Alþýðublaðið - 27.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.12.1929, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í j m I Kfóla- SvnntO' Upphlnta' Upphlnts- skyrtn- Spegilflanel, Sllkikjólarfyrlrtelpnr - 1“ SiIki'UndirkjóIar og 8 ýmsar hentugar og « _ ódýrar jólagjafiir. ! Silkií í | Matthildur Bjömsdóttir, I Laugavegi 23. I 1111 1111 1111 Allskonar bisáhöM. Vald. Poulsen, KLapparfitig 29. Síml 24. innri augum, en af því að mér er ebki kunnugt um, að enn hafi tekist að Ijósmynda hugsanir manna, vildi ég gjama, aö þér frædduð mig á pvi, hvernig pað ætti að gera. Ef pér skylduö ekki geta pað, vildi ég beina pví til yðaT, hvort yður pætti ekki lójlyktandi af pvi að hægt sé að Ijósmynda viðfangsefni lands- lagsmálara, en ekki pau við- fangsefni, er málarar kunna að skapa með hugaTflugi sínu, og hvort yður pætti ekki neitt skilja par feigan og ófeigan. Þér segið, að Ásgrímur Jóns- son — pað er yður að kenna, að ég verð að tala um hann — hafi sýnt mesta skáldgáfu í lands- Iagsmyndum, og pér segið, að góður listamaður vinni úr við- fangsefninu. Esjan er fallegt fjall hérna fyrir handan Kollafjörðinn. Hún er með alveg ákveðnurp hætti, hún er ef svo mætti segja óbífanlegur sannleikur. Fari ein- hver að mála hana, pá verður hann að mála hana eins og hún er, en fari hann að skálda í eða vinna úr Esjunni, getur auðvitað vel orðið úr pví falleg mynd, eri mynd ajf Esjunni verður pað ekki. Viðfangsefni, sem er með ’föstum skorðum, hlýtur að binda hugmyndaflug — skáldskapar- gáfu málarans, en smekkvísi hans getur hins vegar komið til greina við val á stað og stundu nær hann málar. Fari hann að sikálda, pá er hann búinn að yfirgefa fyrirmyndiria og viðfangsefnið. Það er alveg sama eins og ef máluð er mynd af tilteknum manni, pá dugar ekki að fara að ekálda í eða vinna úr; pað verð- nr að sýna manninn eins og hann er, annars verður pað ekki mynd af honum. Málarinn hefir pað eitt frjálsræði að geta valið pann fivip mannsins og viðhorf, er honum finst lýsa honum bezt eða bezt fara. Og petta er alt mjög einfaldur sannleikur. (Nl.) Guðör. Jónsson. Frjálst líí, rœður fluttar í Ommen 1928 eftir ./. Krishnamurti. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir gaf bókina út að tilhlutun Stjömuútgáfufélagsins. Gutenberg pentaði kverið 1929. Pappírinn ér ágætur og prent- un góð. Bókin byrjar á kvæði, sem nefnt er: Konungur lífsins Ijóðar. Þar er petta: „Og lítilmagnar pyngstar byrð- ar báru. Einn var par nakinn, annar skarti hlaðinn, saman peir gengu sama villustig.“ — Ræðurnar hafa pessa yfirskrift: Tilgangur lífsins, Hamingja og prá, Skilningur, Leitin, Sjálfur leið pú sjálfan pig, Hin hulda lind, Elskið lífið, Tíminn, Form- laus sköpun og Lífið er takmark- ið. Þá em spumingar og svör, Höfundurinn talar eins og sá, sem vald hefir. Honum farast svo orð: „Sannleikurinn býr í mér. Ég hefi náð takmarkinu. Þess vegna vil ég fræða yður um veginn; ég vil gefa yður pað vatn, sem svalar .^porsta yðar og vekur til lífsins skrælnaðan grióð- ur hjartna yðar.“ Enn fremur segir Krishna- murti: „Sannleikurinn finst með pvi að hafna og spyrja, ekki með pví að vera ánægður með pað, sem fengið er; ekki með pvi að tilbiðja persónur og pá, sem musterispjónustu leysa af hendi^ peir standa í raun og vem á milli yðar og sannleikans." En höfundur segir einnig: „Látið hvorki mig né nokkurn annan fjötra yður. Hamingjan býr í yðar eigin brjósti." Mikil lífsspeki er í ræðum Krishnamurti. Og er pað engin furða, sé maðurinn innblásinn. Trúa ýmsir, að svo sé. En margur maðurinn hefir spurt og spyr: „Er J. Krishna- murti annað en austrænn heim- spekingur?" Færari verða menn að dæma um pað, ©f peir lesa rit hans. H. J. fJm dagini og”veginn« Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Kesniugaskrifstafa Alpýðnflokks- íns í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu er opin ki. 10—9 alla virka daga. Kjörskrá liggur frammi. Alpýðu- flokkskjósendur! Gætið að pvi í tíma, hvort pér emð á kjörskrá! — Nú eiga allir kosningarrétt til bæjarstjórnar, sem eru orðnir 21 árs, líka peir, sem hafa orðið að piggja fátækrastyrk. veTður á mánudaginn, 10. p. m., Þórunn Bjömsdóttir ljósmóðir. Þá ætla konur, sem hún hefir setið yfir, að halda henni sam- sæti. — Sjá auglýsingu um pátttöku í samsætinu hér í blað- inu í dag. Tvær islenzkar hjúkrunarkonur frá Winnipeg, Anna Bjamason og Margrét Backman, stunda nú framhaldsnám í New York. (FB.) Kveikja ber á morgun og .fram yfir prett- ánda (6. jan.) kl. 3 e. m. og er ljóstíminn til kl. 10 árdegis. Dánarfregn, Nýlega er látinn vestan hafs Ármann Thordarson, bróðir Matthíasar Þórðarsonar pjóð- minjavarðar, 61 árs að aldri, (Samkvæmt FB.-fregn.) *■ ' .v '*> Hjónaband. Á sunnudaginn var voru gefin saman í hjónaband Kristjánsína Bjarnadóttir og Kristleifur Jóns- son sjómaður. Heimili peirra er á Bergpórugötu 23. Skirnatfont, skrautlegan mjög, gaf Kvenfé- lag fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík fríkirkjunni í jólagjöf. Var hann vígður í gær. S. G T. Skilaboð: Eldri danzamir ann- að kvöld kl. 9. Skipafréttir. „Esja“ kom á porláksmessu- kvöld vestan um land úr hring- feTð. „Gullfoss" fór utan í fyrra kvöld. — Fyrir jólin kom olíu- skip til h.f. Olíuverzlunar ís- lands. Á jóladaginn kom kolaskip til „Alliance" o. fl. Skipstjóri á pví er Ingvar Þorsteinsson, áður skipstjóri á „Lagarfossi". 1 gær kom „Vestri“ norðan og vestan um land úr fisktökuferð. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 5 stiga hiti til 1 stigs frost, 3 stiga hiti i Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Allhvöss austanátt og síðan norð- an- eða norðvestan-átt. Úrkomu- lítið. Togararnir. Þessir togarar hafa komið frá Englandi: „Maí“ og „Otur“ á að- fangadaginn, „Karlsefni“, „Njörð- ur“ og „Skúli fógeti" á jólanótt- ina og „Tryggvi garnli" og „Apríl“ á jóladaginn. — I gær kom pýzkur togari hingað til að fá sér veiðarfæri. Hafði hann Sokkar. Sokkar. Sokkav frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Hnnið* að fjölbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor- öskjurömmum er á Freyjugötn 11, sími 2105. Hafinspiðld á hurðir getið pið fengið með 1 dags fyrirvara, nauð- synleg á hvers manns dyr. Hafnar- stræti 18. Leví. GardfnnstengnF og hringlr édýrast I BrðttagStn 5. Inn« rSmmnn á sama stað. mist vörpur. Annar kom i morg- un til að fá vatn og vistir. Karlakór Iðnskólans. Söngæfing annað kvöld kl. 8. Silfurbmðkanp. 25 ára hjúskaparafmæli eiga I dag hjónin Guðrún Mensalders- dóttir og Jón Jónsson verkamað- ur, Þingholtsstræti 8. Strandmenniruir af .Þór“. „Ægir“ kom með pá hingað til Reykjavíkur kl. 8V2 á að- fangadagskvöldið. Nýr togarí kom hingað í gærkveldi, „Ven- us“ að nafni. Skipstjóri er Þór- arinn Olgeirsson. Er hann aðal- eigandi skipsins. Togarinn verð- ur gerður út frá Hafnarfirði. Skipstjóraskifti hjá „Njarðar“- félaginu. Alexander Jóhannesson, áður skipstjóri hjá Hellyer, er orðinn skipstjóri á „Nirði“, og Sigfús Kolbeinsson, áður stýrimaður á „Tryggva gamla“, er orðinn skip- stjóri á „Draupni“. „Flónið“ í gærkveldi sýndi Leikfélagið sjónleikinn „Flónið“ eftir amer- íska skáldið Channing Pollock. Húsið var troðfult og leiknum ágætlega vel tekið, enda er fyrsti páttur hans eitt hið allra bezta, sem hér hefir sést á leiksviði. Köknbúð og hressingarskála opnaði Björnsbakarí í húsi Schevings lyfsala, Pósthússtræti Í7, í gær. Húsakynnin eru sérlega vistleg og öllu par haglega fyrir •komið. Verður par selt: Kaffi, te, súkkulaði, mjólk, alls konar svaladrykkir, ís, skyr og rjómi; auk pess gnægð af ljúffengum kökum úr Björnsbakaríi Veit- ingaherbergin eru 3. í miðher- berginu er stórt söluborð, og geta peir, sem purfa að flýta sér, fengið par kaffibolla og kökur um leið og peir koma inn. — Öefað verður oft gestkvæmt parna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Haraldur Guðmundsson. Alpýðuprentsmiðjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.