Morgunblaðið - 21.12.1962, Page 1

Morgunblaðið - 21.12.1962, Page 1
48 sidur (I og II) 49 árgangur 287. tbl. — Föstudagur 21. desember 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enn er rætt um Skybolt í Nassau Nassau, 20. desember. — NTB-AP — KENNEDY, Bandaríkjafor- eeti, og Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, néldu í dag áfram viðræðum sínum. Sner ust þær nær eingöngu um Skybolt-eldflaugarnar, sem hvað mest hefur borið á góma að undanförnu. NTB-fréttastofan sagði í kvöld, að haft heiði verið eft- ir áreiðanlegum heimildum í Nassau, að nokkuð hefði mið- að í samkomuiagsátt í dag, á þriðja fundinum, sem þeir Kennedy og Macmillan hafa haldið Segir enn fremur í þeim fréttum, að talið sé, að á morgun muni nást sam- komulag um, að hætt verði við framleiðslu og sendingar Skybolt-flauganna, en Bretar fái í staðinn aðrar flaugar. Tekið er þó fram, að hér sé ekki um staðfestar fregnir að ræða. (Sjá grein um Skybolt- flaugarnar og deilu Breta og Bandaríkjamanna á 12. síðu). I>á er frá því skýrt, að Mac- millan hafi boðað til fundar brezku stjórnarinnar í London á inorgun, föstudag. Verður þá eldflaugamálið rætt og munu lögð fram á þeim fundi gögn frá viðræðunum í Nassau. Landvarnaráðherrarnir Robert S. MacNamara og Peter Thorney- croft ræddu í dag um Polaris- kafbátaeldflaugar og munu nið- urstöður þeirra viðræðna lagðar fyrir Kennedy og Macmillan á morgun. Talsmenn bandarísku nefndar- innar sögðu hins vegar í dag, að rætt hefði verið um ýmis mál önnur en Skybolt-flaugar, m. a. alþjóðamál, og breytt viðhorf vegna Kúbudeilunnar. Þá var látið að því liggja, að árás- Kín- verja á Indland hefði verið á dagskrá í dag. Macmillan er sagður hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni í dag, að Bretar muni ekki hverfa frá þeirri stefnu sinni að verða kjarnorkuveldi innan NATO. Fjárhagsaætlun 1963 til afgreiðslu í borgarstjorn Framlög til barnaheimila hækka um 77 prdsent FRUMVARP að fjárhagsáætl un Reykjavikurborgar fyrir árið 1963 var til 2. umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær. Gerði Geir Hallgrímsson borgarstjóri þá sérstaklega grein fyrir hinum stórhækk- Fiskimenn í Mor- egi boðq verkfaSI Einkaskeyti til Morgunblaðsins, Nesby, 20. desember. N O R S K A fiskimannasam- bandið hefur boðað til verk- falls á fiskiskipaflotanum frá og með næstu áramótum. — Kemur verkfahsboðunin í kjölfar þess, að slitnað hefur upp úr viðræðum við stjórn- ina um ríkisstyrk. Fulltrúar stjórnarinnar hafa i beðið um frest til vors, þannig, að ákvarðanir um fiskverð geti haldizt í hendur við breytingar á öðrum launum á næsta ári. — Skyldu þær hækkanir, sem þá yrði samið um, gilda frá 1. jan. Skilríki Ungverja ekki samþykkt New York, 20. desember — AP — NTB: Kjörbréfanefnd Allsherj arþings SÞ felldi í dag að við- urkenna skilríki fulltrúa Ung- verjalands, þar eð landið neitaði að fara eftir samþykiktium sam- takanna. Var tillagan komin frá fulltrúa Bandaríkjanna, og sam- þykikit með 5 atkvæðum gegn 4. nk., hvað viðvíkur fiskimönnum. Fiskimannasambandið hafnaði þessari tillögu stjórnarinnar, en húr virðist ósveigjanleg í af- stcðu sinni. Því hefur verið boð- að til verkfallsins, og því lýst yfir af hálfu fiskimanna, að frekari viðræður nú muni ekki eiga sér stað. Því hefur verið lýst yfir af opinberri hálfu, að ef gengið yrði að kröfum fiskimanna, myndi það kosta ríkið 190 millj. norskra króna. — Skúli. uðu framlögum borgarsjóðs til verklegra framkvæmda, sem ráð er fyrir gert í áætl- uninni, en við fyrri umræðu hafði hann skýrt einstaka liði hennar og gert almenna grein fyrir stefnu meirihluta borgarstjórnar í fjármálum borgarinnar. Mesta athygli vakti hin gífurlega aukning til framkvæmda á sviði fé- lagsmála, sem nemur 151.4% frá yfirstandandi ári. Vegur þar mest hækkun framlaga til bainaheimila í 7.5 millj. kr. 1963 úr 2.7 millj. kr. 1962. Er 'þar um að ræða 77.8% hækk- un. Þá lágu fyrir fundinum nokkrar breytingartillögur, sem borgarráð hafði komið sér saman um, og mikill fjöldi breytingartillagna frá fulltrúum minnihlutaflokk- anna við einstaka liði áætlun- arinnar auk roargra ályktun- artillagna þeirra. Var við því búizt, að utnræður miíndu Hækkun til heilbrigðismála nemur 49.47» - til nýrra gatna og holræsa 32.5*70 - félagsmála 151.4*7o - húsnæðis- mála 31.6*7o - íþróttamála 41.37o - áhaldakaupa 53.37« standa í alla nótt í borgar- stjórn, og fjárhagsáætlunin verða samþykkt einhvern tíma undir morgun. Geir Ilallgrímsson borgarstjóri gerði sérstaklega að umræðuefni í framsöguræðu sinni, hina stór- felldu hækkun framlaga til verk legra framkvæmda, sem áætlun- in gerir ráð fyrir. Hækkun til húsnæðismála nemur 31.6% miðað við yfir- standandi ár. Arið 1962 var á- ætlað 1.776.000.00 kr. til Bygg- ingarsjóðs verkamanna og 9.000.- 000.00 kr. til Byggingarsjóðs Reykjavíkurborghr, eða samtals 10.776.000.00 kr. í fjárhagsáætl- un ársins 1963, eins og hún ligg- ur nú fyrir, er hins vegar gert ráð fyrir 4.184.000.00 kr. til Bygg ingarsjóðs verkamanna og 10.- 000.000.00 kr. til Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar, eða samtals 14.184.000.00 kr. í fjárhagsáætlun 1963 eru ætl- aðar 55 millj. kr., til nýrra gatna og holræsa, en á árinu 1962 41,5 millj. kr. Hækkun til þessara framkvæmda nemur því 32,5%. Árið 1962 var varið 14 millj. kr. til skólabygginga úr borgar- sjóði, en að meðtöldu framlagi ríkissjóðs var varið 2® millj. kr. til skólabygginga í borginni á árinu 1963 verða hins vegar veittar 15 millj. kr. til skóla- bygginga úr borgarsjóði gegn jafnháu framlagi ríkissjóðs, þann ig að alls mun hér varið 30 millj. kr. til skólabygginga á næsta ári. Gat borgarstjóri þess sérstak- lega, að undanfarin 4 ár hefði verið komið hér upp tvisvar sinn um meira skólahúsnæði en næmi fjölgun nemenda á sama tíma. Á árinu 1963 verður varið 7,36 millj. kr. til íþróttamála. Nemur hækkunin frá yfirstandandi áxi 41,3%, en þá var varið 5,2 millj. kr, til þessara mála. Framlög til heilbrigðismála úr borgarsjóði námu á árinu 1962 8,5 millj. kr., en að meðtöldu Framhald á bls. 2 Gjaldeyrisstaðan yfir þúsund milij. Sparifjáraukning 527 milljónir GJALDEYRISSTAÐA bank- anna hefur á þessu ári batn- að meir en dæmi eiu til og er nú gjaldeyriseign bankanna erlendis orðin hvorki meira né minna en 1010 millj. kr. Sparifjáraukning hefur einn- ið orðið geysimikil eða 527 millj. kr. fyrstu ellefu mán- uði ársins. Um síðustu áramót var gjald- eyriseign banKanna eriendis 527 millj. kr., en hinn 30. nóvember sl. var hún orðin xOlO millj. kr. og hafði þannig á ellefu mánuð- um batnað uni 483 millj. kr., eða um nær því 44 millj kr. á hverj- um mánuði að meðaltali. Sparifjáraukningin fyrstu ell- etu mánuði ársins hefur orðið 527 millj. kr., en var í fyrra 360 millj. Veltiinnlán hafa verið svipuð eða 289 millj *. ái, en 298 millj. í fyrra. Eins og þessar tölur bera með sér, verður árangur vioreisnar- •innar mun meiri á þessu ári en i fyrra, og er þannig lagður grund- völlur að velmegun og fram- kvæmdum á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.