Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 31. marz 1963 MORCVTSBL 4 Ðltí 15 ■tefnuna, þeir Birgir ísl. Gunn- »rsson, Guðmundur H. Garðars- son, Heimir Hannesson, Jóhannes Sölvason og Stefnir Helgasoru Að ráðstefnunni lokinni fóru þátttakendur í 2ja daga ferð til Berlínar, BITSTJÓRAR: EIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Að taka Ireistlnguna Irá alntenningi UM fáa stjórnmálaviðburði á sviði alþjóðamála hefur meira verið rætt og ritað en Berlín- armálið. í blöðum og á öðrum vettvangi hafa birzt margar greinar og fjöldi mynda af ástandinu þar og þá ekki sizt af hinum illræmda Berlínar- múr. Það mætti því ætla, að fólk gæti í stórum dráttum gert sér í hugarlund, hvemig ástandið er í borginni og hvernlg þar er umhorfs. Undirritaður telur sig hafa fylgzt sæmilega með skrifum og öðrum fregnum af ástand- inu í Berlín og því hefði fátt átt að koma honum á óvart. Þó fór það svo, er undirritað- ur var þar á ferð fyrir nokkr- um dögum, að fáir atburðir hafa haft eins mikil áhrif á hann og að standa sjálfur frammi fyrir hinum kalda múr, sem skiptir borginni í tvo hluta. Engin orð fá lýst þeim áhrifum, sem það hefur á mann að standa frammi fyrir stærsta fangelsisgarði í heimi og sjá í baksýn marg- faldar gaddavírsgirðingar og vopnaða verði. Sá einn getur gert sér grein fyrir því, sem reynir. Meðfram múrnum vestan meginn reika Berlínarbúar. Sumir leggja blómsveiga á minnismerki þeirra, sem hætt hafa lífi sínu við að komast yfir múrinn. Aðrir horfa tár- votum augum yfir í heim- kynni ættingja og vina austan megin, reyna að veifa stöku sinnum í von um, að bak við gluggatjöldin leynist vinur. Fólkið austan megin hefur verið múrað inni. Jafnvel á þökum húsanna, sem liggja að múrnum austan megin hefur verið komið fyrir rammgerð- um gaddavírsgirðingum til að koma í veg fyrir að menn stökkvi fram af. En Berlín er ekki aðeins í tveimur lilutum. Henni er skipt í tvo ólíka heima. Það geta allir sannfærzt um, sem fara á milli borgarhlutanna. Undirritaður fór á laugar- dagskvöldi úr iðandi lífi og fjöri Ijósskreyttrar Vestur- Berlínar í dimma, drungalega og dauða Austur-Berlín. Þar sást varla nokkur maður á götu og aðeins einn og einn bíll. Yfir þessum borgarhluta hvíldi drungi og myrkur. Þó mátti sjá, að þarna bjó ungt fólk, sem þráði líf og f jör eins og samborgarar þeirra vestan meginn. Það mátti sjá á tveim löngum biðröðum, sem á vegi okkar urðu, er báð ar voru skipaðar ungu fólki. Önnur biðröðin var fyrir utan kvikmyndahús. Hin var fyrir utan danshús. Þegar síðasti vopnaði her- maðurinn hafði hleypt okkur fram hjá sér og við gengum aftur inn í Vestur-Berlín vörpuðum við öndinni léttara. Ekki svo að skilja, að okkur hefði verið sýndur nokkur fjandskapur né ókurteisi. Það var aðeins andrúmsloftið í þessari hálfmyrkvuðu borg, sem fyllti okkur óró og kvíða. Við gengum vítt um Aust- ur-Berlín bæði um íbúðar- hverfi og verzlunarhverfi. Á göngu okkar eftir íbúðargötu, en við enda hennar reis múr- inn illræmdi, vorum við skyndilega stöðvaðir af tveim ur hermönnum, sem báru byssu um öxl og leiddu við hlið sér tvo stóra úlfhunda með gapandi gin og blóðrauða tungu. Hermennirnir sögðu ekkert, en stilltu sér aðeins upp fyrirv framan okkur með krosslagðar hendur og okkur skildist, að lengra ættum við ekkert erindi. Þeir hafa vafalaust haldið, að hér væx-u á ferð óþarflega hnýsnir, ungir, Austur-Berlín- arbúar, sem e.t.v. vildu sjá af hverju hún stafaði þessi ljósa- dýrð, sem kastaðist upp á himininn vestan megin. Mér komu á þessari stundu ósjálfrátt í hug orð, er einn af forsprökkum kommúnista hér á landi, Steinþór Guðmunds- son, ritaði í Þjóðviljann á sl. hausti eftir ferð sína um Austur-Þýzkaland þar sem hann m.a. sá múrinn: „En fullyrt er, að yfirleitt hafi al- menningur í DDR (Austur- Þýzkalandi) orðið því feginn, að freistingin var frá þeim tekin og andi léttar en áður“. — BÍG. 5 Islendingar ú ráÖsteínu í Bonn ÐAGANA 17. til 20. marz sl. var haldin í Bonn, höfuðborg Vestur- Þýzkalands, 3. ráðstefna ungra Btjórnmálaleiðtoga Atlantshafs- ríkjanna. Fimm Islendingar sátu ráð- „Varðar“-félagar að snæðingi á klúbbfundi nýlega. Vaxandi starfsemi ,Var8ar' FUS á Akureyri Abalfundi nýlokið — Jón ViÓar Guðlaugsson endurkjörinn formaöur SNEMMA í síðastliðnum mánuði var haldinn aðal- fundur „VARÐAR“, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Hefur félagið verið í öruggum vexti nú um nokkurt skeið og ýms- ar nýjungar verið teknar upp í félagsstarfinu, þ.á.m. reglulegir klúbbfundir og æskulýðssíða, sem félagið annast í „íslendingi“, mál- gagni Sjálfstæðismanna í kjördæminu. — Formaður „Varðar“ hefur verið Jón Viðar Guðlaugsson og var hann nú endurkjörinn. Aðalfundurinn var haldinn hinn 5. febrúar sl. og var hann settur af formanni „Varðar". Fundarstjóri var síðan ein- róma kjörinn Leifur Tómas- son og fundarritari Gísli H. Guðlaugsson. Blómleg starfsemi Að svo búnu gaf formaður, Jón Viðar Guðlaugsson, skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári. Gat hann þess m.a., að „Vörður“ hefði séð um 7 bingó-kvöld, sem öll hefðu verið mjög vel sótt og skilað talsverðum hagnaði; hefði félagið nýlega fest kaup á bingó-spjöldum og öðrum útbúnaði þar að lút- andi, sem kostað hefði talsvert fé. Þá hélt félagið 2 kvöld- vökur með ýmsum skemmti- atriðum, fyrst fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar sl. vor og síðan eftir kosningarnar fyrir starfsfólk á kjördegi. Kosningar og fundahöld Verulegur þáttur í félags- starfinu var þátttaka í undir- búningi bæjarstjórnarkosning- anna og vinna á kjördegi, sem óhætt er að segja' að félags- menn hafi leyst af höndum með ágætum. „Vörður“ sendi 8 fulltrúa á Fjórðungsþing ungra • Sjálfstæðismanna og stofnfund kjördæmisráðs ungra Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra, en fundir þessir voru haldnir Stjórnmálanámskeið — æskulýðssíða Stjórnmálanámskeið var haldið dagana 15.—23. janúar sl. og voru þátttakendur í því 33 talsins. Þar voru haldin mörg og fróðleg erindi um margvísleg efni og málfundir með ólíkum umræðuefnum. Tóku margir til máls og voru umræður oft fjörugar. Meðal nokkurra nýmæla, sem stjórn- in hafði haft í undirbúningi til eflingar starfsemi „Varð- ar“, má nefna æskulýðssíðu í „íslendingi", sem áformað er að birtist reglulega einu sinni Frá bingó-kvöldi á vegum „Varðar“; verðlaunin voru vandað hjónarúm með dýnum. í Ólafsfirði 8. september sl. í þessu sambandi var farin hóp- ferð til Ólafsfjarðar og tóku þátt í henni 15 manns. Þess má geta, að „Vörður“ greiddi niður fargjald í hópferðina og var það unnt vegna hagnaðar af bingó-kvöldum félagsins. — Ennfremur má minnast á þátttöku félagsmanna í starf- semi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. í mánuði. Hafði fyrsta síðan . birzt fyrir aðalfundinn og þótti bæði lífleg og vel upp sett, enda hafði félagið fengið til liðs við sig kunnáttumann í þessum efnum, Hallgrím 'íryggvason. Er félaginu mik- ill styrkur í því, að hafa þannig aðgang að „íslend- ingi“ og vænta félagsmenn sér mikils af þessum nýja þætti í starfinu. Framh. á bls. 2 Verður nánar skýrt frá ráð- ■tefnunni síðar á síðunni. Nýkjörin stjóm „Varðar", F.U.S. a Akureyri (talið frá vinstri ): Sveinn Jónsson, Birgir B. Svavarsson, Jón V. Guðlaugsson, form., Siguróli Sigurðsson, Sveinn H. Jónsson og Gísli H. G uðlaugsson; á myndina vantar Guðmund Tulinius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.