Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 4

Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 4
20 MORCVNBLAÐIB Þriðjudagur 28. maí 1963 HVfTA MÍL eftir Alan Moorehead. Hjörtur Halldórsson íslenzkaði. Almenna bókafélagið. Apríl 1963. ÞESSI BÓK er fróðlegur skemmtilestur, 340 þéttprentað- ar bls. í meðalbroti. Einkum mun hún geðjast vel þeim, sem leggja sig eftir ferðabókum, ævi- sögum og jafnvel stjórnmálum. Afríka hefur löngúm verið kölluð hið myrka meginland, ógnarstórt, ógreitt yfirferðar og dularfullt. A síðustu árum hefur margt fréttnæmt gerzt þar í sveit. Nýjum nöfnum hefur skot- ið upp, og blöð og útvarp hafa staglað þau inn í heilabú manna, unz þau festust þar. Svo hverfa þau úr sögunni, og nú vita fæst- ir hvar Tjombe er niður kom- inn eða hvernig skepnuhöld eru í Katanga. Hvíta Nil er vestari megin- kvísl Nílarfljóts. Hin eystri heit- ir Bláa Níl og þar sem þær renna saman, stendur höfuðborgin Súd- an, Khartoum, allfræg í sögum. Bláa Nil hefur lengi verið kunn allt að upptökum, en um Hvítu Níl vissu menn það eitt, að hún kom langt sunnan úr Blámanna- löndum. Fram um miðja 19. öld hafði engum tekizt að rekja hana til upptaka, þrátt fyrir margar til- raunir. Um þúsundir ára hafði þetta undarlega fljót tekið að vaxa síðsumars, þegar allt var að skrælna af þurki í Nílardal. Þá voru kallaðir hundadagar í Egyptalandi er Nílarfljót valt fram skolgrátt, flæddi yfir bakka sína og græddi akra og engi. Þar bjó fornfræg menningarþjóð, en heillum horfin, þegar hér var komið sögu. Þeir sem fyrstir urðu til að brjótast gegnum myrkviði og villiskóga Afríku til upptaka Hvítu Nílar voru sérstæðir menn og þó ólíkir um margt. Nöfn þeirra geymast í ævintýrum. Ef ég man rétt, áttu þeir Living- stone og Stanley því láni og upp- hefð að fagna að komast í Þjóð- vinafélagsalmanakið, en það jafn gilti því að vera eins konar heimilisvinur á flestum sveita- bæjum á íslandi. Robert Burton hafði komið hingað til lands ár- ið 1872, 16 árum eftir að hann hóf leiðangur sinn til Mið- Afríku, er hann eða öllu heldur Speke, félagi hans, fann upptök Hvítu Nílar. Burton var fjölfróður maður, einkum í tungumálum. Hann rit- aði ferðabók í tveimur bindum um ísland, sem hann hyggur með vissu vera hið forna Thule. Ritháttur hans minnir nokkuð á Benedikt Gröndal að lærðum útúrdúrum. Annars fannst Burt- on ekki sérlega mikið til íslands koma og benti alveg réttilega á, Hofið vex þvottaefnin óvollt við böndino. vex leysir vandonn við uppþvottinn hreingerninguno og finþvottinn. vex fer vel með hendurnor og ilmor þægilego. vex þvoHoefnin eru bexto húshjólpin. vex fæst í næstu verzlun. að flestir ferðabókahöfundar ýki mjög hættur þær, sem þeir hafi yfirstigið á ferðum sínum hér á landi. Burton hafði ýmislegt út á íslendinga að setja, þótti þeir svifaseinir og stirfnir, en sjálfur var hann ákafamaður og jafn- vel flughani. Nú er fróðlegt að lesa lýsingu Alans Mooreheads á Burton sjálfum og æviferli hans. Af henni er vel skiljan- legt, að Burton kæmi ekki vel skapi við alþýðu manna hér á landL Bókin um Hvítu Níl nær yfir tímabilið 1856, er Burton^legg- ur upp í leiðangur sinn, til or- ustunnar við Omdurman 1898, er Bretar lögðu Súdan undir sig. A þessum 40—50 árum höfðu margir ævintýraþyrstir menn brotizt inn í Mið-Afríku til þess að kanna þar lönd og leiðir. Margir þeirra fóru meira af | kappi en forsjá. í slóð þeirra fetaði hópur trúboða,. sem stund- um var allvel tekið, en þess á milli hrjáðir eða drepnir. Öllum ber saman um, að Múhameðstrú gangi betur í Afríkumenn en kristindómur. Öll þessi ferðalög Efnið sem allir dásama til fyllinga og hvers konar við- gerða. Fæst nú aftur í ölium dósastærðum. Ennfremur fyrirliggjandi: Bremsuskálar Bremsudælur Bremsuslöngur Spindilkúlur Spindilboltar Stýrisendar Demparar Kúplingsdiskar Kúplingspressur Púströr Hljóffkútar Bílamottur Sprautulökk til blettunar Tjakkar H4—1214 tonn. BILANAUST HF. Höfðatúni 2. — Sími 20185. Stapafell, Keflavík. Simi 1730. virðast einkafyrirtæki, án þess að nokkuð búi undir nema landa leit og forvitni. En að þessum 50 árum liðnum vill svo ein- kennilega til, að Bretland hefur fengið umráð yfir upptakasvæði Hvítu Nílar, Súdan og sjálfu Egyptalandi, ásamt Súezskurð- inum. , Það eru þessir lítt sýnilegu þræðir, sem tengja bókina sam- an, og blasir allt í einu við sem fullundinn vefur í bókarlok. Bretum virðist í sumu svipa til Álftnesings-ins, sem „dregur meir en drottinn gefur“. Þýðing Hjartar er yfirleitt mjög góð, og víða er hann á- berandi orðheppinn. En setning- in „Manni finnst maður þekkja hann vel“ (bls. 129) er blátt á- fram óhnesileg. Jón Eyþórsson. HVALVEIÐARNAR hófust um helgina og taka þátt i þeim 4 bátar. í gærmorgun kom fyrsti hvalurinn í Hval- stöðina í Hvalfirði og var þeg ar tekið til við að skera hann. Mynd þessi var tekin um hádegisbilið í gær. Ljósm: vig. 19 hvalir hafa veiðzt Akranesi, 25. maf. NÍTJÁN hvalir höfðu veiðzt á slaginu klukkan 12.30 í dag, 17 búrhvalir og 2 skíðhvalir. Enn skortir 1V4 sólarhring á vikuna frá því hvalbátarnir fjórir hófu veiðamar sl. sunnu dagskvöld. Lentu þeir þá strax í hvalavöðu úti fyrir Vestfjörð um. — Oddur. Blacka Decker \ BorvéVar stærðorlú — 114.“. allar gerðir. Við leggjum áherzlu á fullkomna varahlutaþjónustu. Einkaumboðsmenn: B.ÞBBSIflMSXlH e JOHNSOH f Grjótagötu 7 — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.