Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. maí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. VÖXTUR ÞJÖÐAR- FRAMLEIÐSL UNNAR CJvo gjörsamlega eru þeir ^ menn, sem stýra stjórn- málaskrifum Tímans, ruglað- ir í ríminu, að engu er líkara en að þar sé um að ræða kerfisbundnar mótsagnir. — Þannig má ganga'út frá því nokkuð vísu að ef Tíminn segi einn hlut svartan í dag, þá sé hann orðinn hvítur innan viku og síðan haldi hring- snúningurinn áfram eins og blaðið sé vindhani. Þetta byggist að sjálfsögðu á því, að málsvarar Framsóknar- flokksins halda fram sitt hvorri skoðuninni í öllum stórmálum, og blaðamennirn- ir hafa ekki við að eltast við mismunandi túlkun mála. Þegar Þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar var lögð fram, sögðu Framsóknarmenn að hér væri um kosningaplagg að ræða. Á þessari áætlun væri ekkert byggjandi, heldur ætti ein- ungis að nota hana í kosning- unum. Þá ætti að segja, að ósköpin öll ætti að fram- kvæma, en síðan ætti að svíkja það allt. Nú er hinsvegar komið ann að hljóð í strokkinn. Nú er sagt að það sé eitthvað annað en að hér sé um kosninga- plagg að ræða. Þvert á móti sé í áætlun þessari gert ráð fyrir alltof hægunx. hagvexti þjóðarinnar. Morgunblaðið fær ekki skilið, hvernig þetta tvennt á að samrýmast, en hér skal aðeins lítillega rakið það, sem sagt er um aukningu þjóðarframleiðslunnar í Þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun- inni. í ræðu forsætisráðherra, þegar hann fylgdi áætluninni úr hlaði, segir m.a.: „Svo mikil trygging á nú að hafa fengizt fyrir því, að full atvinna og almenn vel- megun geti haldizt, að þau vemdar- og öryggissjónar- mið, sem eiga rætur sínar í reynslu kreppuáranna og erf- iðleikaáranna eftir styrjöld- ina, þurfi ekki lengur að verða eins þung á metaskál- unum og áður. Það á því að vera unnt að móta heil- steypta stefnu í efnahagsmál- um, er miði að örum vexti þjóðarframleiðslunnar, án þess að tefla öryggi og lífs- kjörum í tvísýnu, eins og menn hafa áður óttazt. Engu að síður er ekki hægt að búast við því að breytt stefna í efnahagsmálum beri fullan ávöxt tafarlaust. Sama máli gegnir um aukna við- leitni atvinnurekenda, starfs- fólks og samtaka þeirra til þess að örva þjóðarfram- leiðsluna. Þegar við þetta bætist að horfur í viðskipta- málum erlendis eru að ýmsu leyti ískyggilegar fyrir aðal- útflutningsframleiðslu okkar, hefur ekki verið talið rétt að gera ráð fyrir því, að vöxtur þjóðarframléiðsl- unnar ver-Si meiri að meðaltali á áætlunartíma- bilinu en hann hefur verið á undanförnum árum, þ.e.a.s. 4% á ári“. í áætluninni sjálfri segir á einum stað: „Af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið greind- ar, ættu skilyrðin nú að vera betri en áður til þess að móta stefnu í efnahagsmálum, er miði að því að ná tiltölulega örum hagvexti, án þess að tefla öryggi og lífskjörum í tvísýnu, eins og menn hafa áður óttazt. Til þess að hægt sé að móta slíka stefnu er nauðsynlegt að fram fari á því vandleg athugun, hvaða áhrif aflögun verðkerfisins á ýmsum sviðum hefur í þá átt að draga úr vexti þjóðar- framleiðslunnar og hvernig hægt sé í áföngum að leið- rétta hana, án þess að af því leiði í bili þau áhrif á atvinnu og lífskjör, sem óæskileg væru talin. Vöxtur þjóðar- framleiðslunnar er undir því kominn, hvernig til tekst í þessu efni og hvaða árangri er jafnframt hægt að ná í því að viðhalda jafnvægi í efna- hagslífi landsins og varðveita sterka aðstöðu þjóðarinnar út á við“. VIÐREISN OG VELGENGNI SAMÖFIÐ jóðhags- og framkvæmda- áætlunin er byggð á raun- hæfu mati á aðstæðúm. Þar er engin tilraun gerð til þess að útbúa „kosningaplagg“, eins og Framsóknarmenn og kommúnistar hafa haldið fram. Það hefur verið styrkur Viðreisnarstjórnarinnar frá upphafi að skýra þjóðinnirétt og satt frá staðreyndum og lofa aldrei meiru en því, sem örugglega var unnt að standa við. Menn hafa fundið það, að kjörin hafa verið betri en stjórnmálaleiðtogarnir boð- uðu. Þess vegna hefur traust- ið á Viðreisnarstjórninni far- ið vaxandi. í þjóðhagsáætluninni er enn fylgt þeirri stefnu að boða ekki meira en það, sem Ingmar Bergman KANNSKI hefur engin em- bættisveiting i á Norðurlöndum um langan aldur vakið almenn- ari athygli en sú, að Ingmar Bergman var ráðinn forstöðu- maður „Kungliga dramatiska Teatern“ frá 1. júlí n. k., því að Bergman er heimsfrægur maður — en lika mjög umdeildur — ekki sízt á Norðurlöndum. Og „Dramaten“ er virðuleg og „stilig" stofnun. Þegar sænsku blöðin birtu fregnina um, að Ingmar Berg- man hefði verið skipaður leik- hússtjóri „Dramaten" í Stokk- hólmi eftir dr. Karl Ragnar Gierow, frá byrjun næsta leik- árs, hristu sumir Sviar höfuðið og aðrir bölvuðu ýmist hátt eða í'hljóði, en margir glöddust og hrópuðu hátt: „Loksins fáum við réttan mann á réttan stað!“ Svo til engir voru afskiptalausir um þessa embættisveitingu, en það stafaði af því, að flestir þekktu til mannsins sem í hlut átti. Ým- ist að góðu eða illu, að þeim fannst. Allir könnuðust sem sé við Ingmar Bergman. Og það ekki aðeins í Svíþjóð, heldur og um allan heim, en þó sérstaklega á Norðurlöndum. Og einkanlega á Norðurlöndum hafa síðasta ára- tuginn staðið meiri veður um hann en nokkurn sænskán lista- mann annan. Hann hefur verið „enfant terrible" (sem sumir þýða ranglega með orðinu „vand ræðabarn") í kvikmyndaheimin- um. Hann hefur verið kallaður „dæmon“, „banditt" ,og „geni“. Svo mismunandi sjónarmið hef- ur fólk haft til þessa umdeilda, unga manns. Því ungur er hann, þrátt fyrir allt — aðeins 44 ára. Þegar slíkur maður og ekki eldri er skipaður í þá miklu stöðu í menningarlífi Svíþjóðar, sem forstjórastaða „Dramaten“ óneitanlega er, hlýtur maður að álykta, að ráðandi menn og rikj- örugglega er hægt að upp- fylla. Þar eru áætlanir um stórfelldar framkvæmdir, sem byggðar eru á þeim trausta efnahagsgrundvelli, sem lagður hefur verið, en þess er rækilega gætt að lofa þar ekki neinu því, sem ekki er unnt að standa við, jafnvel þótt aflasæld yrði nokkru minni en að undanförnu o. s. frv. Veikleiki vinstri stjórnar- innar var m.a. sá, að hún lof- aði öllu, þóttist öllu ætla að breyta til hins betra. Fljót- lega kom í ljós að ekkert af loforðum hennar stóðst, enda spurðu menn ekki að því, hvað hún ætti eftir að ’efna, þegar hún hrökklaðist frá, heldur hvað hún ætti eftir að svíkja — og því gat enginn svarað. Hin nýja túlkun Framsókn armanna á þjóðhagsáætlun- inni er ekkert happadrýgri fyrir þá en hin fyrri og skal ekki að því eytt fleiri orðum. andi skoðun í landinu hallist að því, að Bergman standi að minnsta kosti nær „geníinu en bandíttinum“. En þó má telja víst að hér eftir sem hingað til muni verða um manninn deilt, frekar en flesta aðra menn. í opinberu lífi Svía. Það er ekki leikstjórinn og leik húsmaðurinn, sem um er deilt, því að í þeirri grein er hann ekki jafn víðkunnur og í film- unni. Það er kvikmyndin, sem hefur gert hann frægan og um- deildan, en þó að leikhús og kvikmynd séu náskyld, þá eru þau ekki enn orðin systkin. — Kannski verða þau það með tím- anum, og Bergman er vel trú- andi til þess að flýta fyrir aukn- um skyldleika. En hingað til hef- ur hann einkum getið sér frægð sem kvikmyndaskapari og kvik- myndaleikstjóri, sem hafði svo mikið nýtt til brunns að bera, að hin víða veröld hlaut að taka eftir honum. Og hann er gædd- ur óvenjulegri starfsorku, svo að honum hefur tekizt að vera mik- ilvirkur án þess að fá það orð á sig að hann væri hroðvirkur. Um þessar mundir er 31. kvik- mynd hans að verða fullgerð til sýningar. Hún heitir „Nattvárds- gástarna". Og önnur kvikmynd hans er bráðum fullgerð: „Tyst- naden“ heitir hún. En þó að það séu kvikmyndir Bergmans, sem hafa gert hann frægastan, skyldi enginn halda, að hann „kunni ekki að snúa sér við í leikhúsi“ þegar hann fer að segja fyrir verkum á „Dramaten" í sumar. Hann hef- ur „hvílt sig á því að hvarfla milli filmunnar og leikhússins," segir hann. Og hann gerði það að skilyrði, þegar hann tók við hinu veglega leikhússtjórastarfi sínu, að hann gæti sinnt kvik- myndastarfinu eftir sem áður. Svo að það er ekki að ástæðu- lausu, sem spáð er að þegar Berg man fer að stjórna merkasta leik húsi Svía, muni hann ætla sér TRAUST STJORN ITinar miklu framkvæmdir, sem nú er unnið að um allt land og vaxa með hverj- um mánuðinum, sem líður, byggjast að sjálfsögðu á því, að hér er traust stjórnarfar og samhent stjórnarvöld. Á- framhald framsóknarinnar er undir því komin, að ekki verði stofnað til sundrungar og upplausnar. Framsóknarmenn segjast ekki gera sér vonir um að ná meirihluta með kommúnist- um á Alþingi. Þess vegna muni ekki koma til þess að þeir starfi með þeim í ríkis- stjórn. Vonandi reynist þetta rétt. Hinsvegar segja þeir rétti- lega, að þeir þurfi ekki að vinna nema tvo þingmenn til þess að Viðreisnarstjórnin hafi ekki lengur meirihluta í báðum þingdeildum og sé þannig um megn að sitja á- fram. Þeir segjast keppa að að styrkja tengslin milli leik- húss og filmu með starfsemi sinni. — En sumum er lítið gefið um þá stefnu. Ingmar Bergman hefur verið „leikritaskáld ög leikstjóri" síð- an í æsku. Innan við tvítugt á stúdentsárum sínum, samdi hann leikrit, „Kaspers död“ og léku stúdentar í Stokkhólmi það, en höfundurinn sá um leikstjórnina. Og hann var ekki nema 24 ára þegar hann tók fyrstu kvikmynd ina sína. Tveimur árum síðar varð hann leikhússtjóri „Háls- ingborg Stadstearn" og vakti þá athygli fyrir það, hve ódeigur hann var við að ráða til sín unga og lítt reynda leikendur. Meðal- aldur leikendanna var aðeins 23 ár! Hann var ekkert feiminn við að sýna leikrit, sem hann þóttist vita að yrðu skammlíf — frum- sýningar voru að meðaltali 3ju hverja viku — en leikstjóraorð- stír hans varð bráðlega svo mik- ill, að önnur leikhús Svíþjóðar kepptust um að fá hann til að stjórna sýningum. Fyrst kom „Göteborg Stadsteatern“ — og síðan hefur Bergman stjórnað leikhússýningum í öllum meiri háttar leikhúsum í Svíþjóð. En hitt er ekkert efamál, að afrek hans í kvikmyndunum valda miklu um það, hve leikhúsin hafa verið sólgin í að fá hann. Kvik- myndin hafði skapað honum nafn sem allir þekktu og fólk var „forvitið í hann“. Og nú eru Svíar forvitnari en nokkurn tíma áður: — Gerir Bergman einhverja stórbyltingu þegar hann fer að segja fyrir verkum á „Dramaten"? Enginn efast um að einhvér endursköp- un verði í leikhúsinu. Þeir sem kölluðu Bergnjan „bandítt“ ótt- ast að hann geri „Dramaten" að bækistöð „siðspillingar og fárán- leika", en hinir eru fleiri, sem treysta því að starf hans verði upphaf nýrrar blómaaldar i sögu leikhússins. Það eru þeir, sem kölluðu hann ýmist „dæmon1* eða „geni“. Sá spádómur rætist vafalaust, ef Bergman tekst að vinna við- líka afrek í „Dramaten" og hann hefur gert með sumum kvikmyndum sinum. Hér í gamla daga urðu tveir Svíar frægir fyr- ir kvikmyndastj órn: Victor Sjö- ström og Mauritz Stiller. Berg- man hefur orðið frægari en þeir. Hann hefur tvívegis fengið „Osc- Framh. á bls. 15. því, sem þeir kalla „stöðvun- arvald“. En hvað mundi leiða af þessu stöðvunarvaldi Fram- sóknar? Af því mundi leiða það, að landið yrði stjórn- laust. Viðreisnarflokkarnir hafa lýst því yfir, að þeir muni aldrei hvika frá við- reisninni. Þeir telji það skyldu sína að sporna við því, að á ný verði tekið upp hafta- og uppbótakerfið, sem Fram- sóknarmenn berjast fyrir. Framsóknarmenn segja hinsvegar, að þeir muni aldrei fylgja viðreisnarstefnunni. — Þannig er samstarf við þá úti lokað. Hér yrði því óhjá- kvæmilega stjórnarkreppa um lengri eða skemmri tíma. Þá mundi fljótt ganga á gjald eyrisvarasjóðina, efnahagslíf- ið fara úr skorðum og marg- háttuð vandkvæði af hljót- ast. Það er skylda allra hugs- andi borgara að forða þjóð- inni frá þeirri ógæfu. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.