Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐID Miðvikudagur 29. maí 1963 HlilBíRT FOOTAIEB: H Æ T T IJ L E G IJ R FARMUR I. KAFLl. Þegar kreppan var upp á sitt versta, var það siður dagblað- anna að segja, að Horace Laghet sœti með alla peningana, sem til vaeru í landinu. Nafn hans var á hvers manns vörum, og hvert minnsta handarvik hans varð forsíðuefni. Fyrst kom nafn hans í hámæli í óðagotinu 1929, þegar það heyrð ist, að hann hefði selt verðbréf, sem hann átti ekki. Vitanlega varð þetta milljónagróði. Og þessu var haldið áfram og milljónirnar streymdu inn. með- an ajlir aðrir áttu um sárt að bi.idá. Hann eyddi fé eins og vitlaus maður. Samtímis því, að bygg- ingariðnaður í landinu var sem næst stöðvaður, tók hann til að reisa heljarmikla marmarahöll ofarlega við Fimmtutröð og aðra í Newport. Hann pantaði skemmtiskip, sem átti að fara langt fram úr öllum öðrum slik- um, sem nokkurntíma hefðu smíðuð verið. Þegar fundið var að þessu óhófi, svaraði hann: „Nú, hvað er þetta — er ég ekki að halda peningunum í umferð?“ Og lét sér hvergi bregða. En, svo að hann sé látinn njóta sannmælis, þá gaf hann geysimiklar upphæðir í atvinnu- leysissjóði og hverskonar góð- gjörðastarfsemi. En það stoðaði hann ekkert. Mönnum fannst hann hefði átt að gefa meira. í þá góðu gömlu daga voru milljónarar virtir — eða að minnsta kosti dóðust menn að þeim — en sá tími var nú liðinn. Menn fundu það einhvernveginn á sér, að Laghet hefði grætt á eymd landsins — og hann var hataður. Já, guð minn góður, hvað hann var hataður! Nafnið hans var aldrei nefnt nema háðsbros fylgdi. Það var sagt, að honum hefði nokkrum sinnum verið > sýnt banatilræði, og að hann vog aði sér aldrei út nema með vopn aðan lífvörð. Að öllu þessu athuguðu, má nærri geta, að ég sperrti eyrun þegar ég heyrði snögga rödd í símanum, sem sagði: — Þetta er Horace Laghet. Já, það var ekki um að villast. Þetta var engin skrifstofublók eða einkaritari, heldur inn mikli maður í eigin háu persónu. Fyrst hélt ég, að þetta væri gabb. — Er frú Storey við? spurði hann. — Ég skal gá, svaraði ég var- lega. — Ekkert bull eða vitleysu, srjði hann. Ég er Horace Laghet. Gefið mér samband við hana tafarlaust. — Ef óg bara væri viss um, að þetta væri hr. Laghet.... byrjaði ég. — Ég vil fá samband! öskraði hann. Ef hún er ekki ánægð, getur hún slitið því aftur. Mér fannst ráðlegast að gefa honum samband við skrifborð húsmóður minnar. Hún var kuldaleg og stuttorð. Hann spurði, hvort hann gæti fengið að tala við hana. — Ég skal gefa yður hálftíma um hádegið, sagði hún. Svo afþakkaði hún kurteis- lega boð hans til nádegisverðar, og hann sagði: — Gott og vel. Ég skal koma .klukkan tólf. Þegar hún hafði lokið samtal- inu, fór ég inn til hennar. Hún var að kveikja sér í vindlingi og brosti, eins og henni væri skemmt. — Jæja, Bella, hver veit nema atvinnan sé eitthvað að lifna við, sagði hún. — Já, hugsa sér, að Horace Laghet sé að koma í eigin per- sónu! sagði ég og var öll í æs- ingi. — O, jæja, við förum nú ekki að dreifa neinum rósum á braut hans, sagði hún. Þegar hann kom inn í skrif- stofuna mína, varð mér hverft við. Ég hafði lesið einhversstað- ar, að hann væri hálffertugur að aldri, en það var næstum ótrú- legt, að maður, sem var orðinn svona viðfrægur, gæti verið svo ungur. Svo var þetta kraftaleg- ur maður á bezta aldri og mikið sólbrenndur, þó að þetta væri í febrúarmánuði. Andlitið var dökkt og ástríðufullt, en nú var á því kurteislegt bros. Hann bar með sér þetta öryggi, sem auð- legðin veitir mönnum, en ég sá fljótt, að hann gat verið upp- stökkur og þotið upp af litlu t.i- efni. Ég opnaði dyrnar að skrifstofu frú Storey og gekk inn á eftir honum. Hann snarstanzaði þegar hann sá hana. — Mér datt ekki. í hug, að þér lituð svona út, sagði hann og augun Ijómuðu af aðdá- un. Hann hefði getað gert konur órólegar. Frú Storey var öllu slíku vön. — Það má nú skilja það á tvo vegu, sagði hún lágt. — Þér vitið, hvað ég á við, sagði hann. — Vitaniega hef ég oft séð mynd af yður og dáðzt að henni. En það er nú bara þetta, að myndir af frægum kon- um eru oft svo fegraðar, að það er ekkert að marka þær. Hún brosti háðslega,-— Fáið yður sæti og sígarettu, sagði hún. Hann gaf mér auga. — Ég hefði nú helzt viljað tala vió yður undir fjögur augu. — Ungfrú Brickley er við- stödd öll mín viðtöl, sagði frú Storey. — Það er föst regla, sem ég hef sett. Hann stóð upp og andlitið varð dökkrautt. — Ég er nú ekki neinn venjulegur viðskiptamað- ur, sagði hann reiðilega. — Og þetta er áríðandi mál. Þarna fór hann nú alveg öfugt að húsmóður minni. — Þetta er föst regla, sagði hún blíðlega, en þar lá meira að baki. Ég hélt, að hann ætlaði að strika beint út og þótti fyrir því. Ríkasti maður iandsins að fara út! En hann' sá sig um hönd, Hann settist niður aftur og eftir stutta sund hafði haitn jafnað sig. Ég gekk að borðinu mínu í horn- inu. — Þkr vitið sjálfsagt, hver ég er, sagði hann. — Já, ég les blöðin, sagði frú Storey, brosandi. Það komu reiðikippir í and- litið á honum. —. —- Já, fjand- inn hirði þau.. tautaði hann.. — þau gera mig að dáfallegum þorpara. . Hafið þér tekið eftir því, að ég hef látið byggja skemmtiskip, og er að leggja af stað með hóp af gestum á morg- un? — Ég las einhversstaðar, að þér leggðuð ekki svo fljótt af stað. — Ég veit. En nýkjörni for- setinn sendi eftir mér í gær, og samkvæmt því, sem ég frétti hjá honum, skilst mér, að nú séu erfiðir tímar fram undan. Verri en nokkru sinni áður. Nú, ég hef í hyggju að verða þar hvergi nærri. Mér er hvort sem er, kennt um allt, sem aflaga fer. Ég ætla í sex mánaða siglingu til Vestur-Indía og Suður-Amer- íku. Það verður gaman fyrir yður, sagði frú Storey. — En hvað get ég gert fyrir yður? — Fyrir iiálfum mánuði var hringt til mín í skrifstofunni og það var kvenrödd, sem talaði. Falleg rödd, hæg og með menn- ingarbrag. Hún varaði mig við því að fara í þessa ferð. Þegar ég fór fram á frekari skýringu, lagði hún símann. Nú, en ég fæ nú svo margar gabb-hringingar, að ég hugsaði ekkert um þetta frekar. — En svo í dag hringdi hún aftur. Og nú var alvara í rödd- inni. Slíkt verður ekki misskilið. Hún var grátandi, og virtist varla geta talað fyrir ótta og skelfingu. Hún sagði ekki annað en það, að ef ég færi þessa ferð, mundi ég ekki koma aftur lif- andi. Það væri setið um mig. Ég reyndi að hafa meira upp úr henni, en þá sleit hún samband- inu. — Hvernig náði hún sambandi við yður í þessi tvö skipti? — Eg hef leynisíma á borðinu hjá mér, sem er beint á miðstöð. Og hefur hún vitað leyninúmer ið? — Já, það vita það svo margir. Það getur enga bendingu gefið. — Það er ómögulegt að rekja símtöl nú orðið, síðan sjálfvirku símamir komu, sagði frú Storey. — Ég ætlast ekki til, að þér farið að rekja þessa hringingu, sagði hann. — Ég vil, að þér komið með mér í þessa ferð.... Og einkaritarinn yðar líka, ef þér viljið hafa hana með yður. Það verður látið eins og þið sé- uð gestir mínir, en raunverulega verðið þér að vinna fyrir mig. Ég varð svo hissa, að ég gapti. Gapti við manninum, eins og sirkusfífl. En frú Storey lét sér hvergi bregða. — Ef þér haldið, að eitt- hvað sé að marka þessa aðvörun, ættuð þér að sleppa öllu ferða- lagi, sagði hún. — Ekki að nefna! sagði hann Eg mundi eftir iillu nema höfuðverkjapillunum. og beit á jaxlinn. — Skipið hefur kostað mig þrjár milljónir, og ég ætla mér að nota það. — Þér hafið enga þörf á mann eskju eins og mér, sagði hún. —• Það sem þér þurfið, eru nokkrir stórir og sterkir lífverð- ir, sem vaka stöðugt yfir yður. — Þá ætla ég að hafa, ef þörf gerist. En ég vil, að þér komið upp um samsærið, ef um sam- særi er að ræða. Það gerir eng- inn betur en þér. Og, sem meira er, þá verður ánægjulegt að hafa yður meðal gesta minna. Ég gæti ekki farið að hrella gestina mína með venjulegum spæjara. — Þakka yður fyrir, svaraði húsmóðir mín þurrlega. — En hreinskilnislega sagt, freistar þetta mín ekki. — Hversvegna ekki? — Hafið þér nokkurntíma far- ið langa skemmtiferð á skipi — Nei. — En það hef ég. Þegar gest- um er troðið svona saman, líður ekki á löngu áður en þeir fara að fara í taugarnar hver á öðr- um.'Hún leit á hann og augna- ráðið gaf til kynna, að sjálfur væri hann óþarflega valdsmann- legur til þess að geta orðið skemmtilegur ferðafélagi. Hann hló við þessu. — Ég vona, að yður komi ekki til að þykja húsakynnin á „Sjóræn- ingjanum" of þröng. — „Sjóræningjanum“? sagði frú Storey. — Það er víst við- eigandi nafn. Hann var rétt orðinn reiður við þessi orð, en ákvað að hlæja heldur að þeim. — Þetta er lítill hópur, sagði hann. Konurnar eru: unnusta mín, ungfrú Celia Dare og móðir hennar og frú Holder. — Hver er frú Holder? — Bara vinkona mín, svaraði hann kæruleysislega. — Ekikja? — Nei. Hún á vist ágætis eig- inmann einhversstaðar. En hann er önnum kafinn og kemst ekki frá því.... Karlmennirnir eru: Adrian, bróðir minn, Emil Her- bert hinn ungi — hann er fræg- ur slaghörpuleikari, og svo er ritarinn minn, Martin Coade. Hann er í Hollandi eins og er, en kemur um borð í Curacao. — Svona skip hlýtur að hafa fjölmenna skipshöfn? — Já. Allt að hundrað mamns. — Þá ætti að vera hægt að koma fyrir einum morðingja í öllum þeim hópi, sagði hún í hálfum hljóðum. KALLI KUREKI ~K — — Teiknari: Fred Harman — Láttu mig hafa peningana, Jimrnie, eða sýndu mer uyssuna. Og þú veizt, að þú ert ekki nógu fljótur. — Það verður að hafa það. Hérna eru þeir. — Og eitt enn, bara til að tryggja þaö, að þú svíkir mig ekki aftur , ÍHtltvarpiö Miðvikudagur 29. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. — 18.50 • Tilkynningar. — 19.20 Vfr. 19.30 -Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Bjarki Elias- son varðstjóri talar um um- ferðarmál. 20.05 íslenzk tónlist: Log eftir Jón Laxdal. 20.20 Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XXVII. — sögulok (Óskar Halldórsson cand. mag. 20.45 Píanótónleikar: . Sinfónisk svíta op. 8 eftir Carl Nielsen (Herman D. Koppel leikur). 21.00 Saga Kaldársels; síðara er- indi (Ólafur Þorvaldsson, þingvörður). 21.25 Létt músík í miðri viku. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blön- dal Magnússon cand.mag.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; XXIV (Örn ólfur Thorlacius). 22.30 Næturtónleikar: Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljómsveit- ar íslands i Háskólabíói 24. þ. m. Stjórnandi: William Strickland. 23.15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Myndir á sýningu", hljóm- sveitarverk eftir Mússorgskij. 20.30 Fólksfjölgun og fæðuöflun; fyrra erindi (Gunnar Gríms- son kennari). 20.55 Tónleikar í útvarpssal: Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Ko- dály. 21.20 Raddir skálda: Ljóð eftir Þorgeír Sveinbjarnarson og saga eftir Sigurð Helgason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið** eftir Fred Hoyle; XXIV. (Örnólfur Thorlacius). 22.30 „Vor í Balkanlöndum“; Griskir og júgóslavneskir listamenn syngja og leika þjóðlög og dansa. 23.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. Dreqið 5. hver* mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.