Morgunblaðið - 21.12.1962, Side 13

Morgunblaðið - 21.12.1962, Side 13
Föstudagur 21. des. 1962 ^ MORGUNBLAÐIÐ 13 Hvað segia þeir í fréttum M.s. Ketty Danielsen, sem Eimskip hefur ákveðið að kaupa. Samningar undirritaðir um kaup á Ketty Danielsen ÓTTARR MÖLLER, forstjóri Eimskipafélags íslands, er ný lega kominn heim, en hann hefur verið erlendis að und- anförnu, m. a. til að semja um kaup á danska skipinu Ketty Danielsen. Morgunblaðið hefur snúið sér til Óttarrs og spurt hann frétta af skipakaupunum. — Hann sagði m. a.: — í aprílmánuði sl. var byrjað að athuga um kaup á Ketty Danielsen. Við höfum átt viðskipti við eiganda skips •ins og hann lét það berast til okkar, að til mála kæmi að selja það. — Skipaverkfræðingur Eim skip, Viggó Maack, flaug til Bordeaux í nóvembermán- uði, þar sem skipið var statt. Hann skoðaði það og gaf fé- laginu svo skýrslu um ástand þess. — Ég fór til Evrópu í des- emberbyrjun, m.a. til að Danielsen, sem er eigandinn. — Ég tel, að verðið á skip- inu sé hagstætt fyrir Eim- skipafélag Islands h.f. — Sá fyrirvari var gerður við undirritun samninganna, að hluthafafundur Eimskip samþykkti kaupin. I>að hefur verið gömul hefð hjá félag- inu, að hafa þennan hátt á þegar samið er um skipakaup eð smíði á skipum. — M.s. Ketty Danielsen er þriggja ára gamait skip. Það er vandað og gott sjóskip og hefur oft komið til íslands. — Stærð þess er 1400 tonn, sem lokað shelterdecker, en 975 tonn sem opið shelter- decker. Lestarrými er 63.500 kúbikfet (bale). Það hefur þungabómu, sem getur lyft 10 tonnum og það er sérstak- lega styrkt fyrir siglingar í is. — Ketty Danielsen siglir með 12 mílna hraða og er að- alvélin af Deutz-gerð. Öll nauðsynleg siglingatæki eru að sjálfsögðu í skipinu. — Það á að vera tilbúið til afhendingar um miðjan janú- armánuð og ætti að vera hægt að byrja að nota það í febrú- arbyrjun. Nafnið hefur ekki verið ákveðið ennþá. — Ætlunin er, að nota skipið fyrst og fremst til að bæta þjónustuna við strönd- ina. Með því fæst betri nýt- ing á flota okkar .í heild. — Við eigum von á, í des- emberlok, að fá tilboð frá ýmsum skipasmíðastöðvum í smíði á tveim skipum af líkri stærð og Ketty Danielsen. Síðar verður tekin ákvörðun um, hvort og hvar skipin verða byggð, eða hvort horf- ið verður að því ráði að kaupa fleiri svo til ný skip. — Eimskip á nú 10 skip og er burðarmagn þeirra 31.388 tonn. Ketty Danielsen verður 11. skipið okkar, sagði Óttarr Möller. Jón Isberg sýslumaður * • Búnaðarbankinn yfir■ tekur sparisjóðinn Óttarr Möller semja um væntanleg kaup á skipinu. — Samningar voru undir- ritaðir 12. desember í Kaup- mannahöfn af mér og Otto SÝ SLUMAÐURINN á Blöndu ósi, Jón ísberg, hefur ufldan- farna daga verið í Reykjavík. Morgunblaðið náði tali af hon um og leitaði frétta úr Húna- vatnssýslum. Jón ísberg sagði m. a.: — Við höfum verið fjórir hér í bænum, Guðmundur Jónasson, Ási, Ingvar Jónsson', Skagaströnd, Herm. Þórarins- son, sparisjóðsstjóri, og ég, til að semja við Búnaðarbankann um yfirtöku á Sparisjóði Sætta sig ekki lengur við glassúrborna plakatkúnst THOR Vilhjálmsson, rithöf- undur, er nýlega kominn heim frá Italíu þar sem hann m. a. var í boði í borginni Sorrento um tíma og sótti stjórnarfund í Sambandi ev- rópskra rithöfunda. Frétta- maður Mbl. átti tal við Thor nú í vikunni um þessa för hans. — Þetta hófst á því að ég fór með ferðamannahóp fyrir Sunnu um Italíu í september- lok. Þeirri ferð lauk í Suður- Frakklandi en þaðan flaug fólkið heim en ég hélt aftur til Italíu, og var í boði Sorr- entoborgar við Napólíflóa fyr- ir milligöngu Sambands ev- rópskra rithöfunda. Fjórum rithöfundum býðst yfirleitt að dveljast víðs vegar á Ítalíu fyrir milligöngu þessara sam- taka á hverju ári. — í Sorrento var ég i 10 Thor Vilhjáinvsson daga, en hélt síðan til Róm- ar, þar sem ég dvaldist um skeið. Þar sótti ég m. a. stjórn arfund Sambands evrópskra rithöfunda í stað Halldórs Kiljans Laxness samikvæmt •ósk hans, en hann kom því ekki við að mæta sjálfur. — Laxness er varaforseti sam- takanna og nýtur þar mikill- ar hylli og virðingar. Tíu rithöfundar sátu fund- inn, sem einkum fjallaði um skipulagsmál samtakanna. Meðal þeirra voru Ungar- etti, eitt ágætasta ljóðsKald ítala, André Frenaud, John Lehmann, sem unnið hefur merkilegt starf í bókmennta- heimi Breta og árum saman unnið að því að halda úti góðum bókmenntatímaritum. Hann átti m. a. mikinn þátt í því að kynna ljóðskáld, sem nú eru þekkt um allan heim, Húnavatnssýslu og í því sam- bandi að sett verði upp banka útibú á Blönduósi. — Samningaviðræður um yfirtökuna hafa farið fram í tvo daga og gengið árekstra- laust. Nú er aðeins eftir að fá samþykki bankaráðsins og sýslunefndar Austur-Húna- vatnssýslu til að yfirtakan geti farið fram. — Ástæðan fyrir því, að við viljum leggja niður þennan 80 ára gamla sparisjóð er sú, að við teljum að bankd geti á margan hátt veitt okkur betri þjónustu. — Reiknað er með því, að yfirtakan fari fram 1. janúar n.k., eða miðist við þann dag. Skortur á vinnuafli og húsnæði — Trefjaplastverksmiðjan, sem tók til starfa sl. sumar á Blönduósi, er um þessar mundir að klæða lestar í ný- byggðu skipi í Reykjavík með trefjaplasti. Þessi aðferð er að ryðja sér mjög til rúms hér á landi. — Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið vel, þótt auð- vitað hafi verið ýmsir byrjun- arerfiðleikar. — Atvinna á Blönduósi hef- eins og t. d. Dylan Thomas o. fl. Þá var þarna einnig Zurkov frá Rússlandi, sem mikið kom við sögu í Paster- nakmálinu á sínum tíma. — Fundur þessi stóð í nokkra daga, og má m. a. geta þess að franskan er ekki dauð sem alþjóðamál, sem sjá má af því að hún er mál þessarar stofnunar og á fundum henn- ar ekki annað mál talað. — Hvaða hlutverki gegna samtökin? — Þau eru algjörlega ópóli- Framh. á bls. 23. ur verið mjög mikil og hefur vantað fólk. Ekki er það betra í sveitunum, en þar hefur ver- ið mikill skortur á fólki. — Byggingaframkvæmdir hafa verið allmiklar á Blöndu ósi, en þrátt fyrir það eru mikil húsnæðisvandræði og hafa þau staðið staðnum fyrir þrifum. — Fjölskyldur hafa orðið að flytjast burtu,’ þar sem þær hafa ekki getað fengið hús- næði. Stórt félagsheimili í byggingu — Nú er verið að byggja stórt og glæsilegt félagsheim- ili. Hluti þess var tekinn í notkun í haust og standa von- ir til, að því verði að fullu lokið næsta vor. — I húsinu er m. a. dans- salur, sem tekur 300—350 manns í sæti, og leik- og bíó- salur fyrir um 300 manns. — I vetur eru starfræktar þrjár kennslustofur í félags- heimilinu, því barnaskólahús- ið er orðið of lítið, þótt það sé ekki nema 14—15 ára gamalt. — Áformað er, að sveita- hreppir sýslunnar byggi sam- eiginlega barnaskóla að Reykj um á Reykjabraut. Fram- kvæmdir hefjast væntanlega næsta sumar. — Á fjárlögum fyrir árið 1963 hefur verið ætlað fram- lag til skólans. Rysjótt tíð — í haust hefur verið held- ur rysjótt tíð hjá okkur fyrir norðan, en þó er ekki hægt að segja að tíðin hafi verið svo slæm. — Afli bátanna var lítill framan af, en hefur heldur glæðzt og má teljast sæmileg- ur núna, sagði Jón sýslumað- ur Isberg að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.