Morgunblaðið - 05.05.1963, Síða 13
Sunnudagur 5. maf 1963 ^
lUOnCVTSTtl 4 ÐIÐ '
13
Landsfundur
Hinn 15. Landsfundur Sjálf-
Btæðisflokksins, sem lauk sl.
sunnudag, fór fram með mikl-
um ágætum. Tilhögun funda-
haldsins féll mönnum vel í geð.
Megináherzla var lögð á hin al-
mennu fundahöld, en auk þess
áttu fulltrúar úr helztu starfs-
stéttum og einstökum kjördæm-
um kost á að hittast og bera ráð
sín saman. Stjórnmálanefndin,
sem fjallaði um stjórnmálayfir-
lýsingu fundarins, var eina sér-
staka nefndin, er kosin var.
Skipun fjölda nefnda, sem í er
valið meira og minna af handa-
hófi og ætlað er að fjalla um
flókin og margþætt mál á ör-
skömmum tíma, slítur funda-
haldið sundur og skilar hæpn-
um ávinning.
Varðskipið Óðinn
REYKJAVÍKURBRÉF
Mestu máli skipti, að fundar-
menn voru sammála í öllum
meginatriðum. Allir þeir, sem
til máls tóku, lýstu ánægju sinni
yfir þeirri stefnubreytingu, sem
orðið hefur í íslenzkum stjórn-
málum á þessu kjörtímabili.
Munurinn á frelsi og ófrelsi, á
styrkri stjórn og sífelldri sundr-
ung dylst engum. Það er vegna
þess, að almenningur um allt
land finnur þennan mun og
hvernig hann hefur létt lífsbar-
áttuna, sem fulltrúar hvaðan-
aeva fögnuðu breytingunni, sem
á er orðin.
Ovissa um allt
annað en ný höf t
og f relsisskerðingu
1 upphafi stjómmálayfirlýsing
ar Landsfundarins eru fyrst tal-
in aðalstefnumál Sjálfstæðis-
flokksins. Þau eru í hugum
flokksmanna hafin yfir dægur-
þras. Við þau ber að miða úr-
lausn aðsteðjandi vandamála
hverju sinni. Síðan er rakin sú
gerbreyting á stjórnarháttum,
sem orðið hefur á síðustu árum.
Þá eru í 19 liðum taldar hinar
veigamestu ráðstafanir, sem gera
þarf til þess að viðreisnarstarf-
inu verði haldið áfram. Loks
segir:
„í kosningum þeim til Al-
þingis, sem fram eiga að fara
9. júní, velur þjóðin um það,
hvort haldast skuli í landinu
sterk stjórn og samhent, sem
sækir fram til frelsis og hag-
sældar, eða við eigi að taka
glundroði og óvissa um allt ann-
að en ný höft og margháttaða
frelsisskerðingu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun nú
sem fyrr vinna að málefnum
þjóðarinnar með hagsmuni allra
stétta fyrir augum.
Hann heitir á þjóðina
að hafna sundrung
en velja viðreisn."
Munur á
vfirlýsingtim
Margir hafa haft orð á þelm
mikla mun, sem er á stjórnmála-
yfirlýsingu Landsfundarins og
stjórnmálaályktun 13. flokks-
þings Framsóknar. Yfirlýsing
Sjálfstæðismanna er áreitnislaus
í annarra g^rð. Um ástandið
þegar vinstri stjórnin flúði af
hólmi er einungis vitnað til orða
þáverandi forsætisráðherra a Al-
þingi 4. desember 1958, þegar
hann sagði:
„Ný verðbólgualda er skollin
yfir.“
Stjómmálaályktun Framsókn-
ar er aftur á móti í stíl lélegrar
blaðagreinar, þar sem saman er
hrúgað væmnu siálfshóli og bein
—. Laugard. 4. maí
um álygum og lítilmótlegum
getsökum í garð andstæðing-
anna. F^ránlegri sarnsetningur
hefur sjaldan sézt. Mönnunum
sem slíkt setja saman hlýtur að
líða illa, og þó er erfitt að vor-
kenna þeim, þegar þeir t. d.
segja: ,
„Að Framsóknarflokkurinn er
eini stjórnmálaflokkurinn, sem
treysta má til þess, hvað sem í
skerst, að hafa þá afstöðu eina,
sem miðar að almennu jafnrétti
og allsherjar velmegun, og setur
öllu ofar sjálfstæði landsins í
nútíð og framtíð."
/ Þetta segja mennirnir, sem
hafa gert sig ósamstarfshæfa
með eilífu sérhagsmunapoti og
harðast hafa barizt gegn „al-
mennu jafnrétti" með því að
halda dauðahaldi í freklegt mis-
rétti um sjálfa undirstöðu ann-
arra mannréttinda, kosningarétt-
inn.
„hefði - hefði -
hefði.“
„— hefði — hefði,“ sagði kerl-
ingin einmana og örvasa, þegar
hún harmaði að hafa ekki farið
á stefnumót í æsku. Eins segja
Framsóknarmenn nú:
„Hinu ber þó að fagna, að fyrri
ára uppbygging, landhelgisút-
færslan og gjafir góðæranna hafa
dregið úr þeim ófarnaði, sem af
stefnunni hefði leitt ella, og orðið
hefði afdrifaríkar í meðal ár-
ferði, hvað þá ef harðæri hefði
að steðjað."
Þarna huggar Framsókn sig
við þrefalt „hefði“ til afsökunar
því, að allar hennar ófarnaðar-
spár hafa reynzt falsspádómar.
En var ekki „fyrri_ árá uppbygg-
ing, landhelgisútfærsla og gjaf-
ir góðæra“ allt fyrir hendi í árs-
lok 1958? Af hverju fór þá svo
sem raun ber vitni? Þá skildi á
milli feigs og ófeigs, rangrar
stefnu og réttrar/ súndrungar og
viðreisnar.
Sama hjákátlega sjálfshólið
lýsir sér, þegar flökksþing Fram
sóknar segir:
•>— — — enda kom flokkur-
inn, ásamt Alþýðuflokknum, al-
mannatryggingakerfinu á, fyrir
rúmum aldarfjórðungi."
Þessi tilvísun tíl þ'ess, að
Alþýðuflokkurinn keypti Fram-
sókn til að vera með setningu
laga um alþýðutryggingar á ár-
inu 1936 á að dylja andstöðu
Framsóknar við setningu lag-
anna um almannatryggingar
1946 og hina miklu endurbót á
þeim 1960.
GreinargerS Páls
Hermannssonar
Hver gerbreyting varð með
almannatryggingalögunum 1946
má bezt marka af orðum Páls
heitins Hermannssonar í efri
deild 15. apríl 1946, en hann
sagði þá:
„Ég tel, að frumvarp þetta eigi
enga hliðstæðu í íslenzkum lög-
um aðra en sjálfa stjskr. Ég
álít, að með lagasetningu þessari
sé verið að búa til nýtt þjóðfélag,
sem að minni hyggju verður
betra en það sem við nú búum
við. Þó að undirbúningur máls-
ins sé að ýmsu leyti góður, þá
tel ég þó, að hann hefði þurft
að vera betri. En þar sem frv.
að mínu viti stefnir að fullkomn
ara þjóðskipulagi, þá segi ég
já.“
Páll Hermannsson var eini
Framsóknarmaðurinn, sem
greiddi atkvæði með málinu í
etfri deild. í neðri deild gerði
samþingsmaður hans, Páll Zóf-
aníasson slíkt hið sama. Aðrir
Framsóknarmenn sátu hjá, eftir
að þeim hafði mistekizt að eyða
málinu. Þeir vildu ekki hið nýja
og betra þjóðfélag, sem Páll
Hermannsson sá fyrir að verið
væri að skapa. Hið sama skiln-
ingsleysi og afturhaldssemi réði
enn framkopiu Framsóknar-
flokksins 1960.
„Má búast við “
Segja má, að það sé brosleg
lítilmennska að reyna nú löngu
síðar að dylja andstöðu sína við
að koma hér á nýju og betra
þjóðfélagi. Hitt er auðvirðileg
lubbamennska að skrökva upp á
andstæðinga sína „ráðagerðum"
um hinar og þessar fyrirætlanir,
sem eiga sér enga stoð í veru-
leikanum. Það gera Framsókn-
armenn í ályktun sinni, þegar
þeir fullyrða:
„Að stjórnarflokkarnir ráðgera
nýja stefnu í sjávarútvegsmál-
um, sem miðar að því að hleypa
útlendingum inn í fiskiðnaðinn
og þar með raunverulega inn í
landhelgina.“
Og þegar þeir segja:
„í landhelgismálinu gerðu
stjórnarflokkarnir undansláttar-
samninga við Breta, minnkuðu
landhelgina ujn þriggja ára
skeið, og í framhaldi af því má
búast við að þá skorti festu tií
að synja um framlengingu þeirra
samninga. Ennfremur afsöluðu
þeir um alla framtíð af hálfu ís-
lands einhliða rétti á útfærslu
íslenzkrar landhelgi."
Framlenging kem-
ur ekki til greina
Menn mundu vart trúa, ef þeir
sæu ekki svart á hvítu, að heilt
flokksþing skuli telja sér sæma
svo tilhæfulausar getsakir.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
skýr og ótvíræð. Landsfundurinn
taldi meðal hinna veigamestu
atriða, sem áfram yrði að gæta:
„Framkvæmd einróma álykt-
unar Alþingis frá 5. maí 1959
varðandi útfærslu fiskveiðilög
sögunar og öflun viðurkenningar
á rétti íslands til landgrunnsins
alls. Ekki kemur til greina að
framlengja samninginn við Breta
um takmörkuð og tímabundin
réttindi til fiskveiða, eiv hann
fellur úr gildi 11. marz á næsta
ári. Nauðsynleg verndun fiski-
miða, samhliða eflingu fiskiðn-
aðar og aukinni nýtingu sjávar-
^furða til manneldis. Efling land
helgisgæzlunnar í samræmi við
aukin verkefni.“
Ennfremur:
„Aðild íslands að efnahags-
samstarfi, eftir því sem hags-
munir þjóðarinnar krefjast og
án þess að undirgangast nokkur
samningsákvæði, sem hér geta
með engu móti átt við.“
Þessar yfirlýsingar Landsfund-
ar eru í samræmi við margyfir-
lýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins
fyrr og síðar. Um hana þurftu
Framsóknarmenn ekki að fará í
grafgötur, ef þeir vildu hafa
það er sannara reyndist.
Vanþakklæti
Framsóknar til
landhelgis-
gæzlunnar
Enn annað er svo ósamræmið
í því að þakka annars vegar
„landhelgisútfærslunni“ hag-
sæld síðustu ára og ásaka ríkis-
stjórhina hins vegar um „und-
ansláttarsamning" við Breta. Það
er einmitt hinn mikli sigur, er
vannst í samningunum við Breta
í marz 1961, sem hefur gert að
verkum, að stækkun landhelg-
innar hefur komið að raunveru-
legum notum, með því að létta
af stríðsástandinu, er áður ríkti
á miðunum. Allt er á sömu bók-
ina lært hjá Framsókn. Undan-
farna daga hefur Tíminn haldið
uppi ásökunum gegn landhelg-
isgæzlunni fyrir að hefja ekki
skotárás á landhelgisbrjóta fyrr
en í síðustu lög. Aldrei hefur þó
komið skýrar fram en nú, að
varlega ber ~að fara í þeim efn-
um. Eftir á getur engum bland-
azt hugur um, að skipstjórinn á
Milwood hefur verið viti sínu
fjær, meðan viðureign hans og
Óðins stóð á dögunum. Ómögu
legt er að segja, hvernig farið
hefði, ef þá hefði í alvöru verið
gripið til fallbyssuskota. Fyrir
mistök skipherrans á Palliser
gekk skipstjórinn á Milwood að
vísu úr greipum íslenzku rétt-
vísinnar. Á þeim mistökum ber
brezka ríkið ábyrgð og verður
að bæta fyrir þau, eftir því sem
alþjóðalög segja fyrir um. En
ekki þarf að deila um, hversu
staða okkar er nú sterkari en ef
komið hefði til stórátaka, sem
enginn veit hvernig lyktað hefði.
Þá var Hermann
seinn á sér
Varúð og festa landhelgisgæzl
unnar átti mikinn þátt í sigri okk
ar í deilunni við Breta. Ætla
hefði mátt, að áður en vinstri
stjórnin lagði í útfærslu landhelg
innar 1958, mundi hún hafa feng-
ið landhelgisgæzlunni sæmileg
tæki til að gegna sínum mikils-
verðu og vandasömu störfum.
Á sínum tíma beitti Bjarni
Beneditksson sér fyrir því, að
landhelgisgæzlan fékk flugvél,
sem síðan hefur komið að ómet-
ánlegu gagni. Er sízt ofmælt, þó
að sagt sé, að ógerlegt hefði ver-
ið að annast gæzluna hin síðari
ár, ef flugvélarinnar hefði ekki
notið við. Snemma árs 1956 fékk
Bjarni Benediktsson einnig sam-
þykkta á Alþingi heimild til þess
fýrir ríkisstjómina að hefja und-
irbúning að smíði nýs varðskips.
Framkvæmdir á þessari álykt- .
un Alþingis voru hins vegar
látnar draga^t langt úr hófi. Það
var ekki fyrr en hinn 4. desem-
ber 1958, sama ~dag og vinstri
stjórnin flúði af hólmi, sem
samningur um smíði hins nýja
varðskips var undirritaður. Land
helgisgæzlan heyrði þá undir
Hermann Jónasson og má segja
honum það til lofs, að hann •
skyldi þó skammast sín fyrir að
hverfa úr ráðherrastóli, án þess
að skeyta um Alþingissamþykkt-
ina frá þvi í marz 1956. En vist
hefur hann talið önnur verkefni
meira aðkallandi en að skapa
landhelgisgæzlunni skilyrði til
þess að gegna sínu vandasama
verkefni.
Stjórnarslit og
laxveiðileip;a
Um þessar mundir þarf að
taka ákvörðun um mat á lax-
veiðiréttindum í Grímsá í Borg-
arfirði. Þannig er mál með vexti,
að hinn 24. nóvember 1958 —
þegar farið var að hrikta í vinstri
stjórninni — leigði Hermann
Jónasson nokkrum heiðursmönn-
um í Keykjavík laxveiðiréttindi
í Grímsá „um næstu 9 ár frá 1.
júni 1963 að telja.“
í fljótu bragði virðist það harla
óvenjuleg fyrirhyggja að taka
þannig ákvörðun fimm ár fram
í tímann um ráðstöfun á eign-
um ríkisins. Þegar betur er að
gáð kemur í ljós, að þessi fyrir-
hyggja er ekki alveg eins ný-
stárleg og ætla mætti, því að
hinn 8. júli 1953 leigir hinn sami
Hermann Jónasson sömu heið-
ursmönnum í Reykjavík þessi
sömu réttindi „til næstu tíu
ára“, þ. e. fram á mitt ár 1963.
Þreföld tilviljun?
Hinn nýi leigusamningur, sem
gerður var tíu dögum áður en
vinstri sitjórnin féll 1958, var að
efni til um að framlengja samn-
inginn frá 1953 um níu ár, frá
árinu 1963! Samningsdagurinn
1953 vekur einnig athygli. Hann
er nokkrum dögum eftir að Fram
Sókn hafði beðið ósigur í Al-
þingiskosningunum 1953, og Her
mann hafði ákveðið að hverfa
úr stjórn. Laxveiðifyrirhyggjan
hefur því ekki verið síðri 1953
en hún reyndist 1958. Og þegar
betur er að gáð, þá á þessi fyr-
irhyggja sér enn lengri rætur.
Hinn 24. október 1941 leigði Her-
mann Jónasson einum þeirra,
sem síðari samninganna nutu,
þessi sömu réttindi „um 10 —
tíu — ára tímabil frá 1. júní
1939 að.telja". Enn vill svo til,
að samningurinn er gerður, þeg-
ar óvissa var um framhald
stjórnarsetu Hermanns Jónas-
sonar. Þessi var gerður hinn 24.
október 1941, en 7. nóvember
sama ár veitti ríkisstjórnin ráðu
neyti Hermanns Jónassonar
lausn frá embætti! Segi menn
svo, að Hermann hafi ver-
ið skeytingarlaus um stjórnar-
störf og ekki látið til sín taka
það, sem hann taldi mestu máli
skipta!