Morgunblaðið - 09.02.1963, Blaðsíða 16
16
M O R C V 1S P r 4 fíl B
Laugardagur 9. febrúar 1963
Þverárvirkjun í Steingrímsfirði.
Landið okkar
Framhald af bls. 15.
hana geta legið tvö kaupskip
samtímis. Dýpið hefur nokkuð
aukizt þar sem bryggjuhaus-
inn var nokkuð framlengdur og
nær öll íslenzk skip geta lagzt
hér. í króknum fyrir innan
bryggjuna er nóg legupláss og
meira en það fyrir bátana hér,
og getur varla verið betra. Það
er sama hvaða sterkviðri yrði
hér; það myndi ekki valda okk-
ur tjóni hér í höfninni. Það gæti
etv. hugsazt, að í S eða 3V roki
bryti svo mikið yfir bryggjuna,
að trillubátana fyllti, en sjó-
gangur myndi aldrei valda þeim
tjóni. Frágangur allur á bryggj-
unni er þannig, að þetta má vist
telja einhverja beztu bryggju á
landinu.“
Aukin trú á
framtíðina.
Hefur þessi hafnargerð þá
ekki ýtt undir atvinnulíf hér á
staðnum?
„Hér var um tvennt að velja
1959: annað hvort varð þetta
mannvirki að koma eða hér
urðu ekki viðunandi lífsskilyrði.
Þegar það var vitað, að full
alvara var um að hefja hafnar-
gerðina, varð það mönnum örv-
un til að komast yfir báta og
gera þá út héðan. Grundvöllur-
inn fyrir atvinnulífi hér ú staðn-
um eru höfnin, útgerðin og
frystihúsin tvö.
„Fólkinu hefur fjölgað hér og
það hefur ekki lengur vantrú
á því, að hægt sé að lifa á þess-
um stað, Árin 1957 og 58 fannst
mér að væri helzt í huga svo
margra að flytja í burtu, en þá
var það helzt til fyrirstöðu, að
enginn vildi kaupa hús þeirra
og margir munu varla hafa átt
fyrir farinu til að flytjast héð-
an.“
En hvernig horfir þetta við
nú?
„Hér er ekki fararsnið á
nokkrum manni. Fyrst og fremst
vegna þessa mannvirkis, hafh-
argerðinnar, hefur fólkið fengið
trú á afkomumöguleikunum hér.
Á meðan afli er líkur því, sem
hann hefur verið hér, verður
ekkert útstreymi af; fólki héðan.
Afkoma fólks er góð og vaxandi
tekjur. Atvinna er alltaf næg
þegar gefur á sjó. Hjá okkur
skapast helzt aldrei dauð tíma-
bil í atvinnulífinu nema þá
helzt framan af vetri, en nú
hefur verið alveg undantekning
í því efni þar sem gæftir hafa
verið óvenju góðar og afli.“
Hvernig hefur ykkur gengið
að fá peninga til hafnarinnar?
„Þar hafa ýmsir aðilar sýnt
okkur skilning og hjálpað okkur
áfram. Framkvæmdabankinn og
Atvinnuleysistryggingasjóður
lánuðu sína milljónina hvor
stofnun og margir aðrir aðilar
hafa aðstoðað okkur. Dr. Bsnja-
mín Eiríksson bankastjóri hefur
sýnt sérstakan skilning á málum
okkar og veitt okkur frest á
greiðslu vaxta og afborgana í
tvö ár til þess að við gætum
notað það fé í hafnargerðina. —
Næstu fjögur árin verða þessar
framkvæmdir nokkuð þungur
baggi á hreppsfélaginu, en við
vonum að við mætum skilningi
og fyrirgreiðslu ráðamanna til
að létta þá byrðiÁ
Við kveðjum Hans Sigurðs-
son oddvita og göngum niður á
nýju bryggjuna. Bátarnir eru í
Höfn og á bryggjunni hittum við
Guðmund Guðmundsson skip-
stjóra á Hilmi, 28 lesta bát.
6 bátar sendir út.
„Það hefur verið óvanalega
gott fiskirí hér í janúar. Hér
eru gerðir út 6 bátar, fimm bát-
ar frá 9—37 lestir eru byrjaðir
og sá sjötti byrjar bráðum. Héð
an róa allir með línu fram í
miðjan marz, en þá taka sumir
net. Netaveiðin hefur gefið mis-
jafna raun undanfarin ár og hér
er oft dauður tími þangað til
loðnan kemur.
Er langt að sækja hjá ykkur?
„Við höfum róið frá 8 mílum
frá Grimsey og upp í 18 mílur
NNA af Barmi. Þar lentum við
í togurum um miðjan mánuðinn.
Við lentum þar í ágætum fiski
2 roðra, en þá voru togararnir
komnir og við töpuðum dálitlu
af línu. Togararnir fóru hik-
laust yfir Ijósbaujur bátanna okk
ar og tóku fiskinn okkar.“
Hvernig hafa aflabrögðin ver-
ið?
„Bátarnir hafa fengið þetta frá
3 og upp í 9 tonn miðað við
óslægðan fisk með haus og er
það heldur gott á okkar mæli-
kvarða. Annars hefur þetta ekki
verið mjög góður fiskur, mest
sprotafiskur, 18—20 tommur, en
helmingurinn ýsa og hún stór og
góð. Mestallur aflinn hefur far-
ið í frystingu, en minnsti fisk-
urinn í skreið."
Hvernig hafa þeir aflað á
Drangsnesi?
„Þaðan róa 4 bátar, 8—12
tonna, og þeir hafa verið með
frá 214—5 tonn i róðri, en þeir
leggja allan aflann upp slægðan
með haus.“
Hvernig gengur að manna bát-
ana?
„Yfirleitt vel, en þó hefur
einn bátur ekki komizt nema í
einn róður vegna mannaleysis.
Eg býst við að um 40 manns
hafi farið úr Steingrímsfirði og
Bjarnarfirði í atvinnuleit eða
skóla fyrir sunnan, en annars
hefur frekar vantað hér fólk og
rífandi atvinna verið hér í
Hólmavik það sem af er þessu
ári.“
Smásíldarveiðin.
Hvað heldurðu að hluturinn
hafi verið hjá ykkur ú Hilmi
á síðasta ári?
„Eg þori ekki alveg að fara
með það, en held að það hafi
verið 80—90 þús. krónur. Þar
munaði mest um smásíldina í
Steingrímsfirði í sumar. Við vor
um 2 mánuði í.henni, og hlutur
háseta varð um 50 þús. krónur.
Þessi smásild er svo eftirsótt í
beitu, að hægt hefði verið að
selja tvö- til þrefalt meira magn
en veiddist af henni og hægt var
að frysta í sumar.“
Hvernig höguðuð þið þessum
sildveiðum?
„Við vorum með landnætur,
fleiri en eina og drógum stund-
um að landi en lásuðum stund-
um á 4—5 faðma dýpi, en siðan
Var tekið úr nótinni eftir því,
sem hægt var að frysta, jafn
stór skammtur og hægt var að
koma í frost innan 4 klst. Við
fórum með litla nót inn i stóru
nótina og tókum okkar skammt
hverju sinni.“
Og þetta þykir góð beita?
„Já, þessi sild getur alveg
talizt tálbeita. Eftirspurn eftir
henni syðra hefur verið hægt
að anna henni, og því meira,
sem selt hefur verið, því meiri
hefur eftirspurnin orðið. Við
erum búnir að stunda þessa smá
síldarveiði i fjögur ár og aflinn
alltaf farið vaxandi. Eftir að
sumarsíldin hvarf hér í Húna-
flóa, höfum við ekki notað aðra
beitu en þetta og svo kolkrabba
þegar hann hefur komið. Við er-
um það sérvitrir, að ef okkur
líkar ekki síldin, sem við fáum
í nótina, þá sleppum við henni.
Síldin þarf að vera 12—14 senti-
metrar, tví- til þrískær síld þyk
ir bezt.“
Hefur verið mikið magn af
þessari síld hér í Húnaflóa?
„Já, undanfarin ár hefur ver-
ið mikið af henni. En við þurf-
um að fá þessa síld rannsakaða;
fá fiskifræðingana til þess að
athuga hvaða stofn þetta er og
hvað verður um hana. Innanum
er stór síld, sem við hefðum í
gamla daga kallað ekta Húnaflóa
síld.“
Mikiff af selum.
Hvað segir þú um áhrifin af
útfærslu landhelginnar, Guð-
mundur?
„Ég álít að þeirra sé lítið far-
ið að gæta hér og við erum
óánægðir með það hér við Húna
flóa, að ekki var lokað þvert yfir
Flóann úr Horni yfir í Skaga.
Fiskigöngur eru að breytast hér
í Flóanum og við erum hættir
að fá nokkurn fisk eftir að kem
ur inn fyrir Reykjarfjörð, nema
þá marglegnar ormakindur. —
Þetta held ég að stafi frá seln-
um. Það er mikið um sel aust-
anvert við Flóann og það er
staðreynd, að þar sem rennt er
fyrir fisk þar sem mest er af
sel'num, að þar er mestur orm-
urinn. Ormétni fiskurinn er
mestur austanvert í innflóanum,
þar sem voru okkar gömlu mið.
Seladráp er ekki stundað eins
og áður, t.d. á Vatnsnesi ekki
undanfarin 12 ár, en þar var áð-
ur 100 kópa lögn.
„Annars man ég ekki eftir í
mörg ár, að það hafi verið eins
mikil ýsa eins og sl. ár og það
sem af er þessu ári og það góð
ýsa. Nei, við höfum lítið orðið
varir við breytingar eftir að
landhelgin var færð út. Hér áður
fyrr var reyndar mikill ágángur
togara, en því er varla til að
dreifa nú og við róum ekki það
langt frá landi að við lendum
jafnaðarlega í togurunum, þó að
þetta kæmi fyrir um daginn."
Raforkuframkvæmdir.
, Næst höldum við til fundar
við Þórarin Ó. Reykdal, rafveitu
stjóra við Þverárvirkjun, en því
starfi hefur hann gegnt frá því
að virkjunin tók til starfa 15.
des. 1953.
„Þverá við Hólmavík var virkj
uð á árunum 1952—53,“ segir
Þórarinn, „og er 470 KW stöð.
Fyrst í stað var rafmagnið ein-
göngu fyrir Hólmavík, en ár frá
ári höfum við fært út kviarn-
ar.“
Hvað er þá örkuveitusvæðið
stórt núna?
„Það nær yfir bæði Stranda-
sýslu og Barðaströnd. Hér í
Strandasýlu er það komið í þorp
in Hólmavík og Drangsnes, 3
bæi að auki í Hólmavíkurhreppi,
1 bæ í Hrófbergshreppi, 10 bæi
í Kirkjubólshreppi og 10 í
Kirkjubólshreppi og 10 í
Kaldrananeshreppi auk Drangs-
ness. Árið 1961 var svo lögð
háspennulína yfir Tunguheiði að
Bæ í Króksfirði og rafmagnið
tengt til Króksfjarðarness og
bæja þar í kring, og á síðasta
ári var svo haldið áfram yfir i
Reykhólasveit og tengt þar. Það
eru fast að 20 bæir í Reykhóla-
sveit, sem fengið hafa rafmagn.
Sömuleiðis hefur verið lagt raf-
magn að Reykhólum, bæði í skól
ann og Tilraunastöðina þar.“
Nú er svo komið, að orkuver-
ið er fullnýtt um mesta álags-
tímann, en nýjar framkvæmdir
eru á döfinni, að sögn Þórarins.
„Það er fyrirhuguð stækkun
á virkjuninni á þessu ári. Það
er ætlunin að stækka rafstöðvar
húsið, hækka stífluna um 2 m
og hugmyndin er að setja niður
1000 KW rafal, og verður þá sá
eldri hafður til vara. Verður
þetta til mikilla bóta og mikið
öryggi í rekstrinum. Pípan, sem
flytur vatnið til stöðvarinnar er
gerð fyrir helmingi stærri rafal,
þannig að gert hefur verið ráð
fýrir þessarri stækkun í upp-
hafi.“
Rafmagn í sveitina.
Hvert á þá að leiða þetta
aukna rafmagn?
„Hér í Strandasýslu er eftir
að leggja rafmagn á 5 býli í
Bjarnarfirði og sömuleiðis skóla-
hús, einnig á nokkra bæi í
Kaldrananeshreppi. í Bjarnar-
firði er mikill áhugi fyrir því,
að koma af stað gróðurhúsarækt,
því að þar er heitt vatn, sem
þegar er notað fyrir sundlaug
og að einhverju leyti til upp-
hitunar húsa. Þarna hefur aldrei
verið borað neitt, en þegar raf-
magnið er komið, er búizt við
að það ýti undir framkvæmdir
við ræktun grænmetis í gróður-
húsum. Áhuginn er fyrir hendi,
en rafmagnið vantar til að dæla
heita vatninu, og líklega eitt-
hvað fjármagn. Þá er einnig
eftir að leggja rafmagn til Kolla-
fjarðar og í Bitru, en byggðin
er strjál og vegalengdir miklar
og yfir fjörð að fara. Má því
búast við að kostnaður við dreif-
ingu rafmagnsins verði mikill
og línur yrðu langar.
„Þá er mjög líklegt að fleiri
bæir í Barðastrandarsýslu fái
rafmagn eftir stækkunina og í
fleiri hreppum en Reykhóla-
sveit.“
Hvenær verður byrjað á þess-
um framkvæmdum?
„Það verður byrjað í sumar
og búið er að veita C millj. kr.
til þeirra. Það má búast við, að
þessi stækkun verði langt kom-
in á næsta ári.“
Mikill áhugi.
Er ekki mikill áhugi fyrir þess
um framkvæmdum?
„Jú, bændur eru mjög ánægð-
ir að fá rafmagnið og margir
sækja það mjög fast að fá raf-
magn, sem að sjálfsögðú skapar
margs konar þægindi. Það er
fyrst og fremst til heimilisnöta.
Innlagningarvinna hefur gengið
vel og nægur mannafli fengizt
til þeirra starfa.“
Er rafmagnsnotkun mikil á
heimilunum?
„Já, það er mikið um það að
bændur fái sér öll venjuleg
heimilistæki svo sem eldavélar,
rsskápa, hirærivélar o. s. frv. og
þau tæki komin víðast hvar. —
Þar sem erfiðast er um flutninga
að vetrinum, hefur verið tals-
vert um það að rafmagni væri
líka notað til hitunar."
Önnur rafmagnsnotkun?
„Hún er mest í fiskinaði. TJm
það bil helmingur af greiðslum
fyrir rafmagn frá Þverárvirkj-
un er frá Kaupfélagi Steingríms
fjarðar, aðallega fyrir fiskvinnslu
í 2 frystihúsum, fiskimjölsverk-
smiðju og niðursuðuverksmiðju,
sem reyndar hefur lítið verið
starfrækt undanfarna mánuði.“
Hvernig gengur að annast við
hald og viðgerðir?
„Það eru talsverðir erfiðleik-
ar við gæzlu í stöðinni vegna
þess að vegurinn frá Hólmavík
að stöðvarhúsinu, um 5 km. leið,
er mjög slæmur og erfiður yfir-
ferðar að vetrarlagi. Oft er ill-
fært nema gangandi í stövarhús
ið. Rafmagnsveitur ríkisins hafa
að vísu lagt vegarspotta frá
stöðvarhúsinu á þjóðveginn, um
114 km og sá vegur er góður,
eini Ijósi punkturinn. Annars er
gæzlan á veitunni eftir að lagt
var yfir Tunguheiði mjög erf-
ið.“
Það er tekið að skyggja þegar
Skjaldbreið leggur að nýju bryggj
unni í Hólmavík, en rafljósin
lýsa upp staðinn. Við kveðjum
þetta dugmikla fólk, Stranda-
mennina, sem búið hafa ein-
angraðir og við erfið kjör í bar-
áttunni við óblíða náttúru, en
vinna af. stórhug og dugnaði að
framfaramálum sínum.
Jörð til sölu
Jörðin Þóroddsstaðir í Ólafsfirði ásamt eyðibýlinu
Hrúthól, er til sölu og laus til ábúðar í næstu far-
dögum. — Á jörðinni er íbúðahús með aðstöðu fyrir
tvær fjölskyldur. Fjós er fyrir 24 gripi, ásamt
mjaltavélum. Þurrheyshlaða fyrir 800 hestburði og
votheyshlaða fyrir 300 hestburði. Fjárhús er fyrir
100 fjár og hlaða við það fyrir 350 hestburði. —
Skilyrði til mjólkursölu eru góð. — Silungsveiði í
Ólafsfjarðará. Hagstæð lán til langs tíma hvíla á
jörðinni. — Semja ber við eiganda jarðarinnar,
SIGURSVEIN TÓMASSON,
Þóroddsstöðum.