Morgunblaðið - 09.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50 árgangur 33. tbl. — Laugardagur 9. febrúar 1963 Frentsmið.ia iViorgunblaSsins CJnglr liðsforingjar í íralt gera stjórnarbyltingu: Stuöninffsma Kassem sagður fallinn ( í loftárás á aðsetur landvarnaráðuneytisins Washington, London, Bagdad, Beirut, 8. febrúar. (NTB: REUTER: AP). 0 í DÖGUN í morgun tilkynnti útvarpið í Bagdad, að stjórnarbylting hefði verið gerð í írak. Aðsetur land- varnarráðuneytisins hefði verið lagt í rúst og forsætisráð- berrann, Abdul Karim Kassem, grafizt undir rústunum. í kvöld tilkynnti útvarpið, að Abdul Salam Muhammed Aref hafi verið skipaður forseti í frak, en hann var vara- forsætisráðherra landsíns eftir júlíbyltinguna 1958. Vitað er að Aref er ákafur fylgismaður Nassers, forseta Egypta- lands. Ennfremur var sagt, að Ahmed Hassan^Badr hers- höfðingi hefði verið skipaður forsætisráðherra byltingar- stjómarinnar. £ Eftir því, sem næst verður komizt, eru það ungir liðs- foringjar í her íraks, er að byltingunni standa, undir forystu Ahdul Karim Mustafa Nasrapti, ofursta. Þeir hafa lýst yfir stofnun „Þjóðbyltingarráðs“ er fara muni með völd í landinu fyrst um sinn. Talsmenn utanríkisráðuneyt- anna í London og Washington telja ekki óhugsar'1'. '* Xass- em sé enn á lífi. 0 Byltingarmenn virðast hafa allar útvarpsstöðvar á sínu valdi og vísan stuðning meginhluta hersins. Flug- völlum hefur verið lokað, svo og landamærum öllum. Fregn ir frá Teheran herma, að hersveitum nálægt landamærum íran og írak hafi verið skipað að vera viðbúnar og íranskur floti í Persaflóa mun hafa fengið sams konar fyrirmæli. Stjórnir Egyptalands, Kuwait og Jemen hafa fagnað bylt- ingunni og lýðræðisflokkur Kúrda í írak lýst yfir stuðningi sínum við Þjóðbyltingarráðið. Ahemed Mohammed E1 Awawi og Ahmed Nurredin, allir liðs- foringjar. Fréttamenn i höfuðborgum nágrannaríkja íraks segja, að Ijóst sé af skipan Þjóðbylting arráðsins, að hér hafi verið að verki andkommúnistar, en meðlimir séu allir fylgjandi hinum arabiska sósíalisma, flesti.r félagsbundnir í Ba’ath- hreyfingunni, sem Kassem hafði bannað. Sú hreyfing hef ur mjög stutt Nasser, hann átti þar til dæmis öflugastan stuðning er sambandinu milli Egyptalands og Sýrlands var komið á 1958. Er því ekki ólík- legt talið, að þessi uppreisn í írak kunni að hafa einhver áhrif í Sýrlandi. Ilreyfing þessi er sögð mjög andvíg auknum áhrifum kommúnista í Asíu. LJÓST er að byltingarmenn eru vinveittir Nasser, forseta Egyptalands, því að hann hefur þegar viðurkennt nýju stjórnina — en samkvæmt siðustu fregn- um hafa ekki sézt þess merki, að byltingin hafi verið gerð beint fyrir hans tilstilli. Hins- vegar bendir ýmislegt til að byltingin sé and-kommúnisk, m.a. tilkynningar Bagdad-út- varpsins, að eitt fyrsta verk Þjóð byltingarrálðsms hafi verið að breinsa til meðal yfirmanna hers ins, víkja þaðan öllum yfirlýst- um kommúnistum og nánustu samstarfsmönnum Kassems, for- sætisráðherra. Bagdad-útvarpið byrjaði send- ingar sínar með venjulegum hætti kl. 6 í morgun (isl. tími), en tveim klukkustundum síðar var lesin upp fyrsta tilkynning byltingarmanna. Þar sagði, að bundinn hefði verið endir á ó- stjórn Kassems, flugvélar og skriðdrekar hefðu gert árásir á stöðvar landvarnaráðuneytisins, en forsætisráðherrann grafizt undir rústunum. Karim Kassem hafði einkaíbúð í ráðuneytisbygg ingunni og dvaldist þar oft. Skýrt var frá stofnun „Þjóðbyltingar- ráðs“, er fara skyldi með öll völd í landinu fyrst um sinn. í forsseti þess var fyrst sagður Abdul Karim Mustafa Nasratpi, ofursti, — forsprakki bylting- arinnar, en í fregnum í kvöld var sagt, að Ahmed Hassan Badr, hershöfðingi hefði verið skipaður forsætisráðherra landsins. Aðrir í Þjóðbyltingarráðinu ' eru, að eögn AP-fréttastofunnar, Abu Taleb E1 Hasmini, Najat Mahm- oud E1 Safi, Saba Mohammed, lassers skipaðir forseti Abdul Karim Eftir að sagt hafði verið frá byltinguhni voru lesnar í út- varpinu tilkynningar forystu- manna hennar á fárra minútna fresti en á milli leikin ættjarðar lög frá írak og Egyptalandi. Sagt var, að öllum deildum hersíns hefði verið fyrirskipað að hálda kyrru fyrir og taka engum boð- um nema frá Þjóðbyltingarráð- inu eða mönnum skipuðum af því. íbúar landsins voru hvattir til þess að skipa sér við hlið byltingarmanna og ráða niður- lögum stuðningsmanna Kassems, hvar sem þeir létu á sér bera. „Ó, þjóð“, sagði í einni til- kynningunni,“ þetta er dagur Framh. á bls. 23 Hver er forsprakki byltingarinnar? Fjarri fer því að ljósar séu ofursti hafi fyrir þrem árum orsakir eða endanlegur til- verið rekinn úr her Íraks fyrir gangur byltingarinnar í frak. að reka stjórnmálaáróður innan- Bent er á það í fregnum frá hersins. Hafi Mustafa verið nágrannaríkjunum, að sam- ákafur þjóðernissinni. Bagdad bandið milli íraks og Egypta- útvarpið hefur í dag lýst lands hafi að undanfömu farið Mustafa ofursta forystumann mjög versnandi. Aðeins eru byltingarinnar, en haft er liðnir nokkri? dagar frá því eftir innflytjendum frá írak, Kassem sakaði stjóm Egypta- búsettum í Kairo, að hinn lands um að hafa rænt einum raunverulegi forvígismaður starfsmanni sendiráðs fraks í byltingarinnar sé Abdel Chani Kairo. Egyptar neituðu, en í E1 Rawi, hershöfðingi og yfir- fregn frá Kairo í dag segir, maður 11. herdeildarinnar, að umræddur sendiráðsmaður sem staðsett er í Elramadi, non grata“ í se „persona Egyptalandi. Ennfremur herma óstaðfestar fregnir, að Kassem hafi fyrir rúmri viku vikið úr starfi 58 þjóðemissinnuðum liðsforingj dómurum um og sett í þeirra staði stuðn- fjallaði er í skammt frá Bagdad. Rawi er sagður ákafur arabískur þjóð- emissinni, eins og Mustafa. Hann hafði tekið þátt í bylt- ingunni 1958 og verið einn af herdómstólsins a mál manna er úr ingsmenn kommúnista. Sömu stjóm Feisals, en þeir voru fregnir herma, að hervörður flestir dæmdir til dauða. Er hafi í dag verið við sendiráð haft eftir mönnum þessum að Rússa í Bagdad. Rawi eigi eftir að koma fram A hinn bóginn segir í fregn á sjónarsviðið meira en orðið um frá Moskvu, að Mustafa er. Sjá greinar á bls. 10. Fiskveiðitakm örk viS Fær- eyjar ekki iærS út í hráS í EINKASKEYTI, sem Morg- unblaðinu barst frá Færeyj- um í gær, segir, að danska ríkisstjórnin hafi hafnað kröfu færeysku stjórnarinnar um að færa út fiskveiðitak- mörkin við Færeyjar 27. apríl næstkomandi. Afríku stafar hæffa af Ben Bella — segir utanríkisráðherra Portúgals Lissafoon, 8. febrúar. NTB- Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Portú- gal Alberto Nogueira sagði á fundi með fréttamönnum í dag, Tiffany-stelnmum stolið ásamt flelri eðalsteinum — al!s um 10 millj. kr. virði New York, 8. febr. — AP. í GÆRKVELDI var brotizt inn í hótel-íbúð í New York og stolið skartgripum með eðalsteinum, sem virtir voru á rúmlega tíu milljónir ísl. kr. Þar á meðal var Tiffany- demanturinn frægi, sem einn er virtur á hálfa fimmtu milljón króna. Eigandi skartgripanna er frú Irene M. Selznick, sem gift var kvikmyndaframleið- andanum David O. Selznick. Hún hafði íbúðina á leigu og uppgötvaði ránið, er hún kom heim úr samkvæmi skömmu eftir miðnætti. Tiffany demanturinn var sýndur á heimssýningunni í New York árið 1939. að stjórn.Portúgals hefði í hyggju að senda í samvinnu við önnur ríki fjárhagslega og hernaðarlega aðstoð til þeirra ættflokka í Al- sír, er reyndu að brjótast undan einræðisstjórn Ahmed Ben Bella, forsætisráðherra landsins. Nogueira sagði, að stjórn Porfó gals gerði sér fulla grein fyrir því, að Ben Bella beitti kúgunar aðferðum við ýmsa ættflokka í Alsír og hefðu forystumenn þeirra óskað aðstoðar utanfrá, bæði fjárhags- og hernaðaraðstoð ar og einnig, að sjálfboðaliðar kæmu og veittu þeim lið. Nú í skeytinu segir: Þeir Hakon Djurhuus og Er- lendur Patursson eru nú á heim- leið frá Kaupmannahöfn með Dr. Alexandrine. Þeir hafa rætt við danska ráðamenn um út- færslu fiskveiðitakmarkanna við Færeyjar, en danska stjórnin vill ekki heyra á það minnzt, að takmörkin verði færð út 27. apríl n. k., svo sem lagt var til — og raunar alls ekki fyrr en samningur Bre*a og íslendinga um fiskveiðilögsöguna rennur út 11. marz 1964. Færeyska lögþingið hefur ekki rætt um aðra möguleika en að færa út takmörkin í 12 mílur. Tilraunir í Nev- ada-auðninni liafnar að nýju Washington, 8. febr. — AP. KJARNORKUMÁLANEFND Bandaríkjanna skýrði frá því í væri í athugun hvorf ekki væri! dag, að tilraunir með kjarnorku- rétt, að Portúgalar tækju hönd- ( vopn hefðu að nýju verið hafnar um saman við aðrar þjóðir, er t í Nevada-auðninni. Fyrsta tilraun stafaði hætta af Alsír og veifctu in var gerð í dag. ættflokkum þessum stuðning. ÞesSi yfirlýsing utanríkisráð- herrans er talin beint svar við þeim ummælurti Ben Bella í Algeirsborg fyrir nokkru, að Kennedy, forseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum, að undir- búningur að tilraunum yrði haf- inn að nýju, þar sem viðræðum stjórnarfulltrúa Bandaríkjanna Alsír-stjórn hefði veitt uppreisn- J og Sovétrikjanna hefði verið Framh. á bls. 23, hætt, að ósk hinna síðarnefndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.