Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 1
32 slður
Yfirlýsing brezka sendiherrans fyrir hond ríkisstjórnar sinnars
Viðnrkenning
mílunum skýluus
Brezka ríkisstjórnin lýsir því enn einu sinni yíir, að hún
muni ekki sækja um framlengingu þriggja dra tímabilsins
í ORÐSENDINGU, sem sendiherra Breta hér á
landi, E. B. Boothby, afhenti utanríkisráðherra ís-
lands, Guðmundi í. Guðmundssyni, í gær, er því
lýst yfir af hálfu brezku ríkisstjómarinnar, að eng-
inn ágreiningur geti verið um það, að hún hafi með
landhelgissamkomulaginu í marz 1961 viðurkennt
tólf mílna fiskveiðilögsögu við ísland.
Ennfremur segist brezki sendiherrann í orðsend-
ingunni vilja endurtaka enn einu sinni þær yfirlýs-
ingar, sem brezka ríkisstjórnin hafi áður gefið ís-
lenzku ríkisstjórninni, um það, að hún hafi ekki í
hyggju að fara fram á framlengingu þriggja ára
tímabilsins, er því lýkur hinn 11. marz 1964. Segir
í orðsendingunni, að fullyrðing um hið gagnstæða
verði að teljast alvarleg rangtúlkun á ótvíræðri og
afdráttarlausri afstöðu brezku ríkisstjórnarinnar í
þessu máli.
Fréttatilkynning, sem Morgun-
blaðinu barst frá utanríkisráðu-
neytinu um þetta efni I gær-
kvöldi, fer hér á eftir í heild:
í framhaldi af símskeyti, sem
birtist í dagblaðinu Timanum
19. þ.m., er því í morgun haldið
fram í sama blaði, að orðsend-
ing ríkisstjórnar Bretlands til
ríkisstjórnar íslands frá 17. þ.m.
varðandi Milwood-málið, sé
„túlkuð svo af talsmönnum
brezka utanríkisráðuneytisins við
fréttastofur, að brezka stjórnin
telji sig ekki hafa viðurkennt 12
mílna fiskveiðilandhelgi við ís-
land enn“. Jafnframt heimtaði
blaðið, að íslenzka ríkisstjórnin
krefði brezku ríkisstjórnina
frekari upplýsinga um þetta at-
riði. í tilefni þessara skrifa hefir
utanríkisráðherra, Guðmundur í.
Guðmundsson, í dag vakið at-
hygli ambassadors Breta í Reykja
vík á framkomnum fullyrðingum
Tímans um talsmenn brezku ut-
anríkisþjónustunnar og óskað
upplýsinga um, hvort hér sé rétt
með farið. Ambassadorinn full-
vissaði ráðherrann um, að hér
væri farið algjörlega rangt með,
og hefir hann afhent ráðherra
skriflega orðsendingu sem hljóð-
ar þannig í íslenzkri þýðingu:
„Kæri ráðherra.
Þér hafið spurt mig í em-
bættisnafni hvort ríkisstjórn
mín geti gefið nokkra skýr-
ingu á þeim fullyrðingum
dagblaðsins Tímans í morgun,
að opinber orðsending ríkis-
stjórnar minnar til ríkisstjórn
ar fslands frá 17. þ.m., varð-
andi Milwood-málið, sé „túlk.
uð svo af talsmönnum brezka
utanríkisráðuneytisins við
fréttastofur, að brezka stjórn-
in telji sig ekki hafa viður-
kennt 12 mílna fiskveiðiland-
helgi við ísland enn.“ Ég leyfi
mér að svara þessu svo, að
ríkisstjórn mín hefur skýrt
mér frá, að talsmaður hennar
hafi haft fyrirmæli um að
halda sér alveg að efnishlið
orðsendingarinnar frá 17.
maí, en þar var, eins og þér
vitið, ekki minnzt á fiskveiði-
lögsöguna. Ég get þess vegna
ekki séð neina ástæðu fyrir
því að slíkur skilningur skyldi
hafa verið lagður í ummæli
talsmannsins.
Ágreiningurinn milli Bret-
lands og íslands um tólf
mílna fiskveiðilandhelgina
var endanlega leystur með
orðsendingum frá 11. marz
1961 milli ríkisstjórna okkar,
og þar með féll ríkisstjórn
mín endanlega frá mótmælum
sínum gegn tólf mílna fisk-
veiðilögsögu umhverfis fs-
land. Samkvæmt orðsending-
unum frá 11. marz 1961 getur
enginn ágreiningur orðið
milli landa okkar um, að tólf
mílna fiskveiðilögsagan við
ísland er viðurkennd af hálfu
ríkisstjórnar minnar.
Þegar þriggja ára tímabilið
þar sem brezkum togurum
hafa verið heimilaðar fisk-
veiðar á ákveðnum svæðum
innan tólf mílna fiskveiðitak-
markanna, rennur út hinn 11.
marz 1964, munu brezkir tog-
arar sleppa þeim rétti.
Ég vil leyfa mér að endur-
taka enn einu sinni þær yfir-
lýsingar, sem ríkisstjórn mín
Ankara, 21. maí — AP/NTB
Byltingartilraun sú, sem
gerð var í Tyrklandi í gær-
kvöldi, undir forystu Talat
Aydemir, fyrrverandi hers-
höfðingja, var fljótlega brot-
in á bak aftur.
Tilkynningin um bylting-
una var fyrst lesin í útvarpið
í Ankara. Þá var skýrt frá
þátttöku Aydemirs, en hann
var rekinn úr hernum 1962,
er misheppnuð byltingartil-
raun var gerð í febrúar það
ár.
Vart leið klukkustund, þar
til önnur tilkynning var lesin.
Þá var sagt: „Engin bylting
hefur enn verið gerð. Tyrk-
land verður lýðveldi, fram-
vegis, eins og verið hefur.“
á 12
hefur áður gefið íslenzku
ríkisstjórninni, um, að ríkis-
stjórn mín hefur ekki í hyggju
að fara fram á framlengingu
þriggja ára tímabilsins, sem
lýkur 11. marz 1964. Fullyrð-
ing um hið gagnstæða verður
að teljast alvarleg rangtúlkun
á ótvíræðri og afdráttarlausri
afstöðu ríkisstjórnar minnar
í þessu efni.
Yðar einlægur,
(sign.) E. B. Boothby."
Að gefnu tilefni hefur utan-
rikisráðuneytið talið rétt að of-
anritað komi fram.
Utanríkisráðuneytið
21. maí, 1963.
Ennfremur var því lýst yfir,
að stjórn Ismet Inonu vseri
enn við völd.
Stjórnin hefur nú lýst yfir
hernaðarástandi í Tyrklandi, og
mun það vara í fjórar vikur.
Engum er leyft að koma til lands
ins, né fara þaðan, meðan hern-
aðarástand ríkir.
Ekki kom til alvarlegra átaka
í Ankara, er byltingartilraunin
var gerð. 7 hermenn létu þó lífið
í bardögum, og 23 særðust. í>átt-
takendur í byltingartilrauninni
voru flestir nemendur herskól-
ans.
Yfirmaður tyrkneska herráðs-
ins, Cevdet Sunay, er sagður hafa
sent utanríkisráðherra landsins
og varnarmálaráðherra skýrslu
um málið. Ráðherrarnir dveljast
nú í Ottawa, þar sem þeir munu
sitja fund NATO, er hefst á
morgun. Áreiðanlegar fregnir
herma, að þar sé því haldið fram,
að byltingartilraunin hafi endan-
lega verið kæfð.
Byltingartilraunin í
Tyrklandi mistókst
Sijórn Inonu enn við völd
HAPPDRÆTTI
S JÁLFST ÆDISFLOKKSINS
Dregið eftir tvær vikur — Tryggið
VERÐMÆTI
ykkur miða ■ tíma