ ef sú ógæfa henti okkur íslendinga, að nú, þegar við höfum fengið umráð yfir stórum hluta af land- grunninu, og nær öllum stærstu og þýðingarmestu fiskimiðum bátaflotans, að hin fengsælustu mið við strendur landsins yrðu upp urin eða eyðilögð á annan hátt með ofnotkun veiðarfæra. SÍLDIN HRYGNIR VIB GEIRFUGLASKER Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra varð fyrir svörum. Kvað hann þingsályktunina hafa hljóðað svo, að nauðsynlegar ráð stafanir yrðu gerðar til að fram- kvæma rannsókn á hrygningar- svæðum nytjafiska við landið. Slíkar rannsóknir hefðu verið eítt meginverkefni fiskideildar Háskólans í 25 ár. Aðalerfiðleik- arnir hefðu stafað af því, að fé hefur skort til rannsóknanna, bæði til að fá nægilegan skipa- kost og annað. Úr því hefur þó nokkuð verið bætt með hinu nýja fjárlagafrumvarpi og standa yfir allvíðtækar rannsóknir á gotsvæðum karfans í samvinnu við erlenda aðila. í sumar stóðu yfir rannsóknir á hrygningarstöðum sumargot- síldarinnar. >ó notast hefði ver- ið við tiltölulega frumstæðan skipakost tókst að finna hrygn- ingarstöðvar við Geirfuglasker. Gotið var í þykkum breiðum, svo að sennilegt er, að dragnótar- veiðar mundu spilla gotstöðvun- Framih. á bls. 23. Áríðandi > fundur B.l. FUNDUR verður haldinn í Blaða mannafélagi íslands í dag að Hót el Borg, niðri, og hefst kl. 2,30. Endanleg ákvörðun tekin um, hvort kaupa skuli sumarbústað við Þingvallavatn. Mjög áríðandi að meðlimir fé- lagsins mæti. Síldin: 37.500 tunnur í fyrrinótt ÁGÆT síldveiði var fyrri hluta aðfaranætur laugardags. I Jökul- djúpi fengu 36 skip 19.300 tunnur og í Kolluál 23 skip 18.200 tunn- ur, þannig að alls fengu 59 skip 37.500 tunnur. Síldin var nokkuð misjöfn að gæðum, en mikill hluti hennar þó stór og feit síld. Veður hélzt fram undir mið- nætti, en þá hvessti á austan og síðar norðaustan. Dró þá úr veiðiskapnum. Þessi skip fengu 800 tunnur eða meira: Helgi Fló- ventsson 1800, Hafrún 1700, Von- in 1700, Sólrún 1400, Skarðsvík 1250, Skírnir 1200, Stapafell 1160, Halldór Jónsson 1100, Ingi- ber Ólafsson 1100, Gjafar 1050, Guðmundur Þórðarson 1000, Víðir II. 1000, Árni Geir 850, Arnkell, Eldey og Guðfinnur 800 hver. Seinni hluta dags í gær voru bátarnir að halda aftur til sömu miða. Var þá hálfgerð bræla, en síldin komin upp á 18 faðma. J&itnir hjá pósílnuzn MIKIÐ afmríki er nú i Bögglapósb^k unni, og munu aldrei fleiri bögglar hafa far- ið um hana á jafnskömmum tíma og nú fyrir jólin. — Bögglasendingar hafa aukizt mjög upp á siðkastiö, eins og reyndar allur annar póstur. — Þessi myndarlegi stafli, sem einn starfsmanna Bögglapóst- stofunnar, Valgeir Sigurðsson, stendur við, barst til Reykja- víkur utan af landi á 12 tím- um, frá föstudagskvöldi til laugardagsmorguns. Nóg er því að gera við afgreiðslu í stofunni, en þar vinna nú venjulega um 12 manns. (Ljósm.: Sv. Þ.) AKRAN'ESI 15. des. Flestallir síldarbátarnir stund- uðu veiðarnar vestur í Kolluál í nótt. Allir fóru út í gær héðan, en komu seint á miðin, því að leiðin er löng. Átta bátar fengu síld, 3.000 tunnur. Veður var ágætt fram eftir nóttunni. Afla- Kveikt á Frede- riksbergar-jólatré í dag HAFNARFIRDI — Klukkan fjögur í dag verður kveikt á jólatré því, sem vinabær Hafn- arfjarðar, Frederiksberg, hefur gefið, en hingað hefur hann sent jólatré nokkur undanfarin ár. Mun Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leika 15. mínútum fyrir fjög- ur, en þá afhendir Ludvig Storr, ræðismaður Dana tréð. Síðan verður kveikt á trénu og Lúðra- sveit drengja leikur. Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri, veitir trénu móttöku og síðan syngur Karlakórinn Þrestir. Tré Frederiksbergar hefur ver- ið sett upp á Thors-plani eins og undanfarin ár. Leikfangabazar Rauða krossins RAUÐI KROSS ÍSLANDS stend ur að bazar, sem haldinn verður í Skátaheimilinu í dag. Á bazar þessum, sem hefst kl. 2 e.h., verð ur fjölbreytt og fallegt úrval af leikföngum á boðstólum. Allur á- góði af þessum bazar mun látinn renna til líknarstarfsemi Rauða Krossins. Sýning Guð- mundar SÝNINGU Guðmundar Einans- sonar fró Miðdal í sýningarsal hans við Skólavörðustíg lýkur núna um helgina. Mikil aðsókn hefir verið á sýningunni og mang ar myndir selzt. Guðmundur saigði að það hefði vakið athygili sína, hve margt ungt fólk er meðal sýningargesta. hæstur var Skírnir með 1200 tunnur, þá Sveinn Guðmundsson 660, Anna 400, Náttfari 360, Heimaskagi og Haraldur 200 tunnur hvor. Síld þessi er smærri en sú, sem áður hefur fengizt vestur í Kolluál. Fer hún iþó öll í vinnslu. — Oddur. Laxar í langferð LAX, SEM farið hafði ótrú- lega langa leið, veiddist í sum ar í Suður-Grænlandi. Lax-( inn var merktur í Englandi. Brezkum fiskveiðiyfirvöldum var tilkynnt um að hann hefði veiðzt og þau upplýstu, að| hann hefði verið merktur í S-Wales fyrir einu og hálfu ári. I Laxinn hefur því farið meir en þrjú þúsund km leið frá því að hann var merktur þar til hann veiddist. Þegar fisk- urinn var merktur var hann 20 cm langur, en þegar hann veiddist var hann 73 cm lang-/ ur og vó 5 pund. ) 1956 veiddist lax, sem merkt ur var í Skotlandi, í S-Græn landi og dýrafræðingurinn Jörgen Nielsen, sem starfar á| ivegum landsstjórnar Græn- lands, hefur tvisvar sinnum á síðari árum tilkynnt Kanada mönnum, að laxar merktir f Kanada hafi veiðzt á Græn llandi. Kveikt á vina- bæjarjólatré á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 16. des. — Hér er mjög jólalegt, snjór yfir allt. Lókið er við að reisa á Ráðhús torgi stórt jólatré, sem er gjöf frá vinabæ Siglufjarðar, Heming, á Jótlandi. Kveikt verður á trénu í kvöld og mun lúðrasveitin leika á torg- inu við það tækifæri. — Stefáa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.