Morgunblaðið - 22.05.1963, Qupperneq 8
MORCVWBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. maí 1963
8
WfflifttfjiiiMfr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðsiustjori: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsía: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
JÁKVÆÐ ORÐSENDING
Orðsending brezku ríkis-
stjórnarinnar út af
Milwoodmálinu ber þess ljóst
vitni, að hún tekur jákvæða
afstöðu til málsins. í orðsend-
ingunni segir meðal annars:
„Brezku ríkisstjórninni þyk
ir leitt, að Smith skipstjóri
skyldi komast hjá handtöku
á þennan hátt og harmar það
atvik mjög.“
Brezka stjórnin lýsir því
yfir, að hún hafi leitazt við
að fá Smith skipstjóra til að
lúta íslenzkri lögsögu og seg-
ist enn vona, að hann fallist
á það. Jafnframt tekur brezka
stjórnin á sig fulla ábyrgð á
framferði Hunts skipherra á
Palliser.
Sú yfirlýsing er mikilvæg,
þar sem íslenzk stjórnarvöld
geta snúið sér að brezkum
stjórnarvöldum með kröfu
mn aðgerðir. Á þessu stigi
má e.t.v. segja, að eðlilegt
sé að brezka stjórnin hafist
ekki frekar að. Hún segist
enn hafa vonir um það, að
Smith skipstjóri komi hingað
til lands og þá hlýtur hann
sinn dóm.
1 því sambandi er það
mikilvægt, að í orðsending-
unni er undirstrikað, að það
sé sök eigenda togarans Juni-
per, sem tók Smith skip-
stjóra um borð, að þeim tog-
ara var ekki skipað að sigla
til íslenzkrar hafnar. Togar-
«.-----------------------------
ingu Breta er 5 dálka fyrir-
sögn svohljóðandi:
„Bretar ganga á lagið“.
Síðar segir að í orðsend-
ingunni felist „óbein yfirlýs-
ing um, að brezka stjórnin
mundi ekki átelja það, þótt
svipaðir atburðir gerðust aft-
ur, og er ljóst af þessu, að
Bretar hyggjast nú ganga á
lagið vegna undanhalds þess,
sem núverandi ríkisstjóm ís-
lands hefur sýnt í landhelgis-
málinu frá fyrstu tíð“ o.s.frv.
Þessir sleggjudómar koma
í beinu framhaldi af vísvit-
andi blekkingum blaðsins s.l.
sunnudag um efni brezku
orðsendingarinnar, fölsunum,
sem eru þess eðlis, að furðu
júní.
gegnir, að nokkur maður með
heilbrigða dómgreind skuli
halda uppi vörnum fyrir slík-
an málflutning.
Framsóknarmenn hafa sem
kunnugt er lýst því yfir, að
þeir ætluðu að rifta sam-
komulaginu við Breta í land-
helgismálinu, ef þeir fá að-
stöðu til þess með kommún-
istum. Þeir gripu þess vegna
á lofti óstaðfestar getsakir
norsku fréttastofunnar NTB
um það, að Bretar viður-
kenndu ekki 12 mílumar.
Þannig þóttust þeir sjá
drauma sína um það, að samn
ingunum væri hægt að rifta,
rætast.
M0R16UR.
miihno
Unllmal | »*ll.
vkraimaI
>y*ÍRÍKi
RÚMENÍA
• StOúCAD ’
JUGOSLAV.
■ KOMMÚNIírAl'ó'MO
□ W/irO'i.öND
6RIKKU
50V1ET
Skipting Evrópu
FRÁ lokum síðari hekns-
styrjaldar hefur Norðurálfa
verið skipt á óeðlilegan hátt í
tvær heildir. í vesturhlutan-
uim búa um 300 milljónir
manna á u.þ.b. 3.5 ferkíló-
metra svæði, en í austurhlutan
um búa um 125 milljónir
manna á u.þ.b. 1.5 rniíllj. ferk.
m. svæði (Sovétríkin ekki með
talin). Ævaforn tengsi hafa
rofnað milli austurs og vestur
bæði menningarleg, stjórn-
málaleg og fiárhagsleg. Sax-
elfur (Eiben á kortinu) og
Dóná hafa misst að miklu leyti
aldagamalt mikilvægi sitt sem
samgönguæðar. Sala á mat-
vælum frá landbúnaðarhéruð-
um Austur-Evrópu til iðnað-
arlanda í Vestur-Evrópu er
nú lögð niður að mestu. Pól-
land, Tékkó-Slóvakía, Ung-
verjaland og Rúmenáa „litu í
vestur" fram til ársins 1939.
í menningarlegu og sitjórnmála
legu tilli'ti sóttu þau eftir nán-
ari tengslum við Vestur-Bvr-
ópu. Járntjald kommúnismans
hefur girt fyrir slik tengsl,
og það hefur einnig höggvið
á tengslin milli hinna fjöl-
mennu kaþólikka í Austur-
Evrópu og móðurkirkjunnar í
Róm.
Landfræðilega hafa eystri
takmörk Evrópu aldrei venð
ljós. Fram á 18. öld var miðað
við Don-fljót og síðar við Úr-
aMjöll, en nú á dögum er hið
evrópska Rússland og Úkra-
ína orðin efnahagsleg heild
með þeim löndum, sem Rússar
•hafa lagt undir sig í Asíu, allt
til Kyrrahafsstranda, svo að
eðlilegt virðist að austurtak-
mörk Evrópu séu vesturlanda-
mæri Sovétríkjanna.
Öldum saman hefur póli-
tísk ókyrrð verið mikil í Aust
ur-Evrópu, og ekkert bendir
til þess, að *ú sé nein ró
komin á um alla framtíð.
Þvert á móti eru deiluefnm
milli hinna rnörgu þjóða meiri
nú en t.d. fyrir um 100 árum.
Á landaibréfinu má sjá,
hvernig Póllandi og Þýzika-
landi hefur verið skipt. Sov-
étríkin hafa lagt undir sig
pólsk landsvæði og hluta Aust
ur-Prússlands, en í sárabætur
fengu Pólverjar að sölsa und
ir sig stóra hluta Mið-Þýzka-
lands, héruðin umihverfis Danz
ig og hluta Austur-Prússlands.
Þjóðverjar, sem þar höfðu bú-
ið um langan aldur, voru
flæmdir vestur eftir.
(Með einkarétti: Nordisk
Pressebureau og Mbl.).
inn Juniper er í eigu sama
aðila og Milwood. Síðarnefndi
togarinn er hér í haldi sem
kunnugt er, og eigendur hans
hljóta að leggja mikla á-
herzlu á að fá Smith skip-
stjóra til að koma hingað, svo
að unnt verði að útkljá málið.
, Meginatriðið er það, að
landhelisgæzlan hefur haldið
þannig á málum, að brezka
ríkisstjórnin getur ekki á-
fellzt hana. Málið liggur
þannig fyrir, að sökin er öll
á aðra hliðina. Það játar
brezka stjórnin í orðsendingu
sinni og lýsir yfir von sinni
um það að takast muni að
koma brezka skipstjóranum
fyrir íslenzka dómstóla.
SÝNIKENNSLA
/ MEÐFERÐ
UTANRÍKISMÁLA
¥ Tímanum í gær hefur
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, sýnikennslú í með-
ferð utanríkismála, ef draum-
ar hans um það að verða ut-
anríkismálaráðherra í nýrri
vinstri stjórn fengju að ræt-
ast. Svar hans við orðsend-
Búfjárræktarstöð tekin
tll starfa á Blönduósi
Hin skefjalausa ánægja yfir
þessari „fregn“ var svo mikil,
að forsíðuuppslátturinn var
látinn standa óbreyttur eftir
að fulltrúi utanríkisráðu-
neytisins hafði tjáð blaðinu
að fregnin væri alröng.
Tímann varðaði auðvitað
ekki um sannleikann fremur
en fyrri daginn.
AFTUR í GEGN-
UM SJÁLFA SIG
Blönduósi, 16. maí.
1 DAG tók til starfa ný búfjár-
ræktarstöð á Blönduósi. Er hún
sameign búnaðarsamtakanna í
Austur-Rangárvallasýslu og
Skagafirði. Bygging stöðvarinnar
hófst 8. okt, sl. og hefur verið
unnið að henni síðan. Yfirsmiður
var Pálmi Sigurðsson frá Skaga-
strönd.
Stofnframlag var greitt af
Húnvetningum og Skagfirðingum
í hlutfalli við innvegið mjólkur-
magn hjá mjólkurstöðvunum á
Blönduósi og Sauðárkróki.
Grunnflötur byggingarinnar er
360 ferm. Þar er 'fjós, sem er
fullgert og rúmar 20 kynbóta-
naut, en fyrst um sinn mun nokk
ur hluti þess verða notaður sem
hlaða. Þá eru þar tvær rannsókn
arstofur og skrifstofa. Kostnað-
T Tálfur mánuður er nú lið-
inn síðan Tíminn bauð
upp á umræður um utanríkis-
mál og kosningar um þau öðr-
um þræði. Þeirri áskorun tók
Morgunblaðið og á næstu
dögum fór Tíminn jafn oft í
gegnum sjálfan sig eins og
blaðið kom út.
Síðan hefur ritstjórn Tím-
ans haft vit á því að hafa
hljótt um utanríkismálin, en
lengur hefur blaðið ekki getað
stillt sig og er á ný tekið
til við fyrri iðju.
Sem betur fer eru þeir
menn margir í Framsóknar-
flokknum, sem eru allt ann-
arar skoðunar en ráðamenn
Tímans um utanríkismál og
samskipti íslendinga við aðr-
ar þjóðir. Þess vegna er for-
dæmingin á blaðinu mest í
röðum Framsóknarmanna
sjálfra.
Venjulegt Framsóknar-
fólk kýs ekki flokkinn vegna
málflutnings á borð við þann,
sem Tíminn gerir sig nú sek-
an um. Spurningin er hins-
vegar um það, hvort þetta
fólk muni enn kjósa flokkinn,
þrátt fýrir málatilbúnað
blaðsins.
Morgunblaðið hyggur, að
þeir muni margir, sem áður
hafa kosið Framsóknarflokk-
inn, sem hugsi sig vel um áður
en þeir greiða flokknum at-
kvæði, einmitt vegna afstöðu
hans í utanríkismálum og
þess ábyrgðarleysis, sem boð-
að er, ef flokkurinn fær að-
stöðu til valda með kommún-
istum.
Þótt pólitískar deilur séu
harðar hér á landi er yfir-
gnæfandi meirihluti lýðræðis-
sinna þeirrar skoðxmar, að ut-
anríkismálin eigi að vera haf-
in yfir blekkingar og sorp-
skrif, því að sjálfstæði þjóð-
arinnar byggist á því, að þeim
sé ráðið skynsamlega til
lykta.
Þetta fólk í Framsóknar-
flokknum mun fordæma skrif
blaðsins, og það gerir það
með því að greiða Framsókn-
arflokknum ekki atkvæði 9.
ur við bygginguna, bíla, naut og
ýmiss konar tæki mun verða rúm
ein milljón króna- Forstöðumað-
ur stöðvarinnar er Ævar Hjart-
arson, búfræðikandidat á Ytra-
Hvarfi í Svarfarðardal, en auk
hans verða þar þrír fastir starfs
menn. — B.B.
Útigengin lömb
finnast
Vopnafirði, 20. mal.
Sl. laugardag fundust tvð úti-
gengin lömb á Verfellsdal innan
við bæinn Hauksstaði. Lömb
þessi voru afar stygg, en samt
lánaðist að koma þeim til bæja,
Eigandi þeirra reyndist vera
Árni Jóhannsson á Gunnarsstöð-
um í Þistilfirði. Lömbin voru
mjög vel framgengin með 5—0
sm hornahlaupum og vógu 32 og
37 kíló. Þetta voru hrútur og
gimbur. Ána, sem lömbin eru
undan, vantaði af fjalli sl. haust,
Það er mjög sjaldgæft, að kind
ur gangi af á þessum slóðum. Þó
mun það aðeins hafa komið fyrir.
Það, að lömbin hafa lifað, er
vafalaust því að þakka, hve snjó-
létt var hér í vetur. — Sigurjón,