Morgunblaðið - 28.05.1963, Side 14
30
MORCUIVBL 4 ÐIÐ
Þriðjudagur 28. maí 1963
MGII
Fram vann annan leik sinn
án þess að skora mark
ICefBvíkingar gerðu sjálfsmark
eg topuðu 0:1
AFTUR gengu íslandsmeistarar
Fram af leikvelli meS sigur og
tvö stig — án þess að skora sjálf-
ir mark. í öðrum leik sínum í
íslandsmótinu mættu þeir nýlið-
unum í Keflavík og svo fór enn
sem í leik Fram við Akureyri að
Keflvíkingar færðu íslandsmeist-
urunum sigurinn á silfurdiski
með því að skora sjálfsmark, og
það varð eina mark leiksins.
Fram hefur því 4 stig eftir tvo
leiki, en enginn Framari hefur
enn skorað mark á mótinu.
Undirtök Fram
Fram átti þó lengst af undir-
tökin í þessum leik og færi áttu
þeir allgóð til að sleppa við að
vinna leikinn á einu sjálfsmarki.
En jafnt í upplögðum tækifærum
sem öðrum lakari, sem sæmileg
máttu þó kallast, brást íslands-
meisturunum bogalistin. Stund-
um komust áhorfendur ekki fram
hjá þeirri hugsun að beztu varn-
arleikmenn fyrir Keflavík væru
sóknarleikmenn Fram — og
reyndar mátti oft snúa þessari
kenningu við.
•k Bjargað á línunni
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn bæði í jákvæðum köflum og
mistökum. Bæði lið björguðu
á marklínu eftir að markverðir
höfðu farið fýluferð út úr mark-
inu til bjargar. Þannig bjargaði
Halldór Lúðvíksson marki hjá
Fram er hann stöðvaði skot Karls
Hermannssonar á marklínu og
nokkru síðar bjargaði Ólafur
Marteinsson á línu Keflavíkur-
marksins eftir aukaspyrnu Fram
og mikla sóknarpressu.
Fyrir utan þetta ógnuðu bæði
lið mörkunum. Tækifæri Fram
voru opnari og því enn sárara að
sjá þau misnotuð en þau er Kefl-
víkingar áttu sem sum hver voru
þó góð.
Sjálfsmarkið
Eftir 3 mín. leik í síðari hálf
leik kom sjálfsmarkið. Há
sending var send í átt að Kefla
víkurmarkinu. Sigurvin mið-
vörður ætlaði að skalla frá og
var óvaldaður með knöttinn.
En hann hefur sennilega ekki
reiknað með vindinum og svo
1 fór að haAn náði varla til
knattarins — og ekki á annan
hátt en að fleyta honum yfir
markvörðinn sem var á leið út
til að taka knöttinn og knött-
inn hefði Gottskálk markvörð
ur haft auðveldlega ef mið-
vörðurinn hefði látið hann
ósnertan. En þetta var sigur-
mark Fram í leiknum.
Misnotuð færi
Góð færi sköpuðust eftir þetta.
M. a. stóð Hallgrímur Scheving
útherji Fram tvívegis einn og
óvaldaður í góðu færi en spyrnti
framhjá í bæði skiptin. Jón út-
herji Keflvíkinga fékk og tvö
mjög góð færi en sendi knöttinn
í bæði skiptin yfir markið.
Framarar áttu ýmis önnur tæki
færi en misnotuðu allt.
Mörgum í áhorfendahópi fannst
Keflavík eiga vítaspyrnu um
Framh. á bls. 26.
Hér skora Keflvíkingar en Jón miðherji (lengst til hægri snerli
knöttinn með höndum.
Akranes vann Akureyri
3 gegn J
Öll mörkin í séðari hálfleik
AKURNESINGAR tryggðu sér
sætan sigur og tvö stig er þeir
mættu Akureyringum á vellin-
um á Akranesi á sunnudaginn.
Urslitin urðu 3 mörk gegn 1 og
I þó sigurinn sé heldur stærri en
Milan vann keppni
meistaraliða
ÍTALSKA knattspyrnuliðið Mil-
an sigraði Benefica í úrslitaleik
í Evrópukeppni meistaraliða með
2 mörkúm gegn einu. Leikurinn
fór fram á Vemibley í London á
sunnudag og þótti sigur Milan
réttlátur. Aðeins 45 þús. manns
horfðu á leikinn.
raunverulegur gangur leiksins
gaf tilefni til, þá áttu Akurnes-
ingar frumkvæði í leiknum og
voru ákveðnari við mark mót-
herjanna og það réði endanleg-
um úrslitum.
Öll mörk leiksins voru skoruð
í síðari hálfleiknum og áður en
þau komu hafði Einar markvörð-
ur Helgason frá Akureyri m.a.
varið vítaspyrni. Ríkharðs Jóns-
sonar. Þótti leikur Einars í mark-
inu oft fnjög góður enda hefur
hann sýnt það fyrr að hann er
fimasti og fjaðurmagnaðasti
markvörður okkar.
Forystu fyrir Akranes skapaði
Ingvar Elísson og notfærði sér
vel klaufalegan leik varnar Akur
eyringa.
Nokkru síðar bætti Skúli
Davíð Valgarðsson vann Guð-
mund Gíslason og setti drengjamet
Og Ármann vann KR 7:1
HINN kórnungi og efnilegi sund-
maður frá Keflavík, Davíð Val-
garðsson varð fyrsti íslandsmeist-
arinn í sundi árið 1963. Tvær
greinar mótsins fóru fram í gær-
kveldi, 1500 m skriðsund og úr-
slitaleikur í sundknattleik.
Davíð sigraði í 1500 m sund-
inu og vann m. a. Guðmund Gísla
eon sem verið hefur meistari á
þessari vegalengd undanfarin ár.
Guðmundur hafði forystuna fyrri
helming leiðárinnar en þá tók
Davíð við og hélt henni til loka.
Úrslit í sundinu urðu þessi:
ísl.meist. Dayíð Valgarðsson
ÍBK 19.50.3.
2. Guðm. Gíslason ÍR 20.13.6.
3. Guðm. Þ. Harðarson Æ
21.11.2.
4. Trausti Júlíusson Á 22.26.8.
Alís tóku 7 menn þátt-í sund-
inu og er það mesta þátttaka í
þessari grein um langt skeið.
Tími Davíðs er nýtt drengja-
met, en þess má og geta að ný-
lega auglýstur lágmarkstími SSÍ
til þátttöku í Norðurlándamóti er
19.10.0.
í úrslitaleik sundknattleiks-
mótsins hafði Ármann yfirburði
yfir KR og vann með 7 gegn 1.
Hákonarsson öðru marki við eft-
ir laglegt upphlaup Skagamanna
og gött skot. Þriðja matkið skor-
aði svo Ríkharður Jónsson er
nokkuð var liðið á hálfleikinn.
Einlék Ríkharður gegnum vörn-
ina og framhjá Einari markverði
og sendi í mannlaust markið.
Fáum mínútum fyrir leikslok
fékk Skúli Ágústsson minnkað
tapið fýrir Akureyri með því að
skora af stuttu færi.
Þessi leikur var sem hinir aðr-
ir í íslandsmótinu aðeins góður
á köflum en þess á milli var
hann þófkenndur og lélegur.
Akurnesingar voru mun ákveðn-
ari og verðskulduðu sigur sem
fyrr segir. Framlína Skagamanna
nær á köflum skemmtilega sam-
an og eru þá bræðurnir Ríkharð-
ur og Þórður driffjaðrir leiksins.
Akureyringar eru enn alllangt
frá því formi sem þeir sýndu í
fyrra, einkum á það við um sókn
armennina en ofan á bætist að
vörnin að markverði undanskild-
um er oft ákaflega opin og auð-
veld viðureignar fyrir sóknar-
menn mótherjanna.
Valur vann
KR 3:0
í GÆRKVÖLDI vann Valur KR
með 3—0 í landsmóti 1. deildar.
Sigur Vals var verðskuldaður. í
byrjun _var baráttan jöfn en eftir
að Valsmenn höfðu skorað úr
vítaspyrnu í fyrri hálfleik —
fallegt mark Bergsteins Magnús
sonar — og bætt öðru við (Berg-
sveinn Tómasson) eftir klaufa
legan varnarleik KR var mót-
spyrna KR brotin á bak. Berg-
steinn bætti svo þriðja markinu
við.
Sjálfsmark Keflvíkinga. Sigurvin
miðvörður (annar frá hægri)
skallaði yfir Gottskálk maik-
vörð. (Ljósm. Sv. Þorm.),
IR á móti
„lands-
keppni44
KR
„í tilefni af fréttatilkynningu
Erjálsíþróttadeildar KR um
fyrirh'ugaða keppni KR gegn úr«
vali úr öllum öðrum íþróttafé-
lögum landsins, sem birtist í
blöðum og útvarpi á uppstign-
ingardag, leyfir stjórn Frjáls-
íþróttadeildar Í.R. sér að taka
fram eftirfarandi:
1. Frjálsíþróttadeild f.R. er
mótfallin keppni í þessu formi.
2. Þegar um keppni tveggja
aðila er að ræða, finnst stjóm
Frjálsíþróttadeildar Í.R. nauðsyn
legt, að keppnisaðilar ræði fyrir.
komulag slíkrar keppni, þó svo
að hægt væri að komast að sam-
komulagi um einhverskonar stiga
keppni, annaðhvort milli eins fé-
lags og úrvals úr öðrum, eða
keppni tveggja félaga, telur
stjórn Frjálsíþróttadeildar Í.R.,
að dagarnir 12.—13. júní séu
mjög óheppilegir. Frjálsiþrótta-
mót út á landi fara yfirleitt ekkl
fram fyrir 17. júní og því er úti-
lokað að velja lið nú, ef miða
skal við afrek á þessu ári, en
telja verður vafasamt að velja
menn í keppnislið, ef valið er
eftir afrekaskrá ársins á und-
an.
3. Frjálsíþróttadeild f.R. hef-
ur nú sem hingað til áhuga á
stigakeppni milli KR. og Í.R. í
frjálsum íþróttum, enda hafa
forystumenn félaganna rætt um
slíka keppni í vor.
Með þökk fyrlr birtinguna
Frjálsíþróttadeild ÍJL“