Morgunblaðið - 06.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1963, Blaðsíða 12
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. janúar 1963 12 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. NÝ STJÓRN í FÆREYJUM TVTý landsstjórn hefur verið mynduð í Færeyjum. Standa að henni þeir flokkar, sem hraðast hafa viljað fara í baráttu Færeyinga fyrir sjálfsstjóm. Eru það hinn gamli Fólkaflokkur ásamt Þjóðveldisflokknum, Sjálf- stjórnarflokknum og svoköll- uðum Framfaraflokki, sem á einn fulltrúa í Lögþinginu. Á stefnuskrá stjómarinnar er aukin heimastjórn til handa Fær-eyjum og fyrirheit iurx ýmsar viðreisnar- og upp- byggingarráðstafanir. Þessi nýja landsstjórn í Færeyjum stefnir ekki að skilnaði við Dani. Lögmaður verður Hákon Djurhuus, úr Fólkaflokknum, sem er einn af reyndustu og þekktustu stjórnmálamönnum Færey- inga. I samtali, sem Morgunblað- ið átti í fyrradag við Hákon Djurhuus, komst hann m. a. að orði á þessa leið um stefnu hinnar nýju stjómar: „Þetta er stjóm, sem mynd uð er af þjóðemisflokkum, svo að það er víst, að það mun eiga sér stað breyting, hvað snertir heimastjórnarlögin. Á hvern hátt, er ekki endanlega ákveðið. Hins vegar munum við krefjast aukins réttar til að sinna sjálfir málum okkar út á við.“ Af þessum ummælum lög- manns verður það ljóst, að fyrir honum vakir fyrst og fremst að svipuð þróun verði í Færeyjum og gerzt hefur annars staðar á síðustu ár- um. Um Iokatakmark Færey- inga í sjálfsstjómarbaráttu þeirra virðist þó enn ýmislegt á huldu. En auðsætt er að hin nýja landsstjóm stefnir ekki að hreinum skilnaði við Dan- mörku, enda þótt einn flokk- ur hennar, Þjóðveldisflokkur- inn, hafi lýst því yfir, að hann vilji slíta öllu sambandi við Dani og stofna lýðveldi í Færeyjum. Þessi nýja færeyska sam- steypustjóm nýtur stuðnings 15 þingmanna af 29, sem sæti eiga í lögþinginu. Meirihluti hennar er því mjög naumur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ GERIST AT- VINNUREKANDI Igær birtir Alþýðublaðið fimm dálka rosafyrirsögn á forsíðu um „nýtt hneyskli íhaldsforstjóra Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar". Þar tekur blaðið sér fyrir hendur að segja til um það, hvernig reka eigi skip útgerðarinnar. Greinin er síðan krydduð með dylgjum og aðdróttun- um, sem heldur eru þó barna- legar. Aðalatriðið er það, að rit- stjórar Alþýðublaðsins telja sig þess umkomna að segja til um, hvemig haganlegast sé komið fyrir rekstri Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar í hverju einstöku tilfelli. Nú er það á allra vitorði, að meðan fyrri stjórnendur Bæjarút- gerðarinnar voru við völd var þeim hælt á hvert reipi af Al- þýðublaðinu. Stjórn þeirra var þó með þeim endemum, að líklega er leitun að dæmi úr íslenzkri atvinnusögu, sem sýni meiri óstjórn og sukk. Afleiðing hinnar algjöm ó- stjórnar Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar er sú, að fyrirtækið er raunverulega gjaldþrota og þannig á vegi statt, að allar líkur em til að fólksflótti verði úr bænum ef Hafnfirð- ingar eiga einir að standa und ir óreiðaskuldunum, þar sem útsvör yrðu þá að vera gífur- leg. — Endanlegu uppgjöri er ekki lokið fyrir óreiðutímabilið, en þegar það liggur fyrir þurfa menn ekki að deila um það, að reksturinn hefur verið með hreinum endemum, lík- lega svo, að hann yrði ekki verri, þótt sá nýstárlegi hátt- ur yrði upp tekinn, eins og Alþýðublaðið gerir í gær, að ætla að stjórna atvinnufyrir- tæki af ritstjórnarskrifstofum sínum! En það kemur sannarlega úr hörðustu átt, þegar stuðn- ingsblað þeirra manna, sem sett hafa einn blómlegasta bæ í byggð landsins í versta skuldafen, sem um getur, ætl- ar nú að vanda um og segja þeim mönnum fyrir verkum, sem gera tilraun til að bjarga því, sem bjargað verður. „GAMALREYND GLEÐIKONA" 17" ommúnistablaðið lýsir **■ Framsóknarflokknum í gær sem „gamalreyndri gleði- konu, sem grípur kaupskap- inn urh leið og hann býðst.“ Kommúnistum >er þannig ljóst, eins og öðrum, að Fram- sókn hefur löngum verið laus á kostunum og væntanlega byggjast áform þeirra um „þjóðfylkinguna“ einmitt á þeirri vitneskju. í framhaldi af þessari fram angreindu lýsingu á Fram- Hið umdeilda hérað Kashmír EINS og kunnugt er af fréttum komu stjórnir Indlands og Pak- istans sér saman um það fyrir skömmu að tilhlutan Breta og Bandaríkjamanna, að hefja við- ræður um hið umdeilda hérað Kashmír. Hófust viðræðurnar milli jóla og nýárs í Rawalpindi, höfuðborg Pakistan, en eftir tvo daga var þeim frestað fram í miðjan janúar. Indverjar og Pakistanbúar hafa deilt um Kashmír frá því að yfirráðasvæði Breta á Ind- landsskaga var skipt í tvö ríki, Indland og Pakistan, 1947, en þetta er í fyrsta skipti, sem þjóð- irnar hafa fallizt á að ræða málið og reyna að semja um það á friðsamlegan hátt. Kashmír liggur frá háfjöllun- um í Gilgit og Ladakh í norðri, suður fyrir hinn frjósama Kash- mír-dal, en þar er höfuðborg hér- aðsins Srinagar. 1947 var Kashmírbúum gefinn kostur á því að sameinast annað- hvort Indlandi eða Pakistan, og þar, sem 77% hinna 4,2 milljóna íbúa héraðsins eru Múhameðs- trúar, var augljóst, að íbúar hér- aðsins kusu að sameinast Pakist- an. Furstinn, sem ríkti í Kashmír á þessum tíma var Hindúi og þó að hann undirritaði bráðabirgða- verzlunar- og stjórnarsamning við Pakistan, varð hann Pakistan stjórn brátt erfiður, því að hann bar í brjósti ósk um að sameina Kashmír Indlandi. — Pakistan- stjórn gramdist óhlýðni furstans og sendi herlið inn í Kashmír til þess að knýja hann til hlýðni. Furstinn bað þá Indverja um hernaðaraðstoð, sem þeir veittu góðfúslega. Stýrjöld geisaði síðan í Kash- mír, þar til Indverjar sneru sér til Sameinuðu þjóðanna, sem drógu vopnahléslínu og skiptu Kashmír þannig, að Indland hlaut tvo þriðju hluta auðugustu landssvæða héraðsins, þ. e. Lad- akh, Kashmírdal og Jammu, en flestir íbúar Jammu eru Hindú- ar. Nehru forsætisráðherra Ind- lands lét á þessum tíma i ljós ósk um það, að Kashmírbúar fengju sjálfir að ráða framtíð sinni og lýsti því yfir, að Indverjar væru reiðubúnir að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu í hérað- inu undir alþjóðlegu eftirliti, t.d. eftirliti SÞ, þegar friður væri kominn á. Nehru var þó fljótur að gleyma þessum ummælum sínum, því að ljóst var, að Kashmírbúar myndu annað hvort kjósa sjálfstæði eða sameiningu við Pakistan. Múhameðstrúarmaðurinn Mo- hammed Abdullah, sem stjórnaði •indverska hlutanum af Kashmír, vildi sjálfstæði héraðsins. Stofn- aði hann flokk, sem hafði það að aðal baráttumáli. 1953 hnepptu Indverjar Mohammed Abdullah í fangelsi og hófust handa um að bæla niður þær hreyfingar í Kashmir, sem börðust annað hvort fyrir sjálfstæði héraðsins eða sameiningu þess við Pakist- an. Mohammeð Abdullah hefur setið í fangélsi til þessa dags, að undanteknum þremur mánuðum 1958, en hann sakaður um sam- særi gegn stjórninni. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert mikið til þess að fá Indverja og Pakistanbúa til þess að setjast að samningaborði og reyna að leysa Kashmírdeiluna á friðsamlegan hátt, en það hefur ekki tekizt. í haust, þegar Kínverjar réð- ust inn í Indland, fóru sendi- menn frá Bretlandi og Banda- ríkjunum til Indlands og Pak- istan og ræddu við leiðtoga þjóðanna og reyndu að gera þeim ljóst, að þeir gætu ekki varizt ágangi Kínverja, ef þeir stæðu ekki saman. Samþykktu leiðtogarnir þá, að hefja viðræður um hið um- deilda hérað Kashmír. Óánægju- raddir heyrðust í báðum lönd- um vegna samkomulagsins um samningaviðræður, en á milli jóla og nýárs hittust samninga- nefndir Indverja og Pakistanbúa í Rawalpindi. Sama kvöldið og viðræður þeirra hófust var til- kynnt í höfuðborginni, að Pak- ■istanbúar hefðu gert bráða- birgðasamning við Kínverja um landamæri Kashmír. Þetta vakti að vonum gremju Indverja, en Pakistanbúar fullvissuðu þá um, að þessir samningar giltu aðeins þar t'il samið hefði verið um Kashmír. Viðræður samninga- nefndanna stóðu þó ekki nema í tvo daga, en þá var þeim frest- að fram í miðjan janúar. Þegar tilkynnt var um frestun viðræðn anna urðu margir áhyggjufullir og töldu, að þær væru farnar út um þúfur, en formenn samninga- nefnda Indverja og Pakistanbúa fullvissuðu fréttamenn um það, að viðræðunum hefði miðað 1 rétta átt. sóknarflokknum biðla komm- únistar líka til hans og segja í ritstjórnargrein: „Eigi að vera veruleg um- skipti í kjaramálum verka- fólks, þarf víðtækar stjórn- málaráðstafanir. Er Fram- sóknarflokurinn reiðubúinn til þvílíkra ráðstafana? Er Fram sóknarflokkurinn reiðubúinn til samvinnu við Alþýðu- bandalagið í því skyni að ná meirihluta í næstu kosning- um og framkvæma síðan þær þj óðf élagsbrey tingar, sem tryggja hóflegan vinnutíma og viðunandi kjör? Tíminn svarar þessum spumingum daglega neitandi. Hann lýsir æ ofan í æ yfir því, að samvinna við Alþýðu- bandalagið komi ekki til greina. Eigi að taka þau svör gild er umhyggja sú, sem Þór arinn Þórarinsson þykist gagntekin af einber hræsni.“ Kommúnistar taka þannig ekki „gild“ svör Framsóknar við „þjóðfylkingartilboðun- um“ fyrir kosningar. Þeir vita, að Framsókn verður hverflynd fram um kosning- ar, og þess vegna er ekki furða þótt ritstjómargreinin beri nafnið: „Hvert stefnir Framsókn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.