Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 24
287. tbl. — Föstudagur 21. desember 1962 Myndin var tekin á árekstursstaðnum á Suðurlandsbraut í gær. Sjá má hvar frambretti fólksbílsins skagar út úr afturhjóli vöru- bílsins. (Ljósm. Mbl.). Frambrettið sat eftir á afturhjóli vórubílsins LAUST eftir kl. 2 í gærdag varð harður árekstur á Suðurlands- braut, skammt austan Miklu- brautar. Rákust þar saman vöru- bíll og fólksbíll af rússneskri gerð. Farþegi í fólksbílnum meiddist lítillega og báðir bíl- arnir stórskemmdust. Hálka olli óhappinu. Nánari atvik voru þau að vörubíllinn ko;n eftir Miklubraut en bílstjórinn segir að er hann hafi ætlað að hemla á gatnamót- unum við Suðurlandsbraut hafi Mllinn runnið 1 hálkunni. Segist bílstjórinn þá hafa . eynt að auka benzíngjöfina til þess að freista þess að komast inn á Suður- landsbrautina aður en næsta .AA bar að, en það tókst ekki. Pobedabíll, sem ekið var vest- ur Suðurlandsbrautina, skall af miklu afli utan í hægra aftur- hjól vörubílsins. Sviptist fram- bretti fólksbílsins bókstaflega af honum og sat fast í afturhjóli vörubílsins. Við höggið skekktist ,,hásing“ vörubílsins töluvert þannig að drifskaftið fór úr sam- bandi. Voru báðir bílarnir óöku- hæfir eftir áreksturinn. Farþegi í fólksbílnum meidd- ist við áreksturinn. Var hönn fluttur í Slysavarðstofuna og síð- an heim, enda munu meiðslin hafa verið lítil. Hallalaus fjárlög án nv'rra skatta eða tolla Jafnframt eru framlög til verklegra framkvæmda stóraukin GUNNAR Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði í ræðu sinni við 3. umræðu fjárlaga, að það sem m. a. einkennir afgreiðslu þess- ara fjárlaga, er, að þau verða afgreidd án nokkurra nýrra skatta og tolla, án þess að nokkr- ir tolla- og skattstigar séu hækk- aðir eða nýir tekjustofnar á lagð ir. Hins vegar gefa óbreyttir skattstigar og tollstigar ríkis- sjóði að sjálfsögðu allmiklu meiri tekjur, bæði vegna aukinnar þjóðarframleiðslu, vaxandi inn- flutnings, vaxandi veltu og auk- inna þjóðartekna. Það hefur því reynzt fært að afgreiða fjárlögin með tæpl 9 millj. kr. greiðsluafgangi án nokkurra nýrra skatta eða tolla, þótt jafnframt hafi framlög til verklegra framkvæmda verið hækkuð mjög verulega, — eða meir en tvöfaldast frá 1958 Á sama tíma hefur kostnaður við þessar framkvæmdir hækkað um 40—50%. Það er því augljóst, enda hefur það hvorki verið hrakið né vefengt, að um raun- verulega aukningu að töluverðu marki er að ræða á framlögum til verklegra framkvæmda, sé Afreiðslu fjárlaga lokið Alþingi frestað til 29. janúár Á FUNDI sameginaðs þings í gær voru fjárlög fyrir árið 1963 saimþytokt samhljóða sem lög fná Alþingi. Var þetta síðasti fundur Al- þingis fyrir jól. í fundarlok ósk- aði forsetd, Friðjón Skarphéðins. þingmönnum góðrar heimferðar og heimkomu og að þeir mættu hilttast heilir til starfs, er þing kærnd saman að nýju. Óskaði hann þeirn og fjölskyldum þeirra gieðilegra jóla svo og skrif- stjóra oig starfsfólki Alþingis. Eysteinn Jónsson þakkaði hlýj ar óskir forseta og kvaðst vita, að hann mælti fyrir munn allra heilla og þakkaði gott samstarf á árinu, sem er að líða. Tóku aJþinginsmenn undir orð hans með því að rísa úr sætum. Ólafur Thors forsætisráðherra las upp forsetabréf um frestun Alþingis og lýsti því síðan yfir, að þessu 83. löggjafarþingi þjóð- arinnar yrði frestað frá og með deginum í gær og yrði það kvatt saman að nýju eigi síðar en 29. janúar. Jafnframt árnaði hann alþing- ismönnium og starfsfólki alþing is gleðilegra jóla og farsæls ný- áns og vænti þess, að „við hitt- umst heil í næsta mánuði.“ miðað við árið 1958. Kvað fjármálaráðherra mikils varðandi, að ekki sé halli á fjár- lögum eða ríkisbúskapnum yfir- leitt, En það er alveg sérstök nauðsyn nú, eins og ástatt er í atvinnu og efnahagsmálum, þar sem eftirspurnin eftir vinnuafli er jafn mikil í mörgum greinum og hvergi nærri mögulegt að fullnægja henni. Að afgreiða fjárlög með verulegum greiðslu- halla í slíku atvinnu- og efna- hagsástandi er óafsakanlegt. Það mundi auka enn á þensluna, krefjast stóraukins lánsfjár ríkis sjóði til handa úr Seðlabankan- um og auka verðbólguhættuna, sagði ráðherrann. Að lokum þakkaði fjármála- ráðherra fjárveitinganefnd og þá alveg sérstaklega formanni henn ar og meirihluta fyrir afgreiðslu Þriðjungur þaksins fauk Þykkvabæ, 20. des í ROKINU í gær bar svo til að bænum Bala í Þykkvabæ að þriðjungur þaksins á nýju íbúðarhúsi fauk. Gengu járn- plötur af húsinu og fylgdi smábrot af veggnum með. íbúðarhúsið að Bala brann í vor og er nýlokið við að ganga frá nýja húsinu að ut- an. — Ekki er kunnugt um annað tjón á mannvnjkjum hér um slóðir í þessu roki. Magnús fjárlagafrumvarpsins. Nú er 1 þriðja sinn í röð unnt að af- greiða frumvarpið fyrir nýár og hefur það ekki komið fyrir síð- an í stríðslok. En ráðherrann taldi það mikils virði fyrir alla reglu í ríkisbúskapnum, að fjár- lög séu afgreidd í tæka tíð fyrir nýár. Kvað hann það vön sína og trú, að Alþingi og þær ríkis- stjórnir, sem koma hér eftir, haldi þessari reglu og keppi að því í lengstu lög að láta ekki hinn gamla óvana koma upp á ný. Umferðargjalds- málið á frumstigi Aðeins Keflavíkurvegur hefur næga umferð til þess að vegatollur sé hugsanlegur MBL. átti í gær tal við vega- málastjóra, Sigurð Jóhannsson, um hugmynd þá, sem komið hef- ur fram um að leggja á sér- stakt umferðargjald um Kefla- víkurveg er lánin verði að minnsta kosti að nokikru leyti greidd m«ð. . Sagði vegamála- stjóri að þessi hugmynd hefði komið fram áður í sambandi við Keflavíkurveginn, en málið væri á frumstigi og því ekkert um það Lýst eftir skozkri viskígæs á islandi MBL. BARST í gær bréf frá G. Helgason & Melsted h.f. þar sem skýrt er frá því að hið kunna viskífirma George Ballantine & Son í Skotlandi hafi snúið sér til fyrirtækis- ins og beðið það að koma á framfæri svohljóðandi eftir- lýsingu: „Þann 17. nóv. sl. týndist frá brugghúsum George Ballan- tine & Son Ltd. ein kínversk gæs, hvít að lit með eilitlum halla á vinstri væng og senni- lega án hrings. Gæs þessi var þjálfuð sem varðgæs. Síí t sást hún á Clyde fljóti. Gæsin er merkt með leynimerki og fundarlaun eru £ 50-0-0 ef hún finnst lifandi. Ef svo skyldi vilja til að gæsin hafi villzt hingað til lands og finnist lifandi eru finnendur beðnir að snúa sér til G. Helgason & Melsted h.f. eða George Ballantine & Son Ltd., Dumbarton, Skotlandi". Við þetta er því að bæta að Ballantinebrugghúsið hefur löngum átt í brösum við þyrsta þjófa, sem brugðið hafa sér yfir girðingar upihverfis viskí- ámubirgðir brugghússins og fengið sér sopa af tunnunum og jafnvel tappað á ílát. Voru varðmenn og hundar að sjálf- sögðu settir til höfuðs þjófun um, en samt sem áður tókst þeim oft að næla sér í brjóst- birtu. 1959 fékk cinn forstjóranna þá hugmynd að láta gæsir leysa vandamálið, og hefur í því sambandi e. t. v. munað eft ir sögunni um það er gæsir áttu að hafa bjargað Rómaborg frá innrás Galla árið 309 f Kr. með því að vara íbúana við. Keyptar voru í fyrstu sex varð gæsir, en síðan fjölgaði þeim hægt að segja að svo stöddu. Vegamálastjóri sagði að erlend is, m. a. í Bandaríkjunum, Ítalíu, Noregi, Sviss og Austurríki vseru tollvegir algengir. Væri þá tekið ákveðið gjald af hverjum bíl, sem leið ætti um viðkomandi vegi. Eru gjöldin innheimt í toll- hliðum með vissu millibili Vegamálastjóri sagði að hugs- anlegt væri að komast af með eitt tolihlið á Keflavíkurvegi, þar sem engin byggð væri um miðbik hans. Erlendis væri sá háttur hafður á að tollvegir væru yfirleitt byggðir fyrir lánsfé til langs tíma. Tollarnir miðuðust við það að greiða upp lán þess á láns- tímanum. Vegamálastjóri sagði að lokum að mál þetta væri á algjöru frumstigi og ekkert væri hægt að segja um hvort af þessu yrði hér. Þess má geta, að að jafnaði munu 1000—1200 bilar aka Kefla víkurveginn daglega, og er hann eini vegurinn á landinu, sem hef- ur nógu mikla umferð til þess að til greina komi að koma á umferðargjaldi. Gæsahersingin á eftirlitsferð viö brugghús Ballantine. Viskí- tunnurnar sjást í baksýn. og munu þær nú vera 23 tals ins, þ. e. a. s. 22, ef rétt er að ein þeirra hafi fengið nóg af því að passa viskíið og tekið sig upp. Þessi kátlega hersing kjagar síðan umhverfis girðingar um brugghúsið, og er sagt að þyrst um þjófum hafi ekki orðið ágengt síðan. Eru gæsirnar sagðar svo taugaveiklaðar og næmar að jafnskjótt og þær heyri til mannaferða, þótt all langt séu undan, rjúki þær upp með miklu gargi og geri aðsúg að hinum óboðna gesti. Komi varðmenn þá til skjal- anna og grípi þjófinn. Ekki er talið liklegt að hin týnda gæs gæti hafa villzt hing að, ekki sízt með tilliti til þess að aligæsir eru litt fleygar, og ótrúlegt að þær ferðist milli landa. Er því harla ólíklegt að menn hér rekist á viskí-gæs- ina á fömum vegi. Jólasöngvar í Laugarneskirkju GUÐSÞJÓNUSTAN i Laugarnes kirkju næstkomandi sunnudag (Þorláksmessu) verður með öðru sniði en veniulega, í tilefni þess að jólahátíðin er að ganga i garð. I stað venjulegrar messu- gerðar syngur barnakór úr Laug- arlækjarskóla fallega jólasöngva, undir stjórn skóiastjórans, Guð- mundar Magnússonar. Kirkjukór Laugarneskirkju, undir stjórn Kristins Ingvars- sonar organista, syngur einnig við guðsþjónustuna. Guðsþjón- ustan hefst kl. 2 eh. séra Garð- ar Svavarsson messar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.