Morgunblaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 20
20 M0RGVNBL AÐlO Sunnudagur- „17.. marz 1963 13. Flest af þessu þagði hún al- gjörlega um við Laurie og ekki sagði hún frá því, þegar hún hitti ungfrú Myfanwy Price á götunni, og ungfrúin, sem var lítil, brosandi kona með. nef- klemmugleraugu talaði um silf- ur-hárburstan. Þessa hárbursta hafði hann elsku pabbi þeirra átt, og Hesba mundi geta séð fangamarkið hans, J.R.P., á bak inu á þeim. Þetta var blíðleg, gömul kona, hnöttótt og rauð eins og rauðbrystingur, og hún gaf Hesbu stórrt, rautt epli úr körfunni sinni. Þetta voru fyrstu vinarhótin, sem hún hafði orðið fyrir allan þennan vetur og nú hlustaði hún með athygli á sög una um hárburstana. Enda þótt pabbi hennar hefði ætlað henni þá, höfðu þeir einhvernveginn lent hjá systur hennar. Henni þætti afskaplega vænt um syst- ur sína og vildd fyrir hvern mun ekki að fara að taka þá af henni núna. En nú væru jólin að koma og gæti þá ekki verið gaman að koma systur hennar á óvart? Hesba ætti því að koma burst- unum til hennar. Hún þekkti mann, sem gæti tekið þetta fanga mark af bakinu á þeim og sett fangamark systur hennar í stað inn. Já, víst, hann var afskap- lega laginn við þessháttar. Og væri þetta kannski ekki góð jólagjöf handa systur hennar? En ekki orð um það! Þegja eins og steinn! Fór ekki systir hennar út á hverjum fimmtudegi klukk an fjögur? Jú, víst! Allt í lagi þá. Komdu með þessa bursta til mín yfir götuna klukkan fjögur á fimmtudaginn kemur. En mundu mig um að segja ekki orð um það við nokkra sál. Og barnið kom á tilsettum tíma óvitándi um þennan hatursheim, sem hún hrærðis í. Hún kom með burstana, og hvað skyldi þá ung frú Myfonwy vera að gera nema halda teboð fyrir nokkra vini sína og einn þeirra var hvorki meira né minni persóna en Evan Morris, sjálfur hreppstjórinn. í þröngu forstofunni rak hún upp óp, sem kallaði alla gestina á vettvang. Þjófur! Lítill þjófur! Var að reyna að stela þýfi úr húsi systur hennar! Hafið þið nokkurn tíma vitað annað eins? En var það nokkuð til að vera hissa á? spurði ungfrú Myfanwy Vinnukindur, þó, þó! Sumt fólk var gott við vinnukindurnar sín ar og svo reyndust þær þjófar. Og var það að undra? spurði hún aftur. Ekki túskilding í kaup og ekkert að éta annað en skorp ur og rusl. Er það furða þó hún steli? En óskammfeilnin að koma til mín með hluti, sem syst ir min á! Hesba var eins og steini lostin og fékk engu orði upp komið. Heill heimur af svívirðingu, sem hún hafði aldrei rennt grun í opnaðist fyrir augum hennar og lamaði alla hugsun hennar. Ung frú Myfanwy horfði út og sá syst ur sína vera að koma heim, og renna sér inn um þrönga dyra- gættina. — Hún finnur víst enga vinnukonu fyrir, gaggaði hún. Vinnukonur! Ónefnt fólk og vinnukonurnar þess! 14. Israel Lewissohn var of lítil- fjörleg persóna til þess að and- látsfregnin hans bærist víða. Hr. Verecker frétti ekki látið hans. Fyrir jólin skrifaði hann Hesbu, en hún fékk aldrei bréfið. Hr. Evan Morris, hreppstjóri, sem réði þarna lögum og lofum, ákvað, að svona ungt barn skyldi ekki sæta ákæru, heldur fara á annað „gott heimili“, sem gæti þvegið af henni syndirnar með blessunarríkum áhrifum sínum. Síðasta þekkta heimilis- fang hennar var auðvitað hjá ungfrú Price og bréfið var því afhent þar. Ungfrú Price las á- ritunina: ungfrú H. Lewison, snörlaði og ákvað að fleygja því í eldinn, en auðvitað las hún það fyrst, og sama gerði hún við bréf frá hr. Verecker næstu tvenn jól. Þá hætti hr. Verecker að skrifa. Frá níu til fjórtán ára aldurs lifði Hesba í und'irdjúpunum sín- um. Hún gleymdi algjörlega því, sem hún hafði eitt sinn þekkt til kærleika og andlegrar starf- semi. Ungfrú Myfanwy hataði hana af því að hún hafði einu siinni verið vikatelpa hjá systur Z8/V hennar og ungfrú Price hataði hana, af því að hún taldi hana vera í vitorði með ungfrú My- fanwy gegn sér. Báðar voru þær systur fæddar rógberar og höf- undar nafnlausra bréfa, og án þess að vita hvor af annarri, ofsóttu þær barnið, á þennan þokkalega hátt. Með ásökunum, sem urðu æ gífurlegri, hundeltu þær hana vist úr vist. Hesba hafði ekki vit á að koma sér burt úr þessu nágrenni. Hún var þarna áfram — veiðidýr, sem hægt var að elta uppi, stimpluð þjófur og lygari og siðaspillir. Þessar tvær konur opnuðu skolp- ræsi huga sinna og -hrærðu ánægjulega í öllum þeim ó- þverra, sem þar var að finna. Þegar þær höfðu lokið við hana, vissi Hesba sjálf varla, hvort þetta barn, sem var hrakið úr einni sultarvistinni í aðra, væri ekki önnur eins glæpakind og hún var sögð vera. En við Laurie sagði hún ekki annað en þetta: — Já, þetta voru erfiðir dagar, eftir að pabbi dó. Hreinasta foræði. Ég var fjórtán ára, og komin langt á fimmtánda, þegar ég sleit mig lausa. Þér vitið, sagði hún og sló allt í einu út í aðra sálma, eins og henni hætti til, — þegar maður er dáður rithöfundur, — jafnvel þó að það sé ekki nema rétt í áttina, eins og ég — þá fær maður bréf frá öllu hugsan- legu fólki. Ég fékk í morgun bréf um „Órabelgina". Bréfritari segir, að heppnin hafi aldrei á- hrif á líf manna. Jæja, ég get nú ekki annað sagt, en hún hafi haft veruleg áhrif á mitt líf. Já, sannarlega. Og heppnin kom til mín, eitt sumarið, í líki alskeggjaðs manns sem var að klifra upp í fjallið, lagði málaratækin sín í lyngið, settist síðan niður og kveikti í pípunni sinni og horfði svo út yfir sjóinn yfir til Anglesey. Allt í einu hrökk hann við, er hann heyrðd snökt og það kom frá stúlkubarni, sem lá bak við stein. Hún felldi tárin sín niður í lyngið og hann var eitthvað í efa um, að þetta væri hollt fyrir gróðurinn. Hann sagði þetta vdð telpuna í hógværum aðfinnslutón og bætti því við, að andlitið á fólki liti aldrei hvað bezt út, þegar augun væru rauð og nefið vott. En.. bætti hann við með feitri, vingjarnlegri rödd, — þú stingur nú nefinu svo djúpt í lyngið, að ég efast ALLTAF FJÖLGAR V0LK5WAGEN PANTIÐ TÍMANLEGA VORIÐ ER í NÁMD VOLKSWACEN ER AtTÍÐ UNGUR „BREYTINGAR' ti! þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þessvegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöiuverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tækni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi. Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. Volkswagen er einraitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KÚREKI — -K — —■■ Teiknari; Fred Harman m D/MM BZEAKS.-' YOU'LL LIVE T’HANS-/ TH' ARROW WEMT THROUS-H YOUR SHOULDER SLICK V Wr-1 AS A WHISTLE! i YOU-'YOLfVE killedme, — í>ú hefur drepið mig! Þú ert söguprófessor, þú ættir að — Ég er maðurinn, sem Bjarni — Þú lifir nógu lengi til að hægt verði að hengja þig. Örin fór gegnum öxlina á þér. vita að lásbogi er ekker* ba"naleik- fang. — Hver ert þú? skyldi eftir úti á eyðimörkinni. Við förum og sækjum Bjama þegar búið er að binda um sárið. um, að það sé hafandi til sýnis. Líklega er það ólánleg klessa. Hesba hlustaði á glymjandi röddina og fann, að spenningur- inn hjá henni fór minnkandi. Tárin hættu að renna, en ekki leit hún upp. — Jæja, gott og vel, hélt hann áfram, — feldu þá nefið á þér ef þú vilt það heldur. Ég get fengið beztu nef í öllu ríkinu, ef ég kæri mig um. Ég hef þegar vísað fjöldanum öllum af þeim frá mér. SUtltvarpiö Sunnudagur 17. man. 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Frétthr 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músik. (Árni Kristjánsson). 9.45 Morguntónleikar. 11.00 Messa 1 Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Siurjón Þ. Árnason. Oranleikari Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.05 íslenzk tunga; III. erindi: Nýgervingur í fornöld (Dr. Halldór Halldórsson prófess- or). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Perlukafararnir" eftir Bizet. 15.30 Kaffitíminn: Eyþór Þorláks- son leikur á gítar. 16.00 Veðurfregnir. — Endurtekið leikrit: „Kvenlegggur ættar- innar". 17.30 Barnatími (Anna Snorradótt- ir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Ó, fögur er vor fósturjörð": Gömlu lögin sungin og leik- in. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Umhverfis jörðina: Guðni Þórðarson segir frá komu sinni til Indlands. 20.25 Frá píanótónleikum f Austur. bæjarbíói 13. f.m.: Halina Czerny-Stefanska leikur verlc eftir Chopin. 21.00 Spurninga- og skemmtiþátt- ur Svavars Gests. 22.00Fréttir. 22.10 Danslög — 23.30 Dagskrárl. Mánudagur 18. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Gamaveiki I Mýrahólfi (Guðmundur Gisla son læknir). 13.35 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur (7). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Stund fyrir stofutónlist (Guð. mundur W. Vilhjálmsson). 18.00 Þjóðlegt efnl fyrir unga hlust endur (Ingim. Jóhannesson), 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing. fréttir. — 18.50 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Bjart- mar Guðmundsson alþm.). 20.20 „Ég bið að heilsa", ballett- tónlist eftir Karl O. Runólfs- son. 20.40 Á blaðamannafundi: Ingólfur Jónsson ráðherra svarar spura ingum. 21.15 „Sannir vinir", kvikmynda- tónlist eftir Khrennikoff. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson} XII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (31). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Skákþáttur (Guðmundur Artt laugsson). 23.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.