Morgunblaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORGVNM 4 ÐÍÐ Sunnudafjur 21. apríl 1963 Klassisk messa í Laugarneskirkju Mennirnir á myndinni, Dean Axene, fyrrv. skipstjóri banda- r í s k a kjarnorku-kafbátsins Thresher og lúterskur prest- ur, sjást í þaun veginn að kasta blómumskrýddu líkani af kafbát úr flugvél yfir svæðinu þar sem talið er að Thresher hafi farizt sköpunu fyrir páska. ÉG tel ólíklegt, að ég móðgi nokkurn, þó að ég haldi því fram, að guðsþjónusta, sem hríf ur menn svo, að þeir hlakka til þess að taka þátt í annarri slíkri aftur sem fyrst, sé ekki algeng í íslenzku þjóðkirkjunni árið 1963. þegar ég leit þrjá klerka fyrir altari Laugarneskirkju klukkan hálf níu sunnudagskvöldið 31. marz s.l., kom mér í hug orð- tak, sem var algengt heima í bernsku minni. „Mikið gengur nú á, og meira stendur víst til.“ — En það gekk ekkert á. f>arna sat nefnilega þjónustan og hóg- værðin á innsta bekk. Það tvennt sem nútímann vantar kannski tilfinnanlegast. Séra Sigurður Pálsson á Sel- fossi flufcti þarna messu eftir sinni Messubók, með aðstoð sókn arprestsins hér séra Garðars Svavarssonar og séra Guðmund- ar Óla Ólafssonar. Þarna í kirkj- unni voru lfka fleiri gestir. Tutt ugu barna söngflokkur i fylgd með söngkennara sínum Stefáni Þengli Jónssyni, söng messusvör- in. Mér finnst rétt að geta þess, að þetta var ekki hinn þjálfaði barnakór skólans, heldur tóku telpur úr tveim bekkjum þetta verkefni að sér og sungu ein- staklega létt og hreint. Þessá sevaforna tónlist hlýtur að vera Skýrt hefur verið frá því opin- berlega í Bandarikjunum að kona Kennedys forseta, Jacque llne, eigi von á þriðja barni þeirra hjóna í ágúst nk. — Á myndinni sést Jacqueline á leið til kirkju á .láskadag með syni sínum, John, sem er tveggja ára. mjög vel fallin til söngs, fyrst óþjálfuð börn skiluðu þéssum flúruðu laglínum svona vel. Að vísu þekki ég Stefán Þengil að því að vera bæði duglegan og vandvirkan söngkennara, en ég veit líka, að því eru ströng tak- mörk sett, hvað hægt er að gera með ósamæfðum barnaröddum á svo afarstutfcuim tíma, sem nýtt ist til æfinga. Hlutverk barn- anna var hið veigaimesta, að leiða söfnuðinn í messusvörum, sem eru mjög frábrugðin því, sem nú tíðkast almennt héir á landi. Laugarneskirkj ukórinn söng sálmalögin við undirleik organ- ista kirkjunnar, Kristins Ingvars- sonar. Og var það eini raddaði söngurinn við þessa guðsþjón- ustu. Áhrifum þessarar helgi- stundar, sem lauk með altaris- göngu, verður ekki lýst hér, enda ekki auðvelt Mér finnst rangt að þegja I hel góða nýjung, á hvaða sviði sem hún er, því bregð ég vana mínum og læt í ljós, með nokkr- um orðum álit mitt á því, sem fram fór í Laugarneskirkju um- rætt sunnudagskvöld. Að vísu hef ég eins og fjöldi annarra landsmanna heyrt og séð getið um Messuibók séra Sigurðar Páls- sonar, en ég veit ekki til þess, að nokkur hafi reynt að leiðrétta misskilning, sem gengur staf- laust milli manna, að Messubók- in sé hálfkaþólsk og messusöng- urinn, sem ætti að fylgja henni, alkaþólskur. Ég hef séð þessa bók og verð að játa, að sjálfur hef ég ekki vit á að meta þetta atriði. Það sem blasti við mér, er ég leit bókina, var hinn framúrskarandi smekk- legi frágangur á prentun og bandi, en tortryggni mín gagn- ♦ Eimreiðin Velvakandi vaæ að lesa ný- útkomið hefti af „Eimreiðinni" um fyrri helgE Manni er allt- af hlýtt til þessa gamla og merka tímarits, sem hefur flutt íslendingum meiri bókmenntir og skáldskap en nokkurt annað tímarit íslenzkt. Það er stofn- að árið 1895 og elzta tímarit á landinu að Skírni frátöldum. Sfcofnandi hennar var Valtýr Guðmundsson, prófessor, hinn kunni stjórrumálamaður og á- gæti fræðimaður, og ritstýrði hann Eimreiðinni fram til árs- ins 1917. Tímaritið flutti lands- mönnum margháttaðan fróð- leik, bókmenntir og stjómmála- skrif. Þeir, sem eru svo lán- samir að eiga Eimreiðina frá upphafi, vita, að hún er af- bragðs skemmtileg aflestrar, svo að enn í dag er hægt að lesa elztu árganga hennar sér til ununar. Nafn hennar var valið vegna þess, að Valtý var það mikið vart efni hennar var hin sama eftir sem áður. Var þessi fallega Messubók hneykslunarhella upp- fundin af hinum vonda, til þess að afvegaleiða lútherska söfn- uði? — Nú vildi ég hafa það, er sannara reyndist, eins og svo margur íslendingur, bæði fyrr og síðar. Og viti menn. Vitneskja frá fróðum mönnum um þessi efni færði mér heim sanninn um það, að Messubókin innihélt að- eins messusiði, sem viðgengizt höfðu við lútherskar guðsþjón- ustur. Á þeim fjórum öldum, sem liðnar eru frá upphafi hins nýja siðar hér á landi, hefur margt komið og farið í messusiðum kirkjunnar, og því úr mörgu að velja, ef finna á það bezta af því, sem menn í skammsýni sinni hafa kastað fyrir borð. Nú, Messubókin er ekki ka- þólsk, og því ekkert annað fyrir hendi, en meta hana hlutlaust sem lútherska bók. — En söng- urinn þá? Jú, hann er kenndur við Gregoríus nokkurn, sem sat á tróni kaþólsku kirkjunnar endur fyrir löngu (dáinn árið 605). En barðist Lúther gegn kaþólskum söng? Nei, Þess er ekki getið. Lúther hafði gott vit á tónlist, og kunni því að meta og notfæra sér það bezta í kaþólska söngn- um, en bætti síðar ýmsu við sjálfur. í lúthersku kirkjunni var því víxlsöngur prests og safn- aðar í svipuðum tón og áður, en textinn allur annar. Hinn gregoríanski kirkjusöng- ur hefur vitanlega ekki hlaupið alskapaður út úr höfði þessa á- gæta kirkjuhöfðingja, heldur er hann árangur langrar þróunar. Hinn mikli kostur þessa söng- stíls er, hversu hreinn hann er áhugaefni að fá lagða járnbraut austur yfir fjall, en hann var mjög framfarasinnaður um hvers kyns þjóðþrifamál og vildi efla hag landsins í hví- vetna. Hefur ek'ki verið talin ástæða til þess að breyta því, endá hefur það áunnið sér trausta hefð. + Fjölbreytt efnisval. í síðasta hefti kennir margra grasa. Hún hefst á merkri grein eftir herra biskupinn, Sig- urbjörn Einarsson, sem hann nefnir: „Trúin á manninn“. Er hún heimspekilegs og trúar- fræðilegs eðlis. Þá er ljóð eft- ir Þorgeir Sveinbjarnarson, sem hann kallar í ljóði annars manns. Páll Kr. Pálsson skrif- ar um sögu brezkrar tónlistar, smásaga (Haustnótt) er eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Skuggi ritar Hrolleifs-þátt Drangajök- ulsdraugs, þrjú kvæði eru eft- ir Gest Guðfinnsson, Sigriður Thorlacius skrifar um Sigrid ag einfaldur, og því auðlærður öllum þeim, sem eitthvert tón- eyra hafa. Séra Sigurði Pálssyni hefur snemma orðið það ljóst, að minnkandi þátttaka safnaða í guðsþjónustunum ætti rætur sín ar að rekja, að einhverju leyti til óheppilegra kirkjusiða. Ein- hliða raddaður kirkjusöngur varð til þess, að fólk hætti smám saman að syngja, en hlustaði þess í stað, og þar með var hið virka samband kirkjugestanna rofið við sjálfa messugerðina. — Þessu sambandi vill Sigurður koma á aftur með sinni Messu- bók, notandi hinn forna, einfalda söngstíl við messusvörin, sem gerir öllum þorra manna auð- velt að taka undir. En fólkið þarf að læra þetta og reyndar prestarnir líka. Væri nú ekki vel til fundið, þar sem Undseit, Sigurður Jónsson frá Brún á fimm sonnettur þarna, Guðjón Jónsson skrifar uim böm og peninga, Arnór Hanni- balsson um Strindberg og Tsérn iséfskí, kvæði er eftir Gísla Indriðason, smásaga eftir Cora Sandel, kvæði eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, grein eft- ir Guðmund Jónsson um fyrs'tu skurðaðgerð Guðmundar Hann- essonar og mætti ætla, að lækn um og Húnvetningum þætti fengur í henni, fróðleg grein um fornleifar á Borgundar- hólmi eftir dr. Haye W. Hans- en, leikihúspistill eftir Loft GuSmundsson, ritsjá og fleira efni. Margar myndir prýða rit- ið. + Styðjum Eimreiðina. Núverandi ritstjóri Eimreið- arinnar, Ingólfur Kristjánsson, segir eftirfarandi í spjalli til kaupenda tímaritsins: „Á næsta ári fyllir Eimreið- in sjötíu ár og er þar með mér er tjáð, að leyfi biskups fyrir þessu messuformi til renyslu sé þegar veitt, að fá séra Sigurð til þess að taka að sér leiðbeiningarstarf á vegum kirkjunnar. Rétta prestum og söfnuðum, sem vilja reyna þetta, hjálparhönd til þess að koma á hinni klassisku, lúth- ersku messu, sem flutt er, þó 1 nokkuð mismunandi formi sé, 1 flestum lútherskum löndum. í upphafi þessa greinarstúfs, lýsti ég ekki nákvæmlega því, sem fram fór í kirkjunni um- rætt kvöld, því sjón er sögu rík- ari. Mér finnst ólíklegt, að þetta messuform verði ekki algengt eftir nokkur ár. Kristnir söfn- uðir þurfa að minnsta kosti ein- hverju að breyta, ef kirkjurnar eiga ekki að glata algjörlega sínu mikilvæga hlutverki. orðin eitt elzta bókmennta- tómarit, sem komið hefur út samfellt svo langan tíma. Það er áreiðanlega von og metn- aðarmál megin þorra kaupenda Eimreiðarinnar, að hún geti haldið áfram stöðugri útkomu og þurfi ekki að slaka a um vandað efni og frágang, svo að hún megi áfram gegna for- ystuhlutverki meðal íslenzkra tímarita og halda sessi sínum sem eitt elzta og merkasta bók- menntatímarit á Norðurlönd- um . Jafnframt því, sem Eimreið- in heitir á stuðning og trunað eldri kaupenda sinna, leitar hún nú á ný mið og æskir nýrra lesenda og fleiri kaup- enda, sem telja það ekki eftir sér aðí leggja af mörkum 150 krónur á ári til viðhalds og efl- ingar þessu gamla og merka tímariti, sem geymir skáldskap og ritgerðir um ýmis efni eft- ir fremstu rithöfunda og menntamenn þjóðarinnar frá því fyrir aldamót og fram á þennan dag“. Velvakandi vill taka undir þessi orð, og þar eð honurn er ekiki grunlaust um, að fjár- hagur ritsins sé ekki sem bezt- ur, vonar hann, að sem allra flestir gerist áskrifendur Eim- reiðarinnar. Magnús Einarsson. AEG Raftæki Útsölustaðir: Verzl. Stapafell, Keflavík. Verzl. Staðarfell, Akranesi. Kjartan R. Guðmundsson, ísafirði. Elís Guðnason, Eskifirði. Verzlunarfélag Austurlands, Egilsstöðum. Leifur Haraldsson, Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.