Morgunblaðið - 06.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1963, Blaðsíða 20
20 MOÁGUNBL ifílÐ Sunnudagur 6. janúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: —■ I MAUD SILVER I KEMUR í HEIMSÓKN Hann leit kring um sig meðan hún var frammi. Honum komu húsgögnin kunnuglega fyrir og sum þeirra voru mjög vönduð. Hann bjóst við, að móðir sín hefði sett þau þarna handa henni. Hann yrði að tala við Holder- ness og fá að vita, hvernig ástatt væri um eignarréttinn á þeim. Ef hann færi að selja eignina. varð Hliðhúsið auðvitað að fyigja með í kaupunum og vitan- lega gat hann ekki selt það nema autt. En ef Katrín hefði leigt það tómt kynni að reynast Cmögu legt að koma henni burt. Gallinn var sá, að líklega lá ekki fyrir neinn skriflegur samningur, og ekkert til að sýna, hvort þetta var leigt tómt eða með húsgögn- um. Ef það væri leigt með hús- gögnum, gat hann sagt Katrínu upp, en ef móðir hans hefði gef- ið henni húsgögnin, gat hann það líklega ekki. Falleg kona, Katrín — fallegri en fyrir tutt- ugu og fimm árum — þá var hún óþarflega holdug. Hann fór að hugsa um Riettu. Það var ekki nema trúlegt. að hún hefði fitn- að — það gerðu þær stundum þessar velvöxnu stúlkur. Hún hlaut að vera fjörutíu og þriggja. Katrín kom inn aftur með kaffi bakka og nafnið á vörunum. — Hefurðu hitt Riettu? — Nei — ekki enn. Hún setti bakkann niður á lít- ið borð. Þetta var dýrt borð — hann mundi vel eftir því. Honum fannst Katrín hafa séð vel fyrir sér — vægast sagt. — Það væri gaman ef ég gæti fengið hana til að skreppa hing- að, væri það ekki? Eg held ég verði að reyna það. Hún er að minnsta kosti ekki að heiman. — Hvernig veiztu það? Katrín hló. — James minn góð- ur, þú hefur augsýnilega gleymt hvernig staður Melling er. Og hann hefur ekki breytzt. Hún tók símann um leið og hún sagði þetta. Hann gekk til henn- ar og stóð yið hliðina á henni og heyrði smellinn, þegar síminn var tekinn hinumegin, og heyrði röddina í Riettu. Hún hafði held ur ekki breytzt neitt. — Já — Þetta er Katrín. Heyrðu, Rietta. James er hérna .... já, hanm stendur hérna alveg við hliðina á mér, og okkur langar bæði til að þú komir hingað — og ef þú ætlar að fara að af- saka þig með Carr og stelpunni, þá veit ég, hvað ég á að hugsa, og James líka. Rietta svaraði rólega. — Eg hefði ekki nema ánægju af að hitta James aftur, en þú skalt ekki hafa neitt kaffi handa mér — ég er búin að drekka. Katrín lagði símann og sneri sér að James hlæjandi. — Mér datt í hug, að hún gæti ekki staðizt þetta. Hún kær- ir sig víst ekkert um að láta neinn halda, að hún vilji ekki hitta þig. — Til hvers væri það líka? — O, ekki neitt. En það er skrítið. að hvorugt ykkar skuli hafa gifzt, finnst þér ekki. Hann svaraði, dálítið snöggt. — Eg hef hvorki' haft tíma né löngun til þess. Maður kemst betur áfram einn. 6 — Og þú hefur komizt vel áfram? — Sæmilega. — Komizt það, sem þú ætlaðir þér? — Það má segja. Hún hellti í bollann hjá hon- um og andvarpaði. — Þú hlýtur að hafa skemmt þér vel. Segðu mér eitthvað af því. Rietta Gray steig inn í litla gólfblettinn fyrir neðan stigann og lagði kápuna sína á sigastólp- ann. Hún var gröm yfir því að Katrín skyldi hafa sært hana til að koma. Hún hafði sagt nei og meint nei, en að fara að endur- taka það nú í áheyrn James Les- siter — það var ekki hægt. Það varð að vera honum augljóst, eins og öllum öðrum í Melling, að hún kæmi fram við hann með vingjarnlegu kæruleysi. Hún horfði á sjálfa sig í gamla vegg- speglinum. Reiðin hafði komið roða upp í kinnar hennar. Hún hafði komið eins og hún stóð, í gamla, rauða innikjólnum sín- um. Liturinn á honum var heppi legur og fellingarnar fóru henni vel. Hún opnaði stofudyrnar og heyrði um leið Katrínu segja: — En dásamlegt! James Lessiter stóð upp og heilsaði hehni. — Jæja, Rietta? Hendur þeirra snertust. Hún var alveg tilfinningalaus. Reið- in var horfin og hún var orðin rólegri. Því að þetta var ekki nein afturganga aftan úr grárri forneskju, heldur laglegur og álitlegur miðaldra maður. Hann og Katrín höfðu setið sitt hvorum megin við arininn. Hún settist á stólinn milli þeirra, og fannst hún vera þarna að- skotadýr. Allt í einu fannst henni orðið þröngt þarna inni. Hún sagði: — Eg skrapp rétt yfrum til að heilsa upp á þig. Eg má ekkert stanza. Eg hef Carr og vinstúlku hans gestkomandi. — Carr? Hann nefndi nafnið eins og hver annar ókunnugur hefði gert. — Sonur hennar Margrétar. Þú manst, að hún giftist honum Jock Robertson. Þau báðu mig fyrir Carr, þegar þau fóru aust- ur, en svo komu þau aldrei aft- ur, svo að ég ól hann upp. — Carr Robertson. Hann sagði þetta eins og hann hefði sagt hvaða nafn sem var. — Það var leiðinlegt með Margréti. Hvað er drengurinn gamall? — Hann er nú enginn drengur lengur. Hann er tuttugu og átta ára. — Giftur? — Hann var það, en hún dó fyrir tveimur árum. — Það var leiðinlegt. Það er eins og ég sé dálítið seinheppi- legur með spurningarnar mínar. — O, það gengur nú svona, sagði hún. Katrín hallaði sér til hliðar, til að setja frá sér kaffibollann. — Þú skalt ekki kæra þig um það, James. Ekkert okkar þekkti Marjorie neitt, raunverulega. — Hún hafði engan áhuga á Mel- ling. Eg býst varla við, að Rietta hafi séð hana tíu sinnum. En hvað Carr snertir, þá virðist hann nú vera í þann veginn að láta huggast. Vinstúlkan, sem hann er með hérna, er sérlega áberandi ljóshærð stúlka. — Þetta er ómerkilegt af þér, Katrín, sagði Rietta. Þarna kom gamla röddin henn- ar — með reiði og öllu saman. Álitleg kona, Rietta, en senni- lega ekkert góð í umgengni. — Hann tók nú að spyrja um fólkið þarna í þorpinu. Þegar Rietta bjóst til farar, eitthvað tuttugu mínútum seinna, sagði hann: — Eg ætla að labba með þér. — Það er engin þörf á því, James, svaraði hún. — Það, sem er ánægjulegt er ekki alltaf þarft. En ég kem aftur, ef ég má, Katrin, svo að ég kveð þig ekki. Það var dimmt úti — ekkert tungl en heldur engin ský, en stjörnurnar daufar af einhverju, sem hefði getað verið þokuslæð- ingur septembernæturinnar, loft- ið var milt og rakt með ofur- litlum þef af viðarreyk og rotn- andi laufi. Þau voru komin um það bil þriðjung af þessum stutta spöl, þegar hann sagði: — Ég þurfti beinlínis að tala við þig, Rietta. Ég veit sem sé ekkert, hvaða ráðstafanir mamma hefur gert við tatrínu, viðvíkjandi Hliðhúsinu. Þú gæt- ir ef til vill eitthvað upplýst mig um það. Hún hægði ofurlítið á sér. — Ég er ekki viss um, að ég geti það. Hversvegna spyrðu ekki hana sjálfa? Það var eins og honum væri skemmt. — Þú heldur víst ekki, að það væri heppilegasta leiðin til að komast að sannleikanum? — Það er alltaf svo tómlegt hérna, þegar kærastinn þinn er farinn. Mér var nú að detta í hug ein- hver óvilhallari aðili. — Þá ættirðu að tala við hr. Holderness. — Það ætla ég líka að gera. En mér dettur í hug, að kannske sé hann ekki svo sérlega fróður um þetta. Þú veizt alveg hvernig mamma var — hún vildi fara sinu fram — hún var býsna ein- ráð. Hann rak upp stuttan hlát- ur. — Henni hefði aldrei komið til hugar að fara að nefna á nafn einkasamning, sem hún gerði við Katrínu. En mig langaði til að vita, hvort hún hefur aldrei minnzt á það við þig. Við skul- um snúa snöggvast við aftur.. Gerði hún það? — Já, þegar Katrín kom hing- að, eftir lát mannsins síns, sagði hún: „Mildred frænka ætlar að láta mig fá Hliðhúsið fyrir leigu, sem ekki er annað en formið“. Og í næsta sinn, sem ég hitti mömmu þína, sagði hún: „Ég ætla að láta hana Katrínu hafa Hliðhúsið það lítur út fyrir, að Edward Welby hafi látið henni eftir fimm aura tekjur á ári“. — Minntist hún ekkert á leig- una? — Ekki orði. —- En húsgögnin? — Jú, mamma þín sagði: „Ég sagði henni, að hún mætti sam- eina herbergin tvö niðri, og ég býst við, að ég verði að láta hana fá eitthvað inn í þau“. — Það getur nú þýtt hvað sem er. En það, sem mig langar að vita, er, hvort húsgögnin voru að láni eða gjöf. — Það hef ég enga hugmynd um. — Sumt af þeim er margra peninga virði. — Það mætti segja mér. Kannski Mayhew-hjónin viti um þetta? — Nei, það gera þau ekki. Það er eins og það hafi verið látið reka á reiðanum í nokkur ár. öðru hvoru var mamma að segja: ílllltvarpiö Sunnudagur 6. janúar. (Þrettándinn) 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. —- 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur séra Jón Auðuns. Organleikari: Páll ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Tækni og verkmenning; X. er- indi: I>áttur raunvísinda í nú- tíma þjóðfélagi (Steingrímur Hermannsson framkvæmda- stjóri rannsóknarráðs ríkisins). 14.00 Miðdegistónleikar: Útdráttur úr óperunni „Madama Butterfly'* eftir Puccini (Vikt- oria de los Angeles, Tito Gobbi, Giuseppe di Stefano o.fl. syngja með kór og hljóm- sveit Rómaróperunnar. Stjórn- andi: Gianandrea Gavazzeni. ]>orsteinn Hannesson kynnir). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.) a) Carl Billich og félagar hans leika. b) Stan Kenton og hljómsveit hans leikur. 16.15 End-urtekið efni: „Strindberg og þjóðvegurinn mikli“, dagskrá gerð af Sveini Einarssyni fil. kand. (Áður útv. 9. sept. sl.). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). 13.20 Veðurfregnir. 18.30 „Máninn hátt á himni skín'*; Álfalög og þjóðlög. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Erindi: „Kemst þó seint fari**, (Hannes J. Magnússon skóla- stjóri). 20.30 Kórsöngur: Alþýðukórinn syng- ur tólf íslenzk lög. Söngstjóri: Dr. Hallgrímur Helgason. 21.06 „„Þrettándadraumur" eftir rjóh o g jójó. Flytjendur: Ævar R. Kvaran, Brynjólfur Jóhannes- son, Jón Aðils, Valdimar Lár- usson, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Nína Sveinsdóttir og hljómsveit Magnúsar Pétursson- ar. Leikstjóri: Jónas Jónasson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.á.m. leikur hljóm- sveit Magnúsar Péturssonar ný danslög eftir íslenzka dægur- lagahöfunda; Haukur Morthens syngur „nýju dansana" og Sig- urður Ólafisson „gömlu dans- ana“. — (24.00 Veðurfregnir), 01.00 Dagskrárlok. Mánudagrur 7. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Á nýju ári (Dr. HaUdór PáLsson búnaðarmála- stjóri). 13.36 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Grétu Garbo (2). 16.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16.00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir). 17.05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sigur björnsson). KALLI KÚREKI — * - - Teiknori: Fred Harman — Stattu upp og leitaðu í vösun- um hjá þér. Hver veit nema þar sé eitthvað markvert. — Já, en veittu mér þá ekki fleiri högg. Um leið og Ási tæmir vasana kast- ar hann umslaginu á jörðina og treð- ur það undir fótum sér. — Þetta er allt og sumt. Vasahníf- ur, eldspýtur og vindlingapakkL — Gaktu nokkur skref aftur á bak. Mig langar til þess að sjá hvaða bréf þú ert að reyna að fela þarna. 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust- endur (Ingimar Jóhannesson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Lög úr kvikmyndum. 19.00 Tilikynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Páll Kolka læknir). 20.20 Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur íslenzka tónlist. 20.40 Á blaðamannafundi: Arinbjöm Kolbeinsson formaður Lækna- félags Reykjavíkur svarar spurningum. Spyrj endur: Bald- ur Óskarsson, Haukur Hauks- son og Þorsteinn Ó. Thoraren- sen. Stjórnandi: Dr. Gunnar Schram. 21.15 Tónleikar: Gitarleikarinn Laur inde ALmeida ojEI. leika og syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull" eftir Thomas Mann; XIX. (Krist ján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.00 Skákþáttur (Guðmundur A laugsson). 23.36 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.