Morgunblaðið - 22.05.1963, Qupperneq 2
2
MORCVVRT 4 OIB
Miðvikudagur 22. maí 1963
okkar
ÞEGAR blaðamaður Morg-
unblaðsins átti leið um Snæ-
fellsnes um páskana notaði
hann tækifærið til að heilsa
upp á Guðbrand Vigfússon,
oddvita í Ólafsvík. Hann býr
yzt í bænum, næst Enninu,
á háum sjávarbakka, þar sem
brimið syngur nótt og dag.
— Stækkim og endurbæt-
ur á höfninni hefur tim langt
skeið verið aðaláhugamál Ól-
afsvíkinga, sagði Guðbrand-
ur. Það segir sig sjálft, að
bær með jafn mikið atvinnu-
líf verður að hafa góð hafnar-
Ólafsvík, séð ofan úr Enninu. Á mynðinni má glöggt sjá núveranði hafnarskiiyrði. Nýja suð
urgarðinn á að byggja innan við ána. í höfninni má sjá tvö ker, en þegar mynðin var tekin
stóð fyrir ðyrum að lengja h afnargarðinn um 30 metra. — Stóra húsið, sem sést vinstra
megin við miðja mynðina er barnaskólinn. (Ljósm. B.A.).
Framtíð ulafsvíkur er
undir höfninni komin
V/ðfo/ v/ð Guðbrand Vigfússon,
oddvita
skilyrði. Má til dæmis benda
á það, að á síðasta ári nam
fiskútflutningur frá Ólafs-
vík 62 millj. kr. og mun það
vera meira en í nokkrum
öðrum bæ af sömu stærð.
Auk þess hafa Ólafsvíkur-
bátar lagt mikinn afla á land
annars staðar, þ.e.a.s. á síld-
veiðum.
— Eru einhverjar hafnar-
framkvæmdir í vændum?
— Já. Fyrirhugað er að
byggja nýjan suðurgarð á
þessu ári og hefur ríkisvald-
ið lofað nægilegu fé til þess
að ljúka við fyrsta áfang-
ann. Suðurgarðurinn verður
byggður í tveim áföngum, að
því er áformað er: fyrst verð-
ur byggður grjótgarður og síð
ar verða byggðar bryggjur
innan á hann, ef til vill með
þvi að setja niður stálþil og
dæla sandi fyrir 20-25 báta,
frá 60 upp í 150 tonn að
stærð.
Síðar þarf að lengja norð-
urgarðinn um 23 til 25 metra,
og munu þá 2000 tonna skip
a.m.k. geta legið við hann ör-
ugg, þótt eitthvað sé að veðri.
Þegar þessu er lokið má segja
að hafnarmál Ólafsvíkinga
séu komin í viðunandi horf.
— Hvaða framkvæmdir aðr-
ar eru á döfinni I bænum?
— Fyrst er að nefna kirkju-
bygginguna, sem stendur á að
gizka 150 metra sunnan við
barnaskólann. Þegar er byrj-
að að byggja safnaðarheim-
ilið, sem verður í kjallara
kirkj unnar.
— Einnig er búið að grafa
fyrir sundlaug og íþróttahúsi
við barnaskólann og verður
lokið við sundlaugaveggina í
sumar. Það kostar um það
bil eina milljón að koma upp
veggjunum og er búið að
tryggja þann áfanga fjárhags-
lega, eða því sem næst. Fyr-
irhugað er að reisa íþrótta-
húsið ofan á sundlaugina, og
er talið að það sé hagkvæm-
ara en að byggja hvort í sínu
lagi.
— Nu er mikið talað um
væntanlegar vegaframkvæmd
ir í Ólafsvíkurenni. Hvað
viltu segja um þær?
— Það er Vegagerð ríkis-
ins sem sér um þær og
hreppnum óviðkomandi, það
er að segja fjárhagslega. En
óneitanlega verður mikil sam
göngubót að veginum og öll-
um til mikilla þæginda, þegar
ekki þarf að sæta flóði og
fjöru til að komast milli Ól-
afsvíkur og Sands. Þetta er
mál sem þingmenn kjördæm-
isins hafa barizt lengi fyrir,
og hafa menn ekki verið á
eitt sáttir um hvar vegurinn
á að liggja. Nú hefur vega-
gerðin boðið veginn út og ef
verktakar fást verður lokið
við veginn í Ólafsvíkurenni í
sumar. Vegurinn allur er um
1700 metrar og kemur til með
að liggja 50-80 metra yfir
sjó. Ekki veit ég hvernig þeir
ætla að vernda veginn gegn
grjóthruni, sem er mikið úr
Enninu; talað hefur verið um
að byggja þak yfir hann, en
mér er sem sagt ekki kunn-
ugt um hvernig sá vandi yerð
ur leystur.
— Hvað býr margt manna
hér í Ólafsvík?
— 846 segir þjóðskráin. En
töluverð hreyfing er á fólk-
inu, það er alltaf að koma og
fara. Á síðasta ári var aukn-
ingin 16-18 manns. Að sjálf-
sögðu er töluvert aðkomu-
manna yfir vertíðina, og geri
ég ráð fyrir að þá sé ekki
færri en þúsund manns í bæn
um.
— Hvernig hafa aflabrögð-
in verið í vetur?
— Þau hafa verið góð og er
Ólafsvík nú önnur bezta veiði-
stöð í landinu. Aflahæsti bát-
urinn í vetur er Hrönnin, sem
er um 40 tonn að stærð.
Héðan eru gerðir út 12 bát-
ar, Víglundur Jónsson, gerir
út 4, Halldór Jónsson 4,
Kirkjusandur h.f. 2, Hrað-
frystihús Ólafsvíkur 1 og
Dvergur h.f. 1, en það fyrir-
tæki á von á nýjum bát í
sumar, 110—120 tonn að
stærð. Búizt er við að 8 bátar
verði gerðir út á síld í sumar,
en hinir fara sennilega á rek-
net eða dragnót.
— Hefur hreppurinn ekki
í hyggju að taka virkan þátt
í atvinnulífinu?
— Nei, það hefur okkur
ekki dottið í hug. Hinn mikli
vöxtur atvinnulífsins hér á
hinum síðari árum hefur
byggzt á einstaklingsframtak-
inu og við fáum ekki séð að
hreppsfélagið geti gert betur,
sagði Guðbrandur Vigfússon,
oddviti, að lokum. — Hg.
Guðbrandur Vigfússon,
oddviti.
Árni Gunnlaugsson
járnsmíðameistari
Fæddur 4. júli 1892.
Dáinn 3. maí 1963.
Árni var fæddur á Syðri-Völlum
í Vestur-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru Gunnlaugur
Gunnlaugsson og Björg Árnadótt
ir, sem þar bjuggu lengi. Þau
áttu átta börn, sem þau ólu upp
og komu til. manns með miklum
sóma. Árni ólst upp með sínum
mörgu systkinum við mikla
vinnu og fastmótaða reglusemi
í öllum háttum, sem án efa er
einn sá mikilsverðasti lærdómur.
Á uppvaxtarárum Árna, bauðst
sveitabörnum, flestum, engin
skólaganga önnur en lítilfjörleg
farkennsla, sem náði einungis til
frumatriða lúters'krar trúar, eins
konar talna reikningi og skriftar
kennslu án allra dásemda hinn
ar fullkomnu málfræði. Árni
hlaut ekki þá menntun, sem nú
er talið sjálfsagt og nauðsynlegt
veganesti hverjum ungum manni.
Þó ætla ég að honum hefði orðið
auðvelt bóknám, því hann var
hraðnæmur og hafði skarpan
skilning. Hann unni mjög skáld-
skap og kunni mikið af ljóðum
og allskonar fróðleik.
Atvinnusaga Árna Gunnlaugs-
sonar var í stórum dráttum þessi:
Nokkru fyrir tvítugsaldur, lærði
hann jámsmíði hjá Guðmundi
Árnasyni á Hvammstanga. Mér
sem þessar línur rita, er kunn-
ugt um það, að skjótt kom í ljós
á fyrstu mánuðum námstímans,
sem var ekki langur, að hann
var bæði hagur og verkmikill
svo meistari hans gerði orð á.
Ekki var um iðnskólanám að
ræða, en áhugi og hugkvæmni
bætti það upp, svo sem oft gerð-
ist fyrr á árum, hjá úrvals-manns
efnum.
Árið 1920 fluttist Árni alfarinn
úr Húnavatnssýslu til Reykjavík
ur, en áður hafði hann stundað
þar vinnu í sínu fagi stuttan tíma.
Skömmu seinna stofnsetti hann
járnsmíðaverkstæði ásamt öðrum
félagsmanni, en síðar var hann
einn um það og rak þá iðn með
útsjón og dugnaði til dauðadags.
Hann eignaðist einbýlishús,
Laugaveg 71, og hafði smiðju
sína á sömu lóð. Þangað leitaði
fjöldi bæjarbúa, fyrirgreiðslu á
smíðum og viðgerðum, en hann
leysti flestan vanda, var allra
manna orðheldnastur og hafði
alltaf úrvalsmenn í sinni þjón-
ustu.
Árið 1929 kvæntist Árni Mar-
gréti Jónsdóttur, sem er dóttur-
dóttir héraðshöfðingjans Bene-
dikts Blöndal sem bjó að Hvammi
í Vatnsdal. Þau eignuðust þrjú
börn: einn son og tvær dætur,
sem öll eru á lífi, gift og mann-
vænlegt fólk. Heimili þeirra
hjóna var við fjölförnustu götu
borgarinnar, það var þessum
ágætishjónum að skapi. í húsi
þeirra var löngum þrotlaus gesta
gangur, flesta daga og næturgest
ir oft tímum saman. Þetta var
eins og opið hótel, að því frá-
teknu, að allur greiði var veittur
ókeypis og látinn af hendi með
því viðmóti, eins og öll þægðin
væri hjá húsráðendum. Þessi
mannkosta hjón höfðu útréttar
hendur við alfaraveg.
Rausn þeirra og reifar mót-
tökur eru ógleymanlegar mér og
öðrum, sem nutu.
Árni Gunnlaugsson bar alla
ævi hlýtt og sterkt ræktarþel
til sinna æskustöðva og heima-
héraðs. Á hverju ári fór hann
eina eða fleiri kynnisferðir norð
ur í Húnavatnssýslu og endurnýj
aði fornar tryggðir við gamla
vini og eignaðist nýja. En Hún-
vetningar áttu hann að með ýms-
um hætti í höfuðborginni, þegar
þeir komu til Reykjavíkur gistu
þeir margir hjá hinum höfðing-
lyndu hjónum á Laugavegi 71 og
gengu þar út og inn eins og
það væri þeirra eigið heimili.
Matur og drykkur var á borðum
eins og hafa þurfti, um það sá
hin örláta húsfreyja ásamt hinni
sístarfandi gæðakonu Soffíu Pét
ursdóttur, sem hefur átt heima
hjá þeim hjónum í áratugi og
þjónað heimili þeirra af frábærri
trúmennsku og dyggð. En Árni
var heldur ekki sinnulaus um
gesti sína, sem þurftu úrlausn á
margskonar vandamálum fjrrir
sjálfa sig og aðra. Það var hent
ugt og þægilegt fyrir ferðafólk,
sem var lítt kunnugt staðhátt-
um í fjölmenninu, að fela hon-
um vandamálin að mestu: Hann
var allra manna útsjónasamast-
ur, þrautkunnugur, höfðingja-
djarfur og vinsæll á hærri sem
lægri stöðum. Hann sparaði held
ur ekki símann eða bílinn sinn,
en gestir hans sátu við hlið hans
á ferðum um borgina og höfðu
engar áhyggjur.
Löngum var það svo, að vinir
Árna úti á landsbyggðinni leit-
uðu til hans símleiðis og báðu
hann að útvega torgæta hluti, eða
að hagræða vandamálum, sem
þoldu enga bið. Þeir höfðu
reynzlu fyrir því, að ef hann gat
það ekki, þá var það varla á
annarra færi. Hann hafði hjart-
ans gleði af því að greiða veg
annarra. Hans góða kona frú
Margrét dró heldur ekki úr hon
um drenglundina, Sumir sem til
þekktu, kölluðu Laugaveg 71
konsúlat Húnvetninga.
Árni Gunnlaugsson var mikill
hestamaður, hann unni þessum
fögru og göfugu dýrum og kunni
manna bezt með hesta að fara.
Hann átti löngum úrvalsreiðhesta
og var mikill þátttakandi í hesta
mannafélaginu Fák. Þó heilsa
hans væri hrörnandi á síðustu
misserum, lét hann það ekki fyr
ir standa að fara á hestbak ná-
lega í hverri viku. í morgunljóma
heiðra daga lagði hann oft á
stað út úr borginni á fjörhörðum
fáki, en manns og hestssál runnu
saman í eitt. „Sá drekkur hvern
gleðinnar dropa í grunn, sem
dansar á fákspori yfir grund“.
Hin göfuga íþrótt var honum
yndis og gleðigjafi.
Föstudaginn 10. maí sl. var
Árni jarðsettur í Fossvogskirkju
garði, sem breiðir faðm mót sól
og sumri og býður borgarbúum
hinsta hvílurúm í heilagri ís-
lenzkri mold. Fossvogskirkja var
þéttskipuð vandamönnum og vin-
um hins lótna merkismanns, su-m
um langt að komnum. Þetta
mikla fjölmenni var augljós vott-
ur um að Árni Gunnlaugsson var
vinsæll og vinmargur svo að af
bar. Blessuð sé minning þessa
góða drengs.
Magnús F. Jónsson.