Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 12
12 Föstudagur 21. des. 1962 JftrodnitMðMfe Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. MIKIÐ FÉ TIL VEGA k uknar framkvæmdir viðf> vega- og gatnagerð eru sameiginlegt áhugamál allra [MORGUNBLAÐIÐ Deilan um Skybolt-flaug- arnar er enn þá óleyst Óstaðfestar fregnir herma þó, að einhvers konar samkomulags sé að vænta í dag ' landsmanna. Þess vegna er eðlilegt, að miklar innræður séu um þessi má), ekki sízt í sambandi við afgreiðslu fjárlaga. Framlög til framkvæmda við gatnagerð hafa víða verið aukin í kaupstöðum, en sér- staka athygli hefur þó vakið hið stórfelda átak, sem Reykjavíkurborg hefur hafið til þess að fullgera allar göt- ur í borginni á 10 árum. Af hálfu ríkisins hafa fram- lög til samgöngumála líka verið aukin stórlega á síðustu árum. Þannig voru framlög til nýbygginga vega á árinu 1958 24,9 millj.,- en í frum- varpinu fyrir 1963 er gert ráð fyrir 42,3 millj. framlagi. Er það 70% hækkun. Til við- halds var árið 1958 ætlað 33 millj. en nú 63 millj. eða 91% hærra en þá var. Sama er uppi á teningnum að því er varðar framlög til brúa. Þau voru árið 1958 16,3 millj. en 1963 er ætlað til þeirra 25,2 millj. Er þar um að ræða 55% hækkun. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er furðulegt, að stjórnarandstæðingar skuli halda því fram, að Viðreisn- arstjómin vanræki samgöngu málin og verji alltof litlu fé til þeirra. Sjálfir höfðu þeir ekki meiri áhuga á þessum rnálum, þegar þeir réðu í vinstri stjóminnni, en fram- angreindar fjárveitingar til vega og brúa bera með sér. Hitt er svo annað mál, að Viðreisnarstjómin hyggst ekki láta við þessi framlög sitja, þótt þau séu svo mikl- um mun hærri en áður var. Eins og kunnugt er hefur stjórnin undirbúið fnrmvarp að nýjum vegalögum og er gert ráð fyrir að reynt verði að afgreiða þau þegar á þessu þingi. Mun þar verða um að ræða gjörbreytingu til hins betra í samgöngumálum, líkt og Reykjavíkurborg hefur haft forystuna um, þegar hún gerði áætlun sína um að full- gera allar götur í nöfuðborg- inni. Hinar barnalegu yfirboðs- tillögur Framsóknarmanna byggjast líka á því, að þeir gera sér grein íyrir þeim stórfelda mismun, sem er á jákvæðri stefnu Viðreisnar- stjórnarinnar í þessum mál- um og aumingjaskap vinstri stjómarinnar á bes«u sviði eins og öðrum. HAFNARFJARÐ- AR- OG KEFLA- VÍKURVEGUR CJamhliða stórauknum fram- ^ lögum til nýbygginga vega um land allt er nú haf- izt handa um gerð stein- steyptra vega, þar sem um- ferð er mest. Hefur Keflavík- urleið fyrst orðið fyrir val- inu, og þar hefur þegar tölu- vert verið unnið eins og kunnugt er. Komið hefur til orða að sér- stakt gjald verði heimt af ökutækjum, sem aka um hina nýju steinsteyptu vegi, eins og víða er gert erlendis. Er ekkert við því að segja, enda mundu bifreiðaeigendur ekki telja eftir sér að greiða smá- upphæð fyrir það að aka um slíka vegi, í stað þess að hrista ökutækin í simdur á lélegum malarvegum. En þegar rætt er um Kefla- víkurveginn er rétt að minna á það, sem Morgunblaðið hefur áður rætt um í rit- stjórnargrein, að Hafnar- fjarðarvegurinn er bæði orð- inn mjög slæmur og auk þess stórhættulegur, eins og því miður hefur margsinnis sann- azt svo hryggilega. Umferð xim vissa 'hluta Hafnarfjarð- arvegar er margföld á við það, sem verður á hinum nýja Keflavíkurvegi. Hefði því verið fyllsta ástæða til þess að fullgera tveggja ak- brauta veg til Hafnarfjarðar, áður en hafizt var handa um framkvæmdir sunnan Hafn- arfjarðar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að forystumenn vegóunála geri sér grein fyrir þessari brýnu nauðsyn og hefjist handa um gerð nýs Haf narf j arðarvegar. SÍÐASTA VINNU- DEILAN LEYST 17mnnudeila sú, sem reis ” milli starfsfólks á véit- ingahúsum og Sambands veit inga- og gistihúsaeigenda, er nú leyst. Mun þetta vera síð- asta vinnudeilan á þessu ári, þar sem krafizt er svipaðra kauphækkana og aðrar stétt- ir hafa fengið að undanfömu. Athyglisvert er við þessa samninga, að þeir eru gerðir til tveggja ára, og virðast báðir aðilar þannig vilja leggja sig fram um að koma í veg fyrir nýjar deilur. Þá BRETAR eru nú í miklum vanda staddir. Þeir eiga við erfiðleika að etja, bæði á sviði efnahags- og hermála. Frakk- ar reynast þeim erfiðir í við- ræðunum um aðild að Efna- hagsbandalaginu og Banda- ríkjamenn gera þeim erfitt um vik í kapphlaupinu um kjarnorkubúnað. Sumir telja jafnvel, að Bretar eigi ekki lengur neinu hlutverki að gegna í hópi stórþjóðanna. Þessi atriði ræða þeir Kennedy, Bandaríkjaforseti, og Macmillan, forsætisráð- herra, í Nassau á Bahama- eyjum. — ViðræÖur þeirra munu standa degi lengur, en ákveðið hafði verið. Þær snú- ast einkum um það, hvort Bandaríkjamenn vilja veita Bretum þá aðstoð, sem nauð- synleg reynist til að þeim takist að koma upp kjarn- okruher. Er þar fyrst og fremst vun að ræða Skybolt- eldflaugarnar, sem eru í raun réttri árásarvopn, á svipaðan hátt og langdrægar eldflaug- ar á jörðu niðri, en eiga að geta komið í þeirra stað, verði hinar óvirkar sakir árása á eldflaugastöðvar. er þess einnig að gæta, að gildistími samninga starfs- fólks á veitingahúsum hefur verið samræmdur, því að áð- ur hafði verið samið við þjóna til 31. desember 1964, en hinir nýju samningar við annað starfsfólk miðast einn- ig við þann dag. Á fleiri sviðum þyrfti að stefna að því að samningar allra þeirra, sem vinna í á- kveðnum starfsgreinum, rynnu út á sama tíma, svo að komið yrði í veg fyrir, að fá- mennir hópar manna stöðvi rekstur þýðingarraikilla at- vinnugreina. Þrjár spurningar hefur mjög borið á góma, allt frá því til- kynnt var um fund þeirra Ken- nedys og Macmillan, fyrir nokkr- um vikum. # Geta Bandaríkjamenn stað- ið undir þeim gífurlega kostnaði, sem leiðir af viðleitni Banda- ríkjamanna til að styrkja hern- aðaraðstöðu Breta? # Ríkir ótti, bæði meðal sovézkra og bandarískra ráða- manna, vegna kjarnorkuvigbún- aðar annarra ríkja, hvort sem er austan eða ves-tan „járnfjaldsins" # Hafa Bretar ekki lengur neinu hlutverki að gegna í hópi stórþjóðanna, eins og fram hefur komið af ummælum Dean Ache- son? Allt frá þvi tilkynnt var, að fundur Kennedys of Macmillans yrði haldinn í Nassau, hafa farið fram miklar umræður í báðum löndunum, auk þess, sem skipzt hefur verið á skoðunum. Landvarnaráðherrar beggja landanna, Peter Thorneycroft og Robert McNamara, hafa ræðzt við. Ræddu þeir aðallega um Sky bolt-eldflaugarnar, og þá skoð- un Bandaríkjamanna, að hætta bæri við að afhenda Bretum þær. Enginn sérstakur skriflegur samn ingur mun hafa verið fyrir hendi um afhéndingu þeirra, en Bretar munu talið sig eiga rétt til þeirra, samkv. nokkurs konar þegjandi samkomulagi. Thorneycroft er sagður hafa tekið mjög illa sjónarmiði Banda ríkjamanna, varðandi flaugarnar, er þau mál voru rædd. Segir 'bandaríska tímaritið „U.S. News & World Report", að Thorney- croft hafi skýrt MaoNamara frá því, að ef Bandaríkjamenn hættu við að afhenda eldflaugarnar, þá gæti svo farið, að leggja yrði niður herstöðvar bandaríska hersins í Bretlandi. Bandaríkin hafa varið um 500 milljónum dala til smíði Sky- bolt-eldflauga, frá því teikningar að þeim lágu fyrir 1957. Þær eru ætlaðar til að festa undir vængi sprengjuflugvéla. Þaðan er þeim skotið, og eiga þær að ná um 7000 mílna hæð, og ná til skotmarks í allt að 1000 mílna fjarlægð. Er drægni þeirra svipuð og skammdrægra eld- flauga, af þeirri gerð, sem Rúss- ar sendu til Kúbu. Skybolt-flaugarnar eru að visu skæðari vopn, vegna þess, að þær er hægt að flytja þús- undir mílna í lofti, áður en þeim er skotið. Bretar hafa reynt smíði slíkra flauga, „Blue Streak“, en hættu við hana, þar eð kostnaður varð þeim ofviða. Þó telja Bretar sér mikla þötf á því að eignast slffle vopn, þar eð land þeirra sé mjög þéttbýlt, og því sé ekki nóg fyrir þá að eignast eldflaug- ar, sem skotið er frá jörðu. Hefði brezki flugherinn yfir að ráða Skybolt-flaugum, gætu flugvélar hans flogið allt að landamærum kommúnistaríkj- 'anna, og þaðan hæft skotmörk innan Sovétríkjanna. Fram til þessa hefur ekki geng ið vel, er tilraunir hafa verið gerðar með Skybolt-flaugarnar. Fimm tilraunir mistókust, hver á eftir annarri. Gert hafði verið ráð fyrir, að smíðaðar yrðu rúm- lega 400 slíkar flaugar, og myndi heildarkostnaður við þær hafa orðið 3000 milljónir dala (um 130.000 milljónir ísl. króna). Er þá aðeins gert ráð fyrri þeim fjölda flauga, sem Bandaríkja- menn myndu þurfa til eigin þarfa, en kostnaður yrði miklu meiri, ef Bretar eiga einnig að fá iþær. Sakir þess, hve kostnaður hef- ur reynzt mikill, og hve illa hef- ur gengið með tilraunir, þá hafa heyrzt háværar raddir í Washing ton, um að hættá verði við smiði Skyboltflauganna. Þess í stað verði varnir frekar byggðar á Polaris-kafbátaeldflaugum og Minuteman-flaugum, sem skotið er af jörðu. MacNamara mun hafa tilkynnt ThorneycrOft, að Bandaríkía- menn væru reiðubúnir að fela Bretum alla yfirumsjón með smíði Skybolt-flauganna. Teldu Bretar sig ekki geta gengið að því, þá gætu þeir fengið í stað- inn skeyti af gerðinni „Hound- Dog“, sem nú eru þó almennt talin úrelt. Bretar geta ekki tekið fyrri kostinn, vegna fjárskorts, Þeim má því að nokkru leyti líkja við veiðimann, sem hefur skotin, en ekki byssuna, þ.e. þeir eiga kjarnorkusprengjur, en vant ar eldflaugar til að flytja þær. Tilgangur fundarins í Nassau er því fyrst og fremst sá, frá sjónarmiði Macmillans, að reyna að fá einhverja þá aðstoð, sem kemur í veg fyrir að fótunum sé kippt undan kjarnorkuvæð- ingu Breta — og að leita aðstoð- að Bandaríkjamanna til að ná hagkvæmari kjörum í samning- um við EBE. Þetta eru sennilega stærstu vandamál brezku stjórnarinnar og íhaldsflokksins, sem tapað hefur fylgi undanfarnar vikur og mánuði. Santo Domingo, 19. desemlber —AP í fyrsta skipti í 30 ár verða nú haldnar frjálsar kosningar £ Dominikanska lýðveldinu. Fara kosningarnar fram á morgun, fimmtudag. Þykir þetta mikill viðburður í landi, þar sem ein- ræði hefur verið um langt skeið. Kosið er um nýjan forseta, og er einn sigurstranglegasti framtojóð andinn rithöfundurinn Juan Bosch, sem sat 24 ár í fangelsi, meðan Trujiilo ættin var við völd. Skyholt-flaug, deiluefni Macmillans og Kennedys.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.