Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. maí 1963 MORGVNBLAÐIÐ 5 Hérastubbur bakari, Húsamús og Refur. fslenzka brúðuleikhúsið er nú að leggja land undir fót og sýnir að þessu sinni Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, í þýðingu Huldu Val- týsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk. Er þetta tíunda starfsár leikhússins, og hefur það breytt nokkuð um útlit, því sýnt verður á stóru sviði allt að 6 m breiðu, eftir stærð samkomuhúsanna. Tæki og útbúnaður eru af fullkomn- ustu gerð, eins og bezt gerizt erlendis. Sýningar hefjast í Borgarnesi 4. júní og þaðan verður haldið um Snæfells- nes, Vestfirði, Norðurland og Austfirði, á alla þá staði, þap sem aðstaða til sýninga er fyrir hendi. Aðgöngumiðum fylgja ókeypis leikskrár, og í þeim eru allir söngvar leiks- ins birtir. Dýrin í Hálsaskógi samdi Egner upphaflega fyrir brúðu- leikhús, en breytti síðan fyrir leikhús. Höfundinn er óþarfi að kynna fyrir væntanlegum gestum Brúðuleikhússins; þeim er Kardimommubærinn í fersku minni. Leikstjóri er Ævar Kvaran, en leikendur alls 18. Vandað er til leiks og söngs og hefur Carl Billich æft söngvana og sér hann um undirleik. Brúðuleikhúsið hefur náð miklum vinsældum um land allt, enda val verkefna jafn- an verið gott og sýningar vel unnar. Helztu „leikararnir“ á sviðinu. Söfnin Minjasafn Reykjavikurbæiar, Skúia túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 Ðema mánudaea BORGARBÓKASAFN Reykjavík- ur. sími 12308. Aöalsafnið Þinghoits- Btræti 29a: tlánsdeild 2—10 alla virka daga nema laugardaga 1—4. Lesstofa 10—10 alla virka daga nema laugar- daga 10—4. Útibúið Hólmgarði 34 opið 5 til 7 alla virka daga nema laugar- daga. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið 5.30 til 7.30 alla vlrka daga nema laugardag. tibúið við Sólheima 27. opið 16—19 alla virka daga nema laugardaga. Ameríska bóltasafnið, Hagatorgi 1. «r opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 10—21. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna- ferðir: 24,1,16,17. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga. fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Tæknibókasafn KMSÍ. Opið alla virka daag frá 13-19 nema laugardaga frá 13-15. Listasafn Islands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikudögum kl. Ásgrímssafn, Bergstaðastræði 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga frá kl. 1.30—4 e.h. + Gengið + 21. mai 1963. Kaup Sala 1 Enskt pund .. 120.28 120,58 1 Bandaríkjadollar ... 42.95 43,06 1 Kanadadollar ...... 39,89 40,00 100 Danskar krónur 621,56 623,16 lo(T Norskar kr. . 601,35 602,89 100 Sænskar kr ... 827,43 829,58 liT Finnsk mörk 1.335,72 1.339,1 100 Franskir £r. „ 876,40 878,64 100 Svissn. frk. .. 992,65 995.20 100 Vestur-þýzk mörk 1.078,74 1.083,50 100 Gyllini 1.195,54 1.198,60 100 Belgískír £r .... 86,16 86,38 100 Pesetar ......... 71,60 71,80 100 Tékkn. krónur ____ 596,40 598,00 Keflavík Stúlka óskast til síma- vörzlu og afgreiðslustarfa. Bifreiðastö'ð Keflavíkur Sími 2211. Westinghouse ísskápur 10 kúbikfet, til sölu, vegna flutnings. Selst ódýrt. — Uppl. í síma 17812. íbúð óskast Hjón með 1 barn óska eftir 2—3 herb. íbúð frá 1. júní. Fyrirframgr., ef óskað er. Upplýsingar í símum 20625 og 20544. ÓDÝRAR DRENGJAPEYSUR Nýleg olíukyndirg til sölu með öllu tilheyr- andi. Úppl. í síma 33643. 1—2 herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst fyrir einhleypa stúlku. — Uppl. í sírna 16801 til kL 5 e. h. Varðan Laugavegi 60. Kjallaraherbergi óskast sem næst Fiskhöll- inni. — Sími 36727. ATHUGIÐ ! að boriö saftian við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni bæjarstjóra Kópavogs úrskurð- ast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fyrirframgreiðslum útsvara ársins 1963, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl og 1 maí 1963, í hvert skipti einn tíundi hluti útsvarsupp- hæðar gjaldanda 1962, auk dráttarvaxta og lög- takskostnaðar. Fer lögtakið frám að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 22. maí 1963. Sigurgeir Jónsson (sign). GOTT TÆKIFÆRI Odýr mánaðardv'öl í SvíþjóB í sumar Eg hefi í hyggju að dveljast í sumarleyfi mínu á Islandi. Eg ætla mér ekki að taka þátt í neinni hóp- ferð og búa á hótelí heldur að heimsækja land yðar einsamall í júlímánuði. Eg hefi nýtízku íbúð — byggða í fyrra —, búna góðum húsgögnum, 4 km. utan við Stokkhólm. Tvö herbergi og eldhús, bað og svalir koma til með að vera ónotuð í fjarveru minni. Þér hafið ef til vill hugsað yður að heimsækja Sví- þjóð um sama leyti? Sé svo, .væri ágæt lausn, að við skiptumst á íbúðum og spöruðum okkur báðum húsaleigu þann tíma. Eg er einhleypur, 31 árs ritstjóri við stofnun, er heyrir undir Stokkhólmsháslcóla. — Það skiptir ekki máli, hvort þér eruð einhleypur/einhleyp eða 2—3 fjölskyldumeðlimir — þó engin smábörn. — Vinsamlegast svarið á ensku eða „skandinavisku" til: THURE LAGERSTRÖM, Box 99, SOLNA, Sverige. Einbýlishús í Vesturbænum Til sölu er einbýlishús við Hávallagötu. Húsið er kjallari og 2 hæðir. Á hæðinni eru 3 stofur, eld- hús og W.C. Uppi 3 svefnherbergi og bað og í kjall- afa 1 herb. eldhús, W.C., þvottahús og geymslur. Nánari upplýsingar gefur: Skipa & Fasteignasalan (Jóhannes Lárusson, hrl.) Kirkjuhvoli, símai 14916 og 13842. 4 herb. íbúð Til sölu er 4ra herb. íbúð (120 ferm.) í kjallara við Barmahlíð. Sér inngangur. Sér hitaveita. Teppi fylgja. — Nánari upplýsingar gefur: Skipa- og fasteignasalan (Jóhannes Lárusson, hrl.) Kirkjuhvoli — Símar 14916 og 13842.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.