Morgunblaðið - 09.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1963, Blaðsíða 24
■ri, IHI BUÐIKTGAR 33. tbl. — Laugardagur 9. febrúar 1983 Telpa skarsf illa í aadliti þar sem ekki var öryggjsgler í bílglugga Á TÍUNDA tímanum í gaer- kvöldi varð það slys að 11 ára telpa, Þórdís Þórðardóttir, Skipa sundi 15, sem var á hjóli inni við Múla, lenti í árekstri við bíl á Suðurlandsbraut með þeim af- leiðingum að telpan skarst illa í andliti og liggur nú í sjúkrahúsi. Ceyl javík kaap- ir nýjnr malbikunarvé’ar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila borgarverkfræðingi að semja um kaup á nýjum vél- um til malbikunar. Hafa að und aníförnu verið athugaðar ýmsar gerðir slíkra véla og væntanlega verður fyrir valinu dönsk véla- samstæða, sem þykir mjög full- komin. Sú vél afkastar tíu sinnum meira en þær vélar, sem notaðar eru til malbikunargerðar hér í dag og á að geta fullnægt þörf Reykjavíkur og nágrennis um næstu framtíð. Vélin verður vænfanlega til- búin til notkunar í vor. Viðskipti íslands og Kúbu VIÐSKIPTI milli íslands og Kúbu hafa nú lagzt niður að heita má. Stafar það aðallega af greiðsluvandræðum Kúbumanna. Talsverður saltfisksútflutning- ur til Kúbu hefur átt sér stað allt frá því í lok heimsstyrjald- arinnar. Keyptu íslendingar í staðinn sykur og romm. Segja má, að hér hafi verið um vöru- skiptaverzlun að ræða. Á árinu 1962 tók alveg fyrir útflutning héðan til Kúbu vegna gjaldeyr- isskorts á Kúbu. Hins vegar voru vörur, upprunnar frá Kúbu, flutt- ar hingað fyrir 4.092.000 kr. Þar af sykur fyrir um 3,5 millj. kr. Engin íslenzk skip sigldu til Kúbu á sl. ári. 1 Ekki semst um Viðey Á FUNDI borgarstjórnar s.l. fimmtudag skýrði borgarstjóri frá viðræðum, er fram hafa farið við eiganda Viðeyjar um hugsanleg kaup Reykja- víkur á eyjunni. Þær viðræð- ur hafa ekki borið árangur ennþá. Borgarstjóri tók fram, að viðræðum væri ekki slitið og enn væri leitað eftir því, hvort samkomulag næðist um í kaupin. I Þórdís virðist hafa hjólað beint út á Suðurlandsbrautina við strætisvagnabiðskýlið við Múla. Lenti hún þá framarlega á hlið lítils bíls, sem ekið var austur Suðurlandsbraut, og er talið að hún hafi kastast á rúðu í fram- hurð bílsins, sem brotnaði. — Skarst Þórdís mikið í andliti, var flutt í slysavarðstofuna og síðan í Landsspítalann. Þess má geta að í glugganum var ekki öryggisgler, heldur -6 millimetra rúðugler, og mun það fyrst og fremst hafa valdið því, hve telpan skarst illa. Fólkið að Látrum veltir trénu á „skrúftóg“ ið gengu menn á það og veltu á undan sér. upp sjávarkambinn, en þegar þangað er kom- (Ljósm. Mbl. Þórður) Hafísinn færði stort tré að iandi Allt fólkið á Látrum fékk sér göngu- túr til Jbess oð bjarga jbví Látrum 6. febrúar. S Á N Ú orðið sjaldgæfi at- burður gerðist hér í dag, að á fjörur rak stórtré, tvö fet í þvermál, og um tuttugu að lengd, en slíkt hefir ekki gerzt í um tuttugu ár, eða ekki síð- an að hafís hætti að koma hér að landi, en með þeim forna fjanda kom oftast einhver Ein hlið trésins var þakin stórum „helsingjanefjum" eins og gerist á trjám, sem lengi eru í hafi. Sjálfskeiðungurinn sem stendur í trénu er 25 cm. langur og gefur nokkra hugmynd um stærð þess. reki, stundum hvalreki. Nú er háfís hér skammt undan landi. og mun þetta tré send- ing frá honum sem norðan- áttin hefir komið til skila. Hér hefir hafís ekki orðið landfastur síðan á stríðsárun- um síðari, þá varð hann hér landfastur og sá ekki útyfir hann af hæstu fjöllum hér í kring, til vesturs og norðurs, en suður fyrir Bjargtanga fór samfelldur ís yfirleitt ekki neitt að ráði. f þetta umrædda skipti kom ísinn að landinu hér á mikilli ferð og öllum að óvörum, mun aði minnstu að togarinn Vörð- ur frá Patreksfirði yrði hon- um að bráð. Hann var að næt urlagi að koma út frá Pat- reksfirði og ætlaði suður úr. Þegar komið var suður á Breiðavík, sáu þeir er á verði voru, eitthvað bera við hafs- brún, en myrkur var, og eng- in skip með ljós. Nálgaðist þetta óðum og þótti þeim í svip líklegast að þar færi skipalest, en þótti hún þó all fyrirferðarmikil. Skipstjórinn var þc fljótur að átta sig á því, að hér væri um samfelld- an hafís að ræða sem ræki að landinu með miklum hraða, og múndi koma jafn snemma að Blakk og Bjargtöngum, fylla hvern vog og vík, og kreista í sundur skip hans ef honum tækist ekki að forða því. Þar sem styttra var í Blakkinn valdi hann þá leið- ina, og slapp rétt inn fyrir Blakkinn, áður en ísinn rakst á landið með braki og brest- um, og því afli að molað hefði hvert skip sem milli hans og lands hefði verið. Mörg tré komu þá rúeð ísn- um. Voru þá fleiri karlmenn hér á Látrum til að bjarga, en voru í dag, en söm var aðferðin, velt á „skrúftóg". sem er mjög auðvelt, jafnvel þótt tré væri nokkur tonn, ef fjaran er slétt. Allt fólkið, ungt og gamalt hér á Látrum, fékk sér göngutúr í dag til að bjarga trénu, mun það ekki hafa hent hér fyrr, að hús- freyjur gengu almennt til þeirra starfa, en lukkulegar voru þær við starfið. — Þórður. TVEIR menn slösuðust við vinnu sína í Reykjavík í gær. Annað slysið varð við nýbygginguna að Meistaravöllum 23—27. Voru þar tveir menn að vinna á palli utan á húsinu á þriðju hæð. Hlóðu mennirnir stoðum undan loftum á pallinn, en skyndilega brotn- aði hann undan þunganum. Náði annar maðurinn að bjarga sér inn í húsið, en hinn féll til jarð- ar. Mun hann hafa meiðzt á höfði og í baki. Heitir maðurinn Sævar Hannesson, til heimilis að Suðurbraut 3, Kópavogi. Hitt slysið varð í Slökkvistöð- inni. Var trésmiður, Bergsveinn Guðmundsson, að vinna þar á stáltröppu sem gliðnaði með þeim afleiðingum að Bergsveinn féll í gólfið. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna og mun hafa meiðzt í baki. Siýórxsarhför jr ItBúr- araíéltsffi Rvíkur í dag og á morgasa Listi lýðræðissijina er A-ðistinn STJORNARKOSNING fer fram 1 Múrarafélagi Reykjavíkur nú um helgina. Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27 og hefst kosningin í dag kl. 1 e.h. og stendur til kl. 9 síðd. Kosningin held- ur áfram á morgun (sunnudag) og hefst kl. 1 e. h. og stendur til kl. 10 síðd. og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri: A-listi i Einarsson og Sigurður G. Sig- Stjórnar og trúnaðarráðs, sem skipaöur er og studdur af lýð- ræðissinnum og B-listi kommún- ista, — Listi lýðræðissinna 'er þannig skipaður: Einar Jónsson, form., Hilmar Guðlaugsson, vara form., JÖrundur Guðlaugsson, ritari, Jón V. Tryggvason, gjald- keri félagssjóðs og Svavar Hösk- uldsson, gjaldkeri styrktarsjóðs. -— Varastjórn: Helgi S. Karls- son, Kristján Haraldsson og Snæbjörn Þ. Snæbjörnsson. — Trúnaðarmannaráð: Jón G. S. Jónsson, Jóhannes Ögmundsson, Jón R. Guðjónsson, Sigurjón Sveinsson, Tryggvi Halldórsson og Þórir Guðnason. —Til vara: Hilmar Guðjónsson, Þorsteinn urðsson. Múrarar! Vinnið Ötullega fyr- ir A-listann og tryggið lýðræðis- sinnum með því glæsilegan sig- ur. —i Akranes MUNIÐ spilakvöldið a» Hótel Akranes sunnudagskvöldið 10. febrúar kl. 8,30 e.h. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Varðarkafíi werður ekki í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.