Morgunblaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 6
6
MORCVTSTtlAÐlB
SunnudagUT 5. maf 1963
Bannlýstar greinar:
oldið og þjóðin‘
bók um Sovét eftir Amór Harani-
baSsson. - IsSenzkir kommúnistar
á línu Stalíns
KOMIN er út hjá bókaútgáf-
unni „Helgafelli“ bókin
„VALDIÐ OG ÞJÓÐIN. Safn
greina um Sovét“ eftir Arnór
Hannibalsson.
Höfundur stundaði nám við
Moskvuháskóla á árunum 1954—
1959 og ennfremur við háskól-
ana í Kraká og Varsjá í Póllandi
1959—1960. Hann ferðaðist víða
um Sovétríkin á námsárum sín-
um og kynnti sér menn og mál-
efni af eigin raun. „Tíminn, sem
hann dvaldist þar, er einn mesti
umbrotatimi í sögu Sovétþjóð-
anna“, segir á kápusíðu bókar-
innar.
Bókin er 242 bls. að stærð og
skiptist í átta aðalkafla. Bera
þeir heitin: „Um iðnað og land-
búnað“, „Um ríkisvald í Sovét",
„Asíatismi á undanhaldi", „Þaettt-
ir um list í Sovét“, „Stórhýsi
Stalíns", „Notokur orð um dag-
legt líf“, „Verkalýðsfélög í Sovét-
ríkjunum“ og „Frá ánauð til
frelsis“. Bókin er mjög . ítarleg
og fjallar um allt milli himins
og jarðar í Sovétríkjunum, sögu
þeirra, kúgunarvald flokksins,
sem höfundur telur mjög sterkt
og óþolandi öllu frelsisunnandi
fólki, venjulegt líf almennings
o.s.frv. Mikill fróðleikur er dreg-
inn saman í bókinni úr ýmtsuim
áttum, auk athugana höfundar
sjálfs, og ber bókin vitni um lær-
dóm ritara síns.
I>að vekur athygli, að þrjár
ritgerðir í bókinni eru bannlýst-
ar af forsprökkum sósíalista hér
á landi. Um þetta segir höfundur
svo í formála:
„Uesandinn mun sjá., að
þrjár af þeim ritgerðum, sem
hér eru prentaðar, hafa verið
boðnar málgögnum sósíalista
hér á landi til birtingar, en
Nemendatónleikar
á Akranesi
Nemendatónleikar Tónlistar-
skólans á Akranesi, verða haldn.
ir sunnudaginn 5. maí í Bíóhöll-
inni á Akranesi, og hefjast kl.
20,30. Auk nemendanna, sem
leika á píanó, blokkflautu og
Klarinett, syngur Karlakórinn
Svanir nokkur lög. Einar Sturlu-
son syngur einsöng og Kvenna-
kór Akranesskirkju syngur lög
eftir séra Bjarna Þorsteinsson,
Offenback og Rubinstein. Að-
gangseyrir verður kr. 25.00.
Tónlistarskólinn er nú að ljúka
7. starfsári sínu.
Auk skólastjórans, Hauks Guð
laugssonar, hafa kennt i vetur,
Jónas Dagbjartsson, Sigurður
Markússon og frú Anna Magnús
dóttir.
verið vísað á bug. Ber það
til, að staðreyndir vilja illa
koma heim og saman við
paradísartrú liérlendra sósíal-
istaritstjóra. Þeir grípa þá til
hins forna ráðs allra kreddu-
trúfélaga: Burt með stað-
reyndirnar, drepum villu-
trúna! Kjörorð hinna stalín-
istísku sósíalistaforingja á ís-
landi er: Blekking en ekki
þekking.
Ofurvald ofstækisins hefur
þó ekki getað hindrað útkomu
þessara ritgerða á íslandi".
Ummæli þessi skýrast af þrem-
ur athugasemdum höfundar í
bókinni. Aftan við greinina „Um
ríkisvald í Sovét“ stendur m.a.:
„Fyrsta gerð þessarar ritgerðar
var samin 1959 fyrir tímaritið
„Rétt“ í Reykjavík. Þegar rit-
stjóranum, Einari Olgeirssyni,
var boðin ritgerðin til birtingar,
í júní 1961, harðneitaði hann að
taika við henni og vísaði höfund-
inum á bug ...“ — Aftan við
greinina „Asíatismi á undan-
haldi“ stendur: „Grein þessi var
samin í janúar 1962 og boðin
ritstjóra dagblaðsins „Þjóöviij-
inn“ til birtingar, en var víisað
á bug. Yfirvöld „Sameiningar-
flokiks alþýðu — Sósíalistaflokks-
inis“ bönnuðu einnig birtingu
greinarinnar, er málinu var skot--
ið til þeirra (sbr. bréf Brynjólfs
Bjarnasonar frá 14. VI. 1962).
Að loknu 13. þingi nefnds stjórn-
má'laflokiks var því skotið til yfir-
valda hans, hrvont banni þessu
innar, og erfiðlega gangi að fá
henm aflétt.
Höfundur virðist álíta, að is-
lenzkir kommúnistar séu svo
langt á eftir, að þeir þori ekki
að segja hluti, sem jafnvel
sovézkir kommúnÍ9tar taki sér í
munn. T.d. segir hann á einum
stað um íslenzka kommúnista:
„En hér uppi á íslandi er flokk-
ur manna, sem í þrjátíu ár hef-
ur lifað fyrir málstað Stalins,
sungið sálminn um hann — og
syngur enn. Þeir kunna ekki
annað. Þegar í ljós kemur, að
málstaðurinn er mannihatur, sálm
urinn lygi og Guðinn — glæpon,
þá snúa þeir sér skömmustulega
í skugganji — og þegja. Þeir
vita ekkert um Stalín, þeir trúa
á hann, og hafa marglýst þeirri
trú sinni.
Þegar fram koma á íslenzku
nííli nokikrar staðreyndir u.m
stalínst'ímann í Sovét þá er vörn
þeirra — og miálgagns þeirra
„Þjóðviljans" — að þegja. Sam-
særi þagnarinnar á að fleyta
þeim yfir þá erfiðleika, sem orð
sannleikans veldur þeim. Kjör-
orðið skal áfram vera: Blekking
en ekki þekking!”
Arnór Hannibalsson, höfundnr
bókarinnar „Valdið og þjóðin".
fengist afléfet, en með sama ár-
angri (sbr. bréf framkvæmda-
nefndar frá 20. II. 1963)“. —
Aftan við greinina „Frá ánauð
til frelsis" stendur: „Grein þessi
var boðin „Tímariti máls og
menningar" til birtingar í febrú-
ar 1963, en ritstjórinn neitaði
um birtingu".
Ætla mætti, að íslenakum les-
endum þætti fróðlegt að kynna
sér efni þeirra greina, sem helztu
málgögn kommúnista á íslandi
hafa neitað höfundi, sem er
sósíalisti, um birtingu á.
Höfundur greinir mjög ítar-
lega frá kúguninni í Sovétríkj-
unum, en telur þó, að bjartara
sé framundan, þótt þróunin gangi
allt of hægt. Við sterk afturhalds-
öfl sé að etja. Talar hann víða
um Valdið (með stórum staf),
sem öll alþýða óttist. Stalín sé
upphafsmaður verstu kúgunar-
Kynþáttaóeirðir
í suöurríkjunum
1000 blökkumenn fangelsaðir
Binmingham, Alabama, 4. maí
AP — NTB
UM 1000 blökkumenn eru nú
sagðir i haldi hjá lögreglunni í
Birmingham, vegna uppþota, er
staðið hafa undanfarna daga.
Flest þessa fólks, er ungt skóla
fólk, sem tekið hefur þátt í fjólda
fundum, til þess að reyna að
rétta hlut sinu í kynþáttabarátt-
unni.
Dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, Robert Kennedy, hetfur
harmað attaurði þá, sem átt hafa
sér stað. Kveður hann sökina
liggja hjá löggjafanum, ráða-
mönnum einstakra borga og öðr-
uim ráðamönnuim. Hefur hann
hivatt til þess, að til friðar verði
stillt, svo að komizt verði hjá
blóðsútíhellingum.
Óeirðirnar hafa verið all harð-
ar. Var slökkviliðið kvatt á vett-
vang, og beitti það vatni gegn
fólkinu. Blökkumennirnir gripu
þá til grjóts, og munu nokkrir
slökkviliðsmannanna hafa orð-
ið fyrir meiðslum.
Minntust blökkumennirnir m.
a. póstþjónis, William Moore, sem
nýlega var myrtur, er hann var
að starfi, á leið til Ross Barnett,
fylkisstjóra í Mississippi.
Happdrætti skáta
ÞANN 1. maí var dregið í happ-
drætti skáta 1963 hjá bæjarfógeta
á Akranesi. Eftirtalin númer
hlutu vinning: 767 Volkswagen-
bifreið, 27 flugfar til Skotlands
og til baka ásamt vikudvöl þar,
8110 húsgögn fyrir 5. þús. kr.
eftir vali, 3171 gúmmíbátur, 6983
plastbátur, 13781 tveir Sindra-
stólar, 16148 laxveiðiútbúnaður
og veiðidagur í laxveiðiá, 519
ryksuga, 8480 strauvél, 7068 úti-
leguútbúnaður, 6575 málverk.
(Birt án ábyrgðar).
Sel
Klæðagerð — Verzlun
Klapparstig 40.
♦ Stytta Jóns forseta.
„Vegfarandi“ hefur komið
að máli við Velvakanda vegna
breytinganna, sem verið er að
gera á Austurvelli. Er hann ekki
of hrifinn af breytingunum, því
að svo virðist, að nú eigi enn
að minnka grasflötina, án þess
að brýn ástæða sé til þess.
Nafnið Austurvöllur er merki
legt örnefni, líklega eitt hið
elzta á íslandi. Bendir það til
þess, að bær Ingólfs hafi staðið
einhvers staðar fyrir vestan völl
inn. Óvíst er, hfvort þar hefur
verið túnstæði fyrsta landnáms
mannsins, því að sennilega hef
ur verið töluverð rekja á vellin-
um.
Vegfarandi var samt aðallega
að hugsa um annað. Hann segir
styttu Jóns Sigurðssonar á vell
inum miðjum vera svo skellótta
og ljóta, að nauðsynlegt sé að
gera eitthvað til úrbóta. Stytt
an virðist ekki ætla að verða
fallega spanskgræn, jafnt yfir
allt, heidur vinnur eirgrænan að
eins á hlutum styttunnar, eða
þá að „prósessinn" er misjafn-
legá langt kominn. Spyr hann
nú, hvort ekki sé til neitt það
efni, sem húða megi styttuna
með, svo að áferðin verði jöfn
á henni allri. Sér sé sama, hvort
hún verði spanskgfæn öll, eða
hvort hún verður varin eir-
grænunni, einungis, að útlitið
verði samræmt.
4 Spyr sá, sem ekki veit.
Þetta bréf barst Velvakanda
fyrir nokkru:
„Kæri Velvakandi.
Fyrst þetta: Það getur víst
ekki talizt sæmilegt að gagn-
rýna þjóðhöfðingja, og vil ég
því ógjarna birta nafnið mitt, en
efni máls míns er þetta:
Eg hiustaði á þinglausnir í út
varpinu og heyrðist mér forseti
vor enda mái sitt þannig „ . . .
og ég bið þingmenii að minnast
fósturjarðarinnar, Islands, með
því að rísa úr sætum“.
Eg hélt, að mér hefði mis-
heyrzt, því að, satt að segja síg-
ur stundum á mig mók við út-
varpið, en svo voru fréttirnar
endurteknar um kvöldið Dg þá
með sömu orðum og rödd forset
ans. Nú í dag (21. apríl) eru orð
hans prentuð í Morgunblaðinu
orðrétt, að mér skilst, og ég
þykist þá hafa vissu fyrir að
hafa numið orð hans rétt. Og
spumingar mínar eru þá þessar:
1. Voru þarna meðal þing-
manna einhverjir, sem eiga aðra
fósturjörð, svo að nauðsynlegt
þætti að taka fram nafn fóstur
jarðarinnar, íslands, svo að öll
um væri ljóst við hvaða fóstur-
jörð væri átt? eða
2. Eru blessaðir þingmennim
ir svo ruglaðir í ríminu, að þeim
sé ókunnugt um, hvað orðið
„fósturjörð“ merkir, nema skýr
ing fylgi með?
Eg minnist þess, er ég var I
skóla, þá var okkur leiðbeint um
svið Í9lenzkra bókmennta og í
því sambandi lesin mörg kvæði.
Eg minnist eins kvæðis, enda
oft um hönd haft, kvæðið hans
Jóns Thoroddsens „Ó fögur er
vor fósturjörð“, svo að ég tali
ekki um kvæði Sveinbjarnar:
„Fósturjörðin fyrsta sumardegi*4
eða perluna Jónasar, þar sem 1
er „ . . . að fósturjarðar minnar
strönd og hlíðum". Ekki minnist
ég þess, að kennarinn tæki sér
staklega fram, að með orðinu
„fósturjörð" væri átt við Is-
land. Það var gengið út frá þvi
sem gefnu, að allir vissu það. í
kvæðabókum þessara skálda er
heldur hvergi að finna merki
útgefenda við þetta orð til skýr-
ingar, að átt sé við íslands. Og
því er að síðustu spurt:
3. Hví sá forseti vor ástæðu til
þess að skýra fyrir þingheimi,
að harin ætti við ísland en ekki
annað land, er hann nefndi „fóst
urjörð“?
Vinsamlegast. — Útvarpshlust
andi og dálkalesari Velvakanda*4