Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 16
jcb HIBÝLAPRÝÐI HF Hallarmúla slml 38 177 114. tbl. — Miðvikudagur 22. maí 1963 I JT/7/VÍ7A/Æ, Frá Jfeklu / Austurstrseti 14 Simi 11687 Viðreisnin hefnr stórbætt stöðu lnndsins út á við JAFNSKJÓTT og áhrifanna af viðreisnarstörfum núver- andi ríkisstjórnar fór að gæta eftir miðbik ársins 1960, hef- ur staða landsins út á við sífellt farið batnandi. Hafa skuldir þjóðarinnar erlendis umfram innstæður frá árslok- um 1960 til ársloka 1962 lækk- að um samtals 948,7 millj. ki. Þessi mikla lækkun sýnir vel, hvílík umskipti hafa orð- ið hér á landi í þessum efn- um frá valdatíma vinstri stjórnarinnar, 1956—58, þeg- ar skuldir þjóðarinnar er- lendis umfram innstæður hækkuðu um hvorki meira né minna en 1.243,6 millj. kr. Skuldir þjóðarinnar erlendis umfram innstæður hafa verið sem hér segir á undanförnum ár- um — miðað við núvérandi gengi: í árslok 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 801.1 1.299.3 1.395.9 2.044.7 2.685.3 2.986.8 2.620.0 2.038.1 millj. kr. Svo sem sjá má af þessu yfir- Erlend skuldaaukning Imwritib seno fia2kkaSi i tíh vm5tri 5ij6rnan'nnarJ Viðreisn r tv 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962, Erlendar skuldlr hafa lækkað 950 millj. kr. á sl. 2 árum - Hækkuðu um 1244 millj. kr. tímum vinstri stjórnarinnar liti hrúgast skuldir þjóðarinnar erlendis upp á valdatímum vinstri stjórnarinnar. !>annig voru þær í árslok 1958 komnar upp í 2.044.7 millj. kr. úr 801.1 millj. kr. í ársbyrjun 1956, og eru þá bæði árin innifalin stutt vörukaupalán, sem áætlað er, að hafi numið 50 millj. kr. hvort árið um sig. Enda þótt vinstri stjórnin gæf- ist upp í árslok 1958, hlaut þjóð- in þó enn um skeið að búa við arfleifð hennar. Það tók alllang- an tíma að gera upp þrotabú hennar og undirbúa ráðstafnir til þess að koma efnahagsmálum þjóðarinnar að nýju á réttan kjöl, enda studdist bráðabirgða- stjórn Alþýðuflokksins, sem tók við af vinstri stjórninni, ekki við þann þingmeirihluta, sem nauð- synlegur var. Jukust því erlend- ar skuldir umfram innstæður enn á næstu tveim árum um 942.1 millj. kr. Þegar Viðreisnarstjórnin tók við völdum, hófst hún jafnskjótt handa um ráðstafanir til að upp- ræta leifar vinstri stefnunnar í efnahagslífi landsins, innflutn- ingshöft, uppbótakerfi og hvers kyns óreiðusukk annað og undir- Thorbjörn Egner verð- launar íslenzka leikara Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norð- manna, 17. maí sl., veitti norski leikritahöfundurinn Thorbjörn Egner leikurunum Klemerizi Jónssyni og Bessa Bjarnasyni verðlaun fyrir ágætan leik og leikstjórn í leikritum hans, er þau voru sýnd í Þjóðleikhúsinu. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri, afhenti verðlaunin fyr- ir hönd höfundarins. Þjóðleikhúsið hefur sem kunn- ugt er, sýnt tvö leikrit eftir Egn- er, Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi, en það leikrit var fyrst sýnt hér á landi. Báðar þessar leiksýmngar urðu mjög vinsælar og var aðsókn á þessi leikrit sérlega góð. Klemens Jónsson var leikstjóri við bæði þessi leikrit og hlaut hann verð- launin fyrir leikstjórnina. Bessi Bjamason hlaut verðlaunin fyrir mjög skemmtilega túlkun á Mikka ref í Dýrunum í Hálsa- skógi. Thorhjörn Egner kom hingað til landsins fyrir tveimur árum í boði Þjóðleikhússins og sá síð- ustu sýningu á leikriti sínu Kardemommubænum. — Hann dvaldist hér í nokkra daga og ferðaðist um. Egner er mikill fslands-vinur og hefur áður sýnt mikla velvild í garð íslenzkra leikara. Verðlaunin, sem þeir Klemenz og Bessi hlutu, voru 3000 norskar krónur og eiga leikararnir að verja þessu fé til utanfarar. búa viðreisnarráðstafanir sínar. Ráðstafanir Viðreisnarstjómar- innar hafa borið ótrúlega skjót- an árangur. Áhrif þeirra tóku að segja til sin þegar eftir mitt ár 1960, svo að þrátt fyrir vinstri arfleifð fyrri hluta ársins og 600 millj. kr. skipainnflutning á því ári, voru erlendar skuldir þjóð- arinnar umfram innstæður að- eins 300 millj. kr. hærri í árs- lok 1960 en í lok ársins 1959. Síðan hafa erlendu skuldirnar farið lækkandi ár frá ári; lækk- uðu um 366.8 millj. kr. þegar á árinu 1961 og um tæpar 600 millj. kr. til viðbótar á árinu 1962. Alls hafa þannig erlendu skuldirnar lækkað á s.l. 2 árum um 948.7 millj. kr. Það er sérstaklega athyglis- vert, að innifalin eru í niðurstöðu tölunum fyrir s.l. 3 ár stutt vöru- kaupalán, sem 1960 námu 241.8 millj. kr., 1961 293.5 millj. kr. og 1962 412.5 millj. kr. Svo lítið kvað að slíkum lánum á vinstri stjórnarárunum, að þau voru ekki einu sinni skráð, en áætlað er, að þau hafi numið um 50 millj. kr. við hver árslok. Hagur þjóðarinnar út á við er Framhald á bls. 3. Utlendingar réðu því að skipherrann var rekinn I GREIN Bjarna Bene- diktssonar, dómsmálaráð- herra, sem birtist á bls. 9 í blaðinu í dag, greinir hann m.a. frá þeirri kröfu hrezka aðalræðismannsins hér á landi í dómsmálaráð- herratíð Hermanns Jónas- sonar 1937, að skipherra landheglisgæzlunnar, Ein- ari M. Einarssyni, yrði vik- ið úr stöðu sinni. í svari sínu sagði Her- mann Jónasson m.a.: „Stjórnin hefur ákveðið að gera vissar ráðstafanir, sem ég treysti, að muni alveg endurvekja traust ríkisstjórnar yðar á, að ströngustu samvizkusemi muni ætíð gætt, þegar stað reynt er, hvort hægt sé að fullyrða, að erlent skip hafi brotið fiskveiðilöggjöfina, og auðvitað er það mesta áhugamál íslenzkra yfir- valda, að enska þjóðin geti fyllilega treyst sanngirni íslenzku þjóðarinnar í framkvæmd landhelgis- gæzlunnar“. í grein sinni segir Bjarni Benediktsson m.a.: „Bretinn hafði óskað eft- ir „tafarlausum ráðstöfun- um“. Hermann Jónasson lét og ekki langan tíma líða eftir samtalið kl. 10.30 f.h. hinn 22. nóv. 1937 til að sannfæra Breta með reynslunni og gera þá ráð- stöfun, sem hann treysti að mundi „endurvekja traust“ brezku stjórnarinn- ar, því að samkvæmt dag- bók varðskipsins Ægis stöðvaði hann á ytri höfn- inni í Reykjavík kl. 24 hinn 22. nóvember 1937 og sigldi síðan í höfn. Þar var hann skjótlega „vel bund- inn“ við Haukshryggju og var þar þangað til mánu- daginn 27. des. 1937, að Ein ar M. Einarsson fór af skip inu og Jóhann P. Jónsson tók við skipsstjórninni í staðinn“. Sjá nánar grein Bjarna Benediktssonar á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.