Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 31. marz 1963 Helgi HJörvcir: Um framhaldslíf elímunnar ÍSLEN'ZKA glíman er afdráttar laust merkasta glíman, sem uppi er meðal þjóðanna af öllum sam bæriiegum fangbrögðum. Ekki af þvd að hún sé frumíslenzk. Ekki af því að hún hafi áður verið fegurri, en fari hnignandi. Heldur af því að hún er frá grundvelli elzt allra fangbragða, sem vitað er um, geymd enn í Ærumgerð sinni í 5 þúsund ára koparstyttu austur í Kaldeu sem súmerisk musterisglíima. Hjún hefur farið kynlega leið til ís- lands: austur um Asíu, norður og vestur. Hún er enn glímd rneðal villihöfðingja austur á Borneó, skrautbúinna glæsimenna. Hún mun lifa sem þjóðarlist í Nepal. Hiún er þjóðaríþrótt í hinum.nýju sovézku skólum austur við Kasp- íahaf; þar halda piltarnir í brók- iindann sömu tökum sem Grettir tók á Hegranesþingi. Svissar glíma sína íslenzku glímu að hálfu leyti bognir og háifliggj- andi (og þeir hafa lotið meir og imeir til jaiðarinnar hin seinustu 100 árin). En alla tíð íslandsbyggðar hef- ur vakað með íslendingum óljós þrá, að fegra þessa glímu, gera hana að viðureign uppréttra manna, með uppréttu höfði. Við kennum þessa viðleitni og trú við SkálíholtspiLta og Bessastaða- rnenn. En þeir sem_ langlengst komust í verki voru Ármenning- ar, um og eftir aldamótin 1900. Haustið 1902 kom í Ármann ungur Borgfirðingur, lengi sauða maður Þorbjarnar í Steinum; hann var og varð frábær glimu- maður, kunni á öll brögð beggja hliða; han/n varð einhver merk- asti kennari Ármanns, þar með þeirra Hallgríms og Sigurjóns. Hessi maður hafði, innan ferrn- ingar, horft á Þorstein Hjálms- son (föður Jóns iþróttakennara) giíma í náttstað gangnamanna uppi á heiðum. Frá því haust- kvöldi varð glíman þessu upp- vaxandi karlmenni að heilagri iþrótt. glæsimennskan og dreng- skapurinn, sem í henni bjó. íslendingar einir hafa um aldir stefnt að íþrótt hins upprétta manns og tiginmenns^u slíkrar glímu, — þess vegna er íslenzk glima nú ein sérstæðasta og feg- ursta íþrótt meðal þjóðanna, — aðeins hefur komist átumein í mál hennar, ofanfrá, að kallað er. Mbl. hefur sýnt málum glím- unnar þá rausn og velvild, í mik- illi dálkaþröng, að birta tillögur mínar um ný glímulög. En þetta er nýjast og merkast: 1) Fyrsti kaflinn, um frumat- riði glímunnar. í>að hefur aldrei verið reynt fyr, að binda eðli og líþróttarinntak glímimnar í svo hnitmiðáð form sem hér er gert. En það kemur þá fram, að flest hin meinlegustu vafa- og vand- ræða atriði fyrir dómarann eru með þessu algerlega úr sögunni; svo og með 40. gr., með vítalið- um og vítabálki (IV. kafla), sem hér er aðeins bent á, hvernig verða skuli. 2) Byltumörkin, að taka olnbog ann burt úr byltuvörn. 3) Betra glíimubalti o,g glímu- búnaður. 4) Föst ákvæði um frágang og öryggi á glímuvelli. 5) 47. gr., að fyrirbyggja lang- sótrt þrælabrögð. Þetta mjög ein- falda úrræði er algert nýmæli. Ég bið glimumenn um alLt land að athuga þessar úrlausnar- tillögur af heilum hug, og svo alla þá sem unna vilja íslenzkri sæmd, þó að þeir kaili sig ekki glímumenn, og bendingum hvað- anæfa tek ég með miklum þökk- uim. Helgi Hjörvar IMý glímulög • I. FRUMATRIÐI GLÍMUNNAR 1. gr. íslenzk glíma er þreytt með föstum handátökum 1 glímubelti. Ekki má skipta um tök í glímunni og ekki sleppa tökum nema af rökréttri nauð- syn* 2. gr. Glímntökin em þessi: Hægri hendi aftanvert á vinstri hámjöðm. Vinstri hendi á hægri lærhnúta. Hægri hönd hefur undirtakið. 3. gr. Bylta ræður úrslitum hverrar glímu, nema glímumaður sæti þeim vitum að jafngildi byltu. 4. gr. Glímumenn húast til glímn í þéttprjónuðum og nærskornum sam- festingi, hlýrabol og leistabrókum, undir mittisskýlu og glímubelti. 5. gr. Glímubelti og mittisskýla skal vera samfelld flík, sniðin hverjum manni eftir stærð hans og vaxtarlagi, nærfelld og svo traust, að hún þoli karlmannstak. 6. gr. Glímumaður her ábyrgð á að belti hans sé nógu öflugt til að bera sjálfan hann í glímunni, með því að átakið í beltið svarar jafnan þunga og viðspyrnu hans sjálfs. 7. gr. Glímuskór séu léttir og mjúkir og nærfelldir, lausir við harða sóla- rönd og hverja missmið, sem valdið geti meiðsli eða baga fyrir viðfangs- mann; þeir skulu vera svo vel festir að fóturinn skríði ekki úr skónum í bragði. 8. gr. Gerð skulu (af glímudómi) nánari fyrirmæli um glimubúnað á almennum vettvangi. 9. gr. Glímumenn eigast við upp- réttir og uppréttu höfði; þeir standa lítið eitt til hægri hvor við annan, svo að hringa nemi nær bringu; allir liðir, en einkum armliðir, séu fnjúkir í stigandi og biðleikan eftir hragðfæri, svo sem framast má samrýmast sókn og vörn. n 10. gr. Glímubrögðum er beitt eink- anlega með fótunum; í öðru lagi með bolvindum sækjanda, en með átaki handanna eftir því sem hin föstu handatök leyfa og eðli hvers bragðs er tiL 11. gr. Engin handbrögð má viðhafa; ekki heldur nein handatök utan glímu takanna, nema þau, að bera fyrir sig hönd á glímuvöllinn sjálfan til að verjast falli. 12. gr. Vítalaust er það, þó að glímu- maður taki hendi á keppinaut sínum, ef þeir hafa sleppt tökum eða misst þau, og leita aftur jafnvægis til að takast tökum á ný, enda felist hvorki vörn né sókn í sliku taki. 13. gr. Ekki má sá hefja hragð né sókn, sem sjálfur ber hönd fyrir sig á glimu velli. 14. gr. Ekki má verjast falli né tor- velda hinum glímuna með því að hanga í sækjanda með neinum hætti, hvorki neyta til þess glímutakanna né annarra bragða. 15. gr. Engu bragði má beita með því að látast fallast á kné né hendi. 16. gr. Engu bragði og engri vörn má beita sem höggi. 17. gr. Ekki má bregða hæl né þverum fótlegg í hnéspót hinum. 18. gr. Hné eða lærí má ekki beita til bragðs á innanvert lær hinum hærra en svo, að nemi miðju læri eða ívið ofar. 19. gT. Það er sæmdarkvöð hverjum glímumanui að halda rósemi sinni og vinsamlegri alvöru í öilum skiptum á glímuvelli, að deila ekki við keppi- naut, en bera fram mál sitt við dóm- ara, ef svo kynni að þurfa. 20. gr. Reiði í glímu er ósæmandi. Fólskutök eru óhæfuverk. II UM GLÍMUMÓT 21. og 22. gr. Efna skal til glímumóta eftir ’almennum ákvæðum ÍSÍ um íþróttamót, o.s.frv. 23. gr. Dómnefnd þriggja manna skal vera að hverri kappgiímu. Dómnefnd gætir þess, að glíma sé í öllu réttum reglum háð og sker úr öllum ágrein- ingi á glímuvelli. Dómnefnd velur sér formann, nema hann sé áður valinn. Hann stjórnar glímum á glímuvelli, gefur glímumönnum merki til atgöngu og merki um það, að giímu þeirra sé lokið. 24. gr. Dómnefnd skal gæta þess. að giimuvoiiur sé lögiegur Og búaaður glímumanna í fullu lagl. Sé búnaði glímumanns verulega áfátt, bægir dóm nefnd þeim manni frá leik. Glímu- maður má engar hlífar hafa um hné eða olnboga, nema umbúðir sé nm meiðsl. 23. gr. Glímuvöllur skal að jafnaði vera fjalagólf eða timburpallur, ekki minni en 6,5—7 m á hvern veg. Skal timburgólfið vera svo slétt sem kost- ur er. En ofan á gólfið skal strengd gólfábreiða úr ull, þykkofin og góð gerð, ekki minni en 5 eða 5,5 m á hvern veg, og afmarkar ábreiðan sjálf- krafa glímureitinn; skal ábreiðan vand lega þanin á gólfið og hvergi missmíð á, fest nægilega á röndum og þess vel gætt, að kantar ábreiðunnar verði ekki fyrir fæti, þó að leikur berist út fyrir mörkin. 26.—29. gr., ýmis ákvæði. III. GLÍMUSTJÓRN og DÓMSTÖRF 31. gr. Formaður dómnefndar, eða glímustjóri, kveður menn fram til glímu. 32. gr. Formaður dómnefndar er aðal- dómari á glímuvelli; hann ráðgast við meðdómendur sína um hvað eina sem honum þykir ekki liggja | augum uppi svo sem þeir og skulu vekja athygli hans á öllu, sem þeim virðist frekari athygli vert. 33. gr. Það skal vera upphaf glímu, að keppendur ganga hvor gegn öðrum um þveran glimuvöll, létt og hvat- lega og takast í hendur; því næst taka þeir glímutökum í réttri glímu- stöðu, þ.e. fullri jafnvægisstöðu báð- um fótum, hægra fæti nær feti fram- ar, og sé fótstaðan látlaus og traust. 34. gr. Dómari gætir þess, að staða og tök glímumanna séu sem vera skal; þá segir hann: Stigið! og skulu kepp- endur þá taka stígandi; telur dómari í hljóði sem svarar 3 sekúndum, en segir þá glögglega: Glímið! Hefst þá glíman. Verði hik eða töf á stígandi, skal dómari endurtaka: Stigið! o.s.frv. 35. gr. Dómara her ekki að skipta sér af glímunni, nema nokkur nauðsyn sé á, ekki stöðva hana og ekki taka hendi á glímumanni til aðvörunar, ef um- flúið verður; hann getur leiðbeint keppendum með látlausum orðum, t.d. Ekki bolast! — Léttari glímu! — Upp- rétt höfuð! — Innar (á völlinn)! — Slíku ávarpi skal ávallt bciua til beggja keppenda. Dómari getur fært sig mjúklega í veg fyrir keppendur, sem láta berast gálauslega út á vallar- mörk. 36. gr. Stöðva má hæga glímu með mjúklegum handtökum, en hraða glimu skal stöðva með blístru. 37. gr. Allir dómnefndarmenn skulu hafa blístru og vera jafn rétt og skylt að stöðva glímu, hvenær sem þeim þykir þurfa. En formaður dómnefudar hefur stjórn glímunnar að öðru leyti. 38. gr. Hafi glíma verið stöðvuð, skal hefja hana aftur sem umsvifaminnst, með orði dómarans: Glimið! 39. gr. Dómnefnd ber að halda strang- leéa uppi sæmd glímunnar í hvívetna, góðum leiksiðum, góðri glímu og dreng skap í skiptum. Dómnefnd skal gjalda varhuga við lýtum og ávirðingum, sem beitt kann að vera í blóra við al- mennt meinleysi eða gamlar ávirð- ingar í glímuvenjum. 40. gr. Dómnefnd skal þegar skerast í leik, ef glímumaður brýtur í einhverju hinar einfóldustu glímureglur, með því t.d: 1. að bolast, með öllum lýtum þess 2. að beita öxlinni fyrir bringu hinum 3. að lúta höfði yfir öxl honum 4. að standa fótum sem fjærst keppi- naut sínum 5. að halda hinum frá sér stífum handleggjum 6. að ota fram krepptu hné á lofti milli hragða 7. að viðhafa leikfimilæti í vörnum og hreyfingum 8. að fara loftstökk úr bragði, og skal samstundis víkja þeim manni úr glímu 9. að beita æðisókn eða fumi 10. að sækja bragð háskalega, eða svo að meiðslum gæti valdið 11. að beita tregðuvörn, þ.e. glíma ekki, en standa þungt og stirt við allri viðleitni hins til að glíma 12. að sleppa þráfaldlega tökum 13. að beita loftsveiflu, svo að nálgist heilan hring, án þess að bragð fylgi 14. að neyta aflsmunar til þes^ að halda hinum á lofti lengur en hóf sé að, og beita hann brögð- um á þann hátt. 15. að taka röngum tökum, t.d. hægri hendi á bak aftur Framhald á bls. 10. Bæn í Jerúsalem kirkja í Reykjavík Þ A Ð kom til mín ungur flug- maður um daginn og færði kirkjúbyggingarsjóði okkar í Langholtssöfnuði 5000.00 krónur að gjöf. Það er auðvitað höfðing- leg upphæð frá ungum manni, sem hefur verið að koma sér upp íbúð. En hann var sannfærður um, að þessar krónur mundu blessast bæði sér og öðrum betur en flest annað fé. Hann sagði mér frá eftirfar- andi atviki, sem hann óskaði, að ég kæmi á framfæri, svo að krón- urnar hans gætu orðið frækorn, sem bæri mikinn ávöxt fyrir guðsríki og menningu íslands. „Ég var staddur í kirkju Krists austur í Jerúsalem í vetur,“ sagði hann og fór þangað með hóp ís- lendinga í flugvélinni. Við lásum þarna saman „Faðir vor“ og það var ógleymanleg stund, augna- blik helgað af himinsins náð. Þá kom mér allt í einu í hug, hvernig ég ætti að þakka Guði fyrir þessa ferð; sem hafði verið svo áhrifarík og vel heppnuð. Ég hafði lengi velt þessu fyrir mér, þangað til ég kom í Safnaðar- heimilið okkar hérna um daginn við messu. Það voru mörg hundr- uð manns, fullt út úr dyrum og allir voru svo gagnteknir af boð- skapnum, sem gat borið hundr- aðfaldan ávöxt. Þá datt mér í hug, hve margir eru í þessum stóra söfnuði, sem gætu alveg að skaðlausu og meira að segja sér til blessunar gefið sínar 5000.00 krónurnar hver, til þess að kirkjan okkar komist upp alveg á næstu tveim árum. Það hljóta að finnast þús- und manns, sem þetta geta. Það verður afrek, sem saga borgar- innar mun geyma sem leiðarljós til eftirbreytni, í kirkjubygging- um og menningarmálum um alda raðir. Og hugmyndin greip mig svo föstum tökum, sagði flugmaður- inn, að ég gat varla beðið andar- tak. Ég varð að byrja. Svo varð presturinn að koma þessari hug- mynd á framfæri, fólkið eitthvað af því að gefa sig fram, og fé- lögin í söfnuðinum að safna fénu saman. Og hann bætti við: — Ég hélt lengi í fávizku minni eins og margir aðrir, að ríkissjóður byggði eða styrkti kirkjubygg- ingar, en nú veit ég að fólkið verður að byggja sínar kirkjur sjálft utan þessa einu milljón á ári, sem borgarsjóðurinn leggur fram til að styrkja kirkjubygg- ingar í borginni. Sú milljón hrekkur skammt til að byggja kirkjur yfir marga söfnuði með Hallgrímskirkju í broddi fylk- ingar. Við verðum því öll að leggja saman. Og við skulum gera það strax. Á þessa leið fórust þessum unga manni orð. Og mér er ljúft að koma þeim á framfæri. Og á síðasta Bræðrafélagsfundi í Safn aðarheimilinu kom sr. Halldór Kolbeins með svipaða hugmynd, nema hann vildi að fólkið lánaði kirkjunni sinni peningana vaxta- laust og taldi það hina beztu fjárfestingu til eflingar menn- ingu og framförum, ekki sízt þar sem safnaðarheimili væri í kirkj- unni, en það sagðist hann telja eina mestu menningarmiðstöð, sem hægt væri að hugsa sér i hverju borgarhverfi og byggðar- lagi. Ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram, hve þakklátur ég er þessum ágætu og höfð- ingslyndu sóknarbörnum og öll- um, sem vilja styðja og hafa stutt að því, að kirkjan og safn- aðarheimilið komist upp sem fyrst. En ég vil bæta við: Gjörum .þessa hugmynd að veruleika. Hún er stórkostleg í framkvæmd fyrir alda og óborna. Það gæti enginn iðrazt þessarar ákvörðun- ar, hvort sem lánað væri eða gef- ið. Aðeins ef nógu margir eru með þá skeður kraftaverkið. Og við erum 10 þúsund, heilt stór- veldi. Drottinn friðar og frelsis mun blessa þá sáningu, sem hér færi fram með auknum farsæld- um og góðri samvizku, þegar margir gætu i sannleika bent á eina glæsilegustu menningar- stofnun þjóðlífsins og sagt: „Sjáðu, þetta er kirkjan okk- ar. Við lögðum öll saman, og vissum ekki fyrri til en óskin var orðin að veruleika. Bæn austur í Jerúsalem óx upp sem kirkja í Reykjavík** Þökk þeim, sem lögðu til efn- ið og andann í þessa blaðagrein, sem telja ber áskorun til allra í Langholtssókn, allra, sem fylgj- ast með í hverri sókn, sem þráir að vaxa inn í himininn. „Allir eitt.“ Árelius Níelsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.