Morgunblaðið - 05.05.1963, Side 20

Morgunblaðið - 05.05.1963, Side 20
20 MORCV1SBL4ÐIÐ Sunnudagur 5. tnaí 1963 DUNKERLEYS Elsie, sem var orðin tuttugu og átta ára gömul, fór ósköp nærri um, hvað hin væri að hugsa. bitt hvorum megin við eldstóna var tágastóll og hún settist í annan og horfði á þessa hrukkóttu, skæreygðu konu, sem sat í hinum. Frú Phyfe, sem héð- an í frá yrði að ganga undir nafninu, sem sonur hennar not- aði út á við, var íklædd, nú sem venjulega, skrjáfandi, svörtum kjól, frá hvirfli til ilja, o:g hún var svo lítil, að það hefði mátt halda, að tvær stikur af kjólefni hefði nægt til að klæða hana. Eina tilbreytingin frá öllum þessum sorta var kragi úr falleg- ■um knipplingum, sem var fest- ur með litsteinsnælu. Þunna hár- ið var sleikt aftur og rekið í harðan hnút aftan á hnakkan- um. — Hún er eftirtektarsöm -— Tnjög eftirtektarsöm, hafði Izzy sagt og það gat líka sannarlega hverjum dottið í hug, sem sá frú Phyfe, hversu eftirtektarlaus, sem hann hsfði sjálfur verið — hún var eins og eitthvert smá- dýr, sem hefði ekki gert annað, alla sína löngu ævi en verjast veiðimönnum. Og það var líka sanni næst, að þannig hafði ævi hennar verið. Og jafnvel nú, þegar allmörg ár voru liðin, án þess að hún hefði heyrt nein hættumerki, gat hún eins og varla trúað því, að hún væri orðin alveg laus~ við þaú, að sá dagur mundi aldrei koma, er hún þyrfti að víkja sér undan og leita í hlé og nota vit sitt og fimi til að finna smugu til að smjúga gegnum. Og nú er hún að velta því fyrir sér hugsaði Elsie, sem var svo nærfærin um hugsanagang fátæklinga, — nú er hún að veltá því fyrir sér, hvort ég þýði sama sem endalok þessarar náð- ugu ævi hennar, hvort ég ætli að kippa stoðinni undan þessu þaki, sem hún á yfir höfuðið. Hvorug jkonan kom þessum hugsunum sínum í skipuleg orð, en þessarar voru hugsanir þeirra, bak við alla varfærnina, sem þær beittu, hvor gegn ann- arri, meðan Isambard, sem hafði sett upp ketilinn, var að leggja bollapör og kex á borð. í augum frú Phyfe var Is- ambard fegursta blómið 1 þess- ari langvinnu örlagaþróun. Hún var hreykin af honum, en jafn- framt hrædd við hann. /Hún hafði alltaf vonað, að hann „kæmist áfram“, og hafði gert sitt til að stuðla að því og ýta á eftir honum. En nú, er hann var kominn aVo langt að vera farinn að lesa erlendar bækur, hafði gefið henni svona gott heimili og var- orðinn hægri hönd manns, sem hét sir Daniel, hafði hún mesta tilhneigingu ti að hrista höfuðið og efast um, að neitt gott gæti stafað af þess- ari velgengni, sem var svona glæsileg og yfir sig heimtufrek. Það eina, sem hún hafði óttazt, framar öllu, va: það að þessi velgengni Sams, meðal mann- anna sona, gæti orðið til þess, að einhver lævís kona gæti fest kló í honum. En nú var Sam orðinn þrítugur, án þess að það hefði orðið. Hann var of önnum 1: .finn við að koma sér áfram, til þess að geta eytt nokkrum tíma í kvenfolk. Og nú hafði brugðið út af þessu, og frú Phyfe var ekki lengi að skilja hálfkveðna visu. Hann setti nú litið borð millí stólanna við arininn og bar á það þessar óbrotnu góðgerðir. Elsie var róleg og henni leið vel. Þessi skemmtilega og vistlega íbúð var svo mikil andstæða við sálarstríðið, sem hún hafði átt í. Það var ejns og þessi skyggni, sem opinberaði henni tilfinning- ar þeirra mægðinanna gagnvart henni, lýfti henni upp. Hún var alls ekki viss um hvað úr þess- um tilfinningum yrði hjá henni, en hún vissi, að nú varð hún að taka ákvörðun, og að þessi tvö mátu hana einhvers, svo að nú þóttist hún ekki lengur vera ekki neitt, heldur talsvert mikilvæg persóna. Hún gleymdi feimninni, sem gerði venjulega öll manna- mót að hálfgerðri kvöl, og örið á hendinni á henni var aldrei fjarlægara huga hennar en nú. Þetta sár, sem hafði spillt fyrir henni öllu, því sem hún þráði mest, kom henni til að halda, að allir tækju eftir því. En í raun og veru var því ekki þannig farið. Sjálfri fannst henni þessir fin^ur, sem einu sinni voru svo fimlr, vera orðnir einskisnýtar körtur, en sannleikurinn var sá, að enda þótt örið væri ennþá hvítt, voru fingurnir ekki nema dálítið í stirðara lagi. Hún var farin að nota þá, án þess að 'hugsa um það og fara hjá sér. Hún lyfti nú bollanum og Is- ambard og móðir hans urðu þeg- ar vör þessara missmíða á hend- inni. En ef fegurðin á andliti Elsie hafði verið upphafið að tilfinn- ingum Izzys gagnvart henni, þá var þetta fullkomnunin. Hann langaði til að taka þessa hönd og kyssa hana og gæla við hana, og vera sjálfur vörn þess, að neitt slíkt henti hana aftur. Þótt einkennilegt sé, gerði þessi galli hennar hana þrefalt eftirsóknar- verðari og þrefalt fallegri í aug- um hans. En þýðingu þessa ágalla fyrir hana sjálfa, gat hann ekki gert sér í hugarlund nema að litlu leyti. Það var ekkert í 'huga hans, sem gat gert sér ljóst, hvað það þýddi að missa annað eins og þetta. Hann sagði því: — Þú skilur, mamma, að ungfrú Dillworth fæst við tón- list. Hún leikur á fiðlu. En þá kipptist höndin á Elsie við, rétt eins og slegið hefði ver- ið á hana. Fáéinir dropar skvett- ust upp úr bollanum og á gólfið, og hún setti bollann niður, var- lega, en þó glamraði hann ofur- lítið við undirskálina. — Ég verð að fara, frú Phyfe, sagði hún. — Það er heldur ekkert vit í að vera að ónáða yður svona síðla 'kvölds. En jafnvel þetta snö'gga upp- þot hennar nægði ekki til áð ■sýna Isambard, að hann hafði þarna hætt sér út á hálan ís. Hann var sannfærður um, að hann þyrfti ekki annað en reyna að koma Elsie í samband við fiðluna, og svo mundi tíminn sjá fyrir því, sem á vantaði. Hann var talsverður safnari, síðan 'hann tók að efnast. Þarna átti hann ekki einungis fallegu postu líns-tebollana, sem þau voru að drekka úr, heldur hafði hann einnig eignazt fiðlu, sem hann hélt að væri Stradivarius — eða þannig hafði hann að minnsta kosti keypt hana, samkvæmt um- sögn seljandans, og enda þótt 'hann væri fjarlægur allri tón- list og þessi fiðla væri í hans augum ekkert annað en fallegur hlutur úr tré, þá hékk hún nú þarna inni. Þegar hún stóð upp, sagði hann:_ — Þér megið ekki halda, að þér séuð að halda vöku fyrir okkur, ungfrú Dillworth. Við mamma erum vön að sitja uppi fram úr öllu valdi. En nú, þegar þér eruð komin hingað, verðið þér að fá að sjá húsið okkar. —• Einhverntíma seinna, ef ég má, frú Phyfe, sagði Elsie og nú var hún farin að halda hendinni fyrir aftan bak, eins og hún hafði vanið sig á. Þau voru nú öll staðin upp og frú Phyfe, sem vár svo smá- vaxin horfði upp á hin tvö. Hana langaði til að segja: — Já, seinna . .einhverntíma. .næsta ár. . ein- hverntíma.. aldrei, en þá tók hún eftir augnabendingu frá Izzy og vildi ekki gera honum vOnbriði. Hann var einmitt að biðja um liðveizlu hennar. Og hver sem hennar vilji væri, þá mátti hún ekki gera honurh vonbrigði. — Þetta er fallegt, sagði Elsie, þegar þau höfðu skoðað íbúðina. Gamla konan sneri sér að henni og nú vottaði í fyrsta sinn fyrir brosi á andliti hennar. — Hann Sam hefur gaman af þessu, sagði hún, rétt eins og það gæti skýrt og afsakað þetta allt. — Já, það er verulega fallegt, endurtók Elsie. — Þarna er líka fallegt, sagði Isambard. — Eða það finnst mér ■að minnsta kosti. Hann tók fiðl- una ofan af veggnum. Sjáið þér þetta tré. Það er eins og silki. Þetta er Stradivarius. Hann strauk fingrunum eftir trénu og rétti síðan fiðluna að Elsie. Snertið þér það, sagði hann. Fyrir tíu árum, þegar hún varð fyrir áfallinu, hafði hún tekið fiðluna sína og lamið henni í stein og þannig sundrað henni og draumum sínum í einu. Síðan hafði hún aldrei snert við fiðlu og hún vildi heldur ekki snerta við þessari. Það var eins og Phyfe hefði rétt henni eitur- bikar. Hún brá við þegar klukkan sló. — Guð minn góður! Klukk- an er orðin tólf, frú Phyxe! Ég verð að fara. — Æ, verið þér ofurlitla stund enn, sagði frá Phyfe. — Hann Sam hefur gaman af þvL — Já, svolitla stund, tók Is- ambard undir með ákafa, og sló tvo tóna á fiðluna með fingrun- um. — Ég hefði svo gaman af að heyra í gömlu fiðlunni. — Farið nú varlega, innsiglingin er þröng. SflUtvarpið Sunnudagur 5. maí 8.30 Létt morgunlög. - 9.30 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar . 11.00 Messa í Laugarneskirkju. — Prestur: Séra Garðar Svavars son. Organleikari: Kristinn Ingvarsson. 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn: a) Josef Felz- mann og félagar hans leika. b) Bandarískar polka-hljóm- sveitir leika. 16.30 Veðurfregnir. - Endurt. efni: a) Leikrit: „Við, sem erum skáld" eftir Soya (Áður útv. í ág. 1961). Þýð.: Áslaug Árna- dóttir. Leikstj.: Gísli Halldórs son. b) Samleikur á fiðlu og píanó: Karel Snebergr frá Prag og Árni Kristjánsson leika (Áður útv. 16. marz s.l.). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar- son). 18.30 „Allar vildu meyjarnar eiga hann“: Gömlu lögin. 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspj all. 20.00 Svipast um á suðurslóðum: Annað erindi séra Sigurðar Einarsson frá ísrael. 20.15 Óperu- og óperettumúsik: Kvennakór Slysavarnafélags fslands og Karlakór Kefla- víkur syngja saman. Söngstj.: Herbert Hriberschek. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pétursson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárl. Mánudagur 6. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Krist- jánsson ritstjóri bregður sér með hljóðnemann að Móum á Kjalarnesi og grennslast um gæsarækt. 13.35 „Við vinnuna": Tónleikar 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sigurbjörnsson). 18.00 Lög úr kvikmyndum. 18.50 Tilkynningar - 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Sig- valdi Hjálmarsson blaðam.). 20.20 íslenzk tónlist: a) íslenzk rímnalög eftir Karl O. Runólfsson. b) „Systurnar í Garðshorni" eftir Jón Nordal. 20.40 Á blaðamannafundi: Hákon Bjamason skógræktarstj. svar ar spurningum. Spyrjendur: Jón Helgáson og Magnús Þórðarson. Stjórnandi: Dr. Gunnar G. Schram. 21.15 Tónleikar: „Alt-rapsódía“ op. 53 eftir Brahms. 21.30 „Grafskriftin", smásaga eftir Selmu Lagerlöf, 1 þýðingu séra Gunnars Árnasonar (Her dís Þorvaldsdóttir leikkona). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 23.35 Dagskrárlok. Þriðjudagur 7. maí. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.50 Tilkynningar. - 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Gunn- ar Kristinsson syngur. Við hljóðfærið: Fritz WeisshappeL 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Ofur efli“ eftir Einar H. Kvaran; V. kafli. — Ævar R. Kvaran færði söguna i leikform og stjórnar flutningi. 21.00 Tónleikar: Tony Mottola og hljómsveit hans leika létt lög. 21.15 Frá Ítalíu; annað erindi Borg Vulcans og Virgils (Dr. Jón Gíslason skólastjóri). 21.40 Tónleikar: Divertimento nr. 1 i Es-dúr (K113) eftir Mozart 21.50 Inngangur að fimmtudags- tónleikum Sinfóníuhljómsv, ísl. (Dr. Hallgr. Helgason), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! KALLI KÚREKI — * — -X — Teiknari: Fred Harman lÁFTeZ ZSP HAS gECCVFEED THE BODY OFSHEg/FF AHe7?V, AHD BZOLJGHT BACK - THEZUHAWAT' TEAH1 IF YOU PIPNÍ'T SHOOT HIM, WH' DIPHETUCM , THE WAS-OIS) TCWACD THE j CAWYOH) ? y A BAWK ROBBER AWP ) A SHERIFF/ THEY A BELOMG- W THE SAME SRAVE, TH09E TWO// A LAW MAI0 THATSOES BAD IS R OFF DEAD/ WELL,THAT'S THAT/ WE'LL SEND50MEBOPY j FR0M TOWM FOE TH’ TEAM/. TH’ TEAM STAMPEDED WHEW 1 FIREP/ H£ | COULDW’THOLD’EM/ I TlETH’VALISETDMÝ SADDLE, WILLYOU ? I&OTAJOB WITH ] _ TH' SHOVEL/ r—^ Eftir að Kalli hefur náð líki lög- reglustjórans og náð hinum fældu hestum. — Ef þú skauzt hann ekki, hvers- vegna í ósköpunum stýrði hann þá hestunum beint í gilið? — Hestarnir trylltust þegar ég skaut, svo hann hafði ekki stjórn á þeim. Bittu töskuna við hnakkinn minn, því ég þarf aðeins að nota skófluna augnablik. — Bankaræningi og lögreglustjórL Þeir eiga vel saman í sömu gröf. — Vörður laganna, sem bregst skyldu sinni og trausti borgaranna, er eins vel kominn dauður. En þessu er lokið. Við sendum einhverja úr bænum til að ná í hestana. Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. 11 SAIOHFÍ ÞJÓhlUSTA FRÖVSK ÞJÓNUSTA andlitsböð (landsnurtincj hárqreicsla CeiSbeint met uai Snyrti iföru. valhöllf“r,iS [JlhSÍrni Z2I38

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.