Morgunblaðið - 22.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1962, Blaðsíða 23
Laugardagur 22. des. 1962 MORGU'NBLAÐlb’ 23 Ferðabók Sigríðar og Birgis Thorlacius Ferðabók, 208 bls. + formáli, 37 ljósmyndasíður og 1 landa- bréf. Bókaútgáfan Edda, Akureyri 1962. SKYLT þykir í fræðimennsk- unni að kunna að skipa hverri skepnu í réttan dilk, einnig verk um mannanna og skeiðum sög- unna. Nietzsche lét svo um mælt, að nítjánda öldin myndi síðar verða kölluð Zeitalter des erotischen Romans, skeið kynóra- 6káldsögunnar. Á sama veg mætti kalla samtíðina skeið hinna sjálf- bo'%^. -eir Sigríður Thorlacius sitja fyrir hverjum einfeldningi á strætum og gatnamótum og krefja hann um auga og eyra, en misbrestur vill verða á hvoru tveggja sannleiksástinni og frá- sagnarlistinni. Óvíða mun þó þessi missirin meiri þörf á trú- verðugri, fordómalausri og að- gengilegri fræðslu en í landa- fræðinni, er slík fræðsla því þakk arverðari sem hún er stunduð með listfengnari og skemmtilegri hætti. Og hvers myndi til þurfa, að svo megi verða? Að sjálfsögðu kemur margt til: skörp og lif- andi sjón, opinn hugur, glögg dómgreind og Ijóst skyn á sam- hengi hinna fjölmörgu þátta mannlífsins, haldgóð þekking á helztu greinum nútíma atvinnu- ©g menningarlífs, öryggi í sam- skiptum við fólk af ólíku þjóð- erni og ólíkri menningu, næm- leiki til að skynja heildina í svip- sýn engu síður en smásæjar skyndimyndir, frjó frásagnarlist og frásagnargleði, og síðast, en ekki sízt, það þanþol í mannleg- um viðskiptum, sem er jafnljúft og draga á sig slarkbuxur í fjár- ragi vestur í Klettafjöllum og handleika guðvef, ganga um musteri austur í Indlandi og taka tötralýð stórborgarinnar sem þjóðhöfðingja heimsveldisins með jafnri háttvísi orðs og hjarta- lags. Þannig fer þeim hjónum Sigríði og Birgi Thorlacius í Ferðabókinni, en þau hafa grip- ið jörðina með ökrum og eyði- mörkum, úthöfum og löndum I vinsamlegri tangarsókn austur um Iandland og vestur um Kyrra haf. Almenningur þeirra er rúm- ur og fé mislitt og misval fram- fengið, það er hvítt og svart, gult, brúnt og rautt og allir blending- ar þar í milli, og alls staðar sjá þau, að einn litur streymir þó um æðar undir mislitum lagði. Frú Sigríður er vel kunnur rithöfundur af bráðsnjöllum blaðagreinum, og hlutdeild ráðu- neytisstjórans í þessari bók kem- ur manni til að ætla, að hin form föstu og þurru embættisbréf muni vera harla góður skóli hverj um þeim, er neyta vill hinna blæbrigðaríkari kosta tungunnar. Þau hjón hafa sem sagt lagt sam- an við að veita íslenzkum les- endum verðmæt kynni af fjar- lægum löndum og þjóðum. Það mun verða nokkurt álita mál, í hvaða dilk bókmenntanna Reykjarpípa er kærkomin jólagjöf. Opið til kl. 11,30 e. h. alla daga. Tóbaksverzlunin London ©? feðmáw/ Birgir Thorlacius Ferðabókin skal dregin, utan hvað hún er ferðabók. Þættirnir eru sumir hörkuspennandi og f dramatískir, sumir ljóðrænir, sumir fræðandi, ritaðir af góð- viljaðri alvöru og góðviljaðri glettni. Bókin er skemmtilestur, en öllu góðu gamni fylgir góð alvara. Einfaldur lesandi, sem ekki vænti annars en þægilegs stundargamans við bókina, veit ekki fyrr en hann er orðinn skuld bundinn áhorfandi og þátttakandi í kjörum og lífi fjarlægs mann- grúa, sem ekki verður talinn lægri tölum en hundruðum milljóna og jafnframt verður hann glöggsýnni á markverð efni og hæfari að meta samtíð sína og lifa henni. Þess kyns lesning er þakkarverð. f hjarta minu á ég ávallt örðugt með að viðurkenna, að bók og bóklist sé annað og meira en læsi legur texti á blöðum, en þannig eru heft eða bundin, að saman haldist. Hvað fram yfir er, getur lofað sinn meistara, en það er önnur list. Því get’ég þess rétt fyrir siðasakir, að bók þessi er vandvirknislega út gefin og Hörður Ágústsson listmálari hef- ur sniðið henni óvenjulega og hugkvæmnilega kápu. Broddi Jóhannesson. GRILL GrRILLFIX grill- ofnarnir aru þeir fallegustu og full- Komnustu á markaðinum, vestur-þýzk framleiðsla. ÞBJÁR SIYEKÐIR. k INFRA-RAUÐIR geislar •fa innbyggður mótor kc þrískiptur hiti k sjálfvirkur klukkurofi ■k innbyggt ljós Á öryggislampi Ar fjölbreyttir fylgihlutir GRILLFIX fyrir sælkera og þá sem vilja hollan mat — og húsmæðurnar losna við steikarbræluna. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. F Ö IV I X O KORNERUP HANSEN 3ími 12606 — Suðurgötu 10. — Rísinn Framlh. af bls. 16. Á hverjum morgni veitir hann áheyrn fjölda manns, sem fullvissað íhafa ritara for- sætisráðherrans um, að þeir eigi við hann erindi. Það fólk kemur með gjafir, sem Nehru veitir móttöku með vandræðalegum undrun- arsvip. • Ný þróun án Ghandis. Andrúmsloftið er gerólíkt 'því, sem gerist í Peking. Mis- munurinn er eins konar stað- festing á margbreytileik og varnarleysis Indverja, og „menntuðum" vanþroska i þeirra. Mao má samt vita, að ekki er sopið kálið, þótt í aus- una sé komið. Kína Maos er óhugnanlegt fyrirbæri, en heimurinn verður nú vitni að nýrri þróun, sem er að hefj- ast í Indlandi, þróun, er ekki einkennist af anda Ghandis — og enginn getur sagt fyrir um, til hvers muni leiða. (Grein úr Daily Tele- graph, eftir Douglas Brow — þýtt og andur- sagt). T ómstundabúðin Vðalstræti 8. Sími 24026. . Verið vel klæddir um jólin Karlmannaföt (42 stærðir) kr. 2375.— Unglingaföt kr. 1985.— Drengjaföt frá kr. 1160.— ..........□ ★ □................. Einnig stakir jakkar og stakar buxur í miklu úrvali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.