Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 3
FÖRtudagur 1. marz 1963 MORCUWBLAÐ1Ð 3 GAMAjU| AIVAM lengri fcna, enda þótt börn- Hér sést hvað börnin á myndinni á baksíðunni hlógu að. in væru sjálf rétt í þessu bú- Skólastjóri öldugötuskólans, Hans Jörgensson, rennir sér nið- in að fara þessa miklu feirð. ur plastrennuna við mikinn fögnuð nemendanna. Brunaverðinum lízt ekkert á blikuna og er greinilega smeykur um að búið verði að taka bílinn í sundur, áður en þeir koma bílnum íburtu. Við erum aftur staddir nið- ur við Miðbæjarbarnaskólann þegar klukikan er tuttugu miínútur yfir tvö. Allt er með kyrrum kjörum og friðsælt, börnin í óða önn að lesa eða skrifa undir handleiðslu sinna kennara. AJlt í einu glymur skólabjalilan og í þetta sinn var ekki beðið eftir að búið væri að setja börnunum fyrir undir næsta tima heldur þot- ið út, og bækur og töskur skildar eftir. Stigabíll slökkviliðsins kom einnig við sögu þarna. Um leið og skólabjallan glumdi óik hann inn í portið og stig- inn var reistur upp að glugga á suðurálmu skólans, en það- an muin vera erfiðast um út- göngu. Varla var búið að koma stig anurn fyrir við gluggann, þeg- ar skólinn var orðinn mann- Xaus, því það liðu ekki nema' ein mínúta og fimm sekúndur frá brunakallinu þar til allir voru komnir. út í port. Viðbrögð barnanna í Mið- bæj arskólanum urðu nokkuð á annan veg en í Öldugötu- skólanum, því þótt flest litu á þessa æfingu sem skemmti- lega tilbreytingiu í gráum 'hversdagsleikanum, skaut æf- ingin sumum börnunum skelk í bringu, þau fóru að giráta og fóru heim. En fleiri voru þau, sem tóku þessu með mestu ró, og höíðu jafnvel athugað viðbrögð kennaranna, sem engu frekar en börnin höfðu vitað um þessa fyrirhuiguðu æfingu. Þið (hefðuð átt að sjá kenn- arann okkar. Hann var í miðri setningu, þegar bjallan 'hringdi, og fyrst varð hann rauður og svo gulur og svo alveg hvítur og hann alveg stamaði þegar hann sagði okk ur að 'hlaupa út úr skólanum. Hann hélt bara að þetta væri alvöru eldur, sagði’einn strák- ur við okkur þarna í portinu. Þegar börnin voru komin út í portið, notuðu mörg þeirra, og auðvitað sérstak- lega strákarnir, tækifærið til að- skoða slökkviliðsbílinn og leizt brunavörðunum illa á að það mundi vera hægt að athafna sig á þessum stað nema undir öflugri lögregiu- vernd. VIÐ VORUM staddir uppi á Ölduigötu í síðustu viku laust eftir kl. 10 um morguninn, þegar stigábíM frá slökkvlið- inu rann iheim að Öldiugötu- skólanum og stiginn var í skyndi reistur upp að kvist- glugga á þakhæð skólans. Inni í skólanum var uþpi fótur og fit, hringt var bruna- ihringingu á bjöMu skólans og samstundis þustu börnin að dyruim skólans. Ekki kómusit þau þó út þá leiðina, því all- ar venjulegar útgönguleiðir höfðu verið byrgðar, eins og um væri að ræða eld í stiga- gangi skólans. Börnunum var Börnin þustu öll út úr skólanum á rúmri mínútu og ekkert þeirra tróðst undir. STAKSTIINAR Bragð er að þá barnið finnur Jóhannes skáld úr Kötlum rit- ar í gær grein í Þjóðviljann und- ir fyrirsögninni „Fram, fram fylking". Deilir hann þar hart á ráðamenn þjóðfélagsins, en einnig og ekki síður á sína vinstri vini. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Það er i - sannleika helvíti hart, að efnahagsleg velmegun almennings skuli valda sívax- andi siðhrörnun og lífsleiða — og það þýðir ekkert fyrir okkar ágætu vinstri öfl að skella allri skuldinni á íhaldið eða krata, þó sízt skuli úr sök þeirra dregið á nokkurn hátt. Hér gerist aldrei nein samfélagsleg siðabót að gagni fyrr en vinstri öflin lyfta hagsmunabaráttu vinnustéttanna úr ófrjóu og þröngsýnu dægur- þrasi í alhiiða menningarbar- áttu.“ Bragð er að þá barnið finn- ur, það má nú segja. Það er rétt hjá skáldinu að hið „ófrjóa og þröngsýna dægurþras“, sem mót- ar stjómmálabaráttu kommún- istaflokksins er hvorki líklegt til þess að skapa nokkrum manni kjarabót, hvað þá heldur aukinn þroska eða sanna menningu. Deilan um „keisaraskeggið“ Eftir að Jóhannes úr Kötlum hefur deilt á vinstri menn fyrir sundrung þeirra og aixdleysi, lýk- ur hann grein sinni á þessa leið: „Þetta sjá auðvitað allir vinstri menn. Samt halda þeir áfram að deila um keisaraskeggið, sjálfum sér tii dómsáfellingar og and- skotanum til athlægis. Allir tala þeir að vísu um samfylkingu, þjóðfylkingu — allar mögulegar fylkingar. En því almennara sem fylkingahjalið verður því minni virðast líkindin til að nokkur alvarleg og heilsteypt fylking verði mynduð." Það er sannarlega ekki að furða, þó skáldið sé svartsýnt i framtíð kommúnismans á ís- landi og „fylkingar“ hans, þegar ástandið er eins og hann lýsir því. Falsar ummæli forsætisráðherra Tíminn heldur áfram viðleitnl sinni til þess að falsa ummæli Ólafs Thors, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Tönnlast málgagn Framsóknar- flokksins stöðugt á því, að Ólaf- ur Thors hafi sagt, að hann „vildi ekkert segja vegna vænt- anlegra kosninga á íslandi“ um efnahagssamvinnu Evrópu. Þegar forsætisráðherra kom heim birti Morgunblaðið samtal við hann, þar sem tekinn var af allur vafi um það, hvað hann raunverulega hefði sagt í ræðu sinni í Ósló. í þessu samtali vitnar Ólafur Thors m.a. í þessi ummæli I ræðu sinni: „Ég lét semja áður en ég fór að heiman stutta greinargerð, sem íslenzka stjórnin er sam- mála um. Hana tók ég með mér og skal nú lesa upp. Mér þótti Iíka hollast að tala varlega, því á íslandi eru kosningar fyrir dyrum og gæti ég ekki skjalfest það sem ég segði, myndi stjórn- arandstaðan — og hún er ekkert verri en ég, á það vil ég leggja áherzlu — segja að ég hafi sótt um fulla aðild að Efnahags- bandalagiúu og/eða fríverzlunar- bandalaginu“. í staðinn fyrir að viðurkenna villu sína heldur Tíminn áfram að tönnlast á fréttafölsun sinni, löngu eftir að fcrsætisráðherr- ann hefur leiðrétt fréttina sem Tíminn birti, og skýrt frá því hvað hann raunverulega sagði. Þannig er blaðamcnnska þeirra Tímamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.