Morgunblaðið - 21.12.1962, Side 20

Morgunblaðið - 21.12.1962, Side 20
2C Föstu3asrur 21. des. 1962 MORCUMJLAÐIÐ Marilyn Monroe _____efftir IMaurice Zolotov E3 )PIB — Af hverju skrifaðirðu mér ekki og sagðir mér að þú hefðir dottið af hjólinu? Viðtal við Vladimir Nabokov kom út í „The Amer.can Week- ly“, október 1959 Spurningarn- ar, sem lagðar voru fyrir rithöf- undinn, lýsa vel þessum mis- skilningi og svar hans beinir okkur að lausn gátunnar: ' „Hvað um þessar amerísku kynþokkadísir — Mariiyn Mon- roe og Jayne Mansfield? Eru iþær ímynd kvenkynsins í aug- um höfundar Lolitu?“ Nabokov svarar: „t fyrsta lagi er ungfrú Monroe ein hinna fremstu gamanleikkvenna á vor- um dögum. Hún er blátt áfram yfirgengileg. Ungfrú Mansfield hef ég al^lrei séð. En þessi venju legi skilningur á brjóstamikilli konu er frá minu sjónarmiði ekki ímynd kynþokkans. Kyn- ferðilegt aðdráttarafl er í mín- um augum miklu dularfyllra en það“. Aðdráttaraflið hjá Monroe hlýt ur að vera að finna í því, sem hún er og í leik hennar. Jafnvel nektarkonur eins og Venus eftir Botticelli o. fl. eru ekki dauð stykki af brjósta- og mjaðma- holdum. Ef þaer hafa æst menn upp, kynslóð eftir kynslóð, er það vegna þess, að listamenn- irnir hafa málað sálir þessara kvenna í smáatriðum vaxtarlags og stellinga. Það er jafnvel enn- þá sannara, að í málverkum, sem hreyfast og segja sögu, er það hinn sálræni kjarni konunn- ar, sem dregur okkur að henni. Kunnáttumenn með kunnátt- una á ýmsu stigi, hafa orðið var- ir við eitthvað sérstakt í sam- bandi við Monroe. í bók sinni „Ameríka sem menning", velur Max Lerner úr 13 „hjáguði" kvikmyndaáhorfenda um 50 ára skeið kvikmyndasögunnar. Monroe er ein hinna útvöldu. Við annað tækifæri fór Lerner til Hollywood til að semja greinaflokk, og hann segir irá því, hvernig hann hefði reynt að leita uppi „eftirtektarverðar sál- ir, hvar sem þær var að finna“. Hann ætlaði sér að leita Marilyn uppi og ræða við hana andleg mál. Svo samdi hann grein, er skýrir frá slíku samtali við hana. James T. Farrell hafði séð Monroe, sem stúlku, er hrósaði sigri yfir örbirgðinni. Honum fannst samband hennar við Mill- er dásamlegt á að líta. Miller væri skáld vanrækslunnar", en líf Monroes væri sigur öreigans yfir þjóðfélagslegri og efnahags- legri vanrækslu", Norman Mailer sagði, að Monroe væri ein hinna fáu leik- kvenna, „sem ég er enn dálítið forvitinn um“. í andstöðu við Farrell var Mailer ekkert hrifinn af hjónabandi hennar. Miklu frekar væri það óróvekjandi Hann taldi, að Monroe ætti ekki að vera neinum gift. Hún væri sameign allra karlmanna. Hún væri undarleg, villt og jafnvæg- islaus mannvera, sem sýndi kyn- ferðislþáttinn á dularfullan og óreglubundinn hátt og ætti því alls ekki að vera undirgefin neinum borgarlegum reglum. Mailer sagði einu sinni við mig: „Að mínu áliti er það þessum sálfræðingum að kenna, að henni skuli finnast hún eiga að lifa reglubundnu lífi, giftast og eiga börn og vera eins og venjuleg manneskja". Miller hafði átt heima heilt ár í Hollywood til að reyna að koma á framfæri kvik- myndahandriti, sem hann hafði samið í samvinnu við Jean Malaquais. Hann varð hrifinn af sálarlífi leikkonunnar og lýsti henni sem Lulu Meyer í „The Deer Park“, en það er einhver allra bezta lýsing bókmenntanna á slíkri manntegund. Lulu Mey- ers er samsett úr þrem leikkon- um, en annars er engin þeirra Monroe. Hann segir. „Þessir sál- fræðingar sannfæra leikkonurnar um, að þær séu kaldar en verði að vera eins og annað fólk. Það eru þær ekki. Ég á við, að Mari- lyn byrjaði eins og þúsundir ann arra stúlkna, en áður en lauk var hún öllum ólík. Og svo vilja sálfræðingarnir gera hana öllum líka aftur“. Paddy Chayefsky hinsvegar lít ur á kvikmyndaleikkonuna sem vanrækta af föreldrunum og leit andi að fjöldadýrkun, í staðinn, en sáluhjálp hennar sé fólgin í ást og hamingjusömu hjóna- bandi. Ohayefsky hefur neitað því, að persóna Ritu Shawn í „Gyðjunni“ hefði Monroe að fyrirmynd, en af því að maður Ritu var iþróttamaður með sjón- varpsdellu, kom upp grunur um það. Það er einkennilegt, að hér um bil hver maður getur fundið ein- hvern þátt í Monroe, sem getur átt við „hugmyndir“, Mailer ljóshærða, mjaðmavaggandi konu, Farrell „óbreytta“ konu, Mabokov gamanleikkonu með kynþókka, Ohayefski ástsjúka konu, sem fær ekki girndum sin- um svalað. Og sannleikurinn er sá, að eitthvað er — annað hvort í fortíð hennar eða þá í hinni samsettu persónu hennar í því, að hún var útskúfuð og leitar eftir ástum eldri manna— sem sannar að vissu leyti þetta álit á hin- um ýmsu eðlisþáttum hennar, allt eins og einnig má til sanns vegar færa álit þeirra, sem sjá hana sem ákjósanlegasta maka, til að fæða börn. í bók sinni, „Movies: A Psycho logical Study“, komu þau Martha Wolfenstein og Lathan Leites fram með kenningu, byggða á rannsókn á 19 amerískum kvik- myndum, einkum þó Gilda. Þau segja, að „nútíma amerískar kvik myndir hafa framleitt mynd hinn ar góðu og jafnframt vondu stúlku. Hún er góð stúlka, sem virðist vera vond. Hún er ekkert að leyna slæmu eiginleikunum, svo að hægt er að vera í vafa um innræti hennar, alla myndina á enda. Hetjan grunar hana um að vera vonda, en kemst að því að lokum, að honum hefur skjátl azt. Þannig finnur hann stúlku, sem í fyrstunni hefur orkað að- laðandi á haxm með hinum vondu eiginleikum sínum, en sem hann að lokum getur vel kynnt fyrir móður sinni“. Þessi bók köm einmitt út árið 1950, þegar Monroe var að byrja að skapa nýtt tiibrigði af þess- ari kenningu. Enda þótt þau Wolfenstein og Leites rannsökuðu ekki hinar eft irtektarverðustu og listrænustu myndir þessa tímabils, né held- ur lýstu sérstökum leikurum eða leikstílum, hefur þessi kenning þeirra nokkuð til síns máls. Eg hef sjálfur samið skrá yfir góð- ar, vondar og góð-vondar stúlkur í kvikmyndum. Fyrir 1930 hafði Hollywood tilhneigingu til að skipta kvenstjörnum sínum í annað hvort gífurlega lostafull- ar sírenur — sem voru girndin uppmáluð og stórhættulegar öll- um karlmönnum — eða þá áber- andi göfugar, næstum kynþokka- engla, sem blessuðu karlmenn með blíðu sinni og sjálfsfórn. Hinar góðu höfum við ennþá meðal vor — Norma Shearer, Lillian Gish, Jean Arthur, Katherine Hepburn, June Alli- son, Deborah Kerr, Greer Gar- son. Þó einkennilegt sé, eru þær vOndu miklu færri — Theda Bara, Pola Negri, Jean Harlow og Marlene Dietrich. En fjöl- mennasti hópurinn er hinar góð- vondu, en þær höfðu verið til í Hollywood, löngu fyrir daga Gildu. Garbo var í eðli sínu góð- vond, eins voru Clara Bow og Gloria Swanson. Lana Turner, Rita Hayworfch, Joanne Wood- ward, Susan Hayward og Eli- zabet Taylor, hadda enn uppi heiðri þessrar kventegundar. En svo er fjórða tegundin og hún hafði lifað og blómgazt lengi. Hún er skipuð kvenhetj- um, sem hegða sér eins og vond- ar stúlkur, án þess þó að vera vondar, en sýna sig ekki að vera góðar í lök myndarinnar: Ginger Rogers, Carole Lombard, Clau- dette Colbert, svo að dæmi séu nefnd. Þær léku í helztu gaman- leikum og gáfu oft til kynna, að þær gætu verið til í allt. Hlát- urinn, sem þær vöktu eyddi þeim kvíða, sem venjulega fylgdi lostafullum leik hjá amerískum áhorfendum — bæði í lífi og list. Hin mikla uppfinning Monroes var að leika konu, sem var opin- skátt lostafull og ástsjúk, en jafn framt hvorki vond né hættuleg né eyðileggjandi — og að leika þetta án þess að nöta háðið, sem kemur fyrir hjá Colbert eða Lombard. Sökum sakleysisins í þessum Venusarlíkama, vair hún raunveruleg. En þær, sem stældu hana, voru það ekki. Hún hafði byrjað að þróa þennan persónu- leik í einkalífi sínu, í baráttu sinni til að sætta það, sem hún fann til sjálf og hitt, sem siða- kennarar hennar vildu, að hún fyndi til, og þannig byggði hún smám saman upp persónu með hjálp nokkurra skilningisgóðra leikstjóra. Hún sýndi þennan persónuleik í „Asphalt Jungle“, árið 1950 og þróaði hann enn betur í „Gentlemen Prefer Blondes“ í síðari myndum sín- um gat hún hætt sér út á hin hættulegustu svið, án þess að hneyksla áhorfendurna, eða gefa í skyn, að hún væri siðspillt. Hún gat sagt manninum, sem hún elskaði, að hún hefði verið lauslát (Bus Stop). Hún gat tál- dregið hetjuna (Prinsinn). Hún gat dregið upp mynd af drykkju sjúkri og lauslátri stúlku og löng uninni til að giftast ríkum maxmi (Some Like It Hot). iBUtvarpiö Föstudagur 21. desember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 L«esin dagskrá næstu vifcu. 13.25 „Við vinnuna": TónLeikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Ævar R. Kvaran les söguna „Jóla- nótt“ eftir Nikolaj Gogol (3). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla I esperanto og sænsku. 18.00 „í>eir gerðu garðinn fræganM: G-uðmundur M. í*orláksson talar um Þorlák biskup helga. 16.20 Veðurfregnir. 18.30 TiLkyziningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Rousseau; síðara erindi (Dr. Sím on Jóh. Ágústsson prófiessor). KALLI KÚREKI Teiknari: Fred Harman PUCHESS.fM WoeeiED ABOUT THAT ARTISTjy HAMPTOM/ HE WAS x SPÖSED T'S€T HEEE) TWO DAVS A&Of IT'S FUHMY,- HE TALKS LlkE PLIEE DUDE .•'AN'YET I SOT TH' IDEA , HE'S SMAR.T AS AK) OLD TEAIL HAND/ WELL, 11L BE E IPIN’/ j HERE’S WHERE TH’ TRAIL LEAÚES) . TH’ ROAP, AW’ MOT A SkSN OFA ) WA&ON TEACk' EITHER. HES 1(0 *--- TBOUBLE, OK HE JUSTSOT T’SUH&H’ RMNT/W F0R6OT ABOUT VISfTW US/ PLENTY CAN HAPPEM TOA LOME GCEEWHORM/ MAYBE YOU OU&HTA GrO FIND HIM, BED/ ) ILL FIX YOU SOME SEUB T’TAKE, AN’ FILL'rOUR i CANTEEM/J — Ég er hálf hræddur um þennan Halla málara. Hann ætti að vera kom- inn fyrir tveim dögum. — Það getur margt komið fyrir einsarnlan, óvanan mann, Kalli, kannski þú ættir að fara og finna hann. — Ég skal ná í matarbita og fylla hnakktöskuna þína. — Það er skrítið — hann talar eins og einfeldningur, en samt held ég að hann sé eins klár og gamall kúreki. Jæja, það er bezt að leggja af stað. — Hérna liggur troðningurinn út af veginum og engin hjólför eru hér. Annað hvort er hann í klípu eða hann er að mála og hefur gleymt öllu um heinasQkiiina til okkar. 20.25 Tvö píanólög eftir Schumanaj MTileinkunin“ og „Mára£lú^,, (Kjell Bækkelund leikur). 20.35 í ljóði: Jólin (Baldur Pálmason sér um þáttinn. Lesarar: Her- dás Þorvaldsdóttir og Páll Berg- þórsson). 20.55 >rL‘Estro Armonico“, konsert nr, 1 í D-dúr- op. 3 eftir Vivaldi (Virtuosi di Roma leika; Renato Fasano stj.). 21.06 Úr fórum útvarpsins: Bjöm Th. Björnsson lisfcfræðingur veiur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix KrullM eftir Thomas Mann; XVI. (KristJ án Ámason). 22/0 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efsit á baugi (Tómas Karlsson og Björgviin Guðmundsson). 22.40 Á síðkvöldi: Léttklassásk tón- list. a) Jussi Björling syngur vinsæl lög við undirleik hljómsveitar Ntís Grevilliusar. b) Hljómsveitin PMHiarmonia leiikur svítu úr „Túskildings- óperunni'* eftir Kurt WelL 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.