Morgunblaðið - 22.05.1963, Síða 15
Miðvikudagur 22. maí 1963
MORCVNBLAÐIÐ
15
QHtHQQHÍHlHÍhQhQHlHH
UjMrQtQhQHltQHQQHQwMi
EFTIRFARANDI skák er sú ní-
unda í röðinni í einvígi þeirra
Botvinniks og Petrosjans.
Hvítt: T. Petrosjan.
Svart: M. Botvinnik.
Katalóns byrjun.
1. c4, e6; 2. g3, d5; 3. Bg2, Rf6;
4. Rf3, Be7 0-0, 0-0; 6. d4, Rbd7;
*7. Dc2, c6; 8. Bf4. Hér er einnig
leikið b3 ásamt Bb2 og Rbd2.
8. — Re4
Botvinnik, sem er snillingur að
meðhöndla hollenzka vörn,
hyggst nú venda sínu kvæði í
kross og ná upp hinu svonefnda
„grjótgarðsafbrigði“. Ekki var
síðra að reyna 8. — b6, en á
Iþessu stigi er heimsmeistarinn
einum vinning undir í baráttunni
©g reynir því að flækja stöðuna
eftir föngum.
9. Rc3 g5
Eðlilegast var vitaskuld 9. — f5,
en eins og áður greinir er þessi
veiking á kóngsstöðunni sam-
kvæmt áætlun.
10. Bclí f5
11. b3 Bf6
12. Bb2 Bg"
13. Iladl Hf7
14. Rxe4!
Bezti möguleikinn til þess að
Verða ágengt á miðborðinu.
14. — fxe4
15. Rel RfS
16. f3 exf3
17. Bxf3
1 þeim tilgangi að leika Rel-d3,
þar sem hann stendur mjög vel.
E-peð hvíts skal notað til þess að
opna fleiri línur eftir e2-e4.
17. — Bd7
18. Rd3 Be8
19. Dcl
Petrosjan vinnur ötullega að því
að styrkja aðstöðu sína og auka
þrýstinginn á veikleikana í
svörtu peðastöðunni. Drottning-
unni er ætlaður reitur á e3.
19. — Hac8
20. De3 Hc-c7
21. Re5 Hf5
Ekki kom til greina að leika
21. — Bxe5. 22. Dxe5 og svartur
er varnarlaus á svörtu reitunum.
22. Bg2 Hxfl
23. Hxfl De7
24. Bh3 h5
Biskupnum var ætlað það hlut-
verk að mynda nýjan veikleika
í kóngsstöðu svarts. Hann getur
því rólegur horfið til síns heima.
25. Bg2 Rg6
26. Rd3!
Vitaskuld. Að öðrum kosti gæti
svartur skipt upp á e5 og lokað
hvítan frá allri kóngssókn.
26. — Bf7
Botvinnik ákveður að bíða á-
tekta, en óneitanlega virðist
meiri möguleiki á gagnsókn, og
þar með frelsun stöðunnar,
liggja í 26. — dxc4; 27. bxc4, c5;
T. d. 28. dxc5, Bxb2; 29. Rxb2,
Dxc5.
27. Df2!
Með þessum leik kemur áætlun-
in um framrás e-peðsins í fram-
kvæmd.
27. — b6
28. e4 dxc4
29. bxc4 c5
30. dxc5
Tal bendir á að 30. d5 hefði
jafnvel verið sterkara. 30. —
Bxb2; 31. Dxb2, exd5 32. cxd5,
c4; 33. e5!, cxd3; 34. d6, Hc2;
86. Dxc2 og hvítur vinnur!
30. — bxc5
31. Bxg7 Kxg7
32. e5 Rf8
33. Df6f, Dxf6; 34. exf6f, Kg8;
85. Re5, Rd7; 36. RÍ3, Rxf6;
87. Rxg5, Kg7; 38. Hel, Hd7!
iLeikur sem bjargar stöðunni.
89. Rxe6f, Bxe6; 40. Hxe6, Hdlf;
41. Bfl, a5; 42. He3 (42. Ha6,
Rg4!) 42. — Rg4; 43. Ha3, a4;
44. hS, Rh2! 45. Kxh2, Hxfl;
46. Hxa4, Hf2t; 47. Kgl, Hc2;
48. Ha3. Þrátt fyrir liðsyfirburði
é hvítur enga vinningsmögu-
leika. 48. — Hxc4; 49- Hf3, Hc2;
S0. a4, Ha2; 51. Hf4, Ha3;
62. Kf2, Ha2f; 53. Kel, Ha3;
64. Hf5, h4; 55. gxh4, Hxa4;
66. Jafntefli. — Innihaldsrík og
Bkemmtileg jafnteflisskák,
IRJóh.
IÍTBOÐ
Tilboð óskast í að steypa upp nýja álmu við barna-
skólann á Akranesi ca. 2.400 rúm. á stærð. Útboðs-
lýsinga og uppdráttar má vitja hjá Byggingarfull-
trúanum á Akranesi gegn 1000.00 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað 4. júní næstkomandi.
Bæjarstjórnandi.
uörur
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Þórður Þórðarson
Hafnarfirði.
Bifvélavirkjar
eða menn vanir bifvélavirkjun óskast.
Bílaverkstæðið
STIMPILL
Grensásvegi 18.
Memendamót Húsmæðraskólans
að Varmalandi
verður sunnud. 26. þ.m. og hefst kl. 2 e.h. Farið
verður frá BSÍ kl. 9 f.h. með Sæmundi og Valdimar.
Þátttaka tilkynnist til forstöðukonu skólans eða
í síma 38396 fyrir föstudag.
NEFNDIN.
Sumarbústaður
á mjög góðum stað við Þingvallavatn til sölu. Tilboð
sendist fyrir 28. þ.m. til undirritaðs, sem veitir
nánari upplýsingar.
ÁGÚST FJELDSTED, HRL.
Lækjargötu 2.
Til sölu
fokhelt raðhús sunnanvert á Kópavogshálsi, nálægt
Hafnarfjarðarvegi. Húsið stendur á fallegum út-
sýnisstað og er 2 hæðir og kjallari. Góð lán áhvíl-
andi. Söluverð 360 þúsund. Útborgun eftir sam-
komulagi.
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9 — Sími 20480 — 14400.
Ódýrt! Ódýrt!
KVENBLÚSSUR
Aðeins kr. 125.00
Saumakonur
vantar strax við léttan iðnað helzt heildags vinna
ákvæðisvinna kemur til greina.
Gætum bætt við í heimasauma (Buxur).
Upplýsingar í síma 15418 í dag kl. 5 — 7.
Félagi óskast
Umboðs og heildverzlun, sem hefur góð viðskipta-
sambönd og mikla framtíðarmöguleika, óskar eftir
félaga sem hefur aðgang að nokkru fjármagni.
Tilboð merkt: „Félagi—Framtíð — 5796“ sendist
afgr. Morgunblaðsins fyrir 25. þ. m.
Laxveiðimenn
Nokkrir stangardagar lausir í Blöndu á komandi
sumri. — Upplýsingar gefur
ÁRNI BLÖNDAL, Sauðárkróki,
Vesturbær
Til sölu 5 herb. íbúð á 2. hæð við Hofsvallagötu.
Bílskúrsréttur.
MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14, símar 22870 og 17994.
Utan skrifstofutíma 35455.
Fasteignir til sölu
Höfum til sölu glæsilegar 97 ferm. 3ja herbergja
íbúðir við Kleppsveg. Góð lán til langs tíma
geta fylgt. — Uppl. hjá
Austurstraeti 20 . Sfmi 19545
Yfirbyggingar - Hvalbakar
Nú þegar höfum við mikla reynslu í smíði yfir-
bygginga og hvalbaka á skip og báta af öllum
stærðum og gerðum, hvort heldur er úr aluminíum
eða stálL
Veitum verkfræðilega aðstoð við teikningar og
mælingar.
Mjög vönduð vinna og smekklegur frágangur.
Leitið tilboða og nánari upplýsingar hjá okkur.
Vélsmiðja Björns Magnússonar
Keflavík — Símar 1175 og 1737.